Morgunblaðið - 18.02.1998, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 5
FRÉTTIR
Setti met á
flugleiðinni
Reykjavflk -
Egilsstaðir
Vaðbrekku. Morgunblaðið.
METRÓFLUGVÉL Flugfélags
Islands setti hraðamet á flugleið-
inni Reykjavík Egilsstaðir í gær-
morgun, hún var 38 mínútur á leið-
inni og bætti gamla metið sem sett
var fyrr um morguninn, einnig af
Metro-vél, um eina mínútu.
Fokker-flugvélar Flugfélagsins
hafa verið að fara þessa leið á
42-43 mínútum.
„Ég hafði um það bil 110-120
hnúta vind í stélið,“ sagði Kolbeinn
Arason, flugstjóri í þessari ferð,
„og það gerði gæfumuninn. Ég
hefði getað verið mínútu fljótari ef
ég hefði ekki þurft að taka hring
norður fyrir flugvöllinn og lenda til
suðurs," sagði Kolbeinn einnig.
Að sögn Karls Jónssonar flug-
manns í ferðinni náði vélin allt að
395 hnúta hraða þegar best lét,
sem er um 730 kílómetra hraði og
Kolbeinn var ekki að taka meiri
króka en þurfti, sagði Karl enn-
fremur.
Vélin, sem er 19 sæta, var í
áætlunarflugi frá Reykjavík til
Egilsstaða og var fullskipuð far-
þegum sem ekki fundu mikið fyrir
þessum hraða, enda vélin mjög
stöðug.
---------------
Landhelgisgæslan
Auglýst eft-
ir þyrluflug-
manni
LANDHELGISGÆSLAN hefur
auglýst lausa stöðu þyi-luflug-
manns, en eins og fram kom í
Morgunblaðinu í gær hefur Ben-
óný Asgrímsson þyrluflugstjóri
fengið þriggja ára launalaust leyfi
hjá Landhelgisgæslunni.
Hafsteinn Hafsteinsson, for-
stjóri Landhelgisgæslunnar, sagði
í samtali við Morgunblaðið að
hann vonaði svo sannarlega að
Benóný kæmi aftur til starfa að
fríinu loknu, en Benóný hefur
starfað hjá Landhelgisgæslunni í
30 ár og hyggst hann taka við
flugmannsstarfi hjá Atlanta flug-
félaginu.
Alls starfa nú átta flugmenn hjá
Landhelgisgæslunni, þrír þyrlu-
flugstjórar, þrír þyrluflugmenn
og tveir flugstjórar á Fokker
gæslunnar. Páll Halldórsson er
yfirflugstjóri hjá Landhelgisgæsl-
unni og Hafsteinn Heiðarsson er
aðstoðaryfirflugstjóri, en hann
tók við því starfí um síðustu ára-
mót.
---------------
113 sérfræð-
ingar hafa
sagt upp
ALLS 113 sérfræðingar hafa sagt
upp samningi sínum við Trygginga-
stofnun ríkisins af þeim 385 sem
voru í viðskiptum á árinu 1997.
Þetta kemur fram í svari heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra
við fyrirspurn Margi'étar Frí-
mannsdóttur alþingismanns sem
dreift var á Alþingi í gær.
Af þessum 113 uppsögnum hafa
73 uppsagnir þegar tekið gildi. Ell-
efu uppsagnir taka gildi 1. mars nk.,
27 uppsagnir taka gildi 1. apríl nk.,
ein uppsögn tekur gildi 1. mai nk.
og ein uppsögn tekur gildi 1. júní
nk.
