Morgunblaðið - 22.01.1998, Page 31

Morgunblaðið - 22.01.1998, Page 31
30 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 31 - Plor^iiiuMíifoiv STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRl RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ENN EINN ÁVINNINGUR AF EES SAMKOMULAGIÐ um afnám einkaréttar Flugleiða hf. á innritun farþega og afgreiðslu fai’þegaflugvéla á Keflavík- urflugvelli er eitt af mörgum dæmum um að samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði hefur leyst íslenzkt atvinnulíf úr gömlum viðjum hagsmunatengsla, pólitískrar fyrirgreiðslu og einokunar. Einkaréttur Flugleiða í Keflavík er leifar gamals tíma, en það er mikið vafamál að afnám hans hefði orðið að veruleika jafnsnemma og raun ber vitni hefði það ekki legið fyrir að væntanlegar EES-reglur banna einfaldlega slíka einkaleyfíssamninga. Utanríkisráðuneytið á hrós skilið fyrir að hafa annars vegar leitazt við að tryggja fyrirfram að ísland uppfyllti reglur EES, í stað þess að bíða athugasemda og kærubréfa frá Eftir- litsstofnun EFTA, og að hafa hins vegar gengið lengra í frjálsræðisátt en reglur EES gera að skyldu. Ætla má að aukin samkeppni í flugafgreiðslu stuðli að lækkun rekstrarkostnaðar flugfélaga, sem fljúga um Keflavík- urflugvöll, enda hefur gjaldskráin, sem Flugleiðir hafa ákveð- ið í skjóli einkaréttar síns, verið ein sú hæsta í okkar heims- hluta. Vonandi leiða lægri afgreiðslugjöld til lægri fargjalda. Einnig má búast við að afnám einkaréttarins stuðli til lengri tíma litið að aukinni samkeppni í millilandaflugi. Það hefur ekki orðið til þess að laða erlend flugfélög að Keflavíkurflug- velli að þau hafa aðeins getað fengið vélar sínar afgreiddar hjá keppinautinum. STAÐA ÍSLENSKRA SKÁKMANNA ISLENDINGAR eiga flesta alþjóðlega stórmeistara í skák af þjóðum heims sé miðað við höfðatölu. Og jafnvel þótt ekki sé tekið mið af höfðatölu eru Islendingar í hópi þeirra þjóða sem flesta stórmeistara eiga. Friðrik Ólafsson varð fyrsti stórmeistari íslendinga árið 1958 en síðan hafa níu bæst við og íslendingar teljast nú sjötta til tólfta sterkasta skák- þjóð í heimi. Á sama tíma virðist sem babb hafí komið í bátinn og framþróun í þessari íþrótt hér á landi sé ekki alveg jafn trygg og verið hefur undanfarna áratugi. A síðustu þremur árum hafa þrír af fremstu stórmeisturum okkar hætt í atvinnumennsku í skák; Jón L. Árnason, Margeir Pétursson og nú síðast Jóhann Hjartarson, sem á liðnu ári varð bæði Islands- og Norðurlandameistari. Meginástæðurn- ar fyrir þessu segir Jóhann í samtali við Morgunblaðið vera erfíðar aðstæður í skákheiminum, sem tengjast meðal annars breyttu mótahaldi, og bága fjárhagslega stöðu íslenskra at- vinnumanna í skák. Islenskir stórmeistarar eiga kost á svokölluðum stórmeistaralaunum frá ríkinu sem stofnað var til í framhaldi af stórmeistaratitli Friðriks á sínum tíma. Af þessum launum, sem fýlgja launum lektora við HI, þurfa skákmennirnir að standa straum af kostnaði við þátttöku í mótum og er því ekki mikið eftir til framfærslu. Ástæða er til að vekja athygli á þessari stöðu íslenskra skákmanna. Vert er að kanna hvort hún geti leitt til þess að fleiri sjái sér ekki fært að stunda atvinnumennsku í greininni og þá hvort hægt sé að leita einhverra úrlausna, til dæmis með sérstökum afreksmannasjóði sem hugmyndir eru uppi um. KÚBUHEIMSÓKN PÁFA STJÓRN Fidels Castros á Kúbu er síðasta vígi kommún- ismans og