Morgunblaðið - 18.02.1998, Side 12

Morgunblaðið - 18.02.1998, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Formaður fullnustumats- nefndar taldi afgreiðsl- una löglega og eðlilega blína um of á starfsemi fíkniefna- deildar lögreglunnar og dómsmála- ráðherra á meðan hinir raunveru- legu sökudólgar, fíkniefnasalarnir, gleymdust. Þingmenn jafnaðar- manna höfnuðu þessu og sögðu að fyrri hluti ræðu dómsmálaráðherra hefði verið með eindæmum ómál- efnalegur. Þar færi hann með dylgjur sem ekki ættu sér stað í raunveruleikanum. Þeir þingmenn sem tóku til máls, og ekki er vitnað til sérstaklega, voru Guðmundur Arni Stefánsson, Árni R. Arnason, Guðrún Helga- dóttir, Tómas Ingi Olrich, Árni M. Mathiesen, Hjálmar Amason, Guð- ný Guðbjörnsdóttir, Hjálmar Árna- son, Valgerður Sverrisdóttir, Krist- ján Pálsson, Jóhanna Sigurðardótir og Ágúst Einarsson. Margrét Frímannsdóttir, þing- maður Alþýðubandalags og óháðra, tók fram að hún tæki undir þá beiðni að skýrsla Atla Gíslasonar verði skoðuð í allsherjarnefnd í full- um trúnaði. Hún lagði hins vegar áherslu á að skýrsluna ætti ekki að birta almenningi þar sem hún værí þess eðlis að þar væru yfirheyrslur yfir aðilum sem hefðu réttarstöðu grunaðra manna. Þá kvaðst Margrét telja að um- ræðan um störf fíkniefnadeildar lögreglunnar hefði frá upphafí ekki snúist um annað en að ekki væri nógu vel búið að þessum málum al- mennt. „Það hefur ítrekað komið fram að það vantar reglur um þess- ar óhefðbundnu rannsóknaraðferð- ir. Það vantar fjármagn til fíkni- efnalögreglunnar og það vantar að við bregðumst við með þeim hætti sem við ættum að gera. Og mér fannst það gott að heyra það hér frá hæstvirtum utanríkisráðherra að hann ætli að beita sér alveg sér- staklega fyrir því að það verði tekið á með þeim hætti að það dugi vegna fíkniefnavandamála barna og unglinga," sagði hún. Hefðu þingmenn tekið aðra afstöðu? spurði Margrét Margrét fjallaði því næst um reynslulausn Steiners. Hún tók undir þá skýríngu að löglega hefði verið óskað eftir því að hann fengi hugsanlega reynslulausn vegna þess að hann hefði boðið fram upp- lýsingar um tvö stór mál sem lög- reglan hefði verið að rannsaka en hvorki komist lönd né strönd. „Við erum á vissan hátt að kaupa upp- lýsingar og engar reglur eru til um það,“ sagði hún og hélt áfram. „Ég held að hver og einn hljóti að velta því fyrir sér hvort hann hefði tekið aðra afstöðu á þeim tíma. Hvort hann hefði tekið aðra afstöðu. Ég held ekki. En þetta verður vissu- lega til þess að reglurnar verða settar," sagði hún. Sighvatur Björgvinsson, þing- flokki jafnaðarmanna, gerði ræðu dómsmálaráðherra m.a. að um- ræðuefni og sagði ráðherra hafa eytt helmingi ræðutíma síns í að- dróttanir að tilteknum hópi þing- manna. Ráðherra „lét í veðri vaka að umfjöllun fjölmiðla á undanföi’n- um vikum og misserum um mál tengd fíkniefnaheiminum væri sam- særi tveggja alþýðuflokksmanna, eins þingmanns og eins varaþing- manns. Með öðrum orðum lét í ljós þá furðulegu skoðun að þessir tveir einstaklingar með hjálp þess þriðja hefðu stjórnað allri fjölmiðlaum- fjöllun um málið, sem hefur verið í öllum blöðum og öllum ljósvaka- miðlum um langa hríð“, sagði Sig- hvatur og spurði hvernig fyi-rver- andi ritstjóri gæti trúað svona sam- særiskenningu. Sighvatur hélt áfram að ræða um dómsmálaráðherra og sagði eftir- farandi: „Alvarlegasta ásökunin sem hefur komið fram í þessum umræðum er ásökun hans sjálfs í garð okkar og þeirra annarra sem um þetta mál hafa fjallað, þegar hann eins og hann sagði í ræðu sinni áðan lætur í veðri vaka að helstu bandamenn okkar í þessari umfjöllun séu eiturlyfjasalar, glæpamenn og undirheimalýður... og sameiginlegt markmið okkar sé að rífa niður starfsemi lögreglunn- ar á íslandi og að því er virðist mannorð hans sjálfs," sagði Sig- hvatur. Lúðvík Bergvinsson sagði undir lok umræðunnar að það væri rangt sem stjórnarliðar hefðu haldið fram að þingmenn jafnaðarmanna hefðu það eitt að markmiði að brjóta nið- ur lögregluna. Hann sagðist þvert á móti telja að þessi umræða