Morgunblaðið - 22.01.1998, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Reuters
TRÚRÆKNIR kúbverskir kaþólikkar sýna eftirvæntingu sína vegna komu páfa með því að halda á loft
myndum af hans heilagleika meðan á guðsþjónustu stendur í dómkirkju Havana í gær. Eduardo Boza Masdi-
val biskup, sem hefur verið í útlegð í 37 ár, prédikaði.
Kúbuheimsókn Jóhannesar Páls II páfa
Utlagar og pílagrímar
flykkjast til eyjarinnar
Krókódíl-
ar bana 20
Kinshasa. Reuters.
MANNSKÆÐIR krókódílar
hafa banað og étið að minnsta
kosti 20 manns í einu þorpi í
Lýðveldinu Kongó, að því er
ríkisútvarpið þar greindi frá í
gær.
Ráðast krókódílamir á
þorpsbúa er þeir fara yfír
Kongófljót á litlum bátum, en
hafa einnig átt til að yfirgefa
kjörlendi sitt í og við fljótið og
elta uppi og drepa bændur við
jarðyrkju. Flest fórnar-
lambanna hafa verið böm. Sér-
fræðingar segja að þessi teg-
und krókódíla ráðist oft á fólk
en sjaldgæft sé að þeir fari
langt frá kjörlendi sínu.
Oþekktur
eður ei?
HUGSANLEGA er einn hermann-
anna íjögurra sem hvílir í gröf
óþekkta hermannsins í Arlington-
kirkjugarðinum í Washington
ekki óþekktur. Að líkindum verða
jarðneskar leifar hans grafnar
upp og DNA-rannsókn látin skera
úr um hvort þar er á ferðinni liðs-
foringinn Michael Blassie, marg-
verðlaunaður orrustuflugmaður
sem skotinn var niður við An Loc
í Víetnam í maí 1972. Lík hans
fannst í Víetnam í október 1972
en síðar týndust nafnplötur hans
og úrskurðað var að líkið, sem
kann að vera af honum, væri af
óþekktum hermanni. Það er systir
Blassie sem óskað hefur eftir
rannsókninni og reynist grunur
hennar réttur verður flugmaður-
inn jarðsettur að nýju.
Bagdad. Reuters.
ÍRAKAR lögðu í gær til að vopna-
eftirlit Sameinuðu þjóðanna (SÞ)
frestaði eftirliti í svokölluðum for-
setahöllum, að sögn Richards
Butlers, yfirmanns vopnaeftirlits-
ins. Sagði hann að tillaga íraka
væri „ögrun“ við öryggisráð SÞ
sem hefur krafist óhefts aðgangs
að öllum stöðum sem kunni að
geyma gjöreyðingar-og efnavopn.
Butler hélt í gær frá Irak eftir við-
ræður við Tareq Aziz, aðstoðarfor-
sætisráðherra landsins, og mun
hann gefa öryggisráðinu skýrslu
um þær á föstudag. Bresk og
bandarísk yfirvöld útilokuðu ekki
hemaðaraðgerðir gegn írökum, er
ljóst varð að viðræður Butlers og
Aziz hefðu verið árangurslausar.
Butler var harðorður á blaða-
mannafundi sem hann hélt eftir
fundinn með íröskum ráðamönn-
um og sagðist „hvorki vilja né
KOMU Jóhannesar Páls II páfa til
Kúbu var beðið með eftirvæntingu í
gær, en hann lenti á flugvelli höfuð-
borgarinnar Havana eftir hálfs sól-
arhrings ferðalag frá Róm í gær-
kvöldi. Þetta er í fyrsta sinn í sög-
unni sem páfi leggur leið sína til
Kúbu en í 81. sinn sem Jóhannes
Páll II fer í opinbera heimsókn frá
því hann tók við páfadómi 1978.