með heimsókn Jóhannesar Páls páfa hriktir í stoðum þess hrörlega vígis. Kaþólska kirkjan hefur átt erfítt uppdráttar í stjórnartíð Castros. Fjölmargir prestar voru gerðir útlægir og jólahald bannað. Kúba var opinberlega „guðlaust“ ríki þótt Castro hafi breytt málflutningi sínum árið 1992 og rætt um stjórn sína sem „veraldlega“. Sú hugsjón sem Castro-stjórnin byggði þjóðfélagsbreyting- ar sínar á er hrunin og eftir stendur nöturleg fátæktin, afleið- ing áratuga óstjórnar og sóunar. Þau umskipti sem óneitanlega eiga eftir að eiga sér stað kunna að verða stormasöm. Stjórnarandstaða hefur ekki feng- ið að byggjast upp á Kúbu og því er pólitískt tómarúm. Hugs- anlegt er að kaþólska kirkjan geti gegnt mikilvægu hlutverki við að brúa bilið milli andstæðra fylkinga. Páfaheimsóknin beinir athygli umheimsins að Kúbu og þeim vandamálum sem kúbanska þjóðin stendur frammi fyrir. Hún mun hins vegar jafnframt leysa úr læðingi það afl er felst í frjálsri tjáningu fólks á skoðunum sínum og trú og bælt hef- ur verið frá 1959. Það afl hefur reynst flestum kommúnista- stjórnum ofviða. Skýrsla rannsóknarnefndar um færeyska bankamálið UPPLÝSIN GASKORTUR OG ÁBYRGÐARLEYSI Á ÓLAFSVÖKU í Þórshöfn í Færeyjum. Morgunblaðið/RAX Friðrik Sophusson hyggur á umbætur skattkerfísins SKATTAMÁL eru nú til umræðu og því hefur verið haldið fram að hallað hafi á hinn almenna skattborgara. Tafir hjá yfir- skattanefnd alvarlegt mál Skattamál hafa verið til umræðu undanfarið og hefur kastljósinu verið beint að yfír- skattanefnd. Karl Blöndal ræddi við Friðrik 7 7 Sophusson fjármálaráðherra og Olaf Olafs- son, formann yfírskattanefndar. I Danmörku heyrðust strax þær raddir að bæta ætti Færeyingum tap af yfírtöku fjárvana banka, en eins og Sigrún Davíðsdóttir rekur í þriðju grein sinni um færeysku bankaskýrsl- una eru margar hliðar á yfirtökunni og eftirköst- um hennar. • FÆREYINGAR voru hlunn- farnii’ þegar þeir tóku yfir Færeyjabanka frá Den Danske bank í mars 1993 og nú þarf að bæta þeim tapið.“ Þetta var í stuttu máli niðurstaðan, sem danskir stjórnmálamenn og fjölmiðlar drógu af þeim 2500 blaðsíðum, sem dönsk rann- sóknarnefnd þriggja lögfræðinga rak- aði saman um bankamálið. Niðurstað- an er einföld, en það sama er ekki hægt að segja um framkvæmdina. Við hvað á að miða og hvernig á að reikna dæmið? Færeyingar báru ábyrgð á eigin efnahag, en reiddu sig samt í rík- um mæli á danska embættismann og stjórnmálamenn, sem höfðu augun yf- irleitt á öllu öðru en ástandinu í Færeyjum, þar til kreppan dró að sér athyglina. Feluleikur dönsku stjórnarinnar Færeyska iandstjórnin féllst á til- lögu dönsku stjórnarinnar um að Færeyingar yfírtækju Færeyjabanka frá Den Danske Bank 22. mars 1993. Þrýstingur dönsku stjómai-innar var mikill. Þó Færeyingai- hefðu ekki feng- ið að fylgjast nákvæmlega með samn- ingaviðræðunum, þá fengu þeir aðeins nokkra daga til að gera upp hug sinn. Og svigrúm þeirra var ekki mikið, því eftir að hafa fengið samninginn um bankayfírtökuna í hendurnar 12. mars þá hafði Mogens Lykketoft ekki skiln- ing á því 22. mars að ekki hefði gefist nógur tími. Færeyingar yrðu að gera upp hug sinn, en ella bera ábyrgð á gangi mála, sagði hann og það er hót- unartónn í orðum hans. Færeyingar gerðu upp hug sinn og samþykktu yfir- tökuna. Með samningnum var danski bankinn laus allra mála og átti engum „móðurbankaskyldum" að gegna gagn- vart Færeyjabanka. Fjármálaeftirlitið