Morgunblaðið - 18.02.1998, Side 41

Morgunblaðið - 18.02.1998, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 41 FRÉTTIR Úr dagbók lögreglu Róleg helgi í Reykjavík 13. til 15. febrúar HELGIN var fremur róleg hjá lögreglu og voru rúmlega fjögur hundruð verkefni færð til bókunar. Um helgina voru 11 ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur og 20 vegna hraðaksturs. Þá voru höfð afskipti af fleiri ökumönnum vegna ýmissa umferðarlagabrota. Nokkuð var um að lögreglan hefði afskipti af börnum sem voru úti eftir lögbundinn útivistartíma. Um helgar eru börnin færð í athvarf sem lögreglan ásamt Félagsmálastofnun og íþrótta- og tómstundaráði reka við Túngötu. Þangað verða síðan foreldrar eða forráðamenn að sækja börn sín. I sumum tilvikum eru börnin flutt á nærliggjandi lögreglustöð. Ekki virðast allir forráðamenn virða þær reglur sem gilda fyrir útivist barna, en ábendingar lögi-eglu eru skýrar. Samhliða auknum hættum sem börn standa frammi fyrir eykst gildi þess að virða útivistarreglur. Það er reynsla lögreglu að það sé einkum eftir gildandi útivistartíma sem börn hafa greiðari aðgang að áfengi. og fíkniefnum. Lögreglan hefur sem dæmi haft afskipti af sölumönnum fíkniefna á stöðum þar sem ungmenni safnast jafnan saman seint á kvöldin um helgar. Mikilvægt er því að foreldrar virði þær reglur sem í gildi eru. Skemmdarvargur á ferð Aðfaranótt laugardags var 19 ára piltur handtekinn fyrir að krota á veggi Pósthússins í miðbænunum. Hann hafði einnig unnið svipaðar skemmdir á öðrum mannvirkjum í miðborginni. Pilturinn má vænta sekta fyrir þetta brot sitt. Klukkan 21.27 á föstudag var lögreglu tilkynnt um eld í Herkastalanum við Kirkjustræti 2. Þar logaði eldur í línskáp á þriðju hæð og gekk greiðlega að slökkva hann. Mikinn reyk lagði um húsið og þurfti að reykræsta það. Löggæsla vegna útfarar Lögreglan annaðist gæslu og umferðarstjórn vegna útfarar Halldórs Kiljans Laxness sem gerð var frá Kristskirkju á laugardag. Nokkrum nærliggjandi götum var lokað um tíma á laugardag og þannig útbúin bílastæði, en mikið fjölmenni var við athöfnina. Morgunblaðið/Ásdís JÓHANNES Jónsson ásanit nemendum 7. og 8. bekk Engjaskóla. Jóhannesi í Bónus fært viðurkenningarskj al NEMENDUR í 7. og 8. bekk Engja- skóla í Grafarvogi hafa afhent Jó- hannesi Jónssyni í Bónus sérstakt viðurkenningarskjal vegna þeirrar afstöðu hans að selja ekki tóbak í verslunum sínum. Um var að ræða sérhannað skjal sem krakkarnir hönnuðu sjálfir. Við sama tækifæri afhenti Ingi- björg Pálmadóttir, heilbrigðisráð- hera, Jóhannesi viðurkenningaskjal fyrir gott framlag til tóbaksvarna en Tóbaksvarnanefnd mun á næst- unni veita ýmsum aðilum (verslun- um og kaffihúsum) slík viðurkenn- ingarskjöl. ABAUGLVSIISIC3AR BÁTAR SKIP j| TILKYNNINGAR Fiskiskip til sölu Vélbáturinn Grímsey II ST 102, sskrnr. 1317, sem er 30 brúttórúmlesta eikar- bátur, byggður á Skagaströnd árið 1973. Aðalvél Cummins 305 hö. frá 1987. Báturinn selst með veiðileyfi en án aflahlutdeilda. Báturinn er útbúinn fyrir neta- og togveiðar. Fiskiskip — skipasala, Hafnarhvoli v/Tryggvagötu, sími 552 2475. Skarphéðinn Bjarnason, sölustj., Gunnar I. Hafstpinsson, hdl., Magnús Helgi Arnason, hdl. ÝIVIISLEGT Auglýsing um mat á umhverfisáhrifum — frumathugun Laugarvatnsvegur, Úthlíð - Múli Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningarfrá 18. febrúartil 25. mars 1998 á eftirtöldum stöðum; hjá oddvita Bisk- upstungnahrepps, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun, Reykjavík. Allir