Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 43^ DAGRUN KRISTJÁNSDÓTTIR . Dagrún Kristjánsdóttir var SÍS 1949-1951, Tarna í Svíþjóð I fædd á Ytri-'Ijörnum í Eyja- fírði. Hún lést 10. desember síð- astliðinn. Hún var dóttir Krist- jáns Helga Benjamínssonar bónda þar og Fanneyjar Frið- riksdóttur. Hún var næstyngst 12 systkina. Systkini Dagrúnar voru: Laufey Sigríður Kristjáns- dóttir, séra Benjamín Kristjáns- son, Inga Kristjánsdóttir, Auður Kristjánsdóttir Hólm, Theodór Kristjánsson, séra Bjartmar Kri- stjánsson. Eftirlifandi systkini: Svava Kristjánsdóttir, Hrund Kristjánsdóttir, Baldur Helgi Kristjánsson, Valgarður Krist- jánsson og Friðrik Kristjánsson. Dagrún hlaut menntun sína í Húsmæðraskólanum á Lauga- landi 1943-1944, í Bréfaskóla Hvað er svo mikilsvert í þessum forgengilega heimi að það borgi sig að neita að hlýða á þá rödd sem vill leiðbeina og búa þér langtum betra líf bæði á jörðu og himni? Það eina sem þú þarft að gera er að hlusta eftir rödd þíns betri manns og reyna að fylgja henni. Þessi athygl- isverðu orð skrifaði Dagrún í einni af sínum mörgu og snjöllu blaða- greinum. Hun braut mikið heilann um heimspekileg og trúarleg mál- efni og krufði þau til mergjar og skrifaði hugsanir sínar og birti stundum hvassar og athyglisverðar greinar sem vöktu menn til um- hugsunar um lífíð og tilveruna. Hún sagði oft meiningu sín um menn og málefni af mikilli hrein- skilni. Eins og fram kemur í tilvitnuð- um orðum hennar þá var hún mjög áhugasöm um það hvernig maður- 1951-1952, Húsmæðrakennara- skólanum Stabekk í Ósló 1953- 1954. Dagrún kenndi við ýmsa húsmæðraskóla víða um land. Hún var kennari við Skálatúns- heimilið um árabil. Um fjölda ára stundaði hún ráðskonu- og matreiðslustörf við sjúkrahús og hótel víða um land. Hún var um tíma forstöðumaður á Hrafnistu. Hún annaðist húsmæðraþætti í ríkisútvaipinu um árabil, var ritsljóri tímaritsins Húsmóður- innar og Heimilisins. Dagrún rit- aði mikinn fjölda greina í Morg- unblaðið um þjóðmál og uppeld- ismál. Utför Dagrúnar fór fam á Munkaþverá í Eyjafirði 19. des- ember. inn getur þroskað sjálfan sig, margir hlusta ekki á sína innri rödd og fara ekki eftir þeim leið- beiningum og skilaboðum sem allir hafa aðgang að þar sem rödd guðs talar til mannsins og leitast við að vísa mönnunum réttu leiðina. Allir hafa aðgang að þessum innri veru- leika sem ekki er hægt að lesa um á bókum heldur verður að upplifast og eru öllum persónuleg og miki- væg reynsla. En þó margir velji að svæfa röddina í brjósti sínu og heyri hana ekki og telji annað þýð- ingarmeira þá kemui’ alltaf ein- hvem tíma að þeim tímapunkti að menn skilja mikilvægi þess að hlýða skilyrðislaust á hjartans helgasta mál og láta það verða sitt sanna leiðarljós og það mikilvæg- asta í öllu sínu lífí. Það er víða í hinni helgu bók bent á þessa leið, og trúlega er þetta eina leiðin sem fær er til aukins þroska. Allt annað verður gagnslaust og leiðir til von- brigða þegar öllu er á botninn hvolft. Þeir, sem lífíð gefur ekki fjöl- skyldu, fara mikils á mis. Dagrún eignaðist ekki lífsfórunaut og ekki böm. Hennar hlutskipti var lengst- um að búa ein. Þvi gafst henni mik- il tími til að hugsa og velta lífsgát- unni fyrir sér. Þetta lífsfonn hlýtur að setja mark sitt á viðkomandi ein- stakling. Því getur verið erfitt fyrir fjölskyldufólkið, þar sem bömin og velferð þeirra fylla allt lífið, að setja sig inn í hlutskipti þeiira sem ganga einir gegnum h'fið. Dagrúnu var margt til lista lagt, hún var víðlesin og mjög vel sjálfs- menntuð til viðbótar skólagöngu sinni. Það var engin sjálfsagður hlutur að ungar stúlkur gengju menntaveginn þegar hún var ung. En af dugnaði stundaði hún nám í bréfaskóla SÍS 2 vetur fór síðan til Svíþjóðar í lýðháskóla og Noregs til kennaranáms. Hún stundaði jöfnum höndum hannyrðir, vefnað, prjón og sauma- skap. Hún lék á hljóðfæri og hún hafði yndi af að skrifa og taka fyrir hin ýmsu málefni. Einkum vora henni hugleikin eins og áður getur heimspekileg og trúarleg málefni. En líka lét hún til sín taka