Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Hún er þjóðareign.
Aðeins tvítug, bros-
ir fallega og er
raunar eins og hver
önnur stúlka að sjá
en hefur það fram
yfir flestar aðrar í heimi hér að
stökkva hærra á stöng. Eitt helsta
stolt íslands um þessar mundir.
Tákn þess heilbrigða.fagra og sak-
lausa. Mikilvæg íyrirmynd unga
fólksins, sérstaklega stúlkna; glöggt
vitni þess að draumar geta ræst.
Hlustar mikið á tónlist, allt nema
þungarokk og fínnst Bubbi bestur.
Segist lestrarhestur og les jöfnun
höndum á sænsku, ensku og ís-
lensku. Lauk nýlega við Stríð og
frið Dostojevskis. Á sænsku. Vill
ekki gera upp á milli íslenskra rit-
höfunda en segir með ólíkindum hve
margir þeirra séu frábærir. Fékk
nokkrar íslenskar bækur í jólagjöf
og segist alltaf hafa góða bók með
sér á keppnisferðalögum. Gott sé að
drepa tímann við lestur.
„Hún er hávaxin, fljót, íþrótta-
mannslega byggð og í henni býr hinn
íslenski kraftur." Þannig komst
blaðamaður Aftonbladet í Svíþjóð að
orði um Völu Flosadóttur á dögun-
um, þegar hann greindi frá heims-
meti hennar í stangarstökki innan-
húss í Bielefeld í Þýskalandi. Hún er
íslensk já, og segist verða það áfram.
Þó svo að yfirvöld frjálsíþrótta í Sví-
þjóð hafi falast eftir henni. „Ég fékk
hringingu frá sænska frjálsíþrótta-
sambandinu, íyrir Evrópumeistara-
mótið [í Stokkhólmi 1996, þar sem
hún varð Evrópumeistari] þar sem
það var rætt í fullri alvöru að ég
gerðist sænskur ríldsborgari, en ég
vil reyndar ekki fara nánar út í það
samtal. Sænska félagið mitt vildi
þetta líka en ég hef rætt málið mikið
víð forráðamenn þess og þeir reyna
að skilja afstöðu mína. Ég held
reyndar að þeir skilji ekki hve þjóð-
arstolt okkar íslendinga er mikið.
Þeir skilja ekki þá miklu tilfinningu
sem við höfum til landsins,“ sagði
Vala þegar hún settist niður með
blaðamanni á dögunum. „Liklega er
þetta til komið vegna þess hve ein-
angruð við erum langt úti í hafi, en
hvað sem því líður get ég ekki hugs-
að mér að skipta um ríkisborgara-
rétt. Aldrei. Það vita Svíamir núna,
þótt þeir skilji afstöðu mina líklega
ekki fullkomlega."
Freisi - öryggi
Vala fæddist í Reykjavík 17. febr-
úar 1978 og er því nýorðin tvítug.
Hún bjó fyrstu árin í höfuðborginni,
ásamt foreldrum sínum, séra Flosa
Magnússyni og Ragnhildi Jónsdótt-
ur, en fluttist vestur á Bfldudal átta
ára þegar faðir hennar varð sóknar-
prestur á staðnum. Móðir Völu er
frá Egilsstöðum á Héraði, þar sem
móðurforeldrar Völu búa, þau Mar-
grét Pétursdóttir og Jónas Gunn-
laugsson. Föðurættin er hins vegar
að vestan, en föðurforeldrar henn-
ar, Valgerður Steinsdóttir og Magn-
ús Tryggvason, bjuggu reyndar
lengst af í Kópavogi en eru nú bú-
sett í Svíþjóð.
Vala talar hlýlega um Bfldudal.
