Morgunblaðið - 15.03.1998, Side 12

Morgunblaðið - 15.03.1998, Side 12
12 SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Á ATHAFNASVÆÐI Bischoff Gruppe í Bremerhaven á föstudag var m.a. unnið að því að ferma vörubíl sem var á leið til Hannover. Friedrich Liirssen eða aðrar skoðanir en þeir sem ég starfaði með, eða vildi semja við, þá var auðvitað sest að samninga- borðinu - þannig gengur lífið fyrir sig í viðskiptum.“ - Heldur þú að fyrirtækið Bischoff Gruppe muni breytast á margan hátt, við það að Samskip hafa keypt fyrirtækið? „Það finnst mér í hæsta máta líklegt. Nýtt fólk er nú að koma inn í fyrirtækið, nýjar hugmyndir og nýjar stefnur. Þessi atvinnurekst- ur, rekstur skipafélaga, hefur breyst mikið á undanfómum árum og það er að mínu viti eðlilegt.“ Ólafur sannfærði Bischoff um ágæti Samskipa - Er ekkert einkennilegt til þess að hugsa að þetta tæplega aldar gamla fjölskyldufyrirtæki hætti að vera fjölskyldufyrirtæki? „Nei, það held ég ekki - þetta verður öðruvísi, en þetta er eðlileg breyting. Ég tel að þetta sé þýð- ingarmikil breyting og gamla rekstrarformið, fjölskyldufyrir- tækið, verði nú að horfa til nýrra og breyttra tíma. Fyrir okkur eru þessi kaup Samskipa mjög góð nið- urstaða." - Þið voruð að tapa umtalsverð- um fjármunum í rekstri á Bisehoff Gruppe árið 1994, en ákváðuð samt sem áður á þeim tíma, að fjárfesta umtalsvert í Samskipum. Hver var ástæðan fyrir þeirri ákvörðun ykkar? „Við hittum Ólaf Ólafsson og hann sann- færði okkur um að fjár- festing í Samskipum væri góður kostur," segir Erika og skellihlær við tilhugsunina. Heldur svo áfram: „Og veistu hvað - þetta var rétt hjá Ólafi! En þetta er alveg rétt hjá þér, þegar við tókum þessa ákvörð- un 1994 vorum við talin hálfrugluð, ef ekki bara galin, því ráðgjafar okkar og lánadrottnar sögðu við okkur: Hvað eruð þið að hugsa? Samskip eru svo gott sem gjald- þrota. En Ólafur var með áætlanir sem hann kynnti okkur og sannfærði okkur um að reksturinn myndi ganga upp og í okkar huga er eng- in eftirsjá - ekki hin minnsta." - Hver var ástæðan fyrir því að þið buðuð Samskipum einu fyrir- tækja til samningaviðræðna um kaup á fyrirtækinu? „Við höfðum átt afar farsælt samstarf við Samskip. Við áttum hóp af sameiginlegum viðskiptavin- um, íyrirtækin tvö voru mjög svip- uð að stærð, við vorum í svipuðum rekstri, skiparekstri og flutning- um, þannig að það að velja Sam- skip var augljós kostur. Samruni fyrirtækja og samvinna verður æ algengari og þetta er einfaldlega nútíminn í þessum viðskiptum. Hinn kosturinn sem við stóðum frammi fyrir, var einfaldlega sá, að selja eignarhlut okkar í Samskip- um, til þess að bæta stöðuna hjá Bischoff. Niðurstaðan varð þessi. En þá kom Ólafur til sögunnar og sagði, ef Samskip kaupa á annað borð, þá kaupir fyrirtækið 65% til 75% og þar sem við áttum hlut í Samskipum, þá gátum við náð þessu samkomulagi." Styðja hvert annað Friedrich, bróðir Eriku, hefur lagt orð í belg, í þessum síðustu orðaskiptum og ég spyr hann því: Þú rekur þitt eigið skipa- og lysti- snekkjusmíðafyrirtæki, hvaða hlut- verki gegnir þú í fyrirtæki systur þinnar? Það verður örstutt, hálfvand- ræðaleg þögn en svo svai-ar Friedrich Lúrssen: „Ég er yngri bróður systur minnar," og hlær og aðrir fjölskyldumeðlimir gera slíkt hið sama. - Veit ég vel. En þú rekur þitt eigið blómlega fyrirtæki. Mér leik- ur forvitni á hvaða hlutverki þú gegnir hjá Bischoff Gruppe. Nú svarar Erika: „Hann var hluthafi. Hann hjálpaði mér og studdi mig.