Morgunblaðið - 15.03.1998, Page 11

Morgunblaðið - 15.03.1998, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 11 Gruppe. Ólafur segir að rekstur Samskipa muni án efa breytast við kaupin, en megináherslur verði þær sömu. „Flutningaleiðir fyrirtækj- anna hafa lítið skarast hingað til. Við ætlum að halda okkur á slóðum minni gámaskipa, á styttri siglinga- leiðum. Skip með 6.500 gámaeining- ar, níu sinnum stærri en þau skip sem við höfurh notað, leggja ein- göngu að í Rotterdam, Bremer- haven og Hamborg. Við kjósum að halda okkur utan við þeirra leiðir, þar sem við þekkjum vel til. Við munum líka halda fyrri áherslum á frystiflutninga og kaupin á Bischoff Gruppe falla vel að þeim.“ Forstjóri Samskipa segir að kaup- in á Bischoff tryggi nýjar víddir í reksturinn. „Þau styrkja rekstur okkar og auka enn getu okkar til þess að efia þjónustu við íslenska viðskiptavini.“ Ólafur kveðst viss um að kaupin á Bischoff Gruppe styrki Ameríku- flutninga fyrirtækisins. „Við flytjum núna um eitt þúsund gámaeiningar af fiski til austurstrandar Banda- ríkjanna í sérstökum frystigámum. Við höfum nýtt þá betur með því að flytja frosin matvæli frá Bandaríkj- unum til Bremerhaven og Rotter- dam og þaðan áfram til Eystrasalts- ríkjanna. Bischoff mun verða okkur styrkur í þeim flutningum." Stundum skorið sig inn að beini í samkeppninni I viðtali í Morgunblaðinu í ágúst 1994, í tilefni af því að Samskipum hafði verið siglt út úr skerjagarði gjaldþrotsins sem blasti við eftir fall Sambandsins, sagði Ólafur að heim- speki Samskipsmanna væri sú, að þeir væru bestir í flutningum og ættu því ekki að gera annað. Hann segist enn vera þessarar skoðunar. „Ef við erum trúir þessari stefnu, þá þrengir það að sjálfsögðu möguleika okkar til að eflast og stækka hér heima. Þess vegna höfum við leitað verkefna erlendis og þau hafa alltaf verið á okkar sviði, flutningunum." Ólafur segir að samkeppnin við Eimskip sé ekki minni nú en hún hafi verið, en segir, aðspurður hvort undirboð séu úr sögunni, að hann sé ósáttur við það orð. „Menn hafa auð- vitað verið að bjóða skelfilega lágt verð og stundum skorið sig inn að beini. Það á við um bæði félögin. En við erum í samkeppni og Samskip ætla að vera fánaberi samkeppninn- ar hér á landi. Stundum þurfum við að lækka verð til að fá samning, en ef það tekst ekki þá grátum við það ekkert. Við höldum bara áfram.“ Velta Eimskips á síðasta ári var rúmir 16 milljarðar. Ólafur segir að það hafi enga þýðingu að bera sam- an veltutölur. „Við miðum ekki allt við Eimskip. Nú stefnum við í aðra átt og þótt þeir hafi verið í mesta ná- víginu við okkur þá miðum við okkur við aðra keppinauta en þá. Við get- um lært af mjög mörgum félögum, enda margt áhugavert að gerast í flutningaheiminum." Fjárfestum ekki í öðrum félögum Hörður Sigurgestsson, forstjóri keppinautarins Eimskips, sagði í viðtali við Morgunblaðið í október að Eimskip hefði sett sér það markmið að verða virkur þátttakandi í öðrum greinum íslensks atvinnulífs en hefðbundinni flutningastarfsemi og vísaði til fjárfestinga og hlutafjár- kaupa gegnum dótturfyrirtækið Burðarás. Olafur Ólafsson segir hins vegar að þótt Samskip hafi rétt úr kútnum svo um munar sé slík stefna ekki í augsýn. „Við búum í litlu sam- félagi, sem því miður er afmyndað í alls konar blokkir og flokka. Við telj- um ekki hægt að fjárfesta til dæmis í innflutnings- eða sjávarútvegsfyr- irtæki, sem