Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Elskuleg móðir okkar, tendamóðir, amma og
langamma,
LÝDÍA GUÐJÓNSDÓTTIR,
Austurbrún 6,
Reykjavfk,
lést á Borgarspítalanum þriðjudaginn 10. mars.
Hún verður jarðsungin frá Áskirkju miðviku-
daginn 18. mars kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rúnar Guðjónsson, Birna Valgeirsdóttir,
Guðbjörg Guðjónsdóttir, Halldór Halldórsson,
Kjartan Guðjónsson, Bára Samúelsdóttír,
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
EINAR M. ALBERTSSON,
Hólavegi 15,
Siglufirði,
sem lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar mánudaginn
9. mars, verður jarðsunginn frá Siglufjarðar-
kirkju þriðjudaginn 17. mars kl. 14.00.
Þórunn Guðmundsdóttir,
Albert G. Einarsson, Kari Mari Jonsmoen,
Sigríður Þ. Einarsdóttir, Hörður Sigurbjarnarson,
og barnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BIRGIR ÞORVALDSSON
vélfræðingur,
Austurbrún 6,
Reykjavík,
verður jarðsettur miðvikudaginn 18. mars
kl. 10.30.
Kristín S. Birgisdóttir, Jón Stefán Kjartansson,
Guðrún Birgisdóttir,
Birna Birgisdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Móðir mín, amma okkar, langamma og langa-
langamma,
HELGA JÓNSDÓTTIR,
Hrafnistu Reykjavík,
áður til heimilis
á Holtsgötu 1,
Reykjavík,
er látin.
Jarðarförin hefur farið fram.
Jón Ingimundarson,
börn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
HRAFNHILDUR INGIBERSDÓTTIR,
frá Hreðavatni,
lést föstudaginn 6. mars.
Útförin hefur farið fram.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Þórður Kristjánsson,
Sigþrúður M. Þórðardóttir, Sverrir Guðmundsson,
Hrafnhildur Sverrisdóttir,
Þórður Smári Sverrisson,
Sverrir Már Sverrisson.
t
Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð, stuðning og vináttu við andlát
og útför eiginmans míns, föðurokkar, tengda-
föður og afa,
GUÐJÓNS ÓLAFSSONAR,
Valdasteinsstöðum,
Hrútafirði.
Guð blessi ykkur öll.
Elsa Gísladóttir,
dætur, tengdasynir og barnabörn.
+ Guðrún Hrafn-
hildur Ingibers-
dóttir fæddist á
Núpum í Ölfusi 7.9.
1926. Hún lést á
gjörgæsludeild
Sjúkrahúss Reykja-
víkur 6. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Valgerður Engil-
bertsdóttir f. 19.4.
1903, d. 25.1. 1969
og Þóroddur Ingiber
Guðmundsson f. 1.6.
1901, d. 26.12. 1987
sem þá bjuggu á
Núpum og síðar á Kröggólfs-
stöðum í sömu sveit. Systkini
Hrafnhildar voru: Guðmundur f.
23.12. 1927, d. 13.3. 1997 toll-
þjónn í Reykjavík, kvæntur
Kristínu Jónsdóttur og eiga þau
þrjú börn. Sigþrúður f. 6.5. 1929,
d. 6.9. 1929. Engilbert f. 28.12.
1931, d. 24.8. 1932. Sigurður f.
2.9. 1934, d. 17.1. 1935. Steinunn
Ingiríður f. 23.5. 1938, d. 23.10.
1938.
Foreldrar Hrafnhildar fluttu í
Hveragerði 1942, þar sem Ingi-
ber stundaði vörubflaakstur, en
síðustu árin bjuggu þau í Reykja-
vík. Hrafnhildur stundaði nám
við Héraðsskólann á Laugarvatni
og síðan dvaldi hún eitt ár við
Aðfaranótt 6. mars sat ég við
rúmið hennar mömmu minnar og
hlýjaði mér á hendinni hennar í síð-
asta sinn.
Mér var hugsað til þess hvað
þessi litla mjúka hönd var búin að
veita mér mikla hlýju alla mína
ævi. Hún var alltaf til staðar þegar
ég þurfti stuðning og hlýju. Hún
var alltaf að annast aðra og hlúa
að, en ætlaðist aldrei til neins í
staðinn. Jafnvel þennan erfiða vet-
ur var hún alltaf að hugsa um vel-
ferð okkar.
Þegar ég sit hér í íbúðinni þeirra
mömmu og pabba, hlusta ég eftir
röddinni hennar spyrja: „Vantar
þig ekkert, Sigga mín?“ - Mig vant-
ar svo mikið núna. Snertingu henn-
ar, rödd hennar, umhyggju hennar
og ást. Allt.
