Morgunblaðið - 18.02.1998, Page 17

Morgunblaðið - 18.02.1998, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 17 VIÐSKIPTI Plötusala minnkar í fyrsta sinn frá 1980 Los Angeles. Reuters. SALA á hljómplötum dróst saman í Bandaríkjunum í fyrra í fyrsta skipti síðan diskótónlist leið undir lok um 1980 samkvæmt upplýsing- um samtaka bandaríska hljómplötu- iðnaðarins (RIAA). Á árunum um 1985-1995 jókst sala á ári úr 4 milljörðum dollara í 12 milljarða. Aukningin nam um 12- 20% á ári og stafaði aðallega af því neytendur keyptu geisladiska í stað gamalla plötualbúma, en einnig af því að rokktónlist varð fjölbreyti- legri og að rapp og tónlist spænsku- mælandi fólks náðu vinsældum. Uppganginum lauk fyrir tveimur árum þegar tónlistarunnendur höfðu endurnýjað plötusöfn sín, markaður fyrir tölvudiska var orð- inn mettur og sex helztu tónlistar- fyrirtækjunum tókst ekki að koma fram með ný lög sem slógu í gegn. Sölutregða leiddi tilmikils niður- skurðar hjá þessum sex fyrirtækj- um og hundruðum verzlana í keðj- um á borð við Musicland Stores Corp., Camelot og Wherehouse var lokað. Á síðustu 12 mánuðum hefur sala glæðzt á ný eftir kvalafulla endurskipulagningu og vegna þess að nokkur lög hafa slegið í gegn. 40% samdráttur Tónlistardeild Time Wamers, Wamer Music, hefur tilkynnt að hagnaður á fjórða ársfjórðungi hafi minnkað um 40 af hundraði. Stjóm- arformaður Time Warners, Gerald Levin, kenndi um söluerfiðleikum og töfum á útgáfu geislaalbúma frá Madonnu, Seal og Anita Baker. PolyGram NV segir hins vegar að söluhagnaður og rekstrarhagnaður tónlistardeildar fyrirtækisins hafi aukizt um 17% á sama tíma. Forstjóri PolyGram, Alain Levy, kvað ástæðurnar þær að fjölbreytt tónlist væri á boðstólum að fyrir- tækið væri alþjóðlegt og kostnaði væri haldið í skefjum. ----------------- IBM smíðar hraðvirkustu tölvu heims Somers, New Yorkríki. Reuters. IBM hefur undirritað 85 milljóna dollara samning um smíði fljótvirk- ustu ofurtölvu heims. Þegar tölvan er fullgerð á hún að geta reiknað út á einni sekúndu það sem tæki venjulega vasareiknivél tíu milljónir ára. Bandaríska orkuráðuneytið og stofnunin Lawrence Livermore National Laboratory í Livermore, Kalifomíu, sömdu við IBM um smíði tölvunnar. Tæknin er sú sama og var notuð við smíði skáktölvunnar Deep Blue, sem sigraði stórmeistarann Garry Kasparov, IBM RS/6000 SP. Með þeirri tækni má gera 10 billjónir út- reikninga á sekúndu þegar tölvunni hefur verið komið fyrir í Livermore árið 2000. Forseti Sony Pictures segir af sér Los Angeles. Reuters. JEFF SAGANSKY, annar tveggja forseta kvikmyndaversins Sony Pictures Entertainment, hef- ur sagt af sér vegna ágreinings um stjóm fyrirtækisins. I yfirlýsingu frá Sagansky segir að hann geti ekki sætt sig við framkomnar hugmyndir um breyt- ingar á alþjóðlegum umsvifum Sony Corp. Sagansky tók við starfi sínu hjá Sony Pictures Entertainment í fyrra þegar nýir stjórnendur vom ráðnir til að auka tekjur fyrirtæk- isins. Hann hafði gegnt yfírmanns- stöðu hjá Sony síðan 1994. Áður starfaði Sagansky í tíu ár við kvikmyndir og sjónvarp og var um tíma yfirmaður CBS Enterta- inment. Undir hans stjóm varð CBS vinsælasta stöðin, en hafði verið í þriðja sæti áður. I fyrra náðu nokkrar myndir Sony miklum vinsældum, þar á meðal Men in Black, Air Force One of MyBest Friend’s Wedding. Miðatekjur jukust í 1,27 milljarða dollar, sem var met. AÐALFIJISIDIJR 1998 Aöalfundur Skeljungs hf. veröur haldinn miövikudaginn 18. mars 1998 i Hvammi á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, og hefst fundurinn kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf skv. 17. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, fillögur og reikningar félagsins liggja frammi á aöalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aöalfund. Aögöngumiðar og fundargögn eru afhent á aöalskrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 4, 6. hæö, frá og meö hádegi 11. mars til hádegis á fundardag, en eftir þaö á fundarstað. Aö loknum aöalfundarstörfum verður móttaka fyrir hluthafa með léttum veitingum i Setrinu á sama staö. Gallup könnun janúar 1998 F R É T T I R MARKAÐS Sími 552 7575 • Fax 562 3074 • www.matthildur.com Matthildur slær í gegn! »Á hvaða útvarpsstöð hlustar þú mest?éi Það er augljóst að dagskrárstefna Matthildar FM 88,5 hefur náð til hlustenda. Sjaldan hefur útvarpsstöð náð þvílíkum árangri á jafn stuttum tíma og Matthildur FM 88,5. Þessi árangur hefur náðst með því að víkja aldrei frá þeirri stefnu sem mörkuð var í upphafi og ávalt að bjóða upp á bestu mögulegu dagskrá og tónlist hverju sinni. Matthildur FM 88,5 er best í tónlist - það heyra hlustendur. % 25 20 - I S - I 0 _ 22,3% I Reykjavík - Reykjanes / Konur 20-40 ára 111 S> 13 Könnunin var gerð ! lok janúar 1998. Úrtakið var 1200 manns af öllu landinu á aldrinum 16 til 75 ára en í þessum niðurstöðum eru einungis skoðuð svör fólks af höfuðborgarsvæðinu og Suðumesjum. Matthildur FM leikur tónlist fyrir aldurshópinn 24 til 54 ára með megináherslu á konur, eða eins og við kjósum að nefina það: tónlist fyrir „forseta fjölskyldunnar". Nú geta fyrirtæki og stofnanir sem vilja ná til innkaupastjóra heimilanna því snúið sér til eins ljósvakamiðils sem sérhæfir sig í að sinna þörfum þessa mikilvæga neytendahóps sem í eru alls 77.629 manns, eða 38.808 konur og 38.821 karlar. Alls eru þetta 27.528 heimili sé miðað við meðaltalsfjölskyldu. Ucztílóidid Dagur á Matthildi FM ♦ N(#if y [ Axel Axelsson ] 6:45 - 10:00 [ Valdts Gunnarsdóttir ] 10:00 - 14:00 [ Sigurður Hlöðversson ] 14:00 - 18:00 [ Helðar jónsson ] 18:00- 19:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.