danska gerði uppkast að samningnum, þótt embættismenn þar segðust ann- ai’s ekki vera aðilar málsins. Og danski Seðlabankinn var ekki spurður og reyndi aðeins óbeint að koma því til skila til viðkomandi ráðuneyta að hon- um hugnaðist ekki samningurinn. Engin úttekt var gerð á stöðu Færeyjabanka í tengslum við bankayf- irtökuna, heldur þær upplýsingar sem lágu fyrir látnar nægja. Það var ekki fyrr en um haustið 1993 að Fjármála- eftirlitið danska var látið fara í saumana á bankanum sem hluta af reglulegu eftirliti, sem framkvæmt var á þriggja ára fresti. En áður en að því kom hafði þurft að bjarga bankanum, þar sem lausafjárstaða hans var undir löglegu lágmarki. Viðkvæmni vegna þjóðar- atkvæðagreiðslu Dana I byrjun apríl var Richard Mikkel- sen framkvæmdastjóra Fjármögnun- arsjóðsins ljóst að bankinn stóð illa. Sá sjóður var fjármagnaður með dönsku fé og átti að fara með eignarhald á Sjó- vinnubankanum og freista þess að end- urskipuleggja færeyskt efnahags- og atvinnulíf. A fundi með embættismönn- um Fjármálaeftirlitsins og Seðlabank- ans kom fram að þeir gerðu sér allir grein fyrir því að Færeyjabanki stæði illa, en sömuleiðis voru þeir sér meðvit- andi um að danska stjórnin vildi ekki að málið yrði að neinu hávaðamáli, því nú reið á að einbeita sér að því að fá Dani til að samþykkja dönsku undan- þágurnar frá Maastricht-sáttmálanum og um leið áframhaldandi aðild að Evr- ópusambandinu. Mikkelsen vildi enn- fremur haida landstjórninni færeysku utan við vangaveltur um hvað hægt væri að gera varðandi bankann. Um miðjan mánuðinn fundaði Færeyjahóp- urinn, hópur danskra embættismanna ráðuneyta og Seðlabankans danska. Enn er slæm staða bankanna rædd, en áfram ákveðið að halda málinu utan sjóndeildarhrings landstjórnarinnar, þótt hún hefði bankann á sinni könnu og um leið skuldir hans. Upp úr þessu er Erik Hoffmeyer seðlabankastjóra orðið ljóst að ástand- ið í Færeyjum almennt og bankanum sérstaklega er svo slæmt að það dugir ekki að vera að reyna að finna efna- hagslegar lausnh heldur þarf nú póli- tíska lausn, sem danska stjórnin verð- ur að eiga aðild að. Mikkelsen kemur með þá hugmynd að best sé að Fjár- mögnunarsjóðurinn taki lán, en ekki landstjómin - til að létta þrýstinginn á henni. Þessu leggjast dönsku stjórn- málamennirnir gegn, því þá muni danska stjórnin hafa minna tak á heimastjórninni en ella. Danska fjár- málaráðuneytið vill draga heildarút- tekt á bönkunum fram á haust. Um miðjan maí fær landstjómin að heyra af slæmri stöðu bankanna og í lok maí, eftir að þjóðaratkvæðagi’eiðslan var um garð gengin, fundaði landstjórnin með dönsku stjórninni. Landstjórnin gerði hvorki athugasemdir vegna bankayfii’tökunnai’ né slæmrar stöðu bankans eða kenndi neinum um, en á fundinum var samið um 560 milljóna króna lán, svo enn bættist við skulda- bagga Færeyinga. Færeyingar gerast áhyggjufullir Þann 18. ágúst samþykkti land- stjórnin svo endanlega að gengið yrði í að sameina bankana tvo, Sjóvinnu- bankann og Færeyjabanka. Á þeim fundi var Mikkelsen einnig. Maritu Petersen formanni landstjórnarinnar var þá hugleikið hvort landstjórnin hefði keypt köttinn í sekknum, þar sem bankinn var. Mikkelsen kveður svo ekki vera og undirstrikar að danski bankinn eigi ekki sök á erfiðleikum færeyska bankans. Þar hafi komið til ytri erfiðleikar og átti þá við kreppu eyjaskeggja, sem auðvitað var undir- rótin að erfiðleikum bankanna, þai- sem