Morgunblaðið - 18.02.1998, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF TIL BLAÐSINS
I' DAG
Sjöfn er
traustsins verð
Frá Garðari Hilmarssyni:
ÞEGAR Skýrsluvélar ríkisins og
Reykjavíkurborgar var gert að
hlutafélagi um áramótin 1995/1996
hafði það sinn
aðdraganda. Á
meðan eigendur
og stjóm fyrir-
tækisins undir-
bjuggu þennan
gjörning, þurfti
starfsfólk Skýrr
einnig að skoða
sín mál. Eftir að
það var gert og
skoðaðir höfðu
verið ýmsir val-
kostir, var tekin ákvörðun með
allsherjar atkvæðagreiðslu um að
vera áfram í Starfsmannfélagi
Reykjavíkur. Þetta var hægt með-
al annars vegna þess að félagið
hafði verið undirbúið til þess að
geta tekist á við þessar breyttu að-
stæður. En það sem skipti mestu
máli var að við starfsfólk Skýrr
treystum félaginu, og ekki síst for-
manni þess, Sjöfn Ingólfsdóttur, til
halda þannig á málum að hags-
munir okkar yrðu í fyrirrúmi. Það
gekk eftir, og frá byrjun og æ síð-
an hefur hún unnið í okkar málum
og með okkar hagsmuni í huga.
Sjöfn hefur unnið út frá því að
hvorki félagið né hún ættu þessar
sálir. Hún hefur ætíð haft það að
leiðarljósi að það væri fólkið sem
yrði fyrir breytingunni sem máli
skipti og ekkert annað. Hún hefur
viljað þjóna því, hvaða ákvörðun
sem það hefur tekið, hvort sem
það vildi fara eða vera.
Á sama hátt hefur hún unnið fyr-
ir það fólk sem á eftir hefur komið
og mun vinna fyrir þá sem síðar
koma. Því enginn veit hvaða stofn-
un/fyrirtæki er næst, og þá er gott
að eiga formann með reynslu og
sem er traustins verður.
Ef félagsmenn hafa viljað skipa
sér í sveit með öðrum hætti þá hef-
ur hún ekki staðið í vegi fyrir því
og stutt það þann veg, en ef það
hefur valið þá leið sem við starfs-
fólk Skýrr gerðum, hefur hún varið
það með oddi og egg. Hún er
manneskja sem hikar ekki við að
standa með sínu fólki hvar sem er
og hvenær sem er.
Eg hef unnið með henni í félags-
málum lengi, og veit að hún er
heiðarleg, réttsýn og er tUbúin til
þess að fóma sér í þágu þess fólks
sem hún er umbjóðandi fyrir með
hagsmuni þess að leiðarljósi. Sjöfn
á það skilið að við sýnum henni í
verki að við metum verk hennar að
verðleikum. Því skora ég á félags-
menn að mæta á kjörstað og kjósa
hana áfram til forystu, því það er
félaginu nauðsyn.
GARÐAR HILMARSSON,
formaður starfsmannafélags
Skýrr hf.
Garðar
Hilmarsson
Afnám trúfrelsis
árið 1000
Frá Sigurjóni Þórðarsyni:
NÝLEGA var haft viðtal við Björg-
vin Brynjólfsson, oddvita Samtaka
aðskilnaðar ríkis og kirkju (SARK),
í fréttatíma Stöðvar 2, þar sem fram
kom sú skoðun að furðu sætti að
æðstu embættismenn í lýðræðisríki
væru að halda upp á að 1000 ár
væru liðin frá afnámi trúfrelsis, þ.e.
kristnitökunni á Þingvöllum. Sann-
leikurinn er sá að kristnir og heiðn-
ir menn höfðu lifað í landinu frá
landnámi en með kristnitökunni var
trúfrelsi heiðinna manna skert
verulega. Trúfreisi þykir sjálfsögð
mannréttindi nú í lok 20. aldar og
skýtur því skökku við að íslenska
ríkið sé að halda upp á mannrétt-
indabrot sem framin voru fyrir 1000
árum.
