Morgunblaðið - 15.03.1998, Page 1

Morgunblaðið - 15.03.1998, Page 1
112 SÍÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 62. TBL. 86. ÁRG. SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ný stjórn í burðar- liðnum á Indlandi Nýju Delhi. Reuters. FLOKKUR þjóðernissinnaðra Hindúa á Ind- landi, BJP, vai- í gær að þvi kominn að mynda nýja ríkisstjóm. Eftir að héraðsflokkur í suður- hluta landsins lét til leiðast að styðja stjómar- myndun B JP vantaði aðeins átta þingsæti upp á meirihluta í neðri deild indverska þingsins, þar sem mjög margir flokkar eiga sæti en hvor- ugur þeirra stærstu, BJP eða Kongress-flokk- urinn, náði að tryggja sér meirihluta eftir nýaf- staðnar kosningar. AIADMK-flokkurinn í Tamil Nadu-fylki á Suður-Indlandi lýsti því yfir að þeir 27 þing- menn sem hann réði yfír myndu styðja nýja stjórn BJP að því tilskildu að gengið yrði að nokkrum sérkröfum þeirra, þar á meðal að tunga tamfla nyti meira vægis á opinberum vettvangi og að hlutfallslega fleira fólk úr lægri stéttum hlyti brautargengi í embættis- mannakerfinu. Sonia Gandhi, ekkja Rajivs Gandhi fyrrver- andi forsætisráðherra, var í gær skipuð for- maður Kongress-flokksins, elzta stjórnmála- flokks Indlands, en fráfarandi formaður, Sit- aram Kesri, lýsti því yfir að hann væri enn leiðtoginn og hefði ekki sagt af sér. Fyrr í vik- unni hafði hann tilkynnt að hann hygðist segja af sér embætti og að Sonia Gandhi tæki við af sér. Sonia Gandhi tekin við völdum í Kongress-flokknum Áður en Kesri sagðist enn vera við stjórn- völinn hafði flokkstjómin tilkynnt að hún hefði skipað Soniu Gandhi í embættið. Talsmaður flokkstjórnarinnar, Ghulam Nabi Azad, stað- festi að hún hefði tekið við „öllum völdum" í flokknum. Ekkjan, sem er 51 árs og ítölsk að uppruna, hafði tekið mikinn þátt í kosningabaráttu flokksins og tekur nú við leiðtogahlutverkinu þegar flokknum hefur mistekizt tvennar kosn- ingar í röð að hljóta nægilegt fylgi til að mynda stjórn. Allt frá því landið hlaut sjálf- stæði frá Bretum 1947 hefur Kongress-flokk- urinn verið við völd á Indlandi að undanskild- um fimm árum. George bætti heimsmetið: 4,58 EMMA George frá Ástralíu bætti heimsmet sitt í stangarstökki utanhúss aðfaranótt laugardagsins, þegar hún stökk 4,58 metra á ástralska meistaramótinu í Melbourne. George, sem hefur nú 13 sinnum sett heimsmet á ferli sínum sem stangar- stökkvari, setti gamla metið (4,57 m) á móti á Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði. Metstökkið innanhúss er nú tíu sentimetrum lægra en utan- Reuters hússmetið, 4,48 m. Stacy Drag- ila frá Bandaríkjunum og tékkneska stúlk- an Daniela Bartova fóru yfir þá hæð á móti í Þýskalandi fyrir skömmu. Vala Flosadótt- ir, sem átti heimsmetið fyrir stuttu, hefur hæst stokkið 4,44 m. Flóttabörn bera sig eftir björginni BÖRN af þjóðflokki Karena bera sig eftir hrísgrjónum við birgðastöð mærunum við Burma. Skæruliðar frá Burma réðust í fyrradag á búð- hjá Huay Kalok-flóttamannabúðunum í Thailandi, skammt frá landa- imar sem börnin áttu athvarf sitt í, lögðu þær í rúst og brenndu. Nýjar ásakan- ir á hendur Clinton LÖGFRÆÐINGAR Paulu Jones, sem hefur ákært Bill Clinton Bandaríkjaforseta fyrir kynferðislega áreitni, lögðu á föstudag fram 700 síður af skjölum til stuðnings málsókninni. Auk þess tilkynnti önnur kona að hún hygðist gera ásakanir um ósæmilega hegðun forsetans gagnvart sér opinberar. Þessi kona, Kathleen Willey, var um hríð ólaunaður starfsmaður Hvíta hússins. Hún heldur því fram að hún hafi orðið fyrir óæskilegri áreitni frá hendi Clintons í einkaskrifstofu hans í Hvíta húsinu í nóv- ember 1993. Hyggst hún skýra nánar frá þessum ásökunum í fréttaþættinum „60 minutes“ á sjónvarpsstöðinni CBS í kvöld. Suharto skipar nýja ríkisstjórn SUHARTO, forseti Indónesíu, kynnti í gær nýja ríkisstjórn landsins. Flestir ráðherr- anna eru gamlir vinir og ættingjar forset- ans, þar á meðal dóttir hans, Siti Hardianti Rukmana, sem var skipuð félagsmálaráð- herra. Stjórnmálaskýrendur sögðu að svo virt- ist sem Suharto væri að reyna að tryggja sér hollustu manna í æðstu embættum, sem honum mun hafa þótt á skorta. Með ráðherravali sínu þykir forsetinn þó hafa brugðizt loforði um róttækar umbætur sem hann gaf í samningum við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn um aðstoð við að vinna gegn efnahagskreppunni í landinu. Fimmtíu sinnum á Titanic TÓLF ára gömul ítölsk stúlka, Gloria, fer í bíó á hverju kvöldi og alltaf að sjá sömu myndina: Titanic. Gloria er búin að sjá myndina um það bil 50 sinnum og er enn ekki orðin leið á henni. Svo á hún tvo ketti sem heita Jack og Rose, eins og aðal- hetjurnar í myndinni. Blaðið La Repubblica komst á snoðir um áhuga Gloriu. „Hún kemur á sýninguna klukkan níu á hverju kvöldi,“ sagði eigandi eina kvik- myndahússins í bænum Castelfranco á Mið-Ítalíu, þar sem Gloria á heima. „Og um hveija helgi horfir hún á tvær sýningar í röð.“ Starfsfólk bfósins tekur nú frá uppá- haldssæti Gloriu fyrir hana og hún þarf ekki að borga aðgangseyri. Móðir Gloriu er hreingerningakona sem vinnur á kvöldin og hefur sjálf ekki séð myndina. Hún hefur engar áhyggjur af þessum mikla áhuga dótturinnar. „Hún er ekki að gera neitt af sér,“ sagði hún og bætti því við að Gloria yrði að sinna heima- lærdómnum á hveiju kvöldi áður en hún færi í bíó. Örfá sæti laus 24

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.