viðskiptavinir gátu ekki staðið í skilum, fyrirtæki urðu gjaldþrota og fjölskyldur misstu húsnæði sitt. Þegar hann er spurður hvort Den Danske Bank hafi verið sér meðvitandi um slæma stöðu bankans og hafi með sölunni verið að bjarga eigin skinni, svarar Mikkelsen að það megi líta þannig á það, en aðrir möguleikar hafi ekki verið til staðar. Við yfii’heyrslur rannsóknarnefndarinnar neitaði Mikk- elsen að hafa átt við að bankinn hafi verið að reyna að bjarga eigin skinni, en lögfræðingunum þykfr einsýnt að viðmælendur hans hafi skilið hann svo að hann hafi ekki neitað því að danski bankinn hafi með þessu komið sér úr erfiðri kh'pu. í september birtist skýrsla Fjár- málaeftirlitsins um stöðu bankanna og hún kom eins og köld gusa yfir land- stjórnina. I kjölfar þess fer Marita Petersen fram á að óháðir aðilar geri úttekt á stöðu bankanna, en þeirri ki’öfu hafnar Mogens Lykketoft fjár- málaráðherra eindregið. Til að bjarga nýja sameinaða bankanum frá gjald- þroti þarf landstjórnin að taka lán upp á 1,3 milljarða danskra króna, rúma 13 milljarða íslenskra króna. Frá því haustið 1993 fram á vor 1995 er uppi stöðugur orðrómur um að eitthvað hafi verið gruggugt við frágang mála, en forsætisráðherra neitar að láta kanna málið. Það er ekki fyrr en vorið 1995 að hann fellst endanlega á það, þar sem búið var að draga svo margt fram að honum var ekki lengur stætt á að neita beiðni um rannsókn. Það var svo skýrsla þeirrar nefndar, sem vai- birt 16. janúar sl., sem hleypt hefur öllum umræðunum af stað aftur. Hverju og hverjum geta Færeyingar reiðst? I gær undirsti-ikaði Poul Schluter á blaðamannafundi að samkvæmt heima- stjómarlögunum bæru Færeyingar fulla og óskoraða ábyrgð á eigin fjár- hag. Því hefði danska stjómin aldrei getað haft bein afskipti af gangi mála í Færeyjum og eftfr því hefði hann farið. Hins vegar gætu Danfr gert við það at- hugasemdir að Færeyingar fæm fram á fjárframlög frá Dönum vegna útgjalda umfram fjái’lög ár hvert og sett að því búnu skilyrði fyrir lánveitingum til sín. Af skjölum þeim, sem bfrt eru og reifuð í dönsku skýrslunni kemur glöggt í ljós að dönsk yfirvöld vora ekki alltaf snögg að láta upplýsingar ganga til færeysku landstjórnarinnai’. Þetta olli oft púringi hjá færeysku landstjórninni, sem þó virðist ekki hafa reynt að láta krók koma á móti bragði og standa þá sjálf að upplýsingaöflun, til dæmis um gang efnahagsmála, ekki síst þegar staðan var jafnslæm og hún var á áranum upp úr 1990. Þegar kemur að því að meta yfirtöku landstjórnarinnar á bankanum heldur landstjórnin því fram að hún hafi ekki haft nákvæmar upplýsingar um stöðu bankans, sem hún var í þann veginn að yfirtaka. Landstjórnin samdi ekki sjálf um yfirtökuna, það gerði Mikkelsen upp á eigin spýtur. Þegar jafnviðamikil eign og heill banki er yfirtekinn tíðkast að gerð sé úttekt á stöðu hans og að það séu þá væntanlegir eigendur sem sjái til þess eða þrýsti á um slíkar upp- lýsingar. Landstjórnin treysti hins vegar blint á Mikkelsen og aðra danska embættismenn, en reyndi aldrei sjálf að fara fram á nákvæma út- tekt. Það gerðu dönsku embættis- mennirnir ekki heldur. Það vora þó ekki þefr heldur landstjórnin sem á endanum fékk lokareikninginn og það getur varla talist mjög faglegt af land- stjórninni að fara ekki rækilega í saumana á stöðu Færeyjabanka eða leita til óháðra sérfræðinga bæði um matið á bankanum og sjálfan samning- inn. Það er ekki einfalt mál