En ég er ekki ein sem hef misst
mikið. Mestur er missir pabba og
svo ömmubarnanna þriggja. Frá
því bömin okkar fæddust hafa
amma og afi elskað þau og annast
með öllu sínu lífi. Þar var mikið og
traust samband sem aldrei bar
+ Helgi Birgir Ástmundsson
fæddist á Selfossi 12. aprfl
1969. Hann lést af slysförum á sjó
2. mars síðastliðinn og fór útför
hans fram frá Keflavíkurkirkju
14. mars.
Með nokkrum orðum vil ég
kveðja frænda minn og vin, Helga
Birgi Ástmundsson, sem lést af
slysförum út af Ingólfshöfða. Nú er
komið að kveðjustund, elsku vinur.
Hafðu þökk fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig í þessu lífi. Alltaf varst þú
boðinn og búinn að aðstoða mig og
styðja í einu og öllu og margt áttum
við ógert saman. Ogleymanleg er
ferð okkar til Keflavíkur þegar þú
sýndir mér húsið þitt, sem þú hafðir
gert svo fallegt, og vildir leita ráða
hjá mér um frekari framkvæmdir.
En allt hefir sinn endi, þannig er líf-
ið.
Eg vil þakka þér fyrir allar heim-
sóknirnar til mín þegar þú varst í
landi, oft með stuttum stans, en þá
var oft farið í fljótið og veitt og ekki
hætt fyrr en sá stóri kom. Vinnan
var þér gleði. Henni sinntir þú af
miklum dugnaði og aldrei var slegið
slöku við, en nú ertu farinn til starfa
annars staðar. Eftir situr minning
hússljórnarskólann
Sorö í Danmörku.
16.2. 1952 giftist
Hrafnhildur eftirlif-
andi eiginmanni sín-
um, Þórði Kristjáns-
syni, f. 8.6. 1921.
Hann er sonur hjón-
anna á Hreðavatni,
Sigurlaugar Daníels-
dóttur f. 7.2. 1877, d.
8.2. 1974 og Krist-
jáns E. Gestssonar f.
21.12. 1880, d. 22.9.
1949. Hrafnhildur og
Þórður stunduðu bú-
skap á Hreðavatni til
ársins 1970 er þau tóku við um-
sjón orlofshúsa BSRB í Munaðar-
nesi og fluttu þangað 1975. Árið
1996 létu þau af störfum og
fluttu í Borgarnes. Þau eignuð-
ust eina dóttur, Sigþrúði Mar-
gréti, f. 24.3. 1952, gift Sverri
Guðmundssyni í Hvammi f. 23.2.
1950. Þeirra börn eru: 1) Hrafn-
hildur, nemi í Háskóla íslands f.
20.11. 1976. 2) Þórður Smári,
nemi í húsasmiði í Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti f. 4.6.
1979. 3) Sverrir Már, nemi í
Grunnskóla Borgarness f. 6.7.
1985.
Útfór Hrafnhildar fór fram frá
Fossvogskirkju 13. þessa mánað-
ar.
skugga á. Það er gott fyrir ungt
fólk að eiga svona minningar um
góða ömmu.
Eg vil þakka þér, elsku mamma
mín, fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig og fjölskyldu mína. Elsku
pabbi minn, við höfum misst mikið
en minningarnar eru góðar og fal-
legar. Guð blessi þig, mamma mín,
og okkur sem söknum þín.
Hver fugl skal þreyta flugið móti sól
að fótskör pðs, að lambsins dýrðarstól,
og setjast loks á silfurbláa tjöm
og syngja fyrir lítil englaböm.
(Davíð Stef.)
Þín dóttir
Sigþrúður Margrét
Þórðardóttir.
Elsku amma okkar.
Við horfum á eftir þér með
söknuði og eigum góðar minningar
um þig. Þær eru okkur dýrmætar.
Allt sem þú kenndir okkur, gerðir
fyrir okkur og með okkur var
gefandi og er stór hluti af því sem
um góðan frænda og vin sem var
hér allt of stutt.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Krislján Ólafsson, Seljalandi.
Við skulum sól
sömu báðir
hinsta sinni
við haflíta.
Létt mun leið
þeim, er ljósi móti
vini studdur
fráveröld flýr.
Aftur er höggvið í sama knérunn
og gamall bekkjarfélagi okkar fall-
inn frá aðeins 28 ára að aldri. Við
sem eftir sitjum spyrjum hví svo
ungur maður er tekinn svo snögg-
lega og á ný horfum við bekkjar-
systkinin í gamla bekknum hans
Ingólfs á eftir félaga okkar á svip-
legan hátt.