„Ég var mjög lítið í íþróttum í
Reykjavík, en það breyttist strax
eftir að ég kom vestur. Samfélagið
þar er öðruvísi og hlutimir gengu
bara svona fyrir sig; ég fór út í fót-
bolta með strákunum, á sumrin æfði
ég bæða frjálsíþróttir og fótbolta en
minna var æft á vetuma; félags-
heimilið var pínulítið en við reynd-
um að vísu að vera þar í körfubolta
og blaki.“ Vala telur lítið samfélag,
eins og Bfldudal, afar vinsamlegt
ungu kynslóðinni. „Ég hugsa að þar
skapist svolítið öðruvísi andi en til
dæmis í Reykjavík. Ég held ég hafi
verið á mjög góðum aldri þegar ég
var fyrir vestan; ólst upp við ákveð-
ið öryggi og allt annað og miklu
meira frelsi en krakkar hafa í borg-
inni. Það er yndislegt að hafa upplif-
að möguleikana sem gefast á stað
eins og Bfldudal; að geta tekið tjald-
ið sitt og farið í útilegu með krökk-
unum þegar manni dettur í hug, að
fara upp í fjöll á skíði og á skauta í
æðarvarpinu fyrir neðan húsið.
Þegar ég hugsa til baka finn ég
hvað þetta var gott. Minningamar
eru góðar.“
Eins og sjá má leið Völu vel í fá-
menninu. ,Aður en ég fluttist vest-
ur fómm við frænkurnar, ég og
Margrét Norðdahl, á hverju sumri
austur til Egilsstaða, til ömmu og
afa. Það var yndislegt að fara í
sveitina og geta í raun gert það sem
maður vildi. Prakkarast svolítið.
Mér leið rosalega vel þar.“
Þegar Vala var 14 ára flutti fjöl-
skyldan út; foreldramir hófu báðir
nám í Lundi í Svíþjóð. „Ég var ekk-
ert í íþróttum íyrsta árið úti. Var þá í
10. bekk í gmnnskóla og var bara í
námi á fullu og að læra tungumálið.
Það var ekki fyrr en ég byrjaði í
menntaskóla sem ég fór að æfa og þá
strax hjá Stanley,“ eins og hún kall-
ar Pólverjann Stanislaw Szc^yrba,
sem þjálfar Völu enn í dag. „Fyrsta
árið var ég aðallega í hástökki en svo
fannst honum það góð hugmynd að
láta mig prófa stöngina; ég verð að
segja að það var ansi góð hugmynd!"
Vala segist mjög heppin að hafa hitt
Pólverjann og hann hafi reynst sér
afar vel. „Ég hefði öragglega ekki
byrjað í stangarstökkinu hefði ég
ekki hitt hann.“
Fyrst í stað fannst henni þjálfar-
inn strangur: „Hann skammaði mig
alltaf svolítið þegar ég gerði hlutina
ekki rétt en ég fékk líka hrós þegar
ég gerði vel. Og hann hefur kennt
mér mikið; ekki bara um stangar-
stökk, heldur líka ýmislegt um lífið
sjálft og tilverana. Meðal annars að
taka ábyrgð," segir Vala og bætir
við að hann hafi markvisst búið
hana undir að verða sjálfstæðari,
bæði í íþróttinni og lífinu. Það sjái
hún nú þegar hún líti til baka.
Fyndið að sjá fyrstu
stökkin
Áhorfendur í Laugardalshöll hafa
eflaust tekið eftir því að áðumefnd-
ur Szczyrba er jafnan með mynd-
bandsupptökuvél á lofti þegar Vala
stekkur, og svo hefur reyndar verið
allar götur síðan hann rétti henni
stöngina í fyrsta skipti snemma árs
1994; hann á öll stökk hennar í
keppni á myndbandi, svo og mörg á
æfingum. Vala glottir þegar minnst
er á þessar upptökur og viðurkennir
að stökkin hennar hafi heilmikið
breyst frá því fyrst. „Ég á einmitt
upptöku írá fyrsta kvöldinu sem ég
stökk og það er voðalega íyndið að
sjá hvemig ég hangi í stönginni og
reyni að komast upp á dýnuna, yfir
teygju sem hafði verið strengd
framan við hana. Ég flæktist hálf-
partinn í teygjunni, þótt hæðin væri
ekki nema tveir og fimmtíu. Það er
rosalega fyndið að horfa á þetta. Ég
á einmitt spólu sem sonur Stanleys
útbjó íyrir mig, þar sem öll stökkin
mín eru og það er gaman að sjá hve
mikið hlutimir hafa þróast."
Vala segir það hafa verið nokkuð
erfitt að byrja í stangarstökkinu á
sínum tíma, af ýmsum ástæðum.
