Morgunblaðið - 18.02.1998, Page 18

Morgunblaðið - 18.02.1998, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Tævanar kyrrsetja Airbus A300 flota China Airlines Taipei. Reuters. FLUGMÁLAYFIRVÖLD á Tævan kyrrsettu í gær allar níu Airbus A300-600R breiðþotur flugfélagsins China Airlines vegna rannsóknar á orsökum brotlendingar flugvélar sömu gerðar í aðflugi að flugvellin- um í Taipei í fyrradag. Verða þær teknar til gaumgæfilegrar skoðunar og komi ekkert athugavert í ljós við ástand þeirra verður flugbanninu aflétt að skoðun lokinni. Talsmaður flugfélagsins, Ha- milton Liu, sagðist telja afar litlar líkur á þvi að rekja mætti slysið til bilunar í flugvélinni, sem var sjö ára gömul. Hún hafi verið nýkomin úr skoðun þar sem hún reyndist í full- komnu ásigkomulagi. Var slæmu veðri og lélegu skyggni kennt um í fyrstu. Sjónarvottur, sem sagður var sérfræðingur um flug, kvaðst hafa fylgst með aðfluginu og virst það vera mjög eðlilegt. Rétt eftir að hann hætti að horfa á flugvélina kvað við gífurlegur hávaði er hún skall niður á íbúðahverfi við flug- vallarjaðarinn. Sérfræðingar flugvélaverksmiðj- anna Airbus Industrie í Frakklandi héldu í gær til Tævans til þess að aðstoða við rannsókn flugslyssins, en með þotunni fórust 196 menn, farþegar og áhöfn, og sjö manns á jörðu niðri. Meðal þeirra voru tvö börn sem fundust á lífi í rústum húsa sem urðu undir bralri þotunn- ar, en þau dóu af völdum sára sinna. Svörtu kassamir fundnir Flugritar þotunnar fundust í gær og vonast er til að þeir geti varpað ljósi á hvers vegna þotan brotlenti er flugmennimir urðu að hætta við lendingu vegna dimmviðris og hugðust gera aðra aðflugstilraun. Samtöl við flugmennina gáfu ekki til kynna að neitt væri að um borð. Er þeir urðu að hætta við lendingu spurði flugumferðarstjóri hvort þeir hygðust reyna annað aðflug. A tal- stöðvarsendingu frá þotunni heyrð- ust þá aðeins aðvörunarhljóð klingja í stjómklefa þotunnar en ekki raddir flugmannanna. A sömu sekúndum fórst flugvélin. Seðlabankastjóri Tævans, Sheu Yuan-dong, eiginkona hans og þrír starfsmenn bankans fórust með þotu China Airlines. Langflestir farþeganna vom nýgift hjón að snúa heim úr brúðkaupsferð til Bali og vandamenn þeirra. Þannig fórst 13 manna fjölskylda. Einnig vom fimm Bandaríkjamenn, einn Indónesi og einn Frakki í hópi far- þega. Svo sem til siðs er á Taipei tók Tsai Tui flugmálastjóri ábyrgð á slysinu á hendur sér og baðst lausn- ar. Ríkisstjórnin fól honum hins vegar að stjórna rannsókn slyssins. Sömuleiðis boðaði Chiang Hung-i forstjóri flugfélagsins afsögn sína. í gær var hafist handa við að bera kennsl á lík þeirra sem fómst með flugvélinni. Vora þau það illa leikin að talið var að grípa þyrfti til DNA-rannsóknar til að ná árangri. Óheppni? Að undanförnu hafa fimm mann- skæð flugslys átt sér stað í Asíu á jafn mörgum mánuðum. Ekkert er sameiginlegt með þeim og sagði Neil Smith, sérfræðingur um flug- slys hjá tryggingafyrirtæki í Singapore, að um hreina óheppni væri að ræða. Arið 1997 var flug- samgöngumálum Asíu óhagstætt því þá fórust þar 675 manns í áætl- unarflugi, miðað við 50 árið