Morgunblaðið - 22.01.1998, Page 19

Morgunblaðið - 22.01.1998, Page 19
MORGUNB LAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 19 ERLENT Lítt sýnilegur árangur af för ESB-nefndar til Alsírs Óska eftir tillögum London. Reuters, The Daily Telegraph. BRETAR sögðu í gær að alslrsk stjórnvöld verði að ráða því hvernig Evrópusambandið (ESB) veiti að- stoð við að binda enda á óöldina í landinu, sem hefur orðið rúmlega 1.200 manns að bana á undanförn- um þremur vikum. Nefnd ESB fór frá Alsír á þriðjudagskvöld eftir að hafa dvalið þar í um sólarhring. Virðist förin litlum árangri hafa skilað. Ekkert lát er á manndrápunum og alsírsk dagblöð skýrðu frá því í gær 43 Alsírbúar hefðu verið myrtir í árásum á þriðjudag. Manntjón varð einnig í sprengjutilræði í mið- borg Algeirsborgar í gær en ekki var vitað hversu margir biðu bana. Derek Fatchett, aðstoðarutanrík- isráðherra Bretlands, fór fyrir nefnd ESB og sagði hann í viðtali við BBC í gær að tekist hefði að móta viðræðugrundvöll, en Alsír- stjórn yrði að koma fram með ákveðnar tillögur um aðgerðii- af hálfu ESB. Fatchett fór fyrir nefndinni þar sem Bretar fara nú með forsæti í ESB, en auk hans voru í nefndinni aðstoðarutanríkisráðherrar írá Lúx- emborg og Austurríki. „Við viljum veita alla þá aðstoð sem við getum. Þeir verða að segja okkur hvað þeir vilja að við gerum,“ sagði Fatchett. Stjórnvöld í Alsír hafa hafnað til- boðum um alþjóðlega rannsókn á voðaverkunum í landinu og einnig tilboðum um neyðaraðstoð. Segjast þau helst vilja að Evrópuríki beiti sér gegn samtökum útlægra, bók- stafstrúaðra múslima sem stjórnvöld segja starfa í evrópskum borgum. Nefndarmenn áttu fundi með ráð- herrum, stjórnarandstöðuliðum og ritstjórum nokkurra dagblaða. Reuters AHMED Attaf, utanrfldsráðherra Alsírs, annar frá vinstri, andspænis sendinefnd ESB á fundi í Alsír. Reka verka- menn úr landi til að skapa störf Bangkok. Daily Telegraph. YFIRVÖLD í Tælandi og Malaysíu ráðgera að vísa allt að tveimur millj- ónum ólöglegra erlendra verka- manna úr landi í þeim tilgangi að skapa fleiri atvinnutækifæri fyrir at- vinnulausa landsmenn sína. Chuan Leekpai, forsætisráðherra Tælands, sagði ráðstöfun af þessu tagi nauðsynlega vegna fjár- málakreppunnar í Asíu. I landinu eru 1,8 milljónir atvinnuleysinga og sagði hann að ráða mætti bót á því með því að losa landið við ólöglega verkamenn, sem hann segir fylla milljónina, fyrir árslok 1999. Chuan kynnti áform þar sem gert er ráð fyrir að vísa 300.000 verka- mönnum úr landi í fyrsta áfanga. Verða þeir sendir til heimkynna sinna í fátækum grannríkjum, Búrma, Kambódíu, Bangladesh og Indónesíu. Hið kaldhæðnislega er, að verkamenn af þessu tagi skópu undirstöður þess viðskiptaveldis sem þessi ríki hafa státað af. Og þeir höfðu það gott því ólöglegir indónesískir byggingaverkamenn í Kúala Lúmpúr þénuðu tíu sinnum meira en heima. Verkamennirnir skapa nú vissan vanda því ríki Suðaustur-Asíu hafa heitið að reyna að standa efnahags- örðugleika af sér sameiginlega. Með því að senda þá heim gæti sú sam- staða riðlast og leitt til óróa. En Tælendingar hyggjast ekki aðeins senda ólöglega verkamenn heim, heldur hyggjast þeir ekki end- urnýja atvinnuleyfi um 300 þúsund manna, þar af 70 þúsund verk- menntaðra. Karlinn í gæslu London. Reuters. STJÓRNENDUR breskrar verslunarmiðstöðvar hafa ákveðið að koma til móts við þá fjölmörgu karlmenn sem dregnir eru nauðugir viljugir með í verslunarferðir, og hefur opnað karlahorn. Það er um margt líkt barnagæslu sem er að finna í mörgum stærri verslanamiðstöðvum, nema hvað karlarnir leika sér í tölv- um, horfa á fótbolta í stað teiknimynda og drekka bjór. Ætlun yfirmanna verslunar- miðstöðvarinnar er að „draga úr neikvæðu viðhorfi karla gagnvart innkaupum". Segii- Nick Thornton, talsmaður Blu- ewater-verslunarmiðstöðvar- innar sem verður opnuð á næsta ári í Kent, að sumir karlar séu líkastir smábörnum og að flest hjón muni geta staðfest það. Hugmyndin að karlahorninu hafi kviknað eftir að könnun hafi leitt í ljós að önnur hver verslunarferð hjóna endi með rifrildi. Pottaplöntu- UTSALA - allt að 50% afsláttur. Verðdœmi: Ástareldur Prúmúla Piparskott Aspas Friðarlilja Jukka Fíkus Gullpálmi Bergpálmi Alparós Drekatré Diffenbachía Burkni Gúmmítré Stofuaskur Friðarlilja (stór) nú áður 189,- MÍ8,- 199,- >28S,- - MS4,- M 299,- ^98,- 359,- ^92,- 369,- -^55,- 399,- 399,- 399,- 399,- wm ím #■ 8, Drekátré 100 sm. kr» 990,< Fíkus 100 SM. ktf. 990,- Fíkus 120 SM. kKl.190,- 489,- »yfÍ8,- >(Í98, e-' : ' ... og tugir annara tegunda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.