Morgunblaðið - 15.03.1998, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Forsetakosningar á næsta leiti í Austurríki
Ung kona
gegn kerfínu
Framboð 39 ára gamallar konu, Gertraud
Knoll, hefur hleypt nýju lífí í stjórnmála-
umræðuna í Austurríki en þar fara fram
forsetakosningar í næsta mánuði. Ásgeir
Sverrisson segir frá Gertraud KjioII, sem
er prestur mótmælenda og veltir fyrir sér
möguleikum hennar í glímunni við Thomas
Klestil en hann sækist eftir endurkjöri.
Reuters
GERTRAUD Knoll skýrir blaðamönnum frá því að hún hafi ákveðið að gefa kost á sér
í forsetakosningunum í aprílmánuði.
AUSTURRÍSK stjórnmál
hafa löngum þótt heldur
óspennandi og niðurstöð-
ur kosninga jafnan þokka-
lega fyrirsjáanlegar. Þjóðin hefur
verið sögð fremur íhaldssöm og lítt
fyrir breytingar gefin þótt stað-
bundin „vandamál" einkum hvað
varðar innflytjendur hafi getið af
sér jaðarhópa, sem náð hafa um-
talsverðu fylgi. Almennt hafði verið
talið að hið sama myndi eiga við í
kosningunum, sem fram eiga fara
19. næsta mánaðar þegar Thomas
Klestil forseti sækist eftir endur-
kjöri. En nú er hlaupin snurða á
þráðinn. Forsetinn er nú vændur
um spillingu og óvæntur keppinaut-
ur er kominn fram á sjónarsviðið-
kona, sem er prestur og mótmæl-
endatrúar í þokkabót.
Þægilegt samkomulag um skipt-
ingu valdsins hefur löngum ríkt
með stærstu flokkum Austurríkis,
jafnaðarmönnum og íhaldsmönn-
um. Þannig ákvað Jafnaðarmanna-
flokkurinn að stilla ekki upp fram-
bjóðanda gegn Klestil forseta í
kosningunum í apríl til að styggja
ekki íhaldsmenn sem eru með þeim
í stjóm og hafa verið um langt ára-
bil. Margir flokksmenn voru ósáttir
við þessa ákvörðun og hafa ýmsir í
þeim röðum því fagnað framboði
Gertraud Knoll, sem er 39 ára,
þriggja bama móðir og prófastur í
Burgenland þar sem hún þjónustar
35.000 sálir.
Sjónvarpsvæn baráttukona
Knoll hefur fram til þessa eink-
um verið þekkt fyrir baráttu sína
fyrir réttindum innflytjenda í Aust-
urríki og hefur oftlega mótmælt
kröftuglega lagasetningum á síð-
ustu ámm, sem miðað hafa að því
að þrengja rétt útlendinga til að
sækja um pólitískt hæli í landinu.
Nú hefur hún hafið kosningabar-
áttu sína og þegar vakið mikla at-
hygli í fjölmiðlum í Austurríki enda
þykir hún prýðilega sjónvarpsvæn
og hafa til að bera sterkan persónu-
leika.
ónabandsraunir
Forsetinn hefur nú um nokkurt
skeið verið í vamarstöðu, sem
raunar er hlutskipti sem
honum er ekki með öllu
ókunnugt. Klestil var
kjörinn forseti til sex
ára árið 1992 en hann
naut stuðnings Þjóðar-
flokksins, sem er hóf-
samur hægri flokkur í austurrísk-
um stjórnmálum. Klestil varð fyrir
þungu höggi árið 1994 þegar dag-
blöð upplýstu að hann hefði um
nokkurt skeið haldið hjákonu, Mar-
got nokkra Löffler, sem verið hafði
nánasti undirsáti forsetans.
Hneykslinu lauk með því að aðstoð-
arkonan, sem er rúmum 20 árum
yngri en forsetinn, óskaði eftir
starfi í utanríkisþjónustunni á er-
lendri grundu. Sambúð forsetans
og eiginkonunnar lauk en hún hefur
neitað honum um skilnað og haldið
áfram að sinna opinberum skyldum
sem því starfi fylgja.
Tilraunir Klestils og félaga hans í
Þjóðarflokknum til að leiða málið
hjá sér þóttu með afbrigðum mis-
heppnaðar og austurrískir fjölmiðl-
ar saumuðu mjög að forsetanum.
Svo fór að lokum að hann játaði
mistök sín, viðurkenndi vandann í
hjónabandinu en þvertók fyrir að
segja af sér. Þrátt fyrir umtalsverð-
an þrýsting og ásakanir um dóm-
greindarleysi tókst honum að halda
embættinu. Þessi ágætlega kat-
ólska þjóð, sem talin hefur verið
með þeim íhaldssamari í Evrópu,
reyndist tilbúin til að standa með
forsetanum í þessum raunum hans.
Siðlausar eftirlaunagreiðslur?