Við kynntumst fyrst 10 ára göm-
ul í barnaskóla Keflavíkur og lágu
við erum. Það sem einkenndi þig
var hjartahlýja, örlæti, óeigingirni
og umhyggja. Allt sem þú gerðir
bar vott um mikla góðmennsku.
Hversu mikil sem lætin voru tókst
þú þeim alltaf með þolinmæði og
umburðarlyndi, og alltaf var hægt
að leita í fangið á þér og treysta á
þig. Þú varst alltaf að hugsa um
okkur, hvort við fengjum nóg að
borða, hvernig okkur liði og svona
mætti lengi telja. Kveðjustund er
upprunnin.
Takk fyrir allt. Þú lifir í hjörtum
okkar og minningum.
Pó að kali heitur kver
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er
aldrei skal ég gleyma þér.
(Skáld-Rósa.)
Krakkarnir þínir.
Hrafnhildur, Þórður Smári og
Sverrir Már Sverrisbörn.
Okkur langar til að minnast
Hrafnhildar vinkonu okkar nú, þeg-
ar leiðir skiljast. Kynni okkar
hófust fyrir 50 árum í Soro, hús-
mæðraskóla í Danmörku. Við bund-
umst traustum vináttuböndum,
sem aldrei hafa rofnað síðan.
Hrafnhildur er sú þriðja sem kveð-
ur af átta skólasystrum frá 1948.
Dadda, sem hún var ávallt kölluð í
okkar hópi, var vel greind, víðlesin
og hafði sérstaka kímnigáfu.
Dadda giftist Þórði Kristjáns-
syni, bónda á Hreðavatni í Borgar-
firði, og eignuðust þau eina dóttur,
Sigþrúði, sem var sólargeislinn í lífi
þeirra.
Minningar eru margar frá skóla-
árunum. Hjónin hættu búskap á
Hreðavatni og tóku við umsjón or-
lofshúsa BSRB í Munaðarnesi. Á
hverju vori fórum við vinkonurnar í
helgarferð í Munaðarnes, sem voru
ævinlega tilhlökkunarefni, enda
tekið á móti okkur með opnum
örmum og væntumþykju af þeim
hjónum.
Fyrir rúmum tveimur árum
hættu hjónin störfum í Munaðar-
nesi og fluttust í Borgarnes. Heilsu
Hrafnhildar hrakaði hin síðari ár.
„Þú skalt ekki hryggjast, þegar
þú skilur við vin þinn, því það sem
þér þykir vænst um í fari hans,
getur orðið þér ljósara í fjarveru
hans, eins og fjallgöngumaður sér
fjallið best af sléttunni." (Kahlil Gi-
bran.)
Við kveðjum og þökkum Döddu
fyrir tryggð og vináttu liðinna ára
og vottum Þórði, Sigþrúði, tengda-
syni og barnabörnum dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Hrafnhildar
Ingibersdóttur.
Vinkonurnar frá Soro.
leiðir saman til 15 ára aldurs. Bekk-
urinn var einstaklega samheldinn
en kennari okkar í barnaskóla var
Ingólfur Matthíasson og áttum við
margar góðar stundir saman sem
jafningjar. Auðvitað var margt
brallað á þessum árum. Minning-
arnar eru margar og góðar og erfitt
er að hugsa til þess að þegar séu
tveir farnir frá okkur af þessum
góða hóp. Við eigum 15 ára ferm-
ingarafmæli nú í apríl og höfðum
við rætt hvernig fagna bæri þeim
áfanga. Nú ber þar skugga á.
Helgi var einn af hópnum. Hann
átti það til að vera svolítið stríðinn
og beindist stríðnin oft að okkur
stelpunum sem vorum yfirleitt
fljótar upp á þessum árum. Helgi
hló þá alltaf mest og allar hlógum
við innra með okkur því aldrei vild-
um við viðurkenna að við hefðum
gaman af þessari stríðni hans.
Helgi var hraustur og atorkusamur
ungur maður sem átti framtíðina
fyrir sér. Hann hafði valið sér sjó-
mennskuna sem sitt ævistarf og
eignast gamalt og fallegt hús við
Suðurgötuna í Keflavík sem hann
hafði dundað sér við að gera upp
svo mikil prýði er að.
Nú þegar ský dregur fyrir sólu
huggum við, sem eftir sitjum, okk-
ur við ljúfar minningar, minningar
um góðan dreng.
Blessuð sé minning Helga.
Bekkjarsystkin.
HRAFNHILDUR
INGIBERSDÓTTIR
HELGIBIRGIR
ÁSTMUNDSSON