Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 15
LANDIÐ
Framboðslisti
Framsóknarflokks-
ins í Skagafírði
samþykktur
Á FUNDI stjórnar og trúnaðar-
ráðs Framsóknarfélags Skaga-
fjarðar, sem haldinn var þriðju-
daginn 31. mars, var framboðs-
listi flokksins fyrir komandi sveit-
arstjórnarkosningar samþykktur.
Listann skipa: 1. Herdís Sæ-
mundardóttir, leiðbeinandi og
bæjarfulltrúi, Sauðárkróki. 2.
Elínborg Hilmarsdóttir, bóndi og
hreppsnefndarmaður, Hrauni,
Hofshreppi. 3. Stefán Guðmunds-
son, alþingismaður, Sauðárkróki.
4. Sigurður Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri, Bakkaflöt, Lýt-
ingsstaðahreppi. 5. Einar Gísla-
son, tæknifræðingur, Sauðár-
króki. 6. Ingimar Ingimarsson,
bóndi og skrifstofumaður, Ytra-
Skörðugili, Seyluhreppi. 7. Örn
Þórarinsson, bóndi og oddviti,
Ökrum, Fljótahreppi. 8. Þóra
Björk Þórhallsdóttir, nemi, Sauð-
árkróki. 9. Hlín Bolladóttir, kenn-
ari og tómstundafulltrúi, Hofsósi.
10. Björn Jónasson, skipstjóri,
Sauðárkróki. 11. Símon Trausta-
son, bóndi og oddviti, Ketu, Ríp-
urhreppi. 12. Gunnar Valgarðs-
son, verkstjóri, Sauðárkróki. 13.
Jón Garðarsson, bóndi, Neðra-
Ási, Hólahreppi. 14. Guðrún
Sölvadóttir, framkvæmdastjóri,
Sauðárkróki. 15. Skafti Stein-
björnsson, bóndi, Hafsteinsstöð-
um, Staðarhreppi. 16. Páll Sig-
hvatsson, vélvirki, Sauðárkróki.
17. Trausti Kristjánsson, bóndi
og hreppsnefndarmaður, Syðri-
Hofdölum, Viðvíkurhreppi. 18.
Eiríkur Jónsson, iðnverkamaður,
Sauðárkróki. 19. Vilborg Elís-
dóttir, bóndi, Gili, Skarðshreppi.
20. Sigurbjörg Guðjónsdóttir,
kennari, Sauðárkróki, 21. Ás-
grímur Ásgrímsson, bóndi,
Mallandi, Skefilstaðahreppi. 22.
Bjarni R. Brynjólfsson, gæða-
stjóri og bæjarfulltrúi, Sauðár-
króki.
Morgunblaðið/Sig. Fannar
FULLTRUAR saumaklúbbanna fylgdust spenntir með drætti í aðra umferð keppninnar.
Saumaklúbbar á Suðurlandi kljást
Selfossi - Það er mikið íjör á
fímmtudagskvöldum í viðtækjum
þeirra sem hlusta á þáttinn Kvöld-
sigling sem er á dagskrá hjá Ut-
varpi Suðurlands. I þættinum fer
fram spumingakeppni á milli
saumaklúbba víðs vegar að af Suð-
urlandi og það er mikið fjör sem
gustar af keppendum enda leikurinn
gerður með það í huga að skemmta
þátttakendum og áheyrendum.
Alls skráðu 26 klúbbar sig til
leiks og á dögunum var dregið um
hvaða klúbbar mætast í annarri
umferð keppninnar, sem er með út-
sláttarfyrirkomulagi. Það var létt
yfir fulltrúum klúbbanna og sljóm-
andi þáttarins, Kjartan Bjömsson,
er afar ánægður með hversu
áhugasamir Sunnlendingar hafa
verið um keppnina.
Sjálfstæðismenn í Skagafírði
samþykkja framboðslista
Sauðárkröki - Á fjölmennum fundi í
fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í
Skagafirði, sem haldinn var nýlega,
var lögð fram tillaga að framboðs-
lista flokksins í komandi sveitar-
stjómarkosningum í maí nk.