„Ég var orðin svolítið góð í há-
stökki, vön að kunna það sem ég
var að gera og því var erfitt að
byrja allt í einu í grein sem ég gat
ekki neitt í. Að auki ímyndaði ég
mér ég væri hálfasnaleg, hlaupandi
með stöngina. Ég óx mjög hratt
þegar ég var yngri, var strax há-
vaxin og hef alltaf verið klunnaleg.
Ég byrjaði 15 ára í stangarstökk-
inu, sem er svolítið viðkvæmur ald-
ur; hugsaði mikið um hvað aðrir
héldu um mig, hvað fólk segði. Ég
ímyndaði mér alltaf að allir fylgdust
sérstaklega með mér þegar ég
kæmi hlaupandi með stöngina. En
þetta var bara fyrstu dagana; mér
fannst svo gaman að ég hætti alveg
að hugsa svona. Það vakti líka strax
mikla athygli að stelpa væri farin
að stökkva á stöng, svo og sú stað-
reynd að ég var yfirleitt sú eina
sem var að keppa og það var mjög
gaman af vekja athygli á svona já-
kvæðan hátt.“
Svo virðist sem Vala sé orðin ein-
hvers konar tákn hér á landi; kven-
hetja, holdgervingur þess fallega,
saklausa og góða. Verður hún vör
við þetta?
„Eg hef ekki litið á mig sem slíka,
Yndislegt að hafa
upplifað möguleik-
ana sem gefast
á stað eins og
Bíldudal
og geri aldrei. Ég er bara ég og
breytist vonandi ekki. Mér finnst þó
jákvætt ef athyglin nýtist til góðs, til
dæmis í baráttu gegn fíkniefnum,
eins og ÍSÍ er að gera. Ekki veitir af.
En það er algjör óþarfi að setja mig
á einhvem háan stall. Öll athyglin
hefur í sjálfu sér verið jákvæð en
samt held ég að ég sé svolítið fegin
að búa ekki á íslandi núna; það verð-
ur gott að fara heim í rólegheitin. Þá
fell ég betur inn í umhverfið." Þrátt
fyrir að segja þetta bendir Vala á að
hún hafi aldrei lent í vandamálum á
íslandi, þótt hún sé orðin „fræg“
hérlendis. „Fólk þekkir mig úti á
götu, hefur óskað mér til hamingju
en núna hef ég reyndar í fyrsta
sldpti fundið fyrir því að mörg augu
stara á mig. Ég fór einmitt út í
göngutúr daginn sem ÍR-mótið var
[fyrir rúmri viku] og fannst annar
hver bfll snarbremsa og fólk snúa
sér mikið við til að stara á mig.
Göngutúrinn varð því ekki langur -
ég flýtti mér aftur inn.“
Þrátt fyrir þetta þykir Völu afar
vænt um það hve fólk tekur henni
vel. „Þetta getur stundum verið
svolítið óþægilegt, en ég geri mér
grein fyrir því að þetta fylgir því að
vera þekktur. Ég hef hugsað svolít-
ið um það síðustu daga hvernig sé
að vera frægur á íslandi. Ég man
eftir því sjálf þegar ég var yngri að
það var ekki svo lítið mál að sjá
menn eins og Ladda niðri í bæ. „Vá,
þama er Laddi," sögðu krakkamir.
Sigga Beinteins sagði einhvem
tíma í þætti hjá Hemma Gunn, að
fólk kíkti stundum ofan í innkaupa-
körfuna hjá henni þegar hún var að
versla! Nú skynja ég svolítið þetta
sama; ég fór út í búð um daginn og
keypti Opal og afgreiðsludaman
horfði á mig eins og hún væri að
hugsa: má hún kaupa svona? Ég fæ
stundum á tilfinninguna að fólk L
fylgist of mikið með mér. En þetta I
fylgir, eins og ég segi, og hef bara
gaman af þessu.“
Vala segist ekld þekkt í Lundi eins
og á íslandi. „Éólk þekldr mig
reyndar, kannast við nafnið þegar ég
skrifa það á kortanótur, en andlitið
er ekki þekkt. Mér finnst það þægi-
legt - ég get farið út í búð á sunnu-
dagsmorgnum með óhreint hárið.
