Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUIWUDAGUR 15. MARZ 1998 21 Loksins ný landsýn BÆKUR Lj óMiiyndi r HEIMAHAGAR - HOMEPLACES eftir Guðmund Ingólfsson og Wayne Gudmundson. Inngangur: Ólafur Ragnar Grímsson. Formáli: David Arnason. Prentað í Odda. Útgáfa höfunda, 1997. 64 bis. í ÞESSARI látlausu en sérstöku sýningarskrá gefst loksins kostur á að sjá íslenskan ljósmyndara túlka hversdagsheiminn án nokkurra und- anbragða, á formrænan og persónu- legan hátt. Nokkuð sem undirritaður hefur beðið eftir að sjá á prenti. Ljósmyndararnir eru reyndar tveir og strangt tii tekið er aðeins annar þeirra Islendingur. En verk- efnið sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur hefur þó rammíslenskar ræt- ur. Guðmundur Ingólfsson fór tii Bandaríkjanna og Kanada árið 1994 og myndaði á slóðum Vestur-íslend- inga, á meðan Wayne Gudmundson, Bandaríkjamaður af vestur-íslensk- um ættum, kom til Islands 1993 og 1995 og ljósmyndaði land forfeðr- anna. Þeir Ijósmynduðu þannig heimahaga hvors annars og einsettu sér að mynda á persónulegan hátt umhverfið eins og heimamenn sjá það; hið venjulega í umhverflnu. Hér er engin upphafning villtrar náttúru, heldur birtast í myndunum lönd sem mennimir hafa markað. Og það er vinalegur heimur. Ljósmyndararnir halda vissri fjarlægð frá fyrirmynd- unum, eru að sýna staðina; ekki er laust við íróníska hlýju á stundum. Guðmundur er einn af fremstu ljósmyndurum okkar. Mikilvirkur í iðnaðarljósmyndun en hefur jafn- framt verið að vinna að persónuleg- um verkefnum og hefur haldið nokkrar sýningar, bæði hér heima og í virtum sýningarsölum erlendis. Wayne fæddist í Fargo í Norður- Dakóta. Ljósmyndir hans hafa birst í fímm bókum, hann á myndir í merk- um söfnum vestanhafs og kennir ljós- myndun við háskóla í Minnesota. í bókinni Heimahögum eru fimm- tíu Ijósmyndir. Höfundarnir mynda af agaðri formfestu í svarthvítu, báð- ir nota stórformatsvélar, 4X5 tommu filmur, og Guðmundur notast einnig við panórama myndavél. Prentunin, þótt vel sé af hendi leyst, nær ekki fyllilega að skila hinni miklu skerpu og grátónaskala fyrirmyndanna, en bókin er samt sem áður mjög góð heimild um þetta merkilega verkefni sem Ijósmyndararnir tókust á við. Vestur-íslenski rithöfundurinn David Arnason ritar formála þar sem hann fjallar um tengsl íslensku land- nemanna í Norður-Ameríku við ætt- mennin sem eftir sátu á Islandi, en með tímanum rofnaði sambandið. Amma Davids safnaði myndabókum frá íslandi og i þeim sá hann fyrst land forfeðranna: ,... ég kynntist landslagi, sem mér var ókunnugra en landslagið á Mars. Ég sá myndir af Mývatni í þoku, draugalegar berg- myndanir ... ægifagran regbogann yfir Gullfossi, Geysi, sem gaus upp í himininn, stórbrotna jökla og æðandi ár, kletta, sem varla sást í fyrir fugli, hvali, sem veltu sér í sjónum, og eld- fjöll, sem spúðu eldi á haf út. Allt er þetta satt og þegar ég fór til Islands sá ég mörg af þessum fyrir- bærum. En ég sá þau í samhengi við venjulegan og aðgengilegan heim. Ég hafði haldið, að ísland væri lita- sprengja og ég var ekki viðbúinn hinni sterku fegurð svartra og grárra lita, sem ríktu alls staðar. „Og hann bætir við; „Á sama hátt voru Islend- ingarnir sem komu til Ameríku ... óviðbúnir víðáttum okkar ... Þeir stóðu bókstaflega á öndinni frammi fyrir ómælisvíðáttu gresjanna og heljarstærð himnanna." Það er einmitt þessi veruleiki sem Guð- mundur og Wayne sýna okkur; hin sterka fegurð svartra og grárra lita á íslandi og ómælisvíðátta gresjanna og heljarstærð himnanna á sléttum Norður-Ameríku. Ljósmyndaramir vinna innan ákveðinnar hefðar í landslagsljós- myndun, þar sem umhverfinu er lýst á hlutlægan hátt, ekki reynt að fela hið manngerða. Myndir Walker Evans koma upp í hugann sem og Roberts Adams, en sá síðarnefndi hefur myndað „Vestrið“ á svipaðan hátt, sambýli manns og náttúru. Myndir Wayne Gudmundson eru gjarnan miðlægar og hann setur í öndvegi kunnuglega hluti sem vega á móti krafti náttúrunnar, sem ljós- myndurum er annars svo gjamt að upphefja. I