í kirkjum Karíbahafseyjarinnar og
á Havanaflugvelli bergmáluðu bænir
trúaðra úr röðum innfæddra og að-
kominna pílagríma, sem binda miklar
vonir við að heimsókn páfa muni
marka tímamót í sögu Kúbu, sem
Fídel Castro og kommúnistaflokkur
hans hefur stjómað harðri hendi í
nær fulla fjóra áratugi. Opinberlega
var Kúba trúlaust ríki um þrjátíu ára
skeið, 1962-1992, en í augum kúb-
verskra byltingarsinna stóð kaþólska
kirkjan fyrir arfleifð kúgunar fyrri
tíma undir nýlendustjórn Spánverja
geta“ orðið við óskum íraka nema
öryggisráð SÞ gæfi honum fyrir-
skipanir þar að lútandi. Sagði
Butler að viðræðurnar við Aziz
hefðu verið „býsna skýrar, býsna
afdráttarlausar“ og að þeir hefðu
rætt tæpitungulaust. Fullyrti einn
heimildarmaður Reuters að við-
ræðurnar hefðu verið þær erfið-
ustu sem fulltrúar vopnaeftirlits-
ins og íraskra stjómvalda hefðu
átt.
Aziz hélt blaðamannafund síð-
degis í gær og vísaði þar á bug
ásökunum um að Irakar væru að
framleiða sýkla- og efnavopn. „Það
er lygi,“ sagði hann.
Aziz vill bíða niðurstöðu
funda tækninefndar
Er Butler var spurður hvort
ekki væri hætta á því að viðræður
vopnaeftirlitsmanna og íraka
og síðar einræðisstjóm Batistas.
Samtímis því að verkamenn vom í
óða önn að hengja upp borða í hvít-
um og gulum litum Páfagarðs með-
fram þeirri leið sem hinn tigni gest-
ur mun fara um í dag lentu í gær
flugvélar frá Bandaríkjunum á Ha-
vanaflugvelli sem fluttu útlæga
Kúbverja til heimalandsins sem
höfðu fengið leyfi til að sameinast
skyldmennum sínum í tilefni af páfa-
heimsókninni.
A meðal útlaga sem Castro-stjórn-
in leyfði að kæmu til Kúbu af þessu
tálefni var Eduardo Boza Masvidal
biskup, en hann var neyddur í útlegð
fyrir 37 áram, skömmu eftir valda-
töku Castros. Masvidal, sem nú er 82
ára, hélt tilfinningaþrungna messu í
heimasókn sinni sem sóknarbörnin
bragðust við með gleðitárum og
hamslausu lófataki.
Stjómvöld reiknuðu með að um tíu
þúsund pílagrímar og 3.000 erlendir
myndu dragast í það óendanlega,
neitaði hann því og kvaðst ekki
telja að „margir þættir þessa leik-
rits væru eftir“.
Að sögn Butlers bað Aziz hann
um að stöðva vopnaeftirlit og bíða
þess að niðurstöður „tæknilegra
matsfunda" um gjöreyðingar-,
efna- og lífefnavopn íraka, lægju
fyrr. Fyrsti matsfundurinn verður
haldinn 1. febrúar nk. Að sögn
Butlers telur Aziz að niðurstaða
fundanna verði sú að ekki sé þörf á
frekara eftirliti og að loka megi
skýrslunum um þessar vopnateg-
undir. Þá telji Aziz tímabært að
ræða við Butler um aðgang að for-
setahöllunum og í kjölfarið finnist
aðstoðarforsætisráðherranum að
aflétta eigi viðskiptabanni SÞ á
írak sem sett var í kjölfar innrásar
þeirra í Kúveit.
Butler kvaðst hafa svarað því til
blaða- og fréttamenn kæmu til eyjar-
innar til að fylgjast með heimsókn-
inni. I Havana era um 9.400 hótelher-
bergi og voru þau öll löngu uppbók-
uð. Til að auðvelda aðkomufólkinu að
finna gististað afléttu stjómvöld
skatti af leigutekjum sem almenning-
ur, sem hefur yfir húsnæði að ráða,
getur tekið fyrir að hýsa fólk.
