Morgunblaðið - 18.02.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 18.02.1998, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Handtekn- ir aftur vegna hrað- bankaráns LÖGREGLAN í Reykjavík handtók tvo menn í fyrrakvöld vegna rann- sóknar á þjófnaði á hraðbanka í and- dyri Kennaraháskólans seinustu helgina í janúar, en um er að ræða sömu menn og handteknir voru dag- inn eftir ránið. Daginn eftir að ránið uppgötvað- ist voru tveir menn handteknir en annar þeirra var seinasti einstak- lingurinn sem opnaði dyr að anddyri skólans með greiðslukorti sínu. Ann- ar mannanna var látinn ljúka rúm- lega vikulangri afplánun vegna eldra máls og látinn laus að því búnu, en hinum var sleppt eftir yfirheyrslu næsta dag. Ránsfengurinn, um fimmhundruð kflóa þungur hraðbanki sem fjar- lægður var í heilu lagi ásamt öllum þeim verðmætum sem í honum voru, fannst í sendiferðabifreið sem lagt hafði verið í Hlíðahverfi, sama dag og ránið uppgötvaðist. Skömmu síðar, eða þriðjud. 3. feb., voru tveir aðrir handteknir og þeir dæmdir til að sæta fjórtán daga gæsluvarðhaldi, eða til 18. febrúar. Morgunblaðið/Rax Islendingur handtekinn með 5 kfló af hassi í Frakklandi Var í langferðabfl á leið til Spánar með fíkniefnin París. Morgunblaðið. ÍSLENSKUR maður um fertugt var handtekinn í Suður-Frakklandi 6. febrúar síðastliðinn með fimm kfló af hassi í farangri sínum. Dag- blaðið Le Monde sagði frá þessu fyrir skömmu og staðfesti sendi- herra íslands í Frakklandi, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, það í sam- tali við Morgunblaðið í gær að mað- urinn sætti nú varðhaldi í fangels- inu í Nice. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var íslendingurinn sofandi á næturferðalagi í langferðabfl þeg- ar lögreglan gerði leit og fann fíkni- efnin. Maðurinn er búsettur á Spáni og mun hafa verið kominn mjög nærri spænsku landamærunum þegar þetta var. Sverrir segir að ræðismaður íslands í Nice muni kanna hagi hans og hafi þegar verið skipaður réttargæslumaður. Þá er rannsóknardómari með málið til meðferðar. Á langan afbrotaferil að baki Smári Sigurðsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn hjá embætti ríkislög- reglustjóra, segir að frönsk yfirvöld hafi ekki óskað eftir upplýsingum um afbrotaferil mannsins enn sem komið er, sem gæti skýrst af því að málsmeðferð ytra taki að jafnaði lengri tíma en hér tíðkast. „Um- ræddur maður á að baki langan af- brotaferil og hefur komið bæði við sögu lögreglu hérlendis og erlendis. Hann hefur hins vegar ekki komið hingað til lands um árabil heldur verið búsettur á Spáni og Portúgal meðal annars,“ segir Smári. Ræðismaður Islands í Nice, Maurice Demas-Lairolle lögmaður, kveðst gera ráð fyrir að hitta mann- inn í lok vikunnar. Hann viti enn nánast ekkert um málsatvik enda sé hann ekki lögmaður íslendingsins. Demas-Lairolle telur ólíklegt að maðurinn sé í einangi'un, málið sé varla þess eðlis og fangelsið þar að auki yfirfullt. Hann segir að rann- sókn megi í mesta lagi taka fjóra mánuði en undir sérstökum kring- umstæðum sé mögulegt að fram- lengja hana og um leið varðhalds- tímann um aðra fjóra. Að svo búnu þurfi að leggja fram ákæru eða sleppa fanganum. Hámark 10 ára fangelsi Demas-Lairolle segir að dómar í frönskum fíkniefnamálum geti mest numið tíu ára fangelsi og fjársekt að hámarki 50 milljónum franka. Tilganginum ekki náð ÞESSI misheppnaða fuglahræða var illa í stakk búin til þess að halda mávunum frá karfanum í karinu. Þeir létu ekki blekkjast og gæddu sér á