Samkomulaginu um kristnitök-
una árið 1000 var m.a. náð fram
með þvingunum og gíslatöku Nor-
egskonungs. Það kemur fram í
grein í Skírni frá árinu 1941 en höf-
undur hennar er Einar Arnórsson,
fyrrum rektor Háskóla íslands, ráð-
herra og hæstaréttardómari. Einar
fjallar um kristnitökuna á gagnrýn-
inn hátt og vegur og metur heimild-
ir sem fjalla um atburðina árið 1000.
I greininni er meðal annars fjallað
um ýmsar þjóðsögur sem spunnust í
kringum kristnitökuna svo sem legu
Þorgeirs lögsögumanns undir feldi,
jarðelda í Ölfusi, mannblót heiðinna
manna og primsigningu og skím
þingheims. Höfundur afgreiðir allar
framangreindar sagnir sem seinni
tíma tilbúning.
Að lokum hvet ég þá sem fjalla
um undirbúning hátíðarinnar á
Þingvöllum til þess að lesa grein
Einars og að hafa í heiðri sagn-
fræðilegar staðreyndir um atburð-
ina á Þingvöllum árið 1000.
SIGURJÓN ÞÓRÐARSON,
Víðimýri 4, Sauðárkróki.
P0PPK0RN
VELVAKAMIl
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til fostudags
Ættingja
leitað
VELVAKANDA barst eft-
irfarandi bréf:
„Ingvald Idsöe í Noregi
óskar eftir að komast í
samband við eitthvað af
skyldmennum sínum hér á
Islandi. Móðurfjölskylda
hans er af íslenskum ætt-
um en flutti á sínum tíma
til Stavanger í Noregi.
Með hjálp Þjóðskjalasafns
Islands hefur Ingvald
fengið upplýsingar um að
einn forfeðra hans, Sæ-
mundur Hannesson, var
fæddur 30. apríl 1872 að
Júnkaragerði í Útskála-
sókn. Faðir Sæmundar var
Hannes Hannesson vinnu-
maður á Læk í Krísuvíkur-
sókn og móðir Kristín
Jónsdóttir. Þeir sem geta
hjálpað Ingvald í þessari
leit hans að íslenskum ætt-
ingjum eru vinsamlega
beðnir um að senda honum
línu:“
Ingvald Idsöe,
Tastarustá 15,
N-4027 Stavanger,
Norge.
Aheitasjóður
Þorláks helga
„GEGNUM tíðina hafa
ýmsir heitið á Strandar-
kirkju og gefist vel. Ekki
er verra að heita á Þorlák
biskup helga, sem einu
sinni var klerkur í Odda.
Þeim sem eiga við einhver
vandamál að stríða, eða
óska sér einhverra hags-
bóta, er bent á möguleik-
ann að heita á Þorlák. Til
er áheitasjóður Þorláks
helga, sem ávaxtaður er í
Búnaðarbankanum á
Hellu, með yfirumsjón
Sigurðar Jónssonar prests
í Odda og fleiri aðila.
Sá sem þetta ritar hefur
af og til heitið á Þorlák, og
fengið óskir sínar upp-
fylltar. Auðvitað má svo
lengi um það deila hvort
þetta sé að þakka hinum
forna Skálholtsbiskupi
eða öðrum góðum öflum.
En ekki skaðar að heita á
Þorlák, bara að prófa
það.“
Eyjólfur.
Hugmynd komið
á framfæri
„ÉG SÁ í fréttum á Stöð 2
í gær að fyrirtæki á Akur-
eyri hefði samið við nokkra
leigubíla þar í bæ um að
merkja bílana með auglýs-
ingum. I fréttinni var talað
um að þeir fengju 10 þús-
und krónur á mánuði fyrir
vikið. Ég er með þá hug-
mynd að fyrirtæki gætu
fengið öryrkja til þess að
líma svona auglýsingar á
bílana sína, ég er viss um
að þeir tækju minna fyrir
en leigubflarnir og gæti
það komið sér vel fyrir
marga öryrkja sem lifa á
lágum tekjum.
