Morgunblaðið - 15.03.1998, Side 2

Morgunblaðið - 15.03.1998, Side 2
2 SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samningur um verndun Norðaustur-Atlantshafsins V erndun gegn skaða af manna völdum Skorar á R- listann í kappræður ÁRNI Sigfússon, oddviti D-listans í borgarstjóm Reykjavíkur, hefur skorað á frambjóðendur R-listans að mæta frambjóðendum D-listans á nokkrum kappræðufundum á næstu vikum um borgarmálin. Sendi Ami áskorunina í gær til Helga Hjörvar, oddvita R-listans, í tilefni af því að tekin hefur verið ákvörðun um hvemig R-listinn verður skipaður. í áskoruninni leggur Árni til að frambjóðendur listanna ræði á fundunum um fyrirfram ákveðna málaflokka. Telur hann mikilvægt að Reykvíkingum verði þannig gef- inn kostur á að hlýða milliliðalaust á það hvar listana greini á um borg- armálin og hvaða lausnir þeir telji farsælastar. Glugga- þvottur LOVÍSA Jónsdóttir fagnaði hlýindum eftir langvinnan frostakafla með því að fara út í garðinn sinn og þvo af gluggum. Svartsýni fyrir sáttafund SÁTTAFUNDUR hófst hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu sjómanna kl. 10 í gærmorgun og var honum ólokið þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær. Svartsýni ríkti í röðum deilu- aðila áður en fundurinn hófst í gærmorgun. Verkfall hefst á miðnætti í nótt hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. SAMNINGUR um vemdun haf- rýmis Norðaustur-Atlantshafsins, OSPAR, tekur gildi 23. mars nk. og mun hann koma í stað Óslóar- og Parísarsamninganna. Markmið nýja samningsins er að ná uppmna- legum markmiðum fyrmefndu samninganna ásamt því að taka mið af breytingum sem orðið hafa á við- horfum til umhverfisverndar á höf- unum á seinni árum. Aðild að samn- ingnum eiga allar þjóðir sem eiga land að Norðaustur-Atlantshafí, auk Sviss og Lúxemborgar. Einnig á Evrópusambandið aðild að samn- ingnum. I samningnum segir m.a. að ALTECH ehf. í Reykjavík hefur borist pöntun frá ALUSAF Bay- side álverinu í Richards Bay í Suð- ur-Afríku á tindaréttingarvél sem fyrirtækið framleiðir. Er útflutn- ingsverðmæti pöntunarinnar rúm- lega 20 milljónir króna. Berst pönt- un þessi í framhaldi af nýlegri pöntun frá ALUSAF Hillside ál- verinu sem einnig er í Richards Bay. Stefnt er að uppsetningu beggja vélanna í júní næstkom- andi. Tindaréttingarvélin sem nú hef- ur verið pöntuð er sú fjórða sem Altech selur, en fyrirtækið á nú í viðræðum við um 30 önnur álver um uppsetningu véla af þessu tagi. samningsaðilar skuli „gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir og útrýma mengun og gera nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda hafsvæðið gegn skaðleg- um áhrifum mannaverka í því skyni að standa vörð um heilsu manna, varðveita vistkerfi hafsins og, þeg- ar hægt er, lagfæra hafsvæði sem orðið hafa fyrir skaðlegum áhrif- um“. Fundur í Reykjavík um næstu mánaðamót Næsti fundur PRAM-vinnu- nefndarinnar, sem er önnur tveggja yfimefnda samningsins og fjallar Tindaréttingarvélin er íslensk upp- finning og er með henni hægt að rétta jámtinda á skautgöfflum í ál- verum, en hingað til hafa tindamir verið brenndir af þegar þeir bogna vegna hitaþenslu og nýir rafsoðnir á. Fyrsta tindaréttingarvélin var sett upp hjá ÍSAL árið 1995 og sú næsta árið eftir í álveri í Ástralíu. Altech hefur einbeitt sér að þró- un hátæknivélbúnaðar til nota í ál- vemm og hefur fyrirtækið þróað