Morgunblaðið - 18.02.1998, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 43
Dýraglens
Ljóska
/ytérdatt þai> / hag— en
pabbl hans & risasbór tq
pabbc m 'mn er fremur^-
iitiU og hjeylatur^^
Ferdinand
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Við kjósum framfarir
- Sjöfn sem formann
Frá Jakobi Frímanni Þorsteinssyni
og Óskari Dýrmundi Ólafssyni:
STARFSMANNAFÉLAG Reykja-
víkur er félag með langa sögu og
ríka hefð. Þetta á þó sérstaklega við
í kjaraumræð-
unni gagnvart
vinnuveitandan-
um, Reykjavíkur-
borg. Ný starfs-
mannastefna
Reykjavíkur-
borgar hefur ver-
ið lögð fram og
með margvísleg-
um hætti er verið
að færa rekstur
hennar til nú-
tímalegi-a hátta.
Þetta þýðir að
breytingar eru á
döfmni og vakna
spurningar um
hvernig St.Rv.
ætlar að mæta
þessari þróun,
hvernig félag
með fastmótaðar
hefðir ætlar að
vera virkur þátt-
takandi í þeirri kjaraumræðu sem
framundan er. I nýgerðum kjara-
samningum var rn.a. samið um við-
ræður um nýtt launakerfi. I nýju
launakerfi felast mörg tækifæri en
jafnframt margar hættur. Á næstu
mánuðum kemur í Ijós hvernig við
getum notað okkur þau sóknarfæri
sem þar liggja.
St.Rv. hefur síðastliðin ár lagt
ríka áherslu á að efla fræðslu og
starfsmenntun á vegum Reykjavík-
urborgar. I þessari vinnu hefur sitj-
andi formaður og stjórn verið virk
og má með sanni segja að framfara-
spor hafi verið stigin í að efla
fræðslustarf hjá borginni. Til stend-
ur að leggja stóraukna áherslu á
trúnaðarmannafræðslu St.Rv. og
stuðla að aukinni virkni og hæfni
starfsmanna til að takast á við
kjarabaráttuna. Vel þjálfaðir og
upplýstir félagar í St.Rv. eru kjarni
félagsins og styrkur þess.
Við sem ung erum að árum hugs-
um oft lítið um lífeyrismál. Nú
standa yfir viðræður um að breyta
lífeyrissjóði okkar borgarstarfs-
manna til samræmis við breytingar
á lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna.
Mikilvægt er að vel sé haldið á þeim
málum.
Á miðvikudag og fímmtudaginn
nk. verður kosið um formann fé-
lagsins. Formaðurinn mun vera í
lykilhlutverki í þeim breytingum
sem standa yfir. Þetta mun krefjast
þess að viðkomandi hafí mikla
reynslu, þekki stöðuna vel í dag og
sé opinn fyrir framtíðinni. Þessa
kosti sjáum við í Sjöfn Ingólfsdótt-
ur. Undirritaðir hafa fengið að njóta
þess að starfa með henni innan fé-
lagsins á undanförnum árum. Við
treystum Sjöfn best til að takast á
við framangreind verkefni og veita
félaginu forystu í áframhaldandi
kjarabaráttu.
JAKOB FRÍMANN
ÞORSTEINSSON,
fulltrúi 16. deildar í samninganefnd
Starfsmannafélags Reykjavíkur,
ÓSKAR DÝRMUNDUR
ÓLAFSSON,
situr í stjórn Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar.
Jakob Frímann
Þorsteinsson
Óskar
Dýrmundur
Ólafsson
Agavandi í mennta-
málaráðuneytinu
Frá Birni Bjarnasyni:
í VIÐTALI um endurskoðun
námskrár íyrir gi-unnskólann segir
Jónmundm- Guðmarsson „... að það
sé sátt í þjóðfélaginu um að enginn
falli í grunnskóla, og svo verði
áfram“. (Mbl. 10/1 ‘98). Þetta kemur
mér verulega á óvart því að þeir for-
eldrar gi’unnskólabama, sem ég
þekki til, era alls ekki þessarar skoð-
unar. Getur Jónmundur vísað í ein-
hverja könnun þessu til áréttingar
og þá til einhverrar könnunar meðal
foreldra. Var ekki markmiðið með
nýju lögunum að foreldrar fengju
einhverju að ráða í skólamálum.
Ragnheiður Briem íslenskukenn-
ari sagði í mjög góðu viðtali við
Morgunblaðið 13. janúar 1998: „Eitt
versta slysið í grunnskólanum tel ég
vera þá ákvörðun að nemendur
skuli færast milli bekkja hvort sem
þeir ná prófum eða ekki.“ Ennfrem-
ur segir RB: „Það skiptir ekki einu
sinni máli hvort hann (nemandinn)
verður læs og skrifandi, áfram skal
hann upp í næsta bekk.“
Jónmundi er umhugað um aga í
skólum en telur hann koma af sjálfu
sér. Hann mætti útskýra lausnir
agavandamála betur og einkum
hvernig það tengist því agavanda-
máli í væntanlegri námskrá að eng-
ar kröfur megi gera til nemenda.
BJÖRN BJARNASON,
Álfheimum 42, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
H HÚ5MÆPURATHU6IP: h
RAUTT
EÐALGINSENG
.Morgunroðinn vætir'
.Kvöldroðinn bætir'
Eitthvað um stund og
mund, en ég lagði aldrei
trúnað á það ...
Skerpir athygli
- eykur þol.