“ Friedrich heldur áfram og segir: „Við erum ein fjöl- skylda, við stöndum saman og við styðjum hvert annað. Það er þýð- ingarmikið fyrir okkur.“ - Ert þú mjög hörð af þér í við- skiptum? „Ekki svo mjög - held ég. Stund- um þarf ég að beita ákveðinni hörku, en ekki um of, vona ég. Ég er alltaf kona,“ segir Erika og brosir afar settlega! - Hvernig sérð þú fyrir þér nána framtíð fyrirtækisins, eftir að Bischoff Gruppe er orðið hlutaf Samskipum? „Ég tel fyrirtækið eiga fyrir sér bjarta framtíð. Þess bíða stór tækifæri til þess að vaxa í öflugt flutningafyrirtæki á alþjóð- legum markaði. Eg hef mikla trú á framtíð fyrirtækisins.“ Seta í stjórn Samskipa eðlileg - Nú þegar þú ert orðih svo stór hluthafi í Samskipum, er þá ekki eðlilegt að þú fáir stjómarsæti í Samskipum? „Jú, sennilega. En við skulum ekki fara fram úr okkur sjálfum. Þetta er hlutur sem við þurfum að ræða við Ólaf Ólafsson, næst þegar hann kemur hingað.“ Friedrich bætir hér við: „Þetta er auðvitað rétt hjá þér. Það er fullkomlega eðlilegt að jafnstór hluthafi og systir mín í Samskip- um, eigi sæti í stjórn fyrirtækisins. Slíkt væri tilfellið undir eðlilegum kringumstæðum." Val á Sam- skipum var augljós kostur s Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson FORSTJÓRARNIR tveir, Herbert Behrens og Róbert Wessmann, munu stýra Bischoff Gruppe í sameiningu. Eitt fynrtæki, tveir forstjórar EIR Herbert Behrens, sem um árabil hefur verið forstjóri Bischoff Gruppe og Róbert Wessmann taka á móti okkur Morgunblaðsfólki í fundaherbergi höfuðstöðva Bischoff Gruppe. Húsið er glæsilegt, um 2.600 femetrar og skemmtilega staðsett. Þeir sitja hlið við hlið og byrja á því að segja okkur að þeir hafi báðir sama starfstitil, forstjóri, eða eins þeir nefna það á þýsku, President. Herbert hefur starfað í áratugi hjá fyrirtækinu og síðustu árin sem forstjóri, við hlið Nicolas, sonar Eriku, sem hefur eftir kaup Sam- skipa verið lækkaður í tign og heitir nú rekstrarstjóri. Eftir því sem næst varð komist á þessum dagparti mun Nicolas bera ákveðna ábyrgð á því að illa gekk hjá Bischoff Gruppe á árunum 1993 til 1996 og félagið tapaði miklum fjármunum. En þennan dagpart í Bremen, var þó ekki hægt að henda með öllu reiður á því. Nicolas virðist í megindráttum vera sáttur við sitt nýja hlutskipti og sýndi það m.a. með því að aka með Morgunblaðs- fólk um gríðarmikið athafnasvæði Bischoff Gruppe og sýna það helsta. Yfirsýn yfir reksturinn eftir margra ára starf Herbert segir að þar sem hann hafi um svo langt árabil starfað hjá fyrirtækinu, hafi hann vissa yfirsýn yfir rekstur þess. í upphafi hafi fyr- irtækið aðeins verið umboðsfyrir- tæki. En Bruno Bischoff, tengda- sonur stofnandans, hafi um miðja öldina fært út kvíamar með mynd- arlegum hætti og sett á laggimar sérstakt skipafélag. Upp frá því hafi fraktskip hafið siglingar til Norður- landa, fyrrum Sovétríkjanna og Eystrasaltslandanna. Herbert er spurður hverjar hann telji hafi verið helstu ástæður þess að Bischoff hafi tapað umtalsverð- um fjármunum á árabilinu 1992 til 1996. „Við hófum Miðjarðarhafssigling- ar fyrir um tíu árum í samstarfi við sovéskt skipafélag. Þær siglingar gengu vel. Þegar samstarfsaðili okkar hætti rekstri vegna erfiðleika var um nokkurt tap að ræða hjá okkur. Erfiðasta árið var samt sem áður 1996 þegar markaður okkar í Austurlöndum fjær hrundi. Sam- keppni var mjög hörð og farmgjöld hrundu - þau féllu um 30% í verði á örskömmum tíma. Auk þess var gengisþróun okkur svo óhagstæð á þessum tíma, að fyrirtækið mátti þola mikið tap.