Svo langar mig tfl að
biðja allt unga fólkið að at-
huga hvað það er að gera í
eiturlyfja- og vímuefna-
málum. Þetta unga fólk
sem er að fikta í þessum
efnum gerir sér kannski
ekki grein fyrir þvi að
þetta á eftir að koma niður
á börnum þeirra, ég er
viss um að það vill að
börnin þeirra verði hefl-
brigð og hraust og líði
ekki fyrir líferni foreldra
sinna.“
Öryrki.
Tapað/fundið
Stór blá taska týndist
STÓR blá taska, sem
stendur „Names in Mila-
no“ utaná, týndist líklega á
Skuggabar sl. fóstudags-
kvöld. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 588 3302.
Fundarlaun.
Svartur hanski
1 óskilum
SVARTUR hanski með
skinni í lófa, fannst sl.
fóstudag á Barónsstíg.
Uppl. í síma 551 4706.
Stórt kvenmannshjól
í óskilum
STÓRT kvenmannshjól
með rauðu stelli og barna-
stól í óskflum. Uppl. í síma
552 0873.
Úlpa í óskilum
KARLMANN SÚLPA
fannst í Rimahverfi í Graf-
arvogi. Upplýsingar í síma
567 7987.
SKAK
llmsjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp á opnu
móti í Genf í Sviss um mán-
aðamótin. Heimamaðurinn
Hung Fioramonti (2.365)
var með hvítt, en Igor
Khenkín (2.565),
ísrael, hafði svart
og átti leik.
36. - Haxb4! 37.
Hxb4 - Hxb4 38.
Dxb4 (38. Hxc6 -
Hb2 39. Kgl -
einnig
38. -
Khl -
Kh2 -
Khl -
Dxh3 er
vonlaust)
Dxf2+ 4.
Df3+ 5.
Dg3+ 6.
Dxh3+ og hvítur
gafst upp. Eftir 7.
Kgl - Dxe3+ 8.
Kg2 - Dxcl hefur
svartur unnið
hrókinn til baka
og fengið hvorki meira né
minna en fimm peð í kaup-
bætí!
Úrslit mótsins: 1.-2.
Khenkín, Goldin, Rússlandi
og Sulskis, Litháen 7 v. af 9
mögulegum, 4.-6. Malarijúk,
Úkraínu, Wojtkiewicz, Pól-
landi og Bucher, Sviss 6 Vfc
v. Á meðal þeirra sem hlutu
6 vinninga voru þeir Boris
Gulko, Andrei Sokolov og
Vladímir Tukmakov.
SVARTUR leikur og vinnur.
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkverji skrifar...
NÝLEGA var frá því skýrt, að
vegna aukinns umfangs í erfða-
fræðirannsóknum á íslandi, gæti orð-
ið aukin þörf fyrir lækna í komandi
framtíð. Því væri athugandi hvort
unnt væri að fá Háskóla íslands til
þess að draga úr fjöldatakmörkunum
í læknadeild, svo að fleiri læknar út-
skrifuðust.
Undanfarin ár hefur svokallaður
„numerus clausus" verið við lýði í
læknadeild Háskóla Islands. Það er
kerfi, sem stöðvar nemendur, sem fá
góðar fyrstu einkunnir frá því að
halda áfram námi, aðeins vegna þess
að þeir eru í hópi nemenda, sem fá
háar einkunnir, þ.e. meðaleinkunn
hópsins er há. Aðrir nemendur og
heppnari komast áfram í námi með 2.
einkunn, vegna þess að meðaltalsein-
kunnin í hópnum það árið er mun
lægri. Þetta er það „réttlæti", sem
Háskóli Islands býður ungmennum
þessa lands upp á.
