Morgunblaðið - 04.03.1998, Síða 50

Morgunblaðið - 04.03.1998, Síða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM jf|g|j§§||jgff§ VERÐLAUN í hinni árlegn blaðaljósmyndarakeppni World Press Photo voru kunngjörð á dögunum. Verðlaunamyndirnar voru vald- ar úr tugþúsundum ljósmynda sem frétta- og blaðaljósmyndarar allsstaðar úr heiminum sendu í samkeppnina. Sýning á verðlauna- myndunum verður opnuð í Kringlunni í haust. ► Fréttamynd ársins tók Ijósmyndarinn Hocine. Sýnir hún alsírska konu sem er hugstola af sorg eftir að hryðjuverka- menn hafa myrt fjölskyldu hennar. Verðlauna- lj ósmyndir ▲ PALESTÍNUMENN og ísraelar kljást í Hebron níunda apríl. Bandaríski Ijós- myndarinn Wendy Lamm hlaut fyrstu verðlaun í fréttamyndaflokknum fyrir myndina. ▲ HÁHYRNINGAR sitja fyrir sæfílum. Þessi Ijósmynd Frakkans Xavier Desmi er hlaut fyrstu verðlaun í flokknum „Náttúra og umhverfi“. A VÉLMENNI spilar borðtennis. Þessi Ijós- mynd National Geographic-ljósmyndarans George Steinmetz er hluti af myndasögu hans um vélmenni sem hlaut fyrstu verð- laun í flokki myndasagna um vísindi og tækni. ▲ ÆRIN Dollý er fyrsta einræktaða spendýr- ið. Þessi mynd, sem Ijósmyndarinn Steph- en Ferry tók fyrir tímaritið Life, hlaut fyrstu verðlaun í flokknum „Vísindi og tækni“. 4 LITLIR hafnaboltaleikarar fagna á keppnisferðalagi. Þessi Ijósmynd Erics Menschers hlaut fyrstu verðlaun í flokki íþrótta- myndasagna. ► DANINN Joachim La- defoget, Ijósmyndari Politiken, tók þessa mynd f Albaníu og hlaut fyrir hana fyrstu verðlaun í flokknum „Fólk í fréttum11. ▲ GLORIA, sem er vændiskona og eiturlyfjaneytandi, sést hér undirbúa sig áður en hún sprautar sig. Ljósmyndin var tek- in af Susan Watt hjá Amerícan New York Daily News. Hún fékk barnaljósmyndaverðlaun World Press Photo. Opið hús laugardaginn 7. mars milli kl. 13:00 og 17:00 Menntaskólinn í Kópavogi - Hótel- og matvælaskólinn - Ferðamálaskólinn v/Digranesveg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.