Morgunblaðið - 18.02.1998, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 18.02.1998, Qupperneq 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 ^"~^'"FRÍTTm Umsögn Ragnars H. Hall hæstaréttarlögmanns um skýrslu Rfkisendurskoðunar Málsmeðferð sýslumanns gagnrýnd BIFREIÐASTÖÐ ÞÞÞ hefur bækistöðvar sínar á Akranesi. DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ fékk ^.Ragnar H. Hall hæstaréttarlög- mann til að fara yfir skýrslu Ríkis- endurskoðunar um uppboð á skuldabréfum ÞÞÞ, og í umsögn hans kemur m.a. fram að hann telji að þegar sýslumaðurinn á Akranesi hafí leitað eftir heimild fjármála- ráðuneytisins til að bjóða í skulda- bréfín fyrir ríkissjóð hafi hann í raun verið að óska eftir heimild til að láta ríkissjóð kaupa skuldabréfin fyrir hærra verð en aðrir væru til- búnir að greiða fyrir þau í því skyni að koma ÞÞÞ undan afplánun vara- refsingar eða stytta afplánunar- *Tíma. I umsögn Ragnars er bent á að lögum samkvæmt falli fjárnám í lausafé eða kröfur niður að liðnu ári frá því það var gert ef krafa frá gerðarbeiðanda um nauðungarsölu eða aðra lögmæta ráðstöfun hins fjárnumda hafi ekki borist sýslu- manni innan þess tíma. Gögn máls- ins beri með sér að sýslumaður hafi ekki gert reka að því fyrir 28. des- ember 1996 að selja þau skuldabréf sem hann hafði gert fjárnám í einu ári fyrr, og fjárnámsréttur inn- heimtu ríkissjóðs í þessum bréfum því fallið niður þann dag, en fjár- nám í fasteign hafi hins vegar ekki r.fallið niður. Þetta virðist sýslu- ' manni hafa yfirsést á sínum tíma og Ríkisendurskoðun einnig þegar stofnunin lagði lögfræðilegt mat á atvik málsins. Þetta sé afar mikil- vægt atriði einkum vegna þess að annað skuldabréfið sem um ræðir hafi ekki verið eign ÞÞÞ heldur eig- inkonu hans sem samþykkti að bent væri á bréfið til fjárnáms. Sam- þykki hennar hefði einnig legið fyrir við síðara fjárnámið en ekki sé víst að það hefði fengist ef ekki hefði þá ... verið búið að tryggja að greiðslur af bréfinu rynnu beint inn í sektar- dóminn. Fyrirmæla í aðfararlögum ekki gætt I skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að í ljósi þess að greiðsla barst af bréfunum á fyrsta gjalddaga þeirra hafi augljóslega verið ríkissjóði hagfelldara að halda bréfunum áfram í vörslum ríkis- sjóðs og innheimta það þegar það félli í gjalddaga. Þetta telur Ragnar óheimilt þar sem fjárnámshafi hafi ekki sömu stöðu að þessu leyti eins og sá sem fengið hefur kröfur að handveði til tryggingar á skuld. Fram kemur að þegar greitt var *■ af skuldabréfunum tveimur í febrú- ar 1997 hafi bæði gerðarþoli og sýslumaður staðið í þeirri trú að fyrir hendi væri gilt fjárnám í um- ræddum skuldabréfum. Svo virðist sem fyrirmæla í aðfararlögum hafi ekki verið gætt í sambandi við inn- heimtu þessa fjár, en því hafi án at- hugasemda af hálfu gerðarþolans verið ráðstafað upp í skattskuldir hans, enda hafi ekki annað verið til innheimtu á hendur honum hjá sýslumannsembættinu á þeim tíma. Endurupptaka fjárnáms heimil í skýrslu Ríkisendurskoðunar er því haldið fram að sýslumaður hafi ekki haft lagaheimild til að endur- upptaka fjámám í skuldabréfunum en því er Ragnar ósammála og vísar hann til greinar í aðfararlögum þar sem kveðið sé á um að endurupp- taka skuli fjárnámsgerð ef allir málsaðilar séu á það sáttir og svo hafi verið í þessu tilfelli. Hann telur að nauðsynlegt hafi verið af hálfu sýslumannsins á þeim tíma sem fjárnámið var endurupptekið að gera nýtt fjárnám hjá gerðarþolan- um til að tryggja ríkissjóði