Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 43
TILKYNNINGAR
Menntamálaráðuneytið
Styrkir úr Þróunarsjóði
grunnskóla skólaárið 1998-
99
Samkvæmt 1. gr. reglna um Þróunarsjóð
grunnskóla (Stjtíð. B. nr. 657/1996) eru árlega
veittir styrkir úr sjóðnum til þróunarverkefna
í grunnskólum landsins. Starfsmenn grunn-
skóla geta sótt um auglýst verkefni en einnig
geta aðrir aðilar sótt um.
Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsókn-
um um þátttöku í þróunarverkefnum skólaárið
1998-99 á eftirtöldum þremur sviðum.
A. IVIat á skólastarfi - sjálfsmat skóla
Auglýst er öðru sinni eftir skólum/aðilumtil
að þróa aðferðir við mat á skólastarfi, þar á
meðal kennsluháttum, samskiptum innan skól-
ans, stjórnunarháttum og tengslum við aðila
utan skólans.
B. Stærðfræði - náttúrufræði
Auglýst er öðru sinni eftir skólum/aðilum til
að þróa efni, aðferðir og skipulag í kennslu
stærðfræði eða náttúrufræðigreina í grunn-
skólum.
C. Samstarf heimila og skóla um áherslur
í uppeldi og menntun
Auglýst er eftir skólum/aðilum til að þróa starfs-
hætti, aðferðir og skipulag til að auka samstarf
heimila og skóla um sameiginlegar áherslur
í uppeldi og menntun á öllum sviðum.
Æskilegt er að verkefnin feli í sér áherslu á jafn-
réttismál og notkun tölvu- og upplýsingatækni
og snúist um stærri heildir en einstakar bekkj-
ardeildir. Bent skal á að verkefnin á öllum ofan-
greindum sviðum geta verið kjörin samvinnu-
verkefni skóla.
Nánari upplýsingar eru veittar í menntamála-
ráðuneytinu.
Umsóknirskulu berast menntamálaráðuneyt-
inu á sérstökum umsóknareyðublöðum sem
liggja frammi í ráðuneytinu og á skólakrifstof-
um. Umsóknareyðublaðið er einnig að finna
á vefsíðu mentnamálaráðuneytisins: http://
frodi. stjr. is/mrn
Umsóknirskulu hafa borist menntamálaráðu-
neytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, í síð-
asta lagi 1. mars nk.
Menntamálaráðuneytið,
19. janúar 1998.
iÉÉi
Fræðslukvöld fyrir
fatlaða og
FrϚsla
fyrlr f atlaöa « . . .
ogoffctŒideHdvir aðstandendur
r rii
Ný lögræðislög
FFA — Fræðsla fyrirfatlaða og aðstandendur
— heldur fræðslukvöld fimmtudaginn 22. jan-
úar kl. 20.30 í sal Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga, Suðurlandsbraut 22.
Drífa Pálsdóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðu-
neytinu, kynnir og svarar fyrirspurnum um
ákvæði nýrra lögræðislaga.
Kaffigjald er 300 kr.
FFA — fræösla fyrir fatlaða og aðstandendur — er samstarfsverkefni
Landssamtakanna Þroskahjálpar, Sjálfbjargar — landssambands
fatlaðra, Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélags vange-
finna.
Fitur
Samstarf íslands og Færeyja um
ferðamál
FITUR auglýsir hér með eftir umsóknum um
styrki til verkefna sem aukið gætu samstarf
íslands og Færeyja á sviði ferðaþjónustu og
e.t.v. annarra málaflokka á þessu ári.
Þeir, sem áhuga hafa á að sækja um styrki til
slíkra verkefna, skili umsóknum með greinar-
góðum upplýsingum fyrir 20. febrúar nk.
FITUR,
c/o Ferðamálaráð íslands,
Lækjargötu 3,101 Reykjavík.
TILBOÐ/ÚTBOÐ
VERKLEGAR
FRAMKVÆMDIR 98
- ÚTB0ÐSÞING
Boðað ertil fundar föstudaginn 23. janúar kl. I3:00til I6:30.
Á fundinum verður gefið yfirlit yfir öll helstu útboð verklegra
framkvæmda á árinu á vegum ríkisins og Reykjavíkurborgar.
Kynntar verða framkvæmdir þeirra opinberu stofnana sem mest
kveður að á útboðsmarkaði. Verktökum og öðrum gefst á fundinum
einstakt tækifæri til að skyggnast inn í verkefnaframboð ársins.
I sérstöku erindi verður horft til þróunar fram yfir aldamót.
Framsögumenn eru:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Halldðr Jónatansson
Helgi Hallgrímsson
Steindór Guðmundsson
jón Leví Hilmarsson
Viðar Víðarsson
horkell Helgason
Reykjavíkurborg
Landsvirkjun
Vegagerð ríkisins
Framkvæmdasýsla ríkisins
Siglingastofnun Islands
Landssími íslands hf.
Orkustofnun
Fundurinn verður haldinn í Húsi iðnaðarins að Hallveigarstíg I.
Hann er opinn öllum áhugamönnum um verklegar íramkvæmdir.