mynd frá Grímsey ber stakan ljósastaur við svævi typpt fjöll Norðurlands; á Hólssandi er varúð- arskilti við veginn í hrjóstugri auðn- inni; á tjaldstæðinu við Öskju standa fánastöng og borð á milli grjóthnull- unga og snjóföl á svörtum sandinum. I Herðubreiðarlindum er skálinn myndaður, reyrður niður með stög- um og tveir menn bak við glugga. Þá er þarna mynd af tívolíi í Reykjavík, þar er ekkert uppistand, fámennt og kaldranalegt - raunsönn mynd af Reykjavíkurlífinu rétt eins og önnur mynd, þar sem horft er yfir Lækjar- torg og er svo ofur hversdagsleg að hún nær að koma á óvart. Ljósmyndaramir eiga ýmislegt sameiginlegt en í heildina eru myndir Guðmundar þó fjölbreytilegri og formskyn hans tærara í þessari ög- uðu sýn á hversdagsleikann. Hluta myndanna tekur hann á aflangt pan- órama format sem hæfir landslagi sléttunnar vel. í formfagurri mynd sem tekin er á þokugráum degi í Minnesota rís býli innrammað af stómm trjám uppúr akrinum. Icelandic State Park í Norður-Dakóta er snyrtilegur garð- ur í sólskini, nokkur hjólhýsi falin bakvið hálfvaxin fumtré sem standa á stangli; í sömu opnu er Icelandic Putt Club, bjartur en mannlaus stað- ur, undarlegur og allt að því óhugn- anlegur. Önnur mynd er af stað sem kemur mikið við sögu Nýja Islands; Sandy Bar. Þar átti að rísa höfuð- borg íslensku nýlendunnar við Winnipegvatn en ekkert varð úr því. Myndin hefur vegbút í forgrunni, þá mnnagróður og það sér út á vatnið: fyrir miðju er skilti sem á stendur Sandy Bar Beach. Hlutlæg og einfóld lýsing sem vekur hugrenningatengsl þeirra sem þekkja rómað kvæði Gutt- orms Guttormssonar um staðinn. Besta mynd bókarinnar er tekin í Riverton, Nýja Islandi. Horft er eftir eyðilegri götu og til beggja handa gamlar síma- eða rafmagnslínur. Á götunni stendur hvítur bíll, bfistjóra- hurðin opin en enginn sjáanlegur; sviðið annars autt. Aðra mynd tók Guðmundur í Icelandic State Park og sýnir fimm börn ganga yfir autt bíla- stæði, allt er mjög snyrtilegt, nokkur tré á lágum hól. Yfir öllu er heiður himinn fyrir utan stakt hvitt ský sem með góðum vilja má lesa íslands- mynd úr; reyna íslendingar ekki að lesa eitthvað íslenskt útúr öllu því sem Vestur-íslendingar koma nærri? Heimahagar er í raun skrá yfir myndir á sýningu sem um þessar mundir stendur yfir í Winnipeg en verður sett upp hér á landi síðar á ár- inu. En þetta er ekki bara sýningar- skrá heldur merkileg bók sem sýnir mjög áhugaverðar Ijósmyndir. Marg- ir íslenskir ljósmyndarar hafa gefið út vandaðar bækur með landslags- myndum, en þörf hefur verið á hvers- dagslegri nálgun við umhverfið í verkum íslenskra ljósmyndara; raunsannri lýsingu á veruleikanum. Raunveruleikinn fær að njóta sín í bók þessara tveggja Islendinga og hugmyndin bak við verkið, rannsókn ljósmyndaranna á heimahögum hvors annars, er einstaklega snjöll. Einar Faliir Ingólfsson Hliðarhurð og fellanlegt framsæti. m------------- Topplúga fyrir ofan afturhurðir. Verð kr 040 160 an 6 hurðir; topplúga, hliðarhurð og 2 afturhurðir. Vökvastýri, loftpúði fýrir ökumann og styrktarbitar í hurðum. Renault Kangoo Express er best búni bíllinn í sínum flokki. Rennihurð á hægri hlið auðveldar hleðslu og affermingu, niðurfellanlegt framsæti eykur lengd flutningsrýmis í 2,5 m og topplúgan (hin eina sanna) gefur möguleika á flutningi á löngum og háum hlutum. Þetta og margt annað undirstrikar yfirburði Kangoo Express. Kynntu þér Kangoo Express og hvað hann getur gert fyrir þig. • 6 hurðir (topplúga, hliðarhurð og 2 afturhurðir.) • Sérlega eyðslugrönn 1.400 vél • 75 hestöfl • Vökvastýri • Fjarstýrt útvarp/kassettutæki • Fjarstýrðar samlæsingar • 3 m3 og 600 kg. burðargeta Fellanlegt framsæti til lengingar á flutningsrými, samtals 2,5 m RENAULTÖRYGGI: Loftpúði fyrir ökumann og styrktarbitar í hurðum og haeðarstilling á öryggisbeltum með strekkjara og dempara. Kangoo Express er lipur og léttur í akstri. Komdu og prófaðu. Ármúla 13- Sími 575 1220 • Skiptiborð 575 1200 • Fax 568 3818
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.