Upp á síðkastið hefur forsetinn,
sem er 65 ára, enn á ný neyðst til
að leggjast í vöm og aftur hafa
komið fram ásakanir um að hann
geti ekki talist sérlega sterkur á
siðferðissviðinu. í þetta skiptið
snýst málið um eftirlaun, sem hann
hefur þegið vegna fyrri starfa sinna
í utanríkisþjónustunni á sama tíma
og hann hefur gegnt embætti for-
seta.
Forsetinn hefur sagt að honum
hafi verið öldungis ókunnugt um
launagreiðslur þessar.
Ekki batnaði staðan þeg-
ar skýrt var frá því að
kosningastjóri forsetans,
Wolfgang Waldner, væri
í svipaðri aðstöðu en
hann hafði áður gegnt
starfi forstöðumanns Austurrísku
menningarstofnunarinnar í New
York.
Mál þetta átti eftir að verða for-
setanum enn erfiðara því nú kom
eiginkonan fram á sjónarsviðið og
kvaðst ekki hafna þeim hluta sem
henni bæri af eftirlaunum forsetans
en hann hafði þá lýst yfir því að
hann hygðist ekki þiggja frekari
greiðslur. Þarf forsetinn því nú að
greiða komu sinni hluta af eigin
launum, sem að sögn austurríska
dagblaðsins Der Standard eru um
620.000 krónur á mánuði. Mun for-
setinn nú aðeins hafa um helming
launa sinna til ráðstöfunar.
Skýringar Klestils á launa-
greiðslunum þóttu sýnilega ekki
nægilega sannfærandi. Vinsældir
hans féllu um 12 prósentustig í
einni könnun, úr 66% í 54% og í
annarri kváðust 38% aðspurðra
vera þeirrar hyggju að forsetinn
væri ekki „trúverðugur."
Óheppileg ummæli um Haider
En raunir forsetans reyndust
enn ekki upp taldar. Fjölmiðlar og
þó einkum æsifréttablöð í Austur-
ríki gerðu sér drjúgan mat úr yfir-
lýsingu sem hann hafði látið falla
þess efnis að hann teldi Jörg
Haider, formann Frelsisflokksins,
sem er lengst til hægri í austurrísk-
um stjórnmálum, hæfan til að leiða
ríkisstjórn landsins. Olli þetta
nokkru írafári því Haider er annál-
aður fyrir afdráttarlausar skoðanir
sínar og baráttu gegn innflytjend-
um í Austurríki. Hefur hann hlotið
umtalsvert fylgi í síðustu kosning-
um og hafa þeir sigrar hans vakið
verulega athygli erlendis. Þykir
mörgum Austurríkismönnum að
slíkt geti á engan hátt talist ,já-
kvæð landkynning" svo gripið sé til
hugtaks úr samtímaumræðunni á
íslandi. „Fullkomið par“ sagði und-
ir mynd af þeim Haider og Klestil á
forsíðu æsifréttablaðsins News á
dögunum.
Hneykslið vegna eftirlaunanna
og þó trúlega einkum ummælin um
Haider hafa komið sér illa fyrir for-
setann sem talinn var eiga sigurinn
vísan í kosningunum í aprílmánuði.
Og nú er kominn fram nýr fram-
bjóðandi sem ekki er talið óhugs-
andi að náð geti að leggja forsetann
að velli. Yrði það talið til mikilla tíð-
inda í austurrískum stjómmálum.
Prófastur, fyrst kvenna
Gertraud Knoll tilkynnti i lok
febrúar að hún hefði ákveðið að
bjóða sig fram og hefur framboð
hennar hlotið góðar undfrtektir.
Hún er einkum talin höfða til hópa
á vinstri vængnum, græningja og
frjálslyndra auk þess sem líklegt
þykir að fjölmargir fylgismenn
Jafnaðarmannaflokksins geti hugs-
að sér að styðja hana. Heide
Schmidt, sem er frambjóðandi
frjálslyndra og á enga möguleika á
sigri, hefur þegar lýst yfir stuðn-
ingi við Knoll nái hún í síðari um-
ferð kosninganna. Yfirlýst andstaða
hennar við stefnu Jörgs Haiders
kann þó að reynast þyngst á met-
unum.
Knoll varð fyrst kvenna prófast-
ur i Austurríki og var kornung þeg-
ar hún hlaut þá upphafningu, að-
eins 26 ára gömul. Hún sinnir því
starfi í Burgenland nærri ung-
versku landamærunum þar sem
búa um 35.000 mótmælendur. Eig-
inmaður hennar, sem kosið hefur
að halda sig til hlés, er einnig prest-
ur. Um átta milljónir manna búa í
Austurríki en einungis um fimm
prósent þjóðarinnar eru mótmæl-
endatrúar.