góðgætinu með- an eigandi vinnustakksins brá sér frá. ------------ Bensínfnykur en ekki mengun BENSÍNFNYKUR gaus upp á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki undir kvöldmat í gær en engin merki sáust þó um leka eða hættu á mengun. Fnykurinn virtist gjósa upp þegar hlánaði og töldu menn hann koma frá gömlum tanki, sem búið er að taka úr notkun, utarlega á hafnar- svæðinu. Taldi lögreglan eftir athug- anir sínar engin ummerki um leka á rörum eða tankinum, líklegra væri að lyktin hefði gosið upp þegar farið var að eiga við tankinn. Morgunblaðið/J úlíus Flutningabifreið ók á kyrrstæðan vörubfl EINN maður var fluttur á slysa- deild eftir allharðan árekstur sem varð á Sæbraut skammt írá Duggu- vogi laust eftir klukkan 15.30 í gær, þegar flutningabifreið ók aftan á kyrrstæðan vörubfl. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði orð- ið vélarbilun í vörubflnum og hann staðið á Sæbraut í um hálftíma þeg- ar óhappið átti sér stað, en ekki er fullljóst hvemig það bar til. Öku- maður flutningabifreiðarinnar var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl. Enn óvæntar uppákomur við tökur á Myrkrahöfðingjanum „Kynngikrafturinn skilar sér vonandi í myndinni44 ENN gengur á ýmsu við tökur á Myrkrahöfðingj- anum, kvikmynd Hrafns Gunn- laugssonar, sem byggð er á Písl- arsögu síra Jóns Magnússonar. Hrafn telur öll ósköpin sýna að einhver kynngi- kraftur sé á ferð- inni og kveðst hann vona að sá kraftur skili sér í myndinni. Hrafn sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær frá ýmsum undar- legum uppákomum, svo sem því þegar unnið var við tökur í Mýr- dalnum og hjálparkona aðstoðar- leikstjórans, Guðrún að nafni, gekk þar inn í hús og kynnti sig með þeim orðum að hún héti Garún og kæmi frá Myrkrahöfð- ingjanum, en þá hefði rafmagnið skyndilega farið af. Við Hjör- leifshöfða hefði brotnað kúp- lingsdiskur í bíl og annar bíll orðið bensínlaus úti á miðjum sandi, jafnvel þó að bensínmælir- inn sýndi að tankurinn væri hálf- ur. Þá liti allt út fyrir að steinn hefði rekist upp undir flutninga- bíl í Hvassahrauni með þeim af- leiðingum að olía af honum lak niður í vegkant á Þingvöllum þegar menn voru við tökur þar á dögunum. Gjörð sprakk í tvígang „Þegar við vorum við tökur við Blautukvísl á dögunum lent- um við Ari Kristinsson í sand- bleytu mikilli og munaði litlu að þar færu bæði menn og hestur á kaf, auk þess sem minnstu mun- aði að við misstum kvikmynda- tökuvélina. Við höfðum verið þarna nokkru áður á nákvæm- lega sama stað og þá var engin sandbleyta þarna,“ segir Hrafn. Þá sprakk gjörð á hnakki úti í miðri á þegar leikari var að sundríða yfir Kúðafljót. „Leikar- inn fór á flot en menn frá Flug- björgunarsveitinni voru við- staddir, svo það var engin hætta á ferðum. Svo var skipt um gjörðina og sett glæný gjörð í staðinn en þó vildi ekki betur til en svo að hún sprakk aftur dag- inn eftir, þegar annar leikari var að ríða eftir fjörunni við Jök- ulsárlón," segir Hrafn. „Steig á stakstein" Þrátt fyrir allar þessar óvæntu uppákomur segir Hrafn að verk- efninu miði nokkuð vel. „Ég er reyndar alveg geysilega ánægður með hvernig samstarfsfólkið hef- ur tekið mótlætinu og hvemig það hefur styrkt móralinn í hópn- um að þurfa að standa á móti þessu öllu,“ segir Hrafn. Sjálfur er hann haltur þessa dagana eftir að hann tognaði á fæti. „Ég var að ganga í hrauninu um daginn, alveg á jafnsléttu, steig á stak- stein, fór á hausinn og tognaði."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.