Var þetta tillaga uppstillingar-
nefndar flokksins sem starfað hafði
frá því um mánaðamót janúar febr-
úar og kynnti formaður nefndarinn-
ar, Reynir Kárason, listann. Var
listinn samþykktur samhljóða og
þökkuðu fundarmenn nefndinni góð
störf.
Eftirtaldir skipa listann: 1. Gísli
Gunnarsson sóknarprestur, Glaum-
bæ, 2. Páll Kolbeinsson, íþrótta- og
æskulýðsfulltrúi, Sauðárkróki, 3.
Ásdís Gunnarsdóttir, formaður
Verkakvennafélagsins Öldunnar,
Sauðárkróki, 4. Arni Egilsson sveit-
arstjóri, Hofsósi, 5. Sigrún Alda
Sighvatsdóttir launafulltrúi, Sauð-
árkróki, 6. Helgi Sigurðsson bóndi,
Reynistað, 7. Brynjar Pálsson bók-
sali, Sauðárkróki, 8. Kristín Bjarna-
dóttir, sjúki-aliði og kennari, Hofs-
ósi, 9. Páll Ragnarsson tannlæknir,
Sauðárkróki, 10. Lárus Dagur Páls-
son nemi, Varmahlíð, 11. Sólveig
Jónasdóttir kennari, Sauðárkróki,
12. Guðmundur Þór Árnason sjó-
maður, Sauðárkróki, 13. Sveinn
Árnason bifreiðastjóri, Varmahlíð,
14. Mereta Rabölle bóndi, Hrauni,
15. Ólafur Adolfsson lyfjafræðingur,
Sauðárkróki, 16. Sigurbjöm Þor-
leifsson bóndi, Langhúsum, 17. Gísli
Eymarsson stýrimaður, Sauðár-
króki, 18. María Reykdal garð-
yrkjubóndi, Starrastöðum, 19.
Björgvin Guðmundsson rafvirki,
Sauðárkróki, 20. Kristjana Jóns-
dóttir skrifstofumaður, Sauðár-
króki, 21. Bjöm Björnsson skóla-
stjóri, Sauðárkróki, 22. Steinunn
Hjartardóttir, lyfjafræðingur og
kennari, Sauðárkróki.
Morgunblaðið/Theodór
GUÐMUNDUR Guðmarsson, forseti bæjarsljórnar, og Ingimundur Ingi-
mundarson virða fyrir sér lokafrágang iðnaðarmanna á vakttuminum.
Opnað eftir endurbætur
Skútustaðahreppur
Umhverfís-
ráðherra
afhenti Að-
alskipulag
Mývatnssveit/Morgunblaðið
GUÐMUNDUR Bjarnason, um-
hverfisráðherra afhenti Aðalskipu-
lag Skútustaðahrepps á fundi á
Hótel Reynihlíð. Það gildir til árs-
ins 2015.
Viðstaddir vom Sigbjöm Gunn-
arsson, sveitarstjóri, svo og sveit-
arstjómarmenn, Pálmi Vilhelms-
son, Hjörleifur Sigurðsson og
Hulda Harðardóttir sem nú gegnir
starfi varaoddvita. Hulda bauð við-
stadda velkomna og þá sérstaklega
gesti fundarins.
Aðrir sem mættu voru Gylfi
Guðjónsson, arkitekt, sem mjög
mikið hefur unnið að gerð skipu-
lagsins auk Sigurðar J. Jóhanns-
sonar. Frá Náttúruvernd ríkisins
mættu Ami Bragason, forstjóri og
Guðný Sverrisdóttir. Ennfremur
byggingarfulltrúinn í Þingeyjar-
sýslu, Einar Jóhannesson. Auk
þess mætti Hrafn Hallgrímsson,
arkitekt og deildarstjóri í umhverf-
isráðuneytinu.
Sigbjöm Gunnarsson, sveitar-
stjóri ræddi nokkuð hið nýja skipu-
lag, sem tæki yfir einstakt lands-
svæði og ætti fáa eða enga sína líka
frá náttúruvemdarsjónarmiði.
Borgarnesi - Útisundlaug
fþróttamiðstöðvar Borgarness
verður opnuð aftur í dag, laugar-
daginn 4. april, en hún hefur ver-
ið lokuð í vetur vegna fullnaðar-
frágangs á svæðinu. Byggður
hefur verið vaktturn fyrir starfs-
fólkið en úr honum sést vel yfir
allt útisvæðið og einnig innilaug-
ina. Þá hefur einnig verið byggt
eimbað sem er tilbúið til notkun-
ar og verið er að selja upp full-
kominn öryggismyndavélabúnað
á svæðinu.