að gera upp nákvæmlega í krónum og aurum hvert tap Færeyinga er af því að Den Danske Bank slapp frá öllum skuld- bindingum sínum gagnvart Færeyja- banka. Það fé, 560 milljónir danskra króna og svo 1,3 milljarðar, sem þurfti eftir sameiningu bankanna fór í að spyrna við tapi bæði Sjóvinnubankans og Færeyjabankans og ekki einfalt mál að skilja þar á milli. Lánastefna Den Danske Bank í Færeyjum var önnur en lánastefna bankans annars staðar í Danaveldi. Danski bankinn var örlátari á lán þar, rétt eins og aðrir bankar, meðal annai’s af því að þannig gengu hlutfrnir fyrfr sig í Færeyjum, en h'ka sökum þess að fram að kreppunni 1992 var það óþekkt að einkaaðilar lentu á nauðungarappboði með skuldir sínai-. Ef fólk gat ekki borgað hljóp fjölskyld- an undir bagga. En þegar kreppan var skollin á voru fáir til hjálpar og margir nauðstaddir, lánin féliu á bankana og allt breyttist. Bankamir í Færeyjum, einnig sá sem rekinn var af heima- mönnum, voru undir sömu sök seldfr: Þeir supu seyðið af að hafa lánað of mikið fé. Við nánari athugun er ei’fitt að styðja þá skoðun að Færeyingar hafi almennt verið stórkostlega hlunnfamir eða henda reiður á því hvað eigi að bæta þeim upp. Þefr áttu að bera ábyrgð á eigin fjárhag og auk þess sem þeir öfluðu sjálfir fengu þeir í beint framlag tæpa níu milljai’ða íslenskra króna árlega frá Dönum á þessum tíma, auk eigin skattheimtu og annarra tekna landstjómai’innai’. Danir ætluð- ust til að Færeyingar stæðu á eigin fótr um efnahagslega. Ef Færeyingai’ hefðu tekið þá ábyrgð alvarlega fólst einnig í henni að ganga eftir að þeir hefðu allai’ nauðsynlegai- upplýsingar til að standa undir þeirri ábyrgð. Den Danske Bank slapp óneitanlega vel, en hverjum það var að kenna eða þakka er torséðara, ekki síst þar sem þáttur danskra stjórnmálamanna í þvi spili er enn óljós þrátt fyrfr skýrsluna. En af hverju færeyskir stjórnmálamenn voru jafnlítt vfrkfr í kringum yfii’töku bank- ans og raun ber vitni er spurning, sem fæi’eyskir kjósendur hljóta að hafa áhuga á að fá svar við. 4- YFIRSKATTANEFND hef- ur sætt harðri gagnrýni undanfarið og á málþingi, sem haldið var á vegum Félags löggiltra endurskoðenda og Lögmannafélags íslands á föstudag í liðinni viku, var því haldið fram að þar ríkti ekki jafnræði. Meðal annars var fundið að því að frestir væru ekki virt- ir og yfirskattanefnd felldi oft ekki úr- skurð fyrr en löngu eftir að lögbund- inn frestur væri liðinn. Friðrik Soph- usson fjármálaráðherra sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hér væri al- varlegt mál á ferð og meðal annars kæmi til greina að fella úrskurði í ágreiningsmálum fyrirfram til að flýta fyrir. Olafur Olafsson, formaður yfir- skattanefndar, sagði að oft væri erfitt að virða þann frest, sem nefndin hefði til að skila úrskurði, en benti á að ástandið hefði batnað mjög frá því að hún tók til starfa um mitt ár 1992. Hyggst kanna hvort fella megi forúrskurði „Við teljum það vera alvarlegt mál hve langur tími líður og höfum verið að horfa á að hjálpa nefndinni tíma- bundið," sagði Friðrik. „Einnig er nú verið að kanna hvort skattkerfið geti gefið út forúrskurði þannig að fyrir- tæki og einstaklingar, sem eru að taka stórar efnahagslegar ákvarðanir, þurfi ekki að bíða eftir niðurstöðu þar til hluturinn er skeður." Friðrik sagði að mikið hefði verið kvartað undan því að skattborgarar þyrftu að borga áður en úrskurður félli í ágreiningsmálum við skattyfir- völd. Fjármálaráðuneytið hefði hins vegar leyfi til þess lögum samkvæmt í undantekningartilvikum að fresta inn- heimtu eftir að tekið hefði verið ör- uggt veð og það hefði verið gert. „Þetta hefur gerst þegar um grund- vallarágreining hefur verið að ræða,“ sagði hann. „En fjöldinn allur af mál- um, sem fara til yfirskattanefndar, er eins. Það er verið að vinna sömu atrið- in aftur og aftur.