hefði leitt til þess að dómsmálaráðherra hefði farið að gera eitthvað í mál- efnum lögreglunnar. Dómsmálaráðherra þakkaði í lokin þeim þingmönnum sem hefðu tekið þátt í umræðunni og taldi að hún hefði um flest verið gagnleg. „Og það er mitt mat að umræðan hér í dag hafí að ýmsu leyti færst inn á nýjar brautir og verið með talsvert öðru sniði en undanfarið ár,“ sagði hann. Dómsmálaráðherra hafnaði því ennfremur að hann hefði verið með aðdróttanir í garð þingmanna jafn- aðarmanna og sagðist auk þess aldrei hafa lýst því yfír í ræðu sinni að hann teldi að óeðlilegt væri að fjölmiðlar fjölluðu um þetta mál. Hvergi væri hægt að fínna þeirri fullyrðingu stað í sinni ræðu. FRÉTTIR Morgunblaðið/Asdis RAGNHILDUR Vigfúsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Gertrud Asröm kynntu niðurstöður könnunar- innar í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Könnun á mismunun innan íþróttahreyfíngarinnar Karlamir fá fleiri styrki KONUR bera mjög skertan hlut frá borði innan íþróttahreyfingar- innar bæði í Reykjavík og á Akur- eyri. Konur eru að jafnaði um 36% iðkenda innan íþróttafélaganna. Innan aðalstjórna hverfafélaganna á Akureyri eru hins vegar einungis 25% fulltráa konur og í Reykjavík er þetta hlutfall 7,69%. Margt bendir einnig til þess að tekjum íþróttafélaganna sé ekki skipt jafnt milli kven- og karl- íþrótta miðað við fjölda þátttak- enda og að konur beri skarðan hlut frá borði í úthlutun húsaleigu- og æfingastyrkja. Þetta kemur fram í bráðabrigða- skýrslu sem Iþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur og Akur- eyrar hafa látið taka saman um stöðu kynjanna innan íþróttahreyf- ingarinnar, atvinnu- og menningar- félaga ungs fólks og félagsmið- stöðva. Skýrslan, sem um ræðir, er liður í þriggja ára jafnréttisverkefni sem borgar- og bæjaryfirvöld í Reykja- vík og á Akureyri hafa ákveðið að vinna að í sameiningu. Það er unnið með sérstökum stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar og tekur bæði til atvinnumála og íþrótta- og tómstundamála ungs fólks. Verkefnið er unnið samkvæmt nýjum hugmyndum og aðferðum í jafnréttisbaráttu sem nefndar hafa verið samþætting (mainstream- ing). Samþætting hefur að undan- förnu vakið mikla athygli bæði á Norðurlöndum og innan Evrópu- sambandsins. Gertrud Asröm, sænskur sérfræðingur á sviði sam- þættingar, hefur á undanfómum dögum staðið að námskeiðum um aðferðafræðina hér á landi í tengsl- um við verkefnið. Hún segir sam- þættingu vera byggða á allt að 25 ára gömlum hugmyndum sem hafi fengið byr undir báða vængi eftir kvennaráðstefnuna í Peking árið 1995. Gertrud segir samþættingu miða að því að samþætta jafnréttisstarf- ið öðrum sviðum samfélagsins, þ.e. að vinna að jafnrétti „innan frá“ en ekki aðeins „utan frá“ eins og gert hafí verið með hefðbundnum-að- ferðum. Aðferðin byggist fyrst og fremst á kyngreindri tölfræðilegi’i greiningu þeirra sviða sem unnið sé með hverju sinni en kyngreind tölfræði birti oft annan veruleika en hefðbundin tölfræði. Aðferðin geri síðan ráð fyrir því að ákvarð- anir um framkvæmdir verði teknar í framhaldi greiningarinnar og á grundvelli hennar. Ráðinn rannsóknar- prófessor •NÝLEGA var ráðið í fjórar af fimm stöðum rannsóknarpró- fessora sem menntamálaráðu- neytið auglýsti hinn 25. júlí 1995. Nú hefur verið ráðið í þá fimmtu á sviði raunvísinda. I hana var ráðinn Jakob K. Krist- jánsson á undir- sviðinu „líftækni". Jakob er fæddur á Isafirði 1952. Hann lauk B.S. prófi í líf- fræði við Háskóla íslands 1976 og doktorsprófi í lífefnafræði frá Brandeis University í Boston 1981. Hann var styrk- þegi Alexander von Humboldt stofnunarinnai’ við Háskólann í Mai’burg í Þýskalandi 1981-82. Hann hefur verið forstöðumað- ur líftæknisviðs Iðntæknistofn- unar frá 1985 og jafnframt í hálfri dósentsstöðu í örveru- fræði við Háskóla íslands frá 1986. Jakob hefur einkum stundað rannsóknir á lífríki ís- lenskra hvera og hagnýtingu hveraöi’vera og er frumkvöðull þessara rannsókna hér á landi. Hann hefur ritstýrt bók um hveraörverur og birt yfir 60 vísindagreinar og bókarkafla í viðurkenndum erlendum fræði- i'itum og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir rannsókn- ir sínar. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi telur að ríkið hefði átt að bjóða í skuldabréf ÞÞÞ á Akranesi Átti aldrei að heimila breytingu á veðröðinni SIGURÐUR Þórðarson ríkisendur- skoðandi segist geta tekið undir með dómsmálaráðherra að skuldabréf í máli ÞÞÞ á Akranesi uppfylli ekki ákvæði aðfararlaga. Fyrst svo sé hafi stjómvöld hins vegar aldrei átt að samþykkja ósk lögmanns Þórðar Þórðarsonar um að færa refsikröf- una fram fýrir skattakröfuna. Þegar kom til uppboðs á bréfunum hafi málið verið komið í annan fan'eg og ríkisvaldinu því borið skylda til að gæta hagsmuna sinna með því að bjóða í þau. í umræðu um skattamál ÞÞÞ á Akranesi sagði Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra að Ríkisendur- skoðun væri að fara fram á að dóms- málaráðuneytið fremdi lögbrot með því að samþykkja að taka skuldabréf til 20 ára sem greiðslu upp í sekt Þórðar Þórðarsonar. Skuldabréfíð hefði ekki uppfyllt ákvæði aðfarar- laga um sektargreiðslur. Átti aldrei að heíja leikinn „Það er út af fyrir sig rétt hjá Þorsteini að samkvæmt lögum sem sett voru í júní í fyrra verða sektir að greiðast á tilteknu tímabili og skuldabréfið uppfyllir þau skilyrði ekki,“ sagði Sigurður. „Menn verða hins vegar að hafa í huga stöðu þessa máls þegar uppboðið var hald- ið. Það hafði verið gert fjárnám í bréfum og fallist hafði verið á ósk lögmanns Þórðar Þórðarsonar um að breyta veðröðuninni. Hvers vegna var það gert þegar íyrir lá að skuldabréfið uppfyllti ekki ákvæði laganna? Með því að færa refsikröf- una fram fyrir skattakröfuna voru menn raunverulega búnir að missa allt út úr höndunum, sem menn höfðu þó nokkur tök í áður í sam- bandi við þessi fjárnámsbréf. Aðal- atriðið er því að það hefði aldrei átt að heimila þennan flutning og það sagði Ríkisendurskoðun strax í upp- hafi. Það átti aldrei að hefja leikinn. Allan þann vandræðagang sem er orðinn í kringum þetta mál má rekja til þessara mistaka. Þegar menn eru komnir á uppboð er málið komið í allt annan farveg. Þá eru menn auðvitað fyrst og fremst að hugsa um að gæta hags- muna sinna. Landsbréf hf. könnuðu verðgildi skuldabréfanna og komust að þeirri niðurstöðu að verðgildi þeirra væri 36-40 milljónir og við teljum að það hafi því verið fyrir neðan allar hellur að láta þessi bréf fara á 50 þúsund krónur. Dóms- málaráðherra telur að verðmæti bréfanna hafi ekki verið núll, en við erum ekki sammála því mati og telj- um að það hafi verið til skaða fyrir ríkissjóð að láta bréfm fara á 50 þús- und krónur. Staða málsins var því breytt og mönnum bar skylda til að taka mið af því þegar verið var að gæta hagsmuna ríkissjóðs." Ríkisendurskoðun er ekki að grafa undan stjórnsýslunni Friðrik Sophusson fjámálaráð- herra sagði við umræðu um málið á Alþingi í fyrradag að það kæmi fyrir æ ofan í æ að Ríkisendurskoðun væri að grafa undan staifi sem unn- ið væri í ráðuneytum. Sigurður sagðist vísa þessum ummælum al- gerlega á bug. „Það er alveg fráleitt að halda því fram að Ríkisendurskoðun sé að reyna að gi-afa undan stjórnsýslunni á íslandi. Menn verða að gera sér grein fyrir hvert verkefni Ríkisend- urskoðunar er. Það er að fylgjast með að menn fylgi eftir lögum og reglum og geri hlutina á réttan hátt. Okkur bei' skylda til að gera grein fyrir áliti okkar á þessum hlutum. Ef Friðrik er svona ósammála okkur er það væntanlega vegna þess að við erum svo ósammála um hvernig er rétt að standa að hlutum þannig að þeir séu í lagi.“ Þorsteinn Pálsson nefndi í um- ræðunum á Alþingi að það kynni að vera rétt að fá álit þriðja aðila á þeim atriðum sem um er deilt, t.d. Lagastofnunar Háskólans. Sigurður sagðist ekki telja að það leysti þetta mál. Það breytti varla öllu þó að kallað yi’ði eftir enn einu lögfræðiá- litinu. Það væri hins vegar sjálfsagt og eðlilegt að Alþingi tæki þetta mál til umfjöllunar í þingnefnd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.