fulln- ustumöguleika af verðmæti skulda- bréfanna þar sem eldra fjárnámið í þeim var fallið úr gildi. „Þetta var gert, en augljóslega af annarri ástæðu, nefnilega þeirri að sýslu- maður hafði tekið um það ákvörðun, án samráðs við viðkomandi ráðu- neyti, að láta allar greiðslur sem fengjust upp í kröfur ríkissjóðs, ganga fyrst til lúkningar sektar- kröfunni,“ segir í umsögn Ragnars. Hann bendir á að endurupptaka fjárnámsins hafi í reynd aðeins falið í sér lausnargerð þar sem veðbönd- um var aflétt bæði af skuldabréfun- um og umræddri fasteign. Beint í kjölfar endurupptökunnar hafi ver- ið gerð tvö ný fjárnám hjá gerðar- þolanum sama dag og lýst yfir fjár- námum í sömu verðmætum og áður. Fjárnámin hafi farið fram með 15 mínútna millibili og fjárnámskröf- urnar teknar fyrir í sömu röð og þær höfðu borist embættinu, þ.e. sektarkrafan fyrst og skattakrafan á eftir, og sektarkrafan þar með orðið rétthærri. Ef kröfurnar hefðu hins vegar verið innfærðar sama dag hefðu kröfurnar orðið jafnrétt- háar, og glögglega sjáist af gögnum málsins að sýslumaður hafi á ein- dæmi sitt tekið ákvörðun um það að skipa rétthæð krafnanna með þess- um hætti. Þessa ákvörðun hafi hann rökstutt í bréfi til dómsmálaráðu- neytisins 7. janúar síðastliðinn, þar sem segir m.a. að ákvörðunin sé byggð á mati hans á því hvernig hagsmunir ríkissjóðs verði best tryggðir. Ragnar telur röksemda- færslu sýslumannsins sérkennilega og sér í lagi þar vegna þess að i báð- um tilvikum sé um að ræða dæmdar kröfur í eigu ríkissjóðs. Telur hann þá ákvörðun sýslumannsins að aflétta eldra fjámáminu af fasteign- inni til þess að hleypa sektarkröf- unni fram fyrir skattkröfuna vera afar órökrétta. „Sektarkrafan var ekki orðin til þegar upphaflega fjárnámið var gert í fasteigninni og engir ann- markar voru á þeirri fjárnámsgerð sem réttlætt gætu tilfæringar af þessu tagi. Eg tel að þær réttar- heimildir sem sýslumaðurinn hefur vísað til í þessu samhengi eigi hér hreinlega ekki við,“ segir Ragnar. Óvenjuleg staða í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ekki hafi verið mætt af hálfu ríkissjóðs á uppboðinu þegar umrædd skuldabréf voru seld nauð- ungarsölu, en það segir Ragnar ekki vera alls kostar nákvæmt því við þessa nauðungarsölu hafi sýslu- maðurinn á Akranesi verið sem inn- heimtumaður ríkissjóðs. Uppboðið hafi sýslumaðurinn haldið sjálfur, en annar starfsmaður sýslumanns- ins verið mættur þar sem fulltrúi ríkissjóðs. Ragnar bendir á að þegar sýslu- maður hafi leitað eftir heimild fjár- málaráðuneytisins til að bjóða í skuldabréfin fyrir ríkissjóð hafi ver- ið komin upp afar óvenjuleg staða í málinu. Ljóst hafi verið að hvert svo sem söluverð bréfanna yrði gengi það beint upp í sektarkröfuna, og þar með væri sýslumaðurinn í raun að óska eftir heimild til að láta ríkis- sjóð kaupa skuldabréfin fyrir hæiTa verð en aðrir væru tilbúnir til að greiða fyrir þau í því skyni að koma ÞÞÞ undan afplánun vararefsingar eða stytta afplánunartímann. „Ég tel einnig afar sérstætt í Ijósi allra aðstæðna að sýslumaður skyldi ekki hafa samráð um það við Athugasemdir fjármálaráðuneytisins við skýrslu Rflrisendurskoðunar Fyrirmæli til sýslu- manns um að fara að gildandi reglum í ATHUGASEMDUM, sem fjár- málaráðuneytið sendi Ríkisendur- skoðun síðastliðinn föstudag vegna þeirra gagnrýnisatriða sem lúta með beinum eða óbeinum hætti að ráðuneytinu í skýrslu Ríkisendur- skoðunar um innheimtu skatt- *skulda og dómsektar Þórðar Þ. Þórðarsonar á Akranesi, segir að ’ ráðuneytið hafi