“ Fjöldi skattum- dæma vandamál Friðrik sagði að annar vandi í skattamálum væri fjöldi skattum- dæma og hættan á því að misræmi væri í álagningu og úrskurðum milli landshluta, sem gæti leitt til þess að menn væru misvel settir eftir búsetu. „Til að tryggja samræmi milli lands- hluta ætti aðeins að vera eitt skattum- dæmi,“ sagði fjármálaráðherra. „Hér á landi búa aðeins 270 þúsund manns og síðan era nokkur fyrirtæki. Það væri eðlilegt að landið væri eitt skattum- dæmi. Aftm’ á móti mættu vera um- boðsskrifstofur skattstofunnar um allt land. En ég held að það sé ekki gott eins og sakir standa að vera með þetta í mörgum umdæmum vegna þess að úrskurðaraðilar verða of margir og hætta skapast á að þeir séu misjafnir og málafjöldi, sem berist til yfirskatta- nefndar, aukist. Þetta mundi stytta all- ar boðleiðir í kerfinu, sem nú eru allt of langar og tímafrekai’. Yfirskattanefnd er sjálfstæður úr- skurðaraðili í stjórnsýslunni. Okkur hefur tekist að ná niður málafjöldan- um, en ekki nóg, og ég efast um að það myndi gjörbreytast þótt við fjölg- uðum mönnum. Því höfum við verið að gæla við þá hugmynd að vera fremur með forúrskurði og birta úrskurðina reglulega." Á málþinginu var einnig mikið rætt að skattgreiðendur, hvort sem þeir væru einstaklingar eða fyrirtæki, þyi’ftu að virða kærufrest, en ríkis- skattstjóri kæmist upp með að skila ekki rökstuðningi fyrir kærðri skatt- lagningu fyrr en löngu eftir að lög- bundinn frestur væri liðinn. Frestur runninn út í 120 málum Samkvæmt lögum, sem sett vora 1992 um yffrskattanefnd, er kæra- frestur skattborgara til yfirskatta- nefndar 30 dagar frá póstlagningu úr- skurðar skattstjóra eða ríkisskatt- stjóra. Yfirskattanefnd ber samkvæmt lögunum að senda ríkisskattstjóra kæra skattgreiðandans tafarlaust ásamt gögnum, sem henni kunna að fylgja. Skal ríkisskattstjóri hafa lagt fram rökstuðning í máli fyrir hönd skattheimtunnar ásamt nauðsynlegum gögnum frá skattstjóra innan 45 daga frá því að honum berst endurrit kæru. í lok október á liðnu ári voru um 120 mál, sem bárust yfirskattanefnd fyrir 1. ágúst, ókomin frá ríkisskatt- stjóra. Vora þó liðnir þrír mánuðir frá því að nefndin sendi ríkisskattstjóra kærurnar. Að auki eru mörg dæmi þess að frestur yfirskattanefndar sé liðinn áður en málsgögn berast nefnd- inni. Yfirskattanefnd skal lögum sam- kvæmt hafa lagt úrskurði á kærur þremur mánuðum eftir að frestur rík- isskattstjóra til að skila umsögn og greinargerð rennur út og gildir þá einu hvort hann hefur skilað rök- stuðningi eða ekki. Ólafur Ólafsson, formaður yfir- skattanefndar, sagði að það hefði margkomið fram bæði í álitum um- boðsmanns Alþingis og dómum hvaða þýðingu það hefði að frestir væru ekki virtir. „Þetta eru lögákveðnir frestir, sem stjórnvöldum ber að virða,“ sagði Ólafur. „Við leitumst auðvitað við að gera það, þó að atvik hafi valdið því að það hafi ekki verið hægt. Það er fyrst og fremst vegna þess mála- fjölda, sem við höfum við að glíma. En einnig liggja fyrir dómsúrskurðir um