áður. Og þó helmingur stóru flug- slysanna í fyrra hafi átt sér stað í Asíu bendir öll talnafræði til þess að ástand flugöryggismála í þeim heimshluta sé ekki lakara en ann- ars staðar, að sögn Barry Grind- rods, ritstjóra flugmálaritsins Ori- ent Aviation, sem gefið er út í Hong Kong. Að meðaltali ferst einn farþegi á hverja 2,6 milljarða farþegakílómetra í Asíu. Til sam- anburðar er hlutfallið eitt dauðsfall á hverja 2,8 milljarða farþegakíló- metra í heimsbyggðinni allri, að undanskildum fyrrverandi lýðveld- um Sovétríkjanna sálugu. Rithöfundurinn Ernst Jíinger látinn Umdeildur en langlífur HINN umdeildi þýzki rithöfundur Ernst Júnger lézt í gær, tæplega 103 ára að aldri. Júnger hóf langan rithöfundarferil sinn árið 1920, _ þegar skáldsagan „I stál- stormum“ kom út, en hún byggði á reynslu hans af þátttöku í heimsstyrjöldinni íyrri. Júnger barðist í fremstu víglínu í stríðinu og særðist oft. Hann var síðasti eftirlifandi maðurinn sem bar æðstu heið- ursorðu sem Þýzkalandskeisari veitti hermönnum í þjónustu sinni (,,Pour-le-Mérite“). A þriðja áratugnum taldist Jún- ger til helztu hugsuða róttækra þjóðemissinna og að margra mati lagði hann þannig sitt af mörkum til að búa í haginn fyrir valdatöku nazista í Þýzkalandi. En hann var sjálfur mikill úrvalshyggjumaður og íyrirleit hið háværa brölt brún- stakka. Júnger tók einnig þátt í seinni heims- styrjöldinni sem her- maður, en vegna tengsla hans við sam- sæiásmenn 20. júlí-til- ræðisins við Hitler var hann rekinn úr hemum 1944. Aðeins dálæti Hitlers á skrif- um hans kom í veg fyrir að hann yrði líf- látinn eins og aðrir samsærismenn. Eftir stríðið stimpl- uðu sigurveldin Jún- ger hemaðarsinna og bönnuðu útgáfu á verkum hans í fjögur ár. Hann hlaut uppreisn æru á ní- unda áratugnum er honum voru veitt Goethe-verðlaunin fyrir ævi- starf sitt, en það era æðstu bók- menntaverðlaun sem veitt eru í Þýzkalandi. Bækur hans nutu mik- illar hylli í Frakklandi en vora mun umdeildari meðal Þjóðverja. Meðal aðdáenda Júngers sem rithöfundar vora FranQois Mitter- and Frakklandsforseti og Helmut Kohl kanzlari. Junger Sjúklingar vakna í miðri aðgerð London. Reuters. LÆKNAR í Þýskalandi greindu á mánudag frá rannsóknum á því, þegar sjúklingar, sem hafa verið svæfðir fyrir aðgerð, vakna meðan á aðgerðinni stendur. Hafa sjúklingar sagt frá því að þeir hafl komist til meðvitundar í miðri aðgerð, séð andlit, heyrt fólk tala, og sumir fundu sársauka og aðrir mundu jafnvel eftir því að hafa heyrt lækna láta niðrandi orð falla um sig. Brandarar um vaxtarlag sjúklingsins Að sögn Dierk Schwenders, prófessors við Svæfingalækn- ingastofnunina í Miinchen, vakna tveir af hveijum þúsund sjúklingum, sem svæfðir eru, meðan á aðgerð stendur. Scwender og samstarfsfólk hans rannsakaði 45 sjúklinga sem höfðu komist til meðvitund- ar í miðri aðgerð, og eru niður- stöðurnar birtar í nýjasta hefti British Journal of Anaesthesia. Þijátíu og þrír sjúklingar mundu eftir því að hafa heyrt samtöl, 12 þekktu andlit og 29 fundu fyrir snertingu. Þrír sjúklingar fundu fyrir nokkrum sársauka, átta fundu til angist- ar og 18 fylltust ofsahræðslu. Schwender sagði að konu nokk- urri hefði brugðið mjög er hún heyrði læknana gera grín að líkamsvexti hennar. „Hvernig getur konan verið svona feit?