hafa rétttil að kynna sérframkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 25. mars 1998til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166,150 Reykjavík. Þarfást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 63/1993. Skipulagsstjóri ríkisins. KÓPAVO GSBÆR Lóðir við Akralind Kópavogsbær auglýsir iðnaðarlóðir við Akra- lind 3, 5 og 7 lausar til úthlutunar. Á lóðunum, sem eru 2.300—3.000 m2 að flatarmáli, skal byggja 2ja hæða iðnaðarhúsnæði 500—600 m2 að grunnfleti. Áætlað er að lóðirnar verði bygginarhæfar 1. september 1998. Skipulagsuppdættir, skipulags- og byggingar- skilmálar svo og umsóknareyðublöð fást af- hent á Tæknideild Kópavogsbæjar, Fannborg 2, 3. hæð milli kl. 9—15 alla virka daga. Umsóknum skal skilað á sama stað fyrir kl. 15.00 þriðjudaginn 24. febrúar 1998. Eldri umsóknir þarf að endumýja. Bæjarstjórinn í Kópavogi. FUNDIR/ MAISIISIFAGIMABUR Aðalfundur Aðalfundur Fiskiðjunnar Skagfirðings hf., vegna rekstrartímabilsins 1. janúartil 31. ágúst 1997 verður haldinn á Kaffi Krók, miðvikudag- inn 25. febrúar 1998 kl. 17.00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins. 2. Önnur mál. Ársreikningur félagsins, auk skýrslu endur- skoðenda, liggurframmi hluthöfumtil sýnis á skrifstofum FISKs á Sauðárkróki og í Grund- arfirði 7 dögum fyrir aðalfund. Stjórnin. Almennur fundur í Læknafélagi Reykjavíkur, fimmtudaginn 19. febrúar kl. 20.30 að Hlíðarsmára 8 í Kópavogi. Fundarefni: 1. Fræðslustofnun lækna — Stefán B. Matthíasson. 2. Punktakerfi í fjögur ár — Þórður G. Ólafs- son. 3. Hugleiðing um símenntun — Ari Jóhannesson. Áfundinum þarf að kynna framboð til stjórnar LR sem kosin verður á aðalfundi félagsins 19. mars (sjá auglýsingu í síðasta læknablaði). Stjórn LR. Fundur um greiðslukortamál Þriðjudaginn 24. febrúar nk. klv8.00 standa Samtök verslunarinnar — FÍSfyrir morgun- verðarfundi um greiðslukortamál í Hvammi, Grand Hóteli í Sigtúni. Til umfjöllunarverðurnýfallinn úrskurður Samkeppnisráðs vegna greiðslukorta og þau úrræði sem kaupmenn geta gripið til. Framsögumenn á fundinum verða: • Anna Birna Halldórsdóttir frá Samkeppnisstofnun. • Haukur Þór Hauksson, varaformaður Samtaka verslunarinnar. • Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus. Allir þeir sem stunda verslun af einhverju tagi eru hvattirtil að mæta á fundinn og kynna sér málin. Þátttökugjald er kr. 1.000, morgunverður inni- falinn. Fundurinn er öllum opinn. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu sam- takanna í síma 588 8910. TIL SÖLU Vinnubúðir, vinnuskúrar Til sölu notaðar vinnubúðir stærð 2,50 x 7,40 metrar. Hagstætt verð. Formaco, sími 588 7155. Lagerútsala Vegna flutninga höldumvið lagerútsölu í hús- næði okkará Bíldshöfða 16. Boðið er upp á mikið úrval af leikföngum, barnavöru og barnafatnaði. Allt að 40% afsláttur af heildsöluverði. Opnunartími frá 11.00 — 17.00 virka daga. Heildverslunin Ársel, Bíldshöfða 16, ekið inn í portið. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 7 = 17902188'/2 * Fl. I.O.O.F 9 = 1782188’/í = 9.0. □ GLITNIR 5998021819 I I.O.O.F. 18 = 1782188 = F1. □ HELGAFELL 5998021819 IVA/ 2 Frl. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00 _ SAMBAND (SLENZKFiA v/ KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58. Almenn kristniboöossamkoma í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Sr. Frank M. Halldórsson. Allir velkomnir. REGLA MUSTERISRIDDARA RM Hekla - 18 - 2 - KS - MT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.