það að þetta hafi út af fyrir sig ekki áhrif á gildi úrskurða. Þessi gagnrýni snýst væntanlega um það að úrskurð- ir skattstjóra skuli vera látnir standa þótt embættið hafi ekki virt frestinn, en á því hefur verið tekið. Ef dómstólar fella ekki úr gildi ákvörðun skattstjóra þótt hún hafi verið tekin of seint - og það eru dómafordæmi fyrir því - þá gerir yfir- skattanefnd það að sjálfsögðu ekki heldur. Dómstólar túlka auðvitað lög og þeir hafa mótað þá framkvæmd að þrátt fyrir að stjórnvaldið fari fram yfir frestinn leiði það ekki til ógilding- ar á skattákvörðuninni.“ Ekki vilhöll afgreiðsla Ólafur sagði að sú gagmýni að ekki væri staðið við úrskurðarfrestinn ætti rétt á sér, en þær ályktanir, sem hefðu verið dregnar af því, væru hins vegar ekki réttar. „Hér fer ekki fram vilhöll af- greiðsla," sagði hann. „Það er mjög óréttmæt ásökun og styðst enda ekki við nein rök. Eg vil einnig taka fram að úrskurðartíminn hefui’ verið að styttast mjög verulega hjá nefndinni.“ Hann benti á að í árslok 1993 hefði 1410 málum verið ólokið, en aðeins 920 í árslok 1997. Ýmsum kynni einnig að þykja seinni talan há, en taka yrði með í reikninginn að helmingur málanna, sem væra kærð til yfirskattanefndar, bærist í október, nóvember og desem- ber á hverju ári. Því væri útilokað að kærar í meðferð um áramót væra miklu færri en milli 500 og 600. Að sögn Ólafs hefur kæram fækkað frá því nefndin tók til starfa um mitt ár 1992. ,Á því ári og fram til ársins 1994 voru kærur á bilinu 1300 til 1400 á ári, en undanfarin þrjú ár hafa þær verið um 1000 á ári,“ sagði hann. „Þeim fækkaði því verulega 1995. Ástæðurn- ar fyrir því eru fyrst og fremst tvær. Annars vegar er ástandið í þjóðfélag- inu, sem ég tel að speglist í þessum kærufjölda. Hins vegar stóðu yfir sér- stakar aðgerðir ríkisskattstjóra og skattstjóranna á þeim árum, sem kærufjöldinn var sem mestur. Þessar aðgerðir beindust bæði að einstak- lingum og lögaðilum. Nú hefur kær- um hins vegar fækkað og fjöldinn er nú svipaður og var á síðasta áratug." Hann bætti því við að nú væru mörg mál einnig að ýmsu leyti flókn- ari og umfangsmeiri en áður. Það stafaði af því að mannskap, sem feng- ist við skatteftirlit og -rannsóknir, hefði verið fjölgað um leið og stofnað hefði verið embætti skattrannsóknar- stjóra. Nú væri tekið á fleiri þáttum og álitamálum en áður hefði verið unnt. Utgáfa úrskurða á þessu ári Samkvæmt lagabókstafnum ber að gefa út helstu úrskurði nefndarinnar árlega. Þá þarf þó ekki að birta í heild sinni, en tryggt verður að vera að allir úrskurðir, sem hafi fordæmisgildi, birtist þar. Við þessa grein laganna hefur aldrei verið staðið frá því að nefndin tók til starfa og hefur ekki einn einasti úrskurður verið birtur. Á málþinginu í lok síðustu viku var því haldið fram að ein afleiðing þess að úrskurðirnir hefðu ekki verið birtir væri sú að óvissa ríkti um það hver fordæmin væru í hinum ýmsu skatta- málum og því væru fleiri mál kærð til nefndarinnar en ella. „Eg tel að meginástæðurnar fyi’ir kærufjöldanum séu aðrar,“ sagði Ólafur. „En það er engin afsökun fyr- ir því að standa ekki við birtingar- skylduna. Á fjárlögum 1998 eru hins vegar veittar 12,5 milljónir króna til að gera okkur kleift að ráðast í útgáfu, úrskurðanna. Sérstakur starfsmaður sinnir nú þessu verkefni og er gert ráð fyrir að á þessu ári verði hægt að gefa út úrskurði frá 1992 til 1997.