ekki verið spurt um það hvort heimila ætti endurupp- töku á fjárnámi vegna skattskulda ÞÞÞ heldur hvort heimila ætti að láta greiðslur samkvæmt skulda- bréfinu fyrst ganga upp í greiðslu sektarinnar á undan skattskuldinni. Jafnframt segir í athugasemdun- um að í afstöðu ráðuneytisins hafi falist fyrirmæli til sýslumanns um að fara að gildandi reglum og meta sjálfur hvort skuldari hafí rétt til að ráðstafa greiðslum samkvæmt skuldabréfmu. Þær almennu reglur sem ráðu- neytið sé þarna að vísa til séu m.a. ákvæði tekju- og eignarskattslaga um þá stefnu við innheimtu að allir gjaldendur sem eins stendur á um við innheimtu, vanskil og nauðung- araðgerðir, skuli hljóta sams konar ..meðferð, og að ekki sé heimilt að semja um skattskuldir sem til- komnar séu vegna skattsvika. Einnig hafi verið vísað til þess al- menna sjónarmiðs við innheimtu opinberra gjalda að innheimtumað- ur skuli gera allt sem í hans valdi stendur til að tryggja þá hagsmuni ríkissjóðs að fá greiðslu skatt- skulda. Þá segir að ráðuneytið hafi hvorki tekið afstöðu til þess hvort innheimtumaður fór að þessum reglum, né heldur hvort skuldari hafi átt rétt til að hafa áhrif á hvaða skuld hans yrði greidd fyrst, og vís- ar ráðuneytið í þessu efni til grein- argerðar sýslumanns sjálfs. Ráðuneytið bendir á að Ríkisend- urskoðun og reyndar flestum öðr- um hafi yfirsést í þessu máli að hið upphaflega fjárnám vegna skatt- skulda sé eftir því sem best verði séð fallið niður þegar nýja fjárnám- ið fer fram. Samkvæmt lögum frá 1989 um aðför falli fjárnám sjálf- krafa niður að liðnu ári frá því að það var gert ef krafa frá gerðar- beiðanda um nauðungarsölu eða aðra lögmæta ráðstöfun hins fjárnumda hafi ekki borist sýslu- manni innan þess tíma, og þegar ráðuneytið hafi ritað bréf sitt 15. júlí 1997 hafi ekkert fjárnám verið í gildi. Því séu ákvæði aðfararlag- anna um heimildir til endurupp- töku fjárnáms þessu máli óviðkom- andi. Afstaða Ríkisendurskoðunar byggð á röngum forsendum í athugasemdum fjármálaráðu- neytisins segir að svo virðist sem Ríkisendurskoðun byggi afstöðu sína varðandi sölu skuldabréfanna á nauðungarsölu ekki á réttum for- sendum, og það sé rangt að með því að gera fjárnám í skuldabréfunum hafi ríkissjóður eignast þau. Til að fá greiðslu verði gerðarbeiðandi al- mennt að hlutast til um að kröfunni verði komið í verð og fá andvirðið í sinn hlut, en það verði ekki gert með öðrum hætti en að selja bréfin við nauðungarsölu. Telur ráðuneyt- ið því að það hafi ekki verið mögu- legt til að tryggja hagsmuni ríkis- sjóðs að halda skuldabréfunum og innheimta afborganir af þeim án þess að grípa til frekari ráðstafana, þ.e. sölu bréfanna á nauðungarsölu. Sýslumaður mætti á uppboðið fyrir hönd ríkissjóðs Þá segir fjármálaráðuneytið þá staðhæfingu Ríkisendurskoðunar ranga að ekki hafi verið mætt á uppboðið á skuldabréfunum fyrir hönd ríkissjóðs. Sýslumaður, sem jafnframt sé innheimtumaður ríkis- sjóðs hafi mætt þar, en sýslumönn- um beri að annast alla innheimtu frá því krafa gjaldfellur og þar til hún sé greidd, afskrifuð eða felld niður með öðrum hætti. Aftur á móti hafi legið fyrir sú afstaða ráðuneytisins að innheimtumaður ríkissjóðs ætti ekki að bjóða í bréf- in. Það sé í samræmi við fram- kvæmdareglur sem innheimtu- menn fari eftir að þeir óski álits og heimildar ráðuneytisins áður en þeir bjóði í eignir við nauðungar- sölu, og sú afstaða ráðuneytisins hafi legið fyrir að ekki bæri að bjóða í eignina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.