Oryggisráðstafanir
Kúbversk stjómvöld bönnuðu sér-
staklega allan skotvopnaburð í ná-
grenni við áfangastaði páfaheim-
sóknarinnar, en hann hyggst halda
fjórar útimessur næstu daga, þá
stærstu á Byltingartorginu í Havana
næstkomandi sunnudag, síðasta dag
heimsóknarinnar. Talsmenn stjórn-
valda sögðu þó í fyrradag að þau
ættu ekki von á neinum ofbeldis-
verkum meðan á heimsókninni
stendur, en í fyrra gekk hrina
sprengjutilræða yfir eyna.
að ósk íraka væri ögrun við örygg-
isráðið og að hann gæti engu spáð
um viðbrögð þess. „Hann [Aziz]
sagðist gera sér grein fyrir þessari
staðreynd, að Irakar hefðu vitað
um hana er þeir tóku ákvörðun og
að þeir myndu standa við hana,“
sagði Butler. Kvaðst hann búast
við að niðurstaða áðurnefndra
tæknifunda yrði sú sama og vopna-
eftirlitið hefði haldið fram hingað
til, að írakar hefðu ekki gert grein
fyrir öllum vopnum sínum.
Butler sagði að ef vopnaeftirlits-
menn SÞ bæðu hann um að leyfa
að gerð yrði tilraun til að skoða
forsetahallir í frak, myndi hann
verða við því. Aziz nefndi hins veg-
ar ekki hótanir Saddams Husseins,
leiðtoga fraks, frá því um helgina
að vopnaeftirlitsmenn SÞ yrðu að
vera á brott frá írak innan hálfs
árs.
Kjúklinga-
sölubanni
aflétt?
MARGT bendir nú til að
kjúklingar verði á borðum
íbúa Hong Kong er nýárið
gengur í garð samkvæmt
tímatali Kínverja eftir viku.
Hafa kínversk yfirvöld fyrir-
skipað eftirlitsmönnum í Gu-
angdong-héraði, norður af
Hong Kong, að undirbúa að
kjúklingasölubanninu verði
aflétt. Ostaðfestar fregnir hafa
hins vegar borist af því að þrjú
ný tilfelli af fuglaflensu hafi
komið upp en heilbrigðisyfir-
völd í Hong Kong vísa því á
bug. Sérfræðingar Aiþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar
segjast ekki hafa séð nein
merki um að fuglaflensuveiran
eigi upptök sín í Kína.
Cook hrósar
Hong Kong
ROBIN Cook utanríkisráð-
herra Breta bar lof á hvemig
mál hefðu þróast í Hong Kong
frá því Kínverjar tóku þar við
yfirráðum í júlí í fyrra eftir
viðræður við Tung Chee-hwa,
héraðsstjóra, í gær. Kvaðst
hann þó viija sjá lýðræðisþró-
unina ganga lengra. Cook er
æðsti ráðamaður Breta sem
kemur til héraðsins frá í júh'.
Kanna ábyrgð
Pinochets
DÓMARI í Chile kvaðst í gær
ætla að hefja formlega rann-
sókn á því hvort Augusto Pin-
ochet, hers-
höfðingi og
fyrrverandi
leiðtogi her-
foringja-
stjórnar
landsins,
bæri ábyrgð
á
fjöldamorð-
um sem
framin vora í 17 ára stjómar-
tíð hans. Hefur verið gefin út
handtökuskipun á hendur Pin-
ochet.
Barist við
svínapest
SVÍNAPESTAR hefur orðið
vart víða í Evrópu að nýju.
Verð á svínakjöti hefur lækkað
mjög og er búist við að það
haldist þar til svínum á sýkt-
um svæðum hefur verið slátr-
að og því dregið úr framboði á
svínakjöti. Pestin hefur m.a.
komið upp í Þýskalandi, á
Spáni og í Hollandi.
Deilt um
„leynikofau
VERJENDUR Theodores
Kaczynskis, sem er ákærður
fyrir að vera hinn svokallaði
Unabomer, hafa krafist þess
að sækjendur í málinu verði
neyddir til að veita upplýsing-
ar um leynilega kofa, sem full-
yrt er að lögreglan hafi fundið
skammt frá heimili
Kaczynskis. Dómsmálayfir-
völd svöraðu því til að verj-
endur gætu spurt skjólstæð-
ing sinn. Geðlæknir sem skoð-
aði Kaczynski telur hann sak-
hæfan, þrátt fyrir að hafa
greint hann með geðklofa og
ofsóknaræði.
Tareq Aziz vill að vopnaeftirliti SÞ í forsetahöllum fraka verði frestað
Butler segir tillögu Iraka
ögrun við öryggisráð SÞ
Augusto
Pinochet