Morgunblaðið - 22.01.1998, Side 36

Morgunblaðið - 22.01.1998, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR Abyrg’ur borgarstjóri Sjálfstæðisflokkur- inn stjómaði Reykjavík með einni stuttri imd- antekningu til ársins 1994. Þeir sjálfstæðis- menn sem stjómuðu borginni lengst af, höfðu þann metnað að gæta vel að því að fjár- hagur Reykjavíkur yrði sem bestur. Borg- arstjóramir Gunnar Thoroddsen, Geir Háll- grímsson og Birgir fs- leifur Gunnarsson gengust allir fyrir nauðsynlegum fram- Helga María kvæmdum sem kost- Bragadóttir uðu mikið, en bæði skiluðu Reykjvíldngum mikilvægri nýrri þjónustu, auk þess sem þeir gættu jaíhan að því, að ætla sér ekki um of í framkvæmdum. Fjárhagur Reykjavíkur var því ágætur á þess- um tíma. Dýrkeyptar framkvæmdir Nýjum herrum fylgja nýir siðir. í framkvæmdagleði sinni m.a. við byggingu minnismerkja gættu borgarstjórar Sjálfstæðisflokks- ins, þeir Davíð Oddsson, Markús Örn Antonsson og Ami Sigfusson ekki að sér og svo var komið árið 1994, að fjárhagur Reykjavíkur var orðinn afleitur. Þessum herr- um mátti þakka það, að öflugasta sveitarfélagið á land- inu var komið í greiðsluvanda. Óá- byrgum stjórnmála- mönnum getur ekki dulist, að dýrar ótíma- bærar framkvæmdir skerða möguleikana til að gera nauðsyn- lega og nytsama hluti. Það gat t.d. ekki dulist borgarstjórnar- meirihluta Sjálfstæð- isflokksins, að það bæri að standa að framkvæmdum bæði við byggingu Perlunn- ar og Ráðhússins með öðmm hætti en gert var. Nauð- synlegar fjárhagsforsendur skorti áður en lagt var af stað í fram- kvæmdirnar. Fyrir vikið urðu þær bæði dýrari og óhagstæðari en þær hefðu þurft að vera. Óábyrgir stjórnmálamenn geta tekið svona ákvarðanir og taka þær vissir um að þegar kemur að skuldadögun- um, þá séu kjósendur búnir að gleyma hversu illa var að málum staðið en minnismerkið tryggi þeim atkvæði. Þannig stóð meiri- hluti Sjálfstæðisflokksins að mál- um síðasta kjörtímabilið sem hann stjórnaði Reykjavík. Ingibjörg Sólrún axlar ábyrgð Á þeim fjórum árum sem RÆSTIVAGNAR Urvalið er hjá okkur Nýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001 ÍBÍSÍÁI Reykvíkingar geta horft björtum augum fram á veginn, segir Helga María Bragadóttir, undir öruggri stjórn núverandi borgarstjóra. Reykjavíkurlistinn hefur stjómað borginni hefur reynst nauðsynlegt að sýna festu og ábyrgð við fjár- málastjóm borgarinnar og þá festu og þá ábyrgð hefur Ingibjörg Sól- rún borgarstjóri sýnt. Þegar litið er yfir það kjörtímabil, sem nú er senn liðið, geta Reykvíkingar þakkað fyrir það að hafa fengið ábyrgan borgarstjóra sem gekk að því rð stýra fjármálum Reykjavík- ur út úr því öngþveiti, sem Ámi Sigfússon og nokkrir forverar hans höfðu komið fjármálum borgarinn- ar í. Það hljómar því einkennilega þegar Árni Sigfússon er að ásaka borgarstjóra íyrir auknar álögur á Reykvíkinga í ljósi þess að þær má að hluta rekja til þeirrar óráðsíu sem hann stóð sjálfur fyrir. Skýr framtíðarsýn hefur verið mótuð í flestum málaflokkum. I tíð Ingbjargar Sólrúnar hafa framfar- ir í Reykjavik orðið miklar í flest- um málaflokkum. Það er sama hvort horft er til skóla-, íþrótta- eða orkumála. Við Reykvíkingar getum horft björtum augum fram á veginn undir öraggri stjórn núver- andi borgarstjóra. Þegar kosninga- baráttan hefst af fullum krafti er því ekki ástæða til að ætla annað en að borgarstjórinn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, muni í krafti yf- irburða sinna og góðrar málefna- stöðu auka fylgi Reykjavíkurlist- ans jafnt og þétt og vinna sigur. Höfundur er heilsu- og rekstrar- hagfræðingur. Reykjavíkur- listinn og launa- mál kvenna í SEPTEMBER 1996 var kynnt launa- könnun sem borgar- stjóri lét gera á laun- um karla og kvenna sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Sú könnun staðfesti um 14% óútskýranlegan mun á launum karla og kvenna. Er þetta svipað hlutfall og kom- ið hefur fram í öðrum sambærilegum könn- unum annars staðar. Borgaryfírvöld eru ekki tilbúin til að sætta sig við þennan mun og samþykktu áætlun um að minnka launamun kynja í þeim kjarasamningum sem framundan vora. I samræmi við þessa áætlun setti samninganefnd Reykjavíkur fram sex skilgreind markmið þar sem tvö fjölluðu sérstaklega um launamun kynja og launamál lág- launahópa. Þegar skoðaðir era þeir kjarasamningar sem gerðir hafa verið sjást margar vísbend- ingar um að þessi stefnumörkun hafi haft áhrif. Á réttri leið Framsóknarkonur virðast hafa haft af því veralegan ábata að hafa samið um eina launatöflu með Dagsbrún. Leitast var við að taka greiðslur sem hafa verið nánast fastar ofan á mánaðarlaun inn í launataxta. Því hækkuðu taxtar umfram það sem þeir hefðu gert ef slíkar hliðarráðstafanir hefðu ekki verið gerðar. Framsóknarkonur sem ekki höfðu haft slíkar greiðsl- ur áður nutu þess því hlutfallslega mest. Þá hækkaði ákvæðis- vinnutaxti við ræst- ingar umfram al- menna 4,7% upphafs- hækkun og ákvæði um 70 þúsund króna tekjutryggingu kemur væntanlega Fram- sóknarkonum mest til góða. Þá má nefna að í kj arasamningum Sóknar var lögð áhersla á hækkun launatöflu þannig að hún hækkar umfram hina almennu upp- hafshækkun. Það atriði sem vegur þyngst í kjarasamningum Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar varðandi stöðu kvennastétta er sú Launajafnrétti karla og kvenna, segir Steinunn Valdís Oskarsdóttir, er réttlætismál. kerfisbreyting sem gerð var á launatöflu um að hætta að láta starfsaldur ráða ávinnslu þrepa innan launaflokks og þess í stað miða við lífaldur. Ætla má að kon- ur njóti þessa ákvæðis helst vegna þess að þær hafa fremur sinnt heimilisstörfum og barnauppeldi með þeim afleiðingum að starfs- aldur þeirra er skemmri en karla. I kjarasamningi við félag leik- skólakennara vora laun hækkuð veralega umfram það sem gerðist í Steinunn Valdís Óskarsdóttir lÖll'It „...miití þilja flakka sögur af gleði, menntun, Ijstum og íbúum í 112 ár - sögur sem núverandi íbúar nema.“ Gunnar Hersveinn heimsækir fólkið í Vinaminni. Daglegt líf á föstudaginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.