Morgunblaðið - 18.02.1998, Side 13

Morgunblaðið - 18.02.1998, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 13 AKUREYRI Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Veglegur kveikjari ÞAÐ er ekki alltaf þægilegt að vinna úti undir beru lofti, sér- staklega ekki í hellirigningu. Og enn verra verður það fyrir þá sem nota tóbak, en þessi iðnaðar- maður sem var að leggja tjöru- pappa á þakið á viðbyggingu Hagkaups á Akureyri dó greini- lega ekki ekki ráðalaus. I nefndri viðbyggingu verður opnað apó- tek innan tíðar og kannski for- maður Krabbameinsfélags Akur- eyrar og nágrennis, Halldóra Bjarnadóttir, bendi þessum starfsmanni á að verða sér þar úti um tyggigúmmi og plástra í stað vindlinganna. ----------- Sagnakvöld í Deiglunni SAGNAÞULIRNIR Duncan WilU- amson, David Campell frá Skotlandi og Robin Gwyndaf frá Wales skemmta Akureyringum með list sinni næstkomandi fóstudagskvöld, 20. febrúar og hefst dagskráin kl. 20. Sagnaþulimir verða á Akureyri í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu um sagnahefð sem haldin verður á Fosshótel KEA dagana 19. til 21. febrúar. Miðaverð er 500 krónur. Verðkönnun Neytendafélags Akureyrar og nágrennis Bilið milli verslana minna en var í haust BILIÐ á milli lágvöruverðsverslun- arinnar KEA Nettó og annarra verslana í bænum er minna en verið hefur, að því er fram kemur í nýrri verðkönnun sem Vilhjálmur Ingi Amason hjá Neytendafélagi Akur- eyrar hefur nýlega gert. Könnunin er alfarið á ábyrgð Neytendafélags Akureyrar og nágrennis. Vilhjálm- ur Ingi gerði samskonar könnun í september síðastliðnum, en fram kemur í frétt um verðkönnunina nú að ekki hafí fengist leyfi Neytenda- samtakanna til að birta hana. Hagkaup og Hrísalundur fylgjast að KEA Nettó er sem fyrr með lægsta vöraverð á Akureyri og stór- markaðirnir Hagkaup og Hrísa- lundur fylgjast að og skiptast á um að vera næst á eftir Nettó. I þessari könnun reyndist vöruverð vera 14% hærra í Hagkaup og Hrísalundi en í Nettó, en munurinn var 16-18% í könnuninni í september. Næst koma hverfaverslanirnar í Sunnu- hlíð, Kaupangi og Byggðavegi, sem era með um 19-21% hærra verð en Nettó, en í könnuninni í haust var munurinn 26-28%. Síðasta hópinn fylla svo smáversl- anir eða sjoppur, eins og Brynja, Garðshorn, Hólabúðin, Síða og Esja, auk bensínsalanna sem í auknum mæli era farnar að sækja inn á matvörumarkaðinn. I þessum hópi er bilið nokkuð breitt, eða frá 27-50% hærra en í Nettó, en mun- urinn reyndist 38-64% hærri í sept- emberkönnuninni. Samanburðurinn náði til verðlags í 13 verslunum og var verð á 80 al- gengum neysluvöram kannað. Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson KLYFJAÐIR kössum úr verslun KEA Nettó í rigningunni í gær. Nafn á nýtt sveitarfélag Flestir nefna Dalvík FLESTIR þeir sem tóku þátt í hugmyndasamkeppni um nafn á nýju sveitarfélagi sem til verður í vor þegar þrjú sveit- arfélög við utanverðan Eyja- fjörð verða eitt, Dalvík, Ar- skógshreppur og Svarfaðar- dalshreppur, völdu nafnið Dal- vík. Alls bárast 147 tillögur að nafni frá 127 manns og hlaut 41 tilnefning tvö atkvæði eða fleiri. Alls nefndu 62 nafnið Dalvík, 25 nefndu Dalvíkur- bær, 12 nafnið Víkurbyggð og 10 Árdalsvík. Dalvíkurbyggð og Vallabyggð nefndu 8, 7 vildu nafnið Norðurbyggð og 6 Víkurbær. Þá hlutu nöfnin Dalabyggð, Víkurströnd, Svarfdælabyggð og Vallna- byggð 5 atkvæði. Yakninga- samkomur HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri fær góða gesti í heimsókn í þessari viku, en það eru sænsku hjónin Majsan og Ingemar Myrin og sonur þeirra Jonas. Af því tilefni verða haldnar vakningasam- komurí kvöld, miðvikudags- kvöldið 18. febrúar, og annað kvöld, fimmtudagskvöldið 19. febrúar, þar sem þau munu syngja og prédika frá Guðs orði. Einnig verður boðið upp á fyrirbænaþjónustu. Sam- komurnar hefjast kl. 20.30 og eru öllum opnar. UenD kp. 7.990. VerD áDur kr. 9.900. llBPÖ kP 4.990 VerO áDur kt 8.990,- Verö kp. 5.500. VerD áDur kr. 7.950. Vepö kP. 3.990, VerD áDur kí 5.500.- Verulegur Afsláttu r NvQ Mtímabil __og fyrir krakkana Verð IVerö nú Fleece-peysa kr. 5.500.- 3.990. Fleece-buxur kr. 3.990.- 2.990. Fleece-hettupeysa kr. 5.990.- 3.990. Hlý-innanundirpeysa kr. 3.490.- 1.990. eklci úr heradi sleppa! hdpp clertna I Vepö kp. 3.990.- VerD áDur kr. 5.500. UTSALA Nýjar vetrarvörur frá \ Vepö kP. 3.990,- VerD áDur kn 5.500/. ll VePÖ kP 3.99^\ VerD áDur kr. 5.500/^^k Allt fyrír útivistarfólkið HREYSTI VERSLANIR Fosshálsi 1 - Skeifunni 19 Simar 577-5858 - 568-1717

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.