SAMTÖK
iTT. IÐNAÐARINS
HALIVEIGARSTÍG t • PÓSTHÓLF 14Sf • 121 REYKJAVÍK • SÍMI S11 5555
FAX 511 5566 • HEIMASÍÐA www.si.is • TÓLVUPÓSTUR mottaka@si.is
riuemmvtuBeau
c
Landsvirkjun
Útboð
Gasdælur
Landsvirkjun óskar hér með eftirtilboðum í
gasdælur vegna lúkningar Kröfluvirkjunar sam-
kvæmt útboðsgögnum KF5A-16. Verkið felst í
afhendingu FOB á tveimur gasdælum, með 400/
230 V rafhreyflum ásamt öðrum tilheyrandi
búnaði til að hreinsa gas úr jarðgufu. Afhending
verði eigi síðar en í lok ágúst 1998.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkj-
unar, Fláaleitisbraut 68,103 Reykjavík frá og með
fimmtudeginum 22. janúar nk. gegn óafturkræfu
gjaldi að upphæð kr. 3.000 með vskfyrir hvert
eintak.
Tekið verður á móti tilboðum á skrifstofu Lands-
virkjunar á Háaleitisbraut 68, Reykjavík, til opn-
unar 12. febrúar 1998 kl. 14.00. Fulltrúum bjóð-
enda er heimilt að vera viðstaddir opnunina.
Dagskrá fundarins verður:
— Stefnan í umhverfismálum og stóriðjuuppbyggingu eftir Kyoto-
fundinn.
— Vegaframkvæmdir með tilliti til langtímaáætlunar og samgöngumál
í kjördæminu.
Frummælendur verða alþingismennirnir Árni M. Matthiesen og Kristj-
án Pálsson. Fundarstjóri verður Jónína Sanders, bæjarfulltrúi.
Allir velkomnir.
Sjálfstædisfélögin í Reykjanesbæ.
Almennir stjórnmálafundir
Alþingismennimir Hjálm-
ar Jónsson og Vilhjálm-
ur Egilsson boða til al-
mennra stjórnmálafunda
á eftirtöldum stöðum:
Blönduósi laugardaginn
24. janúar kl. 15.00 í Sjálf-
stæðishúsinu,
Skagaströnd sama dag
kl. 18.00 á Hótel Dagsbrún
og Sauðárkróki, sunnu-
daginn 25. janúar kl. 15.00 í Sæborg. Verið velkomin.
Aðalfundur
Ferðamálasamtaka
höfuðborgarsvæðisins
Aðalfundur Ferðamálasamtaka höfuðborgar-
svæðisins verður haldinn fimmtudaginn 29.
janúar nk, kl. 20.30 í Félags-
heimili Stjörnunnar í Garðabæ.
Dagskrá aðalfundar verður
samkvæmt lögum sam-
takanna.
Fundarstjóri verður Ingi-
mundurSigurpálsson, bæjar-
stjóri í Garðabæ.
Gestur fundarins er Páll Guð-
jónsson, framkvstj. Aflvaka hf.
Erindi: Fjárfestingar í
ferðaþjónustu — tækifæri og
hindranir.
Fulltrúarfyrirtækja, sveitarfé-
laga og einstaklingar sem eru
aðilar að samtökunum eru eindregið hvattir
til að mæta.
Stjórn Ferðamálasamtaka
höfuðborgarsvæðisins.
Verkamannafélagíð Hlíf
Félagsfundur
Fundur verður haldinn í Verkamannafélaginu
Hlíf, fimmtudaginn 22. janúar 1998 kl. 20.30
á Reykjavíkurvegi 64.
Fundarefni:
1. Ný reglugerð sjúkrasjóðs félagsins.
2. Sameining Hlífar og Framtíðarinnar.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
Þorrablót Seltirninga
verður haldið í íþróttahúsinu við Suðurströnd
á Seltjarnarnesi laugardaginn 24. janúar nk.
Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar spilar.
Takmarkaður sætafjöldi. Ósóttar pantar verða
seldar á staðnum föstudagskvöldið 23. janúar
milli kl. 18 og 21.
Upplýsingar veita Laufey Þórðardóttir, sími
561 1333 og Þóra Álfþórsdóttir, sími 561 1245.
ÝMISLEGT
Fyrirtæki í Evrópu
Meðalstórt iðnfyrirtæki í Evrópu í eigu íslend-
inga óskar eftir meðeiganda.
Velta fyrirtækisins hefur þrefaldast frá 1995
og á þessu ári er áætlað að tvöfalda söluna
frá því í fyrra.
Tiltekin iðngrein hefur mikla stækkunarmögu-
leika og gefur góða ávöxtun.
Áhugasamir sendið inn nafn og síma til afgreiðslu
Mbl., merkt: „P — 3241" . 100%trúnaði heitið.
FÉLAGSSTARF
V Aðalfundur
Hverfafélag sjálfstæðismanna
í Smáíbúða-, Bústaða-
og Fossvogshverfi
Aðalfundur félagsins verður haldinn í kvöld, fimmtu-
daginn 22. janúar í Valhöll, Háaleitisbraut 1, og hefst
kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Arni Sigfússon, borgarfulltrúi, flytur ávarp.
Fundarstjóri: Hannes Þ. Sigurðsson.
Stjórnin.
HÚSNÆÐI ÓSKAST
Húsnæði óskast
Ríkissjóður leitar eftir kaupum á 150—200 fm
húsnæði fyrir lögreglustöð á Hólmavík.
Tilboð er greini staðsetningu, afhendingartíma
og söluverð, sendist eignadeild fjármálaráðu-
neytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 5.
febrúar nk.
Fjármálaráðuneytið,
20. janúar 1998.