Menn grunar að annarleg sjónar-
mið standi hér að baki, svo sem fram
kom á Alþingi nú nýlega, er einn af
þingmönnunum sagði í ræðustól, að
hann teldi að Háskóli Islands væri að
verja atvinnuréttindi útskrifaðra
kandídata frá Háskólanum með
fjöldatakmörkunum. Þetta eru alvar-
legar ásakanir.
Fjöldi ungs fólks hefur hlotið
ágæta einkunn t.d. á almenna lækna-
prófinu í Háskólanum, en hefur ekki
náð að halda áfram námi, vegna þess
að aðeins rúmlega 30 manns komast
að hverju sinni. T.d. hafa menn ekki
fengið að halda áfram námi með ein-
kunnina 8,3 og það þótt menn hafi tal-
izt standast próf. Til þess að standast
próf í Háskóla Islands þurfa menn
einkunnina 5,0. Nú síðast þegar ung-
menni í Háskólanum þreyttu þetta al-
menna læknisfræðipróf komust menn
að með einkunn undir 7,0. Hvers eiga
þeir að gjalda, sem áður hlutu ein-
kunnina 8,3 og var meinað um fram-
hald náms? Væri ekki nær að spyrja
það unga fólk, hvort það vildi nú hefja
nám, þar sem prófmennirnir frá í ár
væru með svo lágar einkunnir að þeir
gætu ekki ætlazt til að sitja fyrir fólki
með hærri einkunn. Nei, þetta kerfi
er svo rotið að tekur engu tali. Kerfið
beinlínis er fjandsamlegt ungu fólki,
nemendum Háskóla íslands, sem er í
raun ekkert nema nemendumir sjálf-
ir. Eða hvað er skóli án nemenda?
XXX
VÍKVERJI lenti í því nú á dögun-
um að hringt var í heimasíma
hans og þegar hann svaraði, var hann
spurður að þvi af kvenrödd, hvort
hann vildi svara nokkrum spurning-
um vegna skoðanakönnunar, sem ver-
ið væri að gera fyrir DV. Víkverji
játti því, kvaðst vilja svara.
Þá komu spumingamar, m.a. hvort
Víkverji væri meðmæltur eða á móti
lagasetningu á kjai'adeilu sjómanna og
loks kom að því að ein spumingin fjall-
aði um það hvort Víkverji myndi Igósa
D-lista eða R-lista, ef kosið væri til
borgarstjómai' í dag. Víkverji kvaðst
myndu ýósa D-listann. Var þá þakkað
kærlega íyrir og ekki spurt frekar.
Daginn eftir þetta símtal fóru að
birtast niðurstöður úr könnunum DV
og kom þá í Ijós mikið foi'skot R-lista
yfir D-lista, en síðan kom svar við
spumingu um það hvoru borgar-
stjóraefninu viðkomandi treystu bet-
ur, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur
eða Áma Sigfússyni. Þar hafði Ingi-
björg mikla yfirburði á Árna. Þessa
spurningu fékk hins vegar Víkverji
aldrei, þegar stúlkan hringdi og vildi
fá upplýst, í nafni hins „frjálsa og
óháða“ DV, hvernig Víkverji myndi
bregðast við. Af hverju Víkverji var
ekki spurður þessarar spurningar
vekur upp með honum ákveðna tor-
tryggni. Var hann ekki spurður, eftir
að ljóst var að hann ætlaði að kjósa
D-listann? Vora kannski bara óá-
kveðnir og kjósendur R-listans spurð-
ir að þessu? Þetta vekur jafníframt
spurningar um óhæði þessa „frjálsa
og óháða“ fjölmiðils, þar sem í stafni
og við stjómvöl situr þingmaður Al-
þýðuflokksins, sem í þokkabót er svili
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.
Era nokkur undur þótt framferði sem
þetta veki efasemdir á áreiðanleik
skoðanakannana DV?