SameinacSi lífeyrissjóðurinn
►
Rekstrarreikningur
þúsundum króna í þúsundum króna
Iðgjöld 1.399.923 1.210.149
Lífeyrir -720.519 -635.497
Fjárfestingartekjur 2.108.260 1.874.597
Fjárfestingagjöld -26.741 -23.070
Rekstrarkostnaður -36.555 -34.071
Aðrar tekjur 23.920 23.989
Onnur gjöld -17.527 -56.807
Matsbreytingar 515.994 461.917
Hækkun á hreinni eign á timabilinu: 3.246.754 2.821.207
Hrein eign 1. janúar 24.329.832 21.508.625
Hrein eign i árslok til greiðslu lifeyris: 27.576.586 24.329.832
Efnahagsreikningur 31.12.1997
Fjórfestingar
Kröfur
Aðrar eignir
Viðskiptaskuldir
Hrein eign til greiðslu lífeyris:
Lífeyrisskuldbinding til greiðslu lífeyris 01.01.1997
KostnaSur við aukningu lífeyrisréttinda fró 01.07.1997
Aukning lífeyrisskuldbindinga vegna nýrra matsaðferSa
Almenn aukning lifeyrisskuldbindingar ó órinu
Lífeyrisskuldbinding til greiðslu lífeyris 31.12.1997
Endurmetin eign til greiSslu lífeyris 31.12.1997
Eign umfram skuldbindingu:
Ýmsar kennitölur
27.407.588
87.119
160.890
27.655.597
-79.011
27.576.586
24.177.190
135.577
40.093
24,352.860
-23.028
24.329.832
23.828.000
2.715.000
1.650.000
1.952.000
30.145.000
31.986.000
1.841.000
Lífeyrisbyrði 51,5% 52,7%
Kostnaður í % af iðgjöldum 2,6% 2,8%
Kostnaður í % af eignum 0,1% 0,2%
Raunávöxtun miðað við vísitölu neysluverðs á ársgrundvelli 8,4% 8,3%
Hrein raunávöxtun miðað við vísitölu neysluverðs á ársgrundvelli 8,2% 8,0%
Fjöldi virkra sjóðsfélaga, ársmeðaltal 8.703 8.436
Fjöldi lifeyrisþega í desember 2.615 2.408
Starfsmannafjöldi 11 10
• •
ávöxtun
Sameinaði lífeyrissjóóurinn
er einn stærsti
lifeyrissjóbur landsins.
Rekstur hans er óháður
verðbréfafyrirtækjum og
leitast er við að ávaxta
hann sem best að teknu
tilliti til áhættu.
■ Eignir að fullu á móti skuldbindingum
Arlega fer fram trygginaarfræðileg úttekt á stöSu
sjóðsins og hefur hann frá upphafi átt að fullu
eignir á móti skuldbindingum.
■ Aukning elli- og örorkulífeyrisréttinda
A aðalfundi sjóðsins 28. apríl 1 997 var samþykkt
að auka elli- og örorkulífeyrisréttindi. Kostnaðarauki
viS hin auknu réttindi nam 2.715 millj. kr.
■ Nýjar matsaðferðir
Aukning er á lífeyrisskuldbindingum um 1.650
millj. kr. á árinu 1997 m.a. vegna þess að teknar
hafa veriS í notkun nýjar töflur um lífslíkur,
sem sýna aS lífaldur karlmanna hefur aukist
verulega á síðustu árum.
■ Tvenns konar öryggi
SameinaSi lífeyrissjóSurinn býSur sjóSsfélögum
sínum upp á tvenns konar öryggi í lífeyrismálum.
Annars vegar hefðbundna tryggingu í lífeyrissjóSi
og hins vegar lífeyrissparnað, þar sem um er
að ræða sérsparnað hvers og eins.
■ Lifeyrissjóður
Félagar í lifeyrissjóSi sem byggir á samtryggingu
Iryggjo hverjir aSra eftir ákveSnum reglum og
eru því í reynd félagar í tryggingafélagi. Ellilífeyrir
er greiddur ævilangt. Eftirlifandi maka og börnum
er tryggSur fjölskyldulífeyrir viS fráfall sjóSsfélaga.
einumstað
hjá,
traustum sjóSi
ífeyrir
meinaði
lífeyrissjóÖurinn
Græddur er geymdur lífeyrir
SuSurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Simi 510 5000, Myndsendir 510 5010
Grænt númer 800 6865
Samtrygging sjóðsfélaga tryggir þeim örorkulífeyrir
sem verSa fyrir langvinnum veikindum eða
alvarlegu slysi. Allir félagsmenn aðildarfélaganna
eiga rétt á aðild aS sjóSnum óháð aldri, heilsufari
eSa kynferði. GreiSslur úr samtryggingarsjóði
miðast við það iðgjald sem sjóSfélagi greiðir.
Samtrygging í lífeyrissjóði er nauðsyn öllum.
■ Lífeyrissparnaður
Viðbótarsparnaður hjá lífeyrissjóði tryggir þér
og þínum aukið fjárhagslegt öryggi. Hann er góð
viðbót við þá tryggingu sem skylduiSgjaldiS veitir,
en kemur ekki í hennar staS.
—■MBBBaMM—BB
Lifeyrir
Lífeyrissjóður
og lífeyrissparnaður
Ellin sem tryggja þér og þínum
fjárhagslegt öryggi og frelsi í ellinni.
Stjórn Sameinaöa lifeyrissjóSsins:
1 1. febrúar 1 998
Benedikt Daviðsson, GuSmundur Hilmarsson
Hallgrimur Gunnarsson, Óskar Mar,
Steindór Hálfdánarson og Örn Kjærnested
Jóhannes Siggeirsson, framkvæmdastjóri
Heimasiða:
www.lifeyrir.rl.is