er í hörku samkeppni við viðskiptavin okkar. Við leggjum mikla áherslu á trúnað við okkar viðskiptavini. Við sjáum ekki hvern- ig við getum gætt hlutleysis ef við eigum mikilla hagsmuna að gæta í velferð ákveðinna viðskiptavina okk- ar, sem eru á sama tíma í samkeppni við aðra viðskiptavini okkar. Við bregðumst við þessu með því að fjárfesta ekki í öðrum fyrirtækjum. Auðvitað á aldrei að segja aldrei, sá möguleiki gæti komið upp að fjár- festing þætti svo freistandi að við vildum slá til, en núna erum við í flutningunum. Það er okkar fag.“ Baráttuglöð valkyrja sem gefst ekki upp HÚN er grönn, fíngerð kona, afskaplega vel til- höfð, augljóslega heims- kona, með ríka kímni- gáfu, en það er ekki erfitt að ímynda sér, að hún geti verið fóst fyrir, harðákveðin og staðráðin í því að hafa sitt fram. Um leið er jafnauðvelt að draga þá ályktun, að hún hafi oftar en ekki haft sitt fram. Konan er Erika Bischoff, að- aleigandi Bischoff Gruppe þar til í þessari viku. Líf Eriku Bischoff, sem fæddist fyrir rúmum 60 árum og þá sem dóttir Gerhards Liirssen, hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Hún giftist Horst Bischoff ung og eign- aðist með honum tvö börn, Nicolas og Brigit. Horst var einkasonur Bruno Bischoff, sem tók við fyrir- tækinu af tengdaföður sínum og stofnanda fyrirtækisins, Nicolas Haye. I janúar 1966 fórst Horst Bischoff, eiginmaður Eriku, í flug- slysi við flugvöllinn í Bremen, eftir því sem næst verður komist er það eina flugslysið hingað til í sögu flugvallarins. Erika stóð þá uppi, ung ekkja, tveggja bama móðir, og horfðist í augu við þá staðreynd, að hún yrði að taka við hlutverki eiginmanns síns, í fyrirtæki tengdaföðurins, Brunos Bischoffs og gerði hún það síðari hluta sama árs. Frá árinu 1982 var Erika aðalstjómandi fyr- irtækisins, en þá dró tengdafaðir hennar sig í hlé frá daglegum rekstri. A örfáum áram vann Erika sig í áliti innan greinarinnar með svo afgerandi hætti, að árið 1988 var hún útnefnd sem „athafnakona ársins" í Þýskalandi. Kostur að vera kona í karlasamfélagi Kristinn Ijósmyndari og ég hitt- um Eriku Bischoff á skrifstofu í fyrirtæki yngri bróður hennar, Friedrich Liirssen, og er hann við- A íslenskan mælikvarða voru það stórtíðindi þegar Samskip hf. festu í vikunni kaup á hinu rótgróna fjölskyldufyrirtæki Bischoff Gruppe sem á sér 99 ára sögu. Höfuðstöðv- ar skipafélagsins eru í Bremen. Agnes Bragadóttir blaðamaður og Kristinn Ingv- arsson ljósmyndari brugðu sér til Bremen á fóstudag og ræddu þar við aðaleiganda fé- lagsins fram til þessa, Eriku Bischoff og æðstu stjómendur fyrirtækisins. staddur ásamt syni hennar Nicolas. - Eins og mér hefur skilist það, þá era það einkum karlmenn sem halda um stjómartaumana í þýsku viðskiptalífi. Hvemig fórstu að þessu? hef ég samtalið við Eriku. „Það var heilmikill kostur fyrir mig, að það vora karlar sem réðu lögum og lofum í viðskiptum, ekki síst í rekstri skipafélaga," segir Erika og hlær við. „Karlmennimir meðhöndluðu mig einfaldlega af stakri kurteisi, þegar við hittumst, eða áttum fund, því það var ekki á hverjum degi sem þeir stóðu í samningaviðræðum við konu. Þetta háði mér í engu, síður en svo. Nú, ef ég hafði aðrar áherslur, Sími581-2275? 56&63751 Fax 5655275 v\ð kv^nuríl Kynningarverd Hjá okkur eru Visa- og Euroraðsamningar ávísun á staðgreiðslu Armúla 8 - 108 Reykjavik

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.