um 20 mismunandi tæki. Nemur sala búnaðarins síðustu þrjú árin rúmlega 500 milljónum króna og er þá meðtalinn nýlegur samningur við Norðurál um uppsetningu skautsmiðju álversins. um aðgerðir til að draga úr meng- un, verður haldinn í Reykjavík dag- ana 30. mars til 3. apríl nk. Þar verður m.a. fjallað um skýrslu um losun geislavirkra efna frá kjarn- orkuverum, t.a.m. Sellafield. Auk þess verður reynt að komast að samkomulagi um sameiginlegar ákvarðanir er varða bestu fáanlega tækni í áliðnaði og öðrum skyldum greinum, að sögn Davíðs Egilsson- ar, forstöðumanns mengunarvarna sjávar hjá Hollustuvernd ríkisins. Hann bendir jafnframt á að nánari upplýsingar um samninginn sé að finna á slóðinni http://www.holl- ver.is/sjomeng/mengsjo.html. Endur- greiðslu virðisauka- skatts breytt SAMKVÆMT nýrri reglugerð sem samþykkt var 23. desember síðast- liðinn geta íslendingar sem búsett- ir eru erlendis nú fengið endur- greiddan við brottför virðisauka- skatt af þeim vörum sem þeir kaupa hér á landi. Hér er um breytingu að ræða frá því sem áður var en endurgreiðsla 24,5% virðis- aukaskatts af vörum miðaðist þá við ríkisfang fólks en ekki búsetu. Liðsmenn varnarliðsins í Kefla- vík falla einnig undir reglugerðina og þeir geta fengið endurgreiddan virðisaukann við brottför frá Is- landi ef varan er sannanlega keypt innan við mánuði fyrir brottför. Höldum áfram því sem við gerum best ►Á íslenskan mælikvarða voru það stórtíðindi þegar Samskip hf. festu í vikunni kaup á hinu rót- gróna fjölskyldufyrirtæki Bischoff Gruppe. Rætt er við Ólaf Ólafsson og hina þýsku seljendur Bischoff. /10 Ung kona gegn kerfinu ►Forsetakosningar á næsta leiti í Austurríki. /14 lllt í maganum ►Hver hefði trúað því að óreyndu að tíðni matarsjúkdóma ykist þeg- ar liði á 20. öldina? /22 Örfá sæti laus ► Nú eru uppi raddir um að fækka stöðum seðlabankastjóra úr þrem íjafnvel eina. /26 Ein samhangandi kærleikskeðja ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Berg Þóris- son og Kolbein Gunnarsson í Stefju. /30 B ► 1-20 Fjöll á hvolfi ►Miklagljúfur í Bandaríkjunum er eitt mesta undur heimsins. /1&10-U Smíðarorgel af ástríðu ►Þýsk-bandaríski orgelsmiðurinn Fritz Noack smíðar ný pípuorgel í tvær kirkjur í Reykjavík, Lang- holtskirkju og Neskirkju. /4 Við ráðum sjálf okkar reynslu ►Jón Arnalds hæstaréttarlög- maður er þekktur fyrir annað en að fara troðnar slóðir í lífmu. /8 FERÐALÖG ► 1-4 Kleinwalsertal ►Fleira en skíðabrekkur í fjalla- sal. /3 Lykilatriði að kunna að flauta ► Á Manhattan er lítið vit í að nota einkabílinn. /4 D BÍLAR ► 1-4 Afturhjóladrifinn Volvoí71 ár ►Síðasti afturhjóladrifni Volvo bíllinn var framleiddur þriðjudag- inn 5. febrúar sl. /2 Reynsluakstur ►Peugeot 106 - notendavænn og hljóðlaus rafbíll. /2 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-20 Byggðastofnun til Sel- foss ►Tillaga sunnlenskra sveitarfé- laga og Atvinnuþróunarsjóðs Suð- urlands. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 50 Leiðari 32 Stjömuspá 60 Helgispjall 32 Skák 50 Reykjavlkurbréf 32 Fólk I fréttum 54 Minningar 40 Útv./sjónv. 52,62 Myndasögur 48 Dagbók/veður 63 Bréf til blaðsins 48 Mannlífsstr. 14b Hugvekja 50 Dægurtónl. 18b ídag 50 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 Morgunblaðið/RAX Islenskur vélbúnaður fyrir álver Altech selur tæki til S-Afríku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.