heims- mál, þjóðmál, og uppeldismál. Hún hafði áhyggjur af þróun mála í heiminum, mannvonskunni og hatrinu, mengunarvandamálum og vígbúnaðarbrjálæðinu, sem allt má rekja til guðleysis og vanþroska mannsins. Nú hefur rödd Dagrúnar hljóðn- að eins og allra hlutskipti verður fyrr eða seinna. Hún hafði mikið til málanna að leggja. Eftir stendur minningin um hana og hennar verk. Eg þakka frænku minni fyrir góð kynni. Kristján Baldursson. Crfisclrykkjur G&n-mn Slmi 555-4477 5 1 I I 5 i 5 Fersk blóm og skreytingar við öll tækifæri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 2 át S m 2 5 Suðurlandsbraut 10 Opið öll kvöld til kl. 22 - cimúg um hc Skreytingar fyrír öll til + Alúðarþakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför, STEFÁNS GUÐNASONAR fyrrv. tryggingayfirlæknis. Sérstakar þakkirtil starfsfólks Droplaugar- staða fyrir góða umönnun. Ólöf Stefánsdóttir, Karl Ómar Jónsson, Guðrún Stefánsdóttir, Baldur Jónsson, Svava Stefánsdóttir. og fjölskyldur. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SÓFUSAR EMILS HÁLFDÁNARSONAR, Hrafnistu Hafnarfirði. Þórarinn Kari Sófusson, Ásdís Sveinsdóttir, Gústav Sófusson, Guðrún Kjartansdóttir, Helga Sófusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar dóttur, systur, mágkonu og frænku, INGUNNAR THORLACIUS, Landspítalanum, Kópavogi, deild 8. Sérstakar og innilegar þakkir færum við starfsfólki á Landsþítalanum Kóþavogi, fyrir kærleiksríka umönnun öll árin hennar þar. Jón Thorlacius, Edda Thorlacius, Árni O. Thorlacius, Magnþóra Magnúsdóttir, Anna G. Thorlacius, Guðmundur G. Gunnarsson. + Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hiýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, INGIBJARGAR ÁSTU STEFÁNSDÓTTUR frá Mýrum, áður til heimilis á Bragagötu 29A. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Hvammstanga. Stefán Ásgeirsson, Guðrún Kristín Antonsdóttir, Halldóra Ásgeirsdóttir, Sigþór Óskarsson, Jóhann Ingi Stefánsson, Þórunn Elfa Stefánsdóttir, Aðalheiður Stella Stefánsdóttir, Óskar Bragi Sigþórsson, Ásgeir Sigþórsson, Ásta Björk Sigþórsdóttir, barnabarnabörn og systkini. + Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og útför okkar elskulegu HELGU SVEINSDÓTTUR húsfreyju í Görðum á Álftanesi. Þorsteinn Þorsteinsson, Svanhildur Þorbjarnardóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Bragi Guðmundsson, Þórunn Guðmundsdóttir, Sveinn Þorsteinsson, Guðrún Stefánsdóttir, Sveinn Helgi Sveinsson, Halldór Guðmundsson, Steinunn Gunnarsdóttir, Eggert Guðmundsson, Leifur Eiríksson, barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubarn. + Hjartans þakkir færum við öllum þeim er sýndu hlýhug, samúð og vinar- þel vegna fráfalls eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓSKARS HERVARSSONAR, Brekkubraut 12, Akranesi. Sérstakar þakkir viljum við færa Kirkjukór Akraness, starfsfólki B-deildar Sjúkrahúss Akraness og forsvarsmönnum HB og Co á Akranesi fyrir stuðning og hlýju á erfiðum tímum. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Fjóla Ásgrímsdóttir, Ásgrímur Ragnar og Jóhanna Guðrún, Þórður Ægir og Sigurborg, Guðmunda Hrönn og Stefán, Irma Sjöfn og Hróifur, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför MAGNÚSAR RAFNS MAGNÚSSONAR, Miroslav R. Mikulcák, Meðalholti 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfs- fólki á deild 11E á Landspítalanum. Elín Jóna Ólafsdóttir, Anna Kristine Magnúsdóttir, Ingunn Magnúsdóttir, Trausti Bragason, Elísabet Magnúsdóttir, Jón Ágúst Eiríksson, Björg Magnúsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Magnús Jaroslav Magnússon, Hugrún Linda Guðmundsdóttir, Dagmar Magnúsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sendu blóm og gjafakort og fyrir alla þá alúð og hlýju sem við urðum aðnjótandi við fráfall eiginmanns, föður og afa, LEIFS GÍSLASONAR. Sérstakar þakkir þeim Norðlendingum sem komu um langan veg til að fylgja honum síðasta spölinn. Guð veri með ykkur öllum, Pálína Halla Ásmundsdóttir. synir, tengdadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.