Að sögn Ingimundar Ingi-
mundarsonar forstöðumanns
íþróttamiðstöðvarinnar var
útisundiaugin opnuð fyrir al-
menning eftir Landsmótið 10. júlí
í fyrra en lokað aftur í byijun
nóvember vegna breytinga á
svæðinu. Aðsóknin þennan tíma
var mjög góð því alls sóttu um 50
þúsund manns sundlaugina á
þessu tímabili.
Sagði Ingimundur að auk úti-
Iaugarinnar liefðu vatnsrenni-
brautirnar og heitu pottarnir
mikið aðdráttarafl, ekki síst fyrir
ferðafólk. Sagði Ingimundur að
sundlaugin yrði opin alla daga
hér eftir, frá kl. 7 til 22 á virkum
dögum og frá kl. 9 til 18 á helg-
um.
Morgunblaðið/Bima Mjöll Atladóttir
FRÁ afhendingu líkbifreiðarinnar.
Sóknarnefnd
gefín líkbifreið
Patreksfirði - Sóknarnefnd Pat-
reksfjarðar var 22. mars sl. gefin
líkbifreið en slík bifreið hefur ekki
verið á Patreksfirði um skeið.
Hugmynd vaknaði hjá tvennum
hjónum á Patreksfirði, þeim Skúla
Berg og Önnu Guðmundsdóttur og
Helga Auðunssyni og Sigurbjörgu
Pálsdóttur, að kaupa þyrfti líkbif-
reið sem þjónað gæti Patreksfirði
og nágrenni. Þegar farið var að
svipast um eftir hentugum bíl kom í
ljós að Kirkjugarðar Reykjavikur
hugðust selja bíl af gerðinni Chevr-
olet Suburban árg. 1981 sem þeir
höfðu verið með. Skúli og Helgi
brugðu sér til Reykjavíkur og
tryggðu sér bifreiðina.
Þegar heim var komið var hafist
handa við að safna fé til kaupanna.
Leitað var til fyrirtækja, félags-
samtaka og einstaklinga. Að sögn
Skúla fór söfnunin langt fram úr
vonum. Náðist að safna nóg til að
borga bifreiðina og vel það.
Umframfé sem safnaðist var gef-
ið með bifreiðinni og fer til reksturs
á henni. Það munu svo verða
áhugamenn sem koma til með að
sjá um umhirðu á bifreiðinni og
akstur hennar. Einnig hefur áhuga-
maður gefið vilyrði fyrir því að út-
vega geymsluhúsnæði fyrir bifreið-
ina. En sem stendur er hún geymd
í húsakynnum góðra manna. Það
má með sanni segja að með góðri
samstöðu má gera marga góða
hluti.
K-listinn í Sandgerði
samþykktur
K-LISTINN, Sandgerði, listi
óháðra borgara og Alþýðuflokks-
ins fyrir bæjarstjórnarkosning-
arnar 23. maí nk., var samþykkt-
ur á almennum fundi með stuðn-
ingsfólki K-listans mánudaginn
30. mars sl.
Listann skipa: 1. Óskar Gunn-
arsson, forseti bæjarstjórnar. 2.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, bæjar-
fulltrúi. 3. Jóhanna S. Norðfjörð,
húsmóðir. 4. Sigurður H. Guð-
jónsson, byggingastjóri. 5. Ing-
þór Karlsson, vélfræðingur. 6.
Sólveig Sveinsdóttir, skólaritari.
7. Gunnar Guðbjörnsson, húsa-
smiður. 8. Brynhildur Kristjáns-
dóttir, hárgreiðslumeistari. 9.
Sveinbjörn Guðmundsson, verk-
stjóri. 10. Svava Pétursdóttir,
kennari. 11. Hörður Kristinsson,
háskólanemi. 12. Kristinn Guð-
mundsson, fiskverkandi. 13.
Grétar Mar Jónsson, skipstjóri,
og í 14. sæti er Lilja Hafsteins-
dóttir, skólastjóri.