“ Hann kvað ástæðuna fyrir því að úrskurðirnir hefðu ekki verið gefnir út vera þá að ákveðið hefði verið að afgreiða heldur fleiri mál. Bæði útgáf- an og fresturinn til úrskurða væra lögbundin verkefni, en ákvörðun hefði verið tekin um að sinna þeim með þessum hætti. Á málþinginu var einnig talað um að það drægi úr trúverðugleika nefndarinnar að heyra undir fjár--r málaráðherra. „I stjórnsýslu ríkisins fer fjármála- ráðherra með skattamálin," sagði Ólafur. „Með yfirskattanefnd er æðsta úrskurðarvald í þeim mála- flokki tekið frá ráðherranum og fært til óháðrar úrskurðamefndar - óháðr- ar í þeim skilningi að hún tekur ekki við fyrirmælum frá ráðherranum um afgreiðslu einstakra mála. Hún verð- ur hins vegar að standa ráðherranum reikningsskil í rekstri og hann hefur almennt stjórnsýslueftirlit með stofn- uninni." I nefndinni sitja sex menn og eru þeir skipaðir til sex ára í senn. I lög- unum segir að fjórir þeirra skuli hafa _ starfið að aðalstarfí. Eiga nefndar- menn að fullnægja skilyrðum, sem sett era í lögum um tekju- og eignar- skatt um embættisgengi skattstjóra. Fjármálaráðherra skal síðan skipa formann og varaformann úr hópi þeirra nefndarmanna, sem hafa starf- ið að aðalstarfi, og eiga þeir báðir að uppfylla skilyrði, sem sett eru um embættisgengi héraðsdómara. í nefndinni eru nú fjórir lögfræðingar, viðskiptafræðingur og löggiltur end- urskoðandi. Þrír í nefndinni hafa starfsreynslu úr öðrum stofnunum skattkerfisins. Á málþinginu var það gagnrýnt að fjármálaráðherra skipaði nefndar- menn og sagði Árni Tómasson endur- skoðandi að betur myndi fara á því að nefndin heyrði undir dómsmálaráðu- neytið. Misskilningur að telja fjármálaráðuneyti vanhæft „Það er mikill misskilningur að telja að fjármálaráðuneytið sé van- hæft og það gengur ekki upp að annað ráðuneyti skipi úrskurðaraðila í skattamálum,“ sagði Friðrik Sophus- son. „Raunin er sú að fjármálaráðu- neytið hefur ekkert með skattalega úrskurði að gera. í skattalögunum er *-■ passað upp á það að fjármálaráðhen-a nái ekki í efnishlið úrskurðanna. Hlut- verk fjármálaráðuneytisins á að vera að gæta bæði hagsmuna skattyfir- valda og kannski enn frekar skatt- greiðenda. Ég tel að það byggist á misskilningi að hægt sé að flytja þetta yfir í annað ráðuneyti og það myndi heldur ekki flýta fyi’ir því að menn fengju niðurstöðu, sem er að minni hyggju stóra vandamálið." Hann sagði að sá möguleiki væri einnig fyrir hendi að hafa sérstaka skattadómstóla eins og sums staðar hefði verið gert. „íslenska dómskerfið hefur hins vegar verið að færast úr því að vera skiptur dómstóll og verða einn dóm-’ stóll,“ sagði hann. „I raun og vera yrði það því skref í gagnstæða átt við það, sem hér hefur verið að gerast." Ólafur sagði að það væri rétt, sem komið hefði fram á málþinginu, að meginatriði væri að reglur væra eins skýrar og kostur væri. Það væru fjöldamörg atriði, sem „hefði verið nauðsynlegt að taka á í löggjöf í stað þess að láta framkvæmdaaðila og dómstóla um að móta reglurnar. Reglumar eru í sumum tilvikum óljósar og þess hefur ekki verið gætt að taka á vandamálunum þegar þau hafa komið upp“. Ólafur kvaðst einnig telja að rétt væri að ríkisvaldið tæki þátt í kostn- aði skattgreiðenda vegna sérfræðiað- stoðar í kærumálum þar sem þeir hefðu sitt fram og hefði hann bent á þetta í fjármálaráðuneytinu. „Samhliða væri eðlilegt að hyggja að kærugjaldi til yfirskattanefndai’," sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.