Morgunblaðið - 18.02.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.02.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 13 AKUREYRI Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Veglegur kveikjari ÞAÐ er ekki alltaf þægilegt að vinna úti undir beru lofti, sér- staklega ekki í hellirigningu. Og enn verra verður það fyrir þá sem nota tóbak, en þessi iðnaðar- maður sem var að leggja tjöru- pappa á þakið á viðbyggingu Hagkaups á Akureyri dó greini- lega ekki ekki ráðalaus. I nefndri viðbyggingu verður opnað apó- tek innan tíðar og kannski for- maður Krabbameinsfélags Akur- eyrar og nágrennis, Halldóra Bjarnadóttir, bendi þessum starfsmanni á að verða sér þar úti um tyggigúmmi og plástra í stað vindlinganna. ----------- Sagnakvöld í Deiglunni SAGNAÞULIRNIR Duncan WilU- amson, David Campell frá Skotlandi og Robin Gwyndaf frá Wales skemmta Akureyringum með list sinni næstkomandi fóstudagskvöld, 20. febrúar og hefst dagskráin kl. 20. Sagnaþulimir verða á Akureyri í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu um sagnahefð sem haldin verður á Fosshótel KEA dagana 19. til 21. febrúar. Miðaverð er 500 krónur. Verðkönnun Neytendafélags Akureyrar og nágrennis Bilið milli verslana minna en var í haust BILIÐ á milli lágvöruverðsverslun- arinnar KEA Nettó og annarra verslana í bænum er minna en verið hefur, að því er fram kemur í nýrri verðkönnun sem Vilhjálmur Ingi Amason hjá Neytendafélagi Akur- eyrar hefur nýlega gert. Könnunin er alfarið á ábyrgð Neytendafélags Akureyrar og nágrennis. Vilhjálm- ur Ingi gerði samskonar könnun í september síðastliðnum, en fram kemur í frétt um verðkönnunina nú að ekki hafí fengist leyfi Neytenda- samtakanna til að birta hana. Hagkaup og Hrísalundur fylgjast að KEA Nettó er sem fyrr með lægsta vöraverð á Akureyri og stór- markaðirnir Hagkaup og Hrísa- lundur fylgjast að og skiptast á um að vera næst á eftir Nettó. I þessari könnun reyndist vöruverð vera 14% hærra í Hagkaup og Hrísalundi en í Nettó, en munurinn var 16-18% í könnuninni í september. Næst koma hverfaverslanirnar í Sunnu- hlíð, Kaupangi og Byggðavegi, sem era með um 19-21% hærra verð en Nettó, en í könnuninni í haust var munurinn 26-28%. Síðasta hópinn fylla svo smáversl- anir eða sjoppur, eins og Brynja, Garðshorn, Hólabúðin, Síða og Esja, auk bensínsalanna sem í auknum mæli era farnar að sækja inn á matvörumarkaðinn. I þessum hópi er bilið nokkuð breitt, eða frá 27-50% hærra en í Nettó, en mun- urinn reyndist 38-64% hærri í sept- emberkönnuninni. Samanburðurinn náði til verðlags í 13 verslunum og var verð á 80 al- gengum neysluvöram kannað. Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson KLYFJAÐIR kössum úr verslun KEA Nettó í rigningunni í gær. Nafn á nýtt sveitarfélag Flestir nefna Dalvík FLESTIR þeir sem tóku þátt í hugmyndasamkeppni um nafn á nýju sveitarfélagi sem til verður í vor þegar þrjú sveit- arfélög við utanverðan Eyja- fjörð verða eitt, Dalvík, Ar- skógshreppur og Svarfaðar- dalshreppur, völdu nafnið Dal- vík. Alls bárast 147 tillögur að nafni frá 127 manns og hlaut 41 tilnefning tvö atkvæði eða fleiri. Alls nefndu 62 nafnið Dalvík, 25 nefndu Dalvíkur- bær, 12 nafnið Víkurbyggð og 10 Árdalsvík. Dalvíkurbyggð og Vallabyggð nefndu 8, 7 vildu nafnið Norðurbyggð og 6 Víkurbær. Þá hlutu nöfnin Dalabyggð, Víkurströnd, Svarfdælabyggð og Vallna- byggð 5 atkvæði. Yakninga- samkomur HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri fær góða gesti í heimsókn í þessari viku, en það eru sænsku hjónin Majsan og Ingemar Myrin og sonur þeirra Jonas. Af því tilefni verða haldnar vakningasam- komurí kvöld, miðvikudags- kvöldið 18. febrúar, og annað kvöld, fimmtudagskvöldið 19. febrúar, þar sem þau munu syngja og prédika frá Guðs orði. Einnig verður boðið upp á fyrirbænaþjónustu. Sam- komurnar hefjast kl. 20.30 og eru öllum opnar. UenD kp. 7.990. VerD áDur kr. 9.900. llBPÖ kP 4.990 VerO áDur kt 8.990,- Verö kp. 5.500. VerD áDur kr. 7.950. Vepö kP. 3.990, VerD áDur kí 5.500.- Verulegur Afsláttu r NvQ Mtímabil __og fyrir krakkana Verð IVerö nú Fleece-peysa kr. 5.500.- 3.990. Fleece-buxur kr. 3.990.- 2.990. Fleece-hettupeysa kr. 5.990.- 3.990. Hlý-innanundirpeysa kr. 3.490.- 1.990. eklci úr heradi sleppa! hdpp clertna I Vepö kp. 3.990.- VerD áDur kr. 5.500. UTSALA Nýjar vetrarvörur frá \ Vepö kP. 3.990,- VerD áDur kn 5.500/. ll VePÖ kP 3.99^\ VerD áDur kr. 5.500/^^k Allt fyrír útivistarfólkið HREYSTI VERSLANIR Fosshálsi 1 - Skeifunni 19 Simar 577-5858 - 568-1717
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.