Það er ákveðið frelsi." Hér heima
era ungar stúlkur famar að biðja um g
Völu Flosa klippingu. „Ég þarf l£k-
lega að greiða mér vel þegar ég verð
næst á Islandi," segir Vala og hlær
þegar þetta ber á góma. „Annars tek
ég þessu létt. Ætli sé ekki að verið
gera margar hænur úr einni fjöður.“
Fólk fylgist mikið méð Völu
stangarstökkvara, en hvemig
manneskja er Vala Flosadóttir - án
stangarinnar? Flosi faðir hennar
orðaði það svo í Morgunblaðinu á
dögunum að hún væri metnaðar- i
gjöm, öguð og viljasterk. Finnst •
Völu faðir hennar hafa valið réttu
orðin til að lýsa dóttur sinni?
„Já, ég held að hann hafi lýst mér
vel með þessum orðum. Ég hef
alltaf verið svona; gerði miklar kröf-
ur til sjálfrar mín þegar ég var lítil.
Reyndi alltaf að standa mig vel. Ég
er frekar róleg en vissi alltaf hvað .
ég vildi og fór mjög gjaman í fýlu
þegar ég fékk ekki mínu framgengt.
Fór þá inn í herbergið mitt, lokaði |
að mér og var þar jafnvel í nokkra *
klukkutíma. Var sem sagt í FÝLU,
með stóram stöfum. Þá hugsaði ég
minn gang, sem er ágætt, og öðlað-
ist þannig sjálfsskilning. Ég hef
aldrei staðið og öskrað - orðið brjál-
uð - þótt ég hafi reiðst. Ég leysi
stundum málin þannig sjálf með því
að vera ein en auðvitað er líka gott >
að geta talað um hlutina og það geri
ég stundum. Ég á þó tdl að loka hluti
inni í mér í stað þess að tala um þá.“
Alltaf verið stór
Vala er nokkuð hávaxin, um 1,80
m, og var alltaf stór. „Það var við-
kvæmt á vissum aldri. Ég var alltaf
stærst í bekknum, óx hratt þegar ég
var yngri og var svolítið klunnaleg
því vöðvamir fylgdu ekki alveg með.
Ég stóð upp úr öllum hópum, en sem ►
bam vill maður helst vera alveg eins
og allii' hinir en nú er ég mjög þakk-
lát fyrir að vera svona stór.“
Þegar Vala var tíu eða ellefu ára
hugleiddu foreldrar hennar hvort
jaínvel kæmi til greina að grípa í
taumana, svo hún yrði ekki mjög
stór. Hæðarspá sýndi að fullvaxin
yrði hún 1,80 til 1,82 metrar, og „ég
ákvað það sjálf að fara ekki í neina
meðferð heldur láta náttúrana hafa
sinn gang,“ sagði Vala þegar hún t
rifjaði þetta upp. „Ég var ekki í
vandræðum með að ákveða þetta;
það fer auðvitað eftir því hvers kon-
ar ákvarðanir um er að ræða hvort
erfitt er að taka þær, en það verður
að gerast. Maður verður að taka
ákvarðanir sjálfur. Það gerir enginn
fyrir mann.“
Hún segir einmitt gott að vera
stór í stangarstökki. „Sumar stelp-
umar koma úr fimleikum, era þar
af leiðandi minni og kraftalegri en ;
mun fimari. Það er auðveldara fyrir
þær að ná tökum á íþróttinni en ég
held aftur á móti að þegar við, sem
erum hávaxnari, höfum náð tökum á
tækninni, náð nægilegum styrkleika
og hraða, getum við orðið betri en
þær - það tekur bara lengri tíma.
Það er einmitt liðleiki og fimi sem
mig skortir helst. Við höfum ekki
aðstöðu til fimleikaæfinga í Svíþjóð
en notum alltaf tækifærið til að æfa
það atriði þegar við föram í æfinga- |
búðir til Póllands. Og ég er oi'ðin
miklu fimari en ég var í fyrstu, þótt
enn sé langt í land.“
Vala lauk menntaskólanámi vorið
1996. Síðan hefur hún verið í fríi frá
námi, sem verður líklega lengra en
hún ætlaði upphaflega vegna góðs
gengis á íþróttasviðinu. Eða hvað?
„Jú, líklega, en ég ætla engu að
síður að reyna að taka einhvem kúrs
í háskólanum í haust. Það er svolítið
auðveldara á haustin því þá er ekki
eins mildð um ferðalög og aðra hluta