Morgunblaðið - 15.03.1998, Page 60

Morgunblaðið - 15.03.1998, Page 60
Á Suðurpólnum 60 SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 Wmm^mmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm—^mm MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO * # HASKOLABIO www.amistad-thefiBm.com Álfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905 Myndin er tiliu'fnd til OAarsverðUttiníi YFIR 100.000 ÁHORFiNDUR Sýnd kl. 5, 7 og 9. b.í. 12. Sýnd kl. 9. b.í. 12. www.samfilm.is s Nú gefst tækifæri tii að skoða búnað þremenninganna sem gengu á Suðurpólinn, á sýningu sem sett hefur verið upp í anddyri Morgunblaðshússins í Kringlunni 1. Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður, sonur hans Haraldur örn Ólafsson lögfræðingur og Ingþór Bjarnason sálfræðingur gengu á skíðum í 51 dag á Suðurskautslandinu og drógu á eftir sér þunga sleða með öllum búnaði og nauðsynjum. Göngugarparnir náðu takmarki sínu á nýársdag og voru þá búnir að leggja að baki 1.100 kilómetra í 20-30 gráðu frosti. Á sýningunni má sjá tjald þeirra félaga, sleða, fatnað, mataráhöld og ýmsa persónulega muni og á Ijósmyndum má skyggnast inn f baráttu suðurskautsfaranna við óblíða náttúru. Sýningin er öllum opin og stendur til föstudagsins 27. mars. Sýningin er opin á afgreiðslutíma blaðsins kl. 8:00-18:00 virka daga og kl. 8:00-12:00 laugardaga. Flatneskja (Gold Coast) Spcnnumynd ★V4 Framleiðandi: Chanticleer Films. Leikstjóri: Peter Weller. Handrits- höfundur: Harley Peyton; byggt á sögu eftir Elmore Leonard. Kvik- myndataka: Jacek Laskus. Tónlist: Peter Harris. Aðalhlutverk: David Caruso, Marg Helgenberger og Jeff Kober. 105 mín. Bandaríkin. Para- mount/CIC myndbönd. Útgáfud: 10. mars. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. ENN ein kvikmyndin eftir sögu Elmore Leonard, en þær virðast jafn misjafnar og þær eru margar. Þessi er það versta sem ég hef séð, því hún er afskaplega flöt og lifir ekki leng- ur í huga manns en lengd hennar er. Söguþráðurinn sjálfur er ekki sérlega frumleg- ur, en þar segir frá manni sem losnar úr fangelsi og fer að hitta mann sem skuldar honum pening. Skuldunauturinn reynist dáinn, en fangelsismaturinn kynnist ekkjunni og ákveður að vernda hana frá öllu illu. Svo eru ýmsir eltingaleikir við vondu karlana o.sv.frv. Það hefði hins vegar mátt gera eitthvað meira úr persónunum og smá ýktur leikur hefði strax lyft myndinni upp. Svo hefði þurft að taka pól í hæðina og þannig gera myndina áhorfanlegri og áhugaverðari. En svo var ekki og út kemur einhver bölvuð langavit- leysa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.