„Kristin manneskja og kona“
Knoll, sem er þriggja barna móð-
ir- yngsta barn hennar er einungis
fimm mánaða- hefur lýst yfir því að
hún muni leggja öll störf í þágu
kirkjunnar til hliðar verði hún kjör-
in forseti. „Nái ég kjöri mun ég á
hinn bóginn halda áfram að vera
það sem ég er: kristin manneskja
og kona,“ sagði hún á fundi með
blaðamönnum er hún gerði fram-
boð sitt heyrinkunnugt. „Ég er til-
búinn til að steypa mér á kaf út í
hin köldu vötn stjómmálanna sem
veitir ekkert af örlitlu af mannlegri
hlýju,“ bætti hún við. Framboð
hennar þykir hafa hleypt nýju lífi í
kosningabaráttuna og ýmsir fara
ekki dult með að þeim finnst spenn-
andi tilhugsun að kona gegni þessu
háa embætti. Hefur hún verið borin
saman við keisaraynjuna Maríu
Teresu er ríkti á 18. öld „sem eign-
aðist 16 börn og kunni að stjórna
keisaradæminu", eins og Knoll lýsti
henni sjálf.
Athygli hefur verið vakin á að sú
staðreynd að Knoll er
mótmælendatrúar muni
ef til vill ekki vinna gegn
henni eins og freistandi
hefði verið að telja. Kat-
ólska kirkjan í Austur-
ríki hefur átt undir högg
að sækja á síðustu misserum vegna
hneykslismála og innibyrðis deilna
íhaldsmanna og frjálslyndra.
Óskrifað blað
Knoll viðurkennir að hún búi yfir
mjög takmarkaðri pólitískri
reynslu. Að frátöldum þeim málum
sem hún hefur gert að baráttumál-
um sínum og lúta einkum að mál-
efnum innflytjenda er hún óskrifað
blað í pólitísku tilliti. Nokkuð hefur
borið á því viðhorfi meðal stjórn-
málaskýrenda í Austurríki að þetta
sé vafalaust vænsta kona en spyrja
beri einnig hvort hún sé hæfur
stjórnmálamaður. Sjálf hefur
Gertraud Knoll sagt að hún myndi
leita ráðgjafar hjá góðum mönnum
yrði hún íyrir valinu.
Umræður um framtíðarskipan
öryggismála hafa farið hátt í Aust-
urríki að undanförnu en landið
hefur fylgt hlutleysisstefnu. Nú
hefur það fengið aðild að Evrópu-
sambandinu (ESB) og magnast
hafa umræður um hvort leita beri
einnig aðildar að Atlantshafs-
bandalaginu (NATO). Knoll hefur
sagt að hún geri sér ljóst að hér sé
á ferðinni raunverulegt stórmál en
ekki látið uppi með afdráttarlaus-
um hætti hvar hún stendur. Hún
hefur þó sagt að sem kristin mann-
vera trúi hún ekki á lausnir sem
þvingaðar séu fram í krafti vopna-
valds.
Forseti Austurríkis er kjörinn
beinni kosningu en embættið er
fyrst og fremst tignarstaða og hef-
ur forsetinn takmörkuð formleg
völd. Knoll hefur einkum lagt
áherslu á þessa hlið embættisins og
gert að umtalsefni það ginn-
ungagap sem einkenni lífskjör
hinna fátæku og þeirra ríku. Þetta
telur hún stuðla að óstöðugleika í
samfélaginu.
Framboð „gegn kerfinu"
Gertraud Knoll virðist hafa tek-
ist að marka sér nokkra sérstöðu,
sem er mikilvægt fyrir hana ætli
hún sér að ná í seinni umferð kosn-
inganna þar sem hún mun þá vafa-
laust mæta Klestil. Auk hennar eru
í framboði þau Heide Schmidt, sem
fyrr var getið og er einn þekktasti
andstæðingur Jörgs Haiders, Ric-
hard nokkur Lugner, sem einkum
nýtur stuðnings áhrifamanna í við-
skiptalífinu og Martin Wabl, sem er
frambjóðandi græningja.
Ekki fer á milli mála að framboð
Gertraud Knoll er framboð „gegn
kerfinu" í Austurríki og ljóst er að
hún mun einkum höfða til vinstri-
manna og óánægðra kjósenda. Von
hennar felst einkum í því að henni
takist að vinna fylgi í
röðum jafnaðarmanna
en konur innan þeirrar
hreyfingar hafa tekið
framboði hennar fagn-
andi enda löngum kvart-
að undan karlaveldinu
sem flokknum ráði. Sjálf segist
Knoll sannfærð um að hún geti
sigrað í þessum kosningum: „Ann-
ars hefði ég aldrei boðið mig fram.“
Gertraud Knoll á ef til vill eftir
að misstíga sig á hinum erfiða
þúfnagangi stjórnmálanna en fram-
boð hennar hefur hleypt nýju lífi í
stjórnmálaumræðuna í Austurríki
og rofið þá kyrrstöðu sem þar hefur
löngum þótt ríkja.
Varð prófastur
aðeins 26 ára
gömul
Er óskrifað
blað I póli-
tísku tilliti