“ heyrði hún einn lækni segja. Verst að vera algerlega hjálparvana Verst var þó, að sjúklingarnir gátu með engu móti látið Iækn- ana vita af sér, sagði Schwend- er. „Eg held að mestu óþægind- in stafi af því að vera algerlega hjálparvana. Sjúklingurinn get- ur ekkert gert til þess að breyta aðstæðunum." Algeng- ast er að sjúklingar vakni með- an á keisaraskurði stendur, hjartaaðgerð og í sumum bráðaaðgerðum. Meðal þess sem hefur áhrif á líkurnar á að sjúklingur komist til meðvitundar meðan aðgerð stendur yfír eru svæfíngalyfín, sem notuð eru, og þol einstak- lingsins. Svæfíng er yfirleitt reiknuð út á grundvelli likams- þyngdar sjúklings. 88 felldir í Alsír HERSVEITIR alsírskra stjórnvalda hafa á undanförn- um þrem dögum fellt að minnsta kosti 88 múslímska uppreisnarmenn í árásum á búðir þeirra víðs vegar um Al- sír, að því er alsírsk blöð greindu frá í gær. Sextíu og níu uppreisnarmenn voru felldir í héruðunum Sidi Bel Abbes og Tlemcen, þar sem uppreisnar- menn 'hafa framið mörg fjöldamorð á undanförnum tveim mánuðum. Nítján upp- reisnarmenn voru felldir í öðr- um árásum stjórnarhermanna, m.a. í Blida-héraði. Rafsanjani hittir Sauda AKBAR Rafsanjani, fyrrver- andi forseti Irans, mun fara í tíu daga opinbera heimsókn til Saudi- Arabíu síðar í vikunni, og sagði íranskur stjómarer- indreki að heimsóknin væri til marks um aukin tengsl milli ríkjanna tveggja. Rafsanjani er einn áhrifamesti ráðamaður í íran og formaður stefnumótun- arnefndar stjórnarinnar. Hann mun, ásamt ráðherrum, hitta æðstu menn Saudi Ai-abíu, en spenna hefur ríkt í samskiptum ríkjanna síðan byltingin var gerð í íran 1979. Erfðaþættir hdðkrabba NIÐURSTÖÐUR rannsókna er gerðar voru við Sloan-Kett- ering krabbameinsmiðstöðina í Bandaríkjunum benda til þess að hættan á myndun sortuæxlis í húð fari að mestu eftir erfða- þáttum á borð við hár- augn- og húðlit og fjölda fæðingarbletta. Þeir sem hafa ljóst eða rautt hár, Ijósan augnlit og föla húð eru sex sinnum líklegri til að fá sortuæxli en þeir sem era dekkri yfirlitum. Sólbruni er samkvæmt niðurstöðunum að líkindum ekki orsök æxlis- myndunar, en geti aukið hætt- una hjá þeim sem eru við- kvæmir fyrir vegna erfðaþátta. Rannsóknin var unnin af Mari- anne Berwick, farsóttafræðingi við Sloan-Kettering miðstöðina. Sjöburum heilsast vel SJÖBURAR sem fæddust í Saudi-Arabíu eru nú orðnir mánaðargamlir og því komnir yfir erfiðasta hjallann og að sögn embættismanns þyngjast bömin dag frá degi. Börnin sjö komu í heiminn 14. janúar í borginni Abha. Ekki hefur verið greint frá því hver móðir þeirra er, en faðirinn heitir Abdullah Mohammad Ali, 55 ára, og á hann tvær aðrar konur. Minnst með linsulokara JAPANSKI myndavélafram- leiðandinn Canon kynnti í gær „heimsins minnstu þriggja þrepa breytilinsumyndavél með linsulokara", að því er talsmenn Canon í Tókýó sögðu. Vélin er 9,5 cm breið og vegur 205 grömm án rafhlaðna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.