“ Róbert, sem er að taka við for- stjórastöðu við hlið Herberts, er spurður hvemig hann sjái fyrir sér framtíðarrekstur fyrirtækisins eftir kaup Samskipa á Bischoff Gruppe. „Ég er sannfærður um að við er- um að koma upp mjög sterkri ein- ingu eftir þessi kaup og að Samskip munu styrkja stöðu sína til muna í framtíðinni og Bischoff Gruppe einnig. Við hjá Samskipum sjáum auðvitað margt innan Bischoff Gruppe, sem er fýsilegt í framtíðar- samstarfi. Reynsla Bischoff á fjöl- mörgum sviðum í flutningum, um- boðsstarfi, gámaþjónustu og flutn- ingum á leiðum til Evrópulanda, Rússlands, Eystrasaltsn'kjanna og Norðurlanda er dýrmæt viðbót við okkar starf, uppbyggingu og reynslu. Þegar við í sameiningu leggjum allt sem við kunnum og get- um af mörkum í sameig- inlegan sjóð, hlýtur fram- tíðin að geta verið björt.“ - Eins og þið sögðuð í upphafi - eitt fyrirtæki - tveir forstjórar. Nú segir Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, í samtali vð Morgunblað- ið, að ákveðna þætti þurfi að tak- marka eða skera niður í rekstrinum og auka við aðra. Hvað segið þið forstjórarnir? Verður um mjög breyttan rekstur að ræða og mun fyrirtækið stefna í allt aðra átt en hingað til? Róbert verður fyrstur til svara og segir: „Ákvarðanataka um stefnu og áherslur verður tekin af Samskipum, sem nú eiga ráðandi meirihluta í fyrirtækinu. Það á við um Bischoff Gruppe eins og önnur fyrirtæki þar sem Samskip eiga meirihluta." - En getur ekki verið að til átaka komi þegar Samskip fara að taka allar meiriháttar ákvarðanir sem hingað til hafa verið teknar í rót- grónu fjölskyldufyrirtæki? Aftur svarar Róbert og segir: „Það held ég ekki. Þessi tvö fyrir- tæki munu mynda sterka einingu saman og samsteypan mun auðvitað stefna í sömu átt, með sömu sam- starfsaðila, umboðsaðila og svo framvegis." Herbert er spurður hvort hann sé I sammála Róbert: „Sjáðu til - hags- munir nýrrar stjórnar verða að sjálfsögðu þeir sömu og hagsmunir framkvæmdastjóra og forstjóra fyr- irtækjanna - að afla tekna og auk- inna tekna. Ef við sjáum möguleika á að færa út kvíarnar - þá er líkleg- ast að við sem sjáum um daglegan rekstur komum auga á slíka mögu- leika og berum þá síðan undir stjórn, sem tekur svo endanlegar ákvarðanir. Ég hef ekki áhyggjur af I þessu.“ Ferli ákvarðana lengra, en hugsanlega betra - Mér finnst einhvern veginn að það geti verið eðlismunur á því, hvemig ákvarðanir eru teknar í lok- uðu fjölskyldufýrirtæki og fyrirtæki eins og Sam- skipum. Heldur þú að það geti ekki verið eitt- hvað til í því? „Þegar þú orðar það svo má kannski segja að á vissan hátt getir þú haft eitthvað til þíns máls, en þá á ég einkum við það að í fyrirtæki eins og Samskipum, gæti það tekið lengri tíma að taka ákvarðanr - kannski mörgum sinn- um lengri tíma í einhverjum tilvik- um. En á hinn bóginn geta ákvarð- anir einnig verið teknar á þann hátt sem er betri fýrir fyrirtækið, því þá má fullyrða að ákvörðun um breytta stefnu og áherslur er tekin af fleir- um og skoðuð frá fleiri hliðum og hugsanlega af meiri dýpt, en í fjöl- skyldufyrirtækjum." Herbert og Róbert segja þegar við kveðjum þá að við séum velkom- in aftur í heimsókn til Bischoff Gruppe að einhverjum tíma liðnum - til öflugra, kröftugra og sterkara fyrirtækis, sem þeir segja engan vafa leika á að spennandi verði að fylgjast með í framtíðinni. Samsteypan stefnir auðvit- að í sömu átt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.