Morgunblaðið - 04.04.1998, Side 18

Morgunblaðið - 04.04.1998, Side 18
18 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Póstur og sími hf. skilaði tæplega 2 milljarða króna hagnaði á eina starfsári sínu Starfshópur skipaður til að fjalla um einka- væðingu Landssímans Póstur og sími hf. skilaði 1.955 milljóna kr. ✓ haffliaði á síðasta ári. A aðalfundi Lands- símans hf. í gær sagði stjórnarformaðurinn að mikilvæfflistu verkefni þess sneru að skipulagsmálum og hvort, hvernig og hvenær eignarhaldi yrði breytt. Sam- gönguráðherra skipaði í gær starfshóp til að meta áhrif eignarhalds ríkisins á stöðu og möfflileika Landssímans off hvort æskilegt sé að ríkið selji af eignarhluta sínum í fyrirtækinu. ARIÐ 1997 var eina starfsár Pósts og síma hf. Hlutafé- lagið var stofnað um rekstur Póst- og síma- málastofnunarinnar og hóf starf- semi 1. janúar 1997. Starfsemi þess lauk um síðustu áramót er því var skipt í tvö félög, Landssímann hf. og Islandspóst hf. Félagið skilaði 1.955 milljóna króna hagnaði á síðastliðnu ári, samanborið við 2.083 milljóna króna hagnað árið áður. í fyrra greiddi fyrirtækið í fyrsta sinn tekju- og eignarskatta samkvæmt almennum reglum og skýrir það lakari afkomu. Ekki er mögulegt að bera rekstur Pósts og síma hf. í fyrra saman við rekstur Póst- og símamálastofnun- arinnar árið 1996 með beinum hætti. A árinu 1996 voru gerðar ýmsar breytingar á framsetningu rekstrarreiknings Póst- og síma- málastofnunar sem torveldar sam- anburð milli ára, bæði hvað varðar rekstrartekjur og rekstrargjöld. í fyrra námu rekstrartekjur 14.132 milljónum króna og rekstrargjöld 9.466 miUjónum. Árið 1996 námu rekstrartekjur stofnunarinnar 13.090 milljónum en rekstrargjöld 11.129 milljónum. Rekstrartekjur fyrirtækisins án fjármunatekna voru 14.132 miUjónir króna. Af því voru tekjur af síma- þjónustu 10.748 milljónir króna eða 76% og tekjur af póstþjónustu 3.348 milljónir eða 24%. Rekstrargjöld, eftir afskriftir en án fjármagns- gjalda, námu 11.155 milljónum króna. Launagjöld námu 4.172 milljónum og önnur rekstrargjöld ásamt afskriftum voru 6.983 millj- ónir. Meðalfjöldi starfsmanna á ár- inu voru 2.345. Eigið fé fyrirtækis- ins var 12.956 milljónir króna um áramót og arðsemi eigin fjár var 17%. Guðmundur Björnsson, forstjóri Pósts og síma hf., lýsti yfir ánægju með rekstur fyrirtækisins á síðasta ári á aðalfundi þess í gær. Þakkaði hann árangurinn einkum sterkri stöðu fjarskiptanna. „GSM farsíma- þjónustan hefur fengið sérstaklega góðar viðtökur, bæði hjá fyrirtækj- um og einstaklingum. I almenna símkerfinu er einnig jafn og stöðug- ur vöxtur, hvort heldur er í símtöl- um til útlanda eða innanlands." Póstþjónustan hefur verið rekin með tapi á undanfömum árum. Sagði Guðmundur að afkoma henn- ar hefði verið óviðunandi en með markvissum aðgerðum á síðasta ári hefði tekist að snúa þróuninni til betri vegar. „Samkvæmt uppgjör- inu er rekstrarafkoma póstþjónust- unnar fyrir skatta neikvæð um 93 milljónir króna sem er verulega betri niðurstaða en verið hefur mörg undanfarin ár. Helstu ástæð- ur þessarar breyttu afkomu eru gjaldskrárbreytingar sem áttu sér stað á árinu og aðhald og hagræð- ing í rekstri. Með bættri rekstrar- stöðu og sterkum efnahag eftir skiptinguna er ríkjandi bjartsýni um afkomu og möguleika Islands- pósts hf. í framtíðinni." Póstur og sími hf. fjárfesti í fjar- skiptabúnaði fyrir 2.023 milljónir króna á síðasta ári og var einkunr fjárfest í jarðsímalögnum, fjölsím- um og sjálfvirkum símstöðvum. Fjárfestingar í farsímakerfum námu 180 milljónum króna og þar af nam hluti nýs GSM kerfís, GSM- 1800, um nítján milljónum króna en það verður tekið í notkun síðar á þessu ári. Fjórðungur þjóðarinnar með farsima A fundinum kom fram að notend- um GSM farsíma fjölgaði á síðasta ári um meira en 70%. Heildarfjöldi farsímanotenda er nú orðinn 70.200 sem svarar til þess að rúmlega fjórðungur landsmanna eigi far- síma. Þórarinn V. Þórarinsson, formað- ur stjórnar Landssíma Islands hf., sagðist telja að þessi þróun héldi áfram og sagði að áætlanir Lands- símans miðuðust við að vaxandi hluti af talsímaumferð færðist yfír í þráðlaus sambönd á næstu árum. Með GSM-1800 farsímakerfinu myndi Landssíminn annast rekstur þriggja farsímakerfa og væri við það miðað að sá rekstur ykist enn að umfangi. Þórarinn sagði að góð arðsemi fyrirtækisins byggðist hvorki á há- um né hækkandi þjónustugjöldum og þvert á móti staðfestu saman- burðarkannanir OECD og Evrópu- samtaka atvinnurekenda að síma- kostnaður væri hvað minnstur hér- lendis. „Það á því tæpast að vera ágreiningsefni að kostnaður við símaþjónustu er lágur hér á landi, raunar svo lágur að erlendir sér- fræðingar telja vafasamt að önnur símafyrirtæki sjái arðsemi í að keppa hér á landi. Sú staða varir auðvitað ekki deginum lengur ef lát verður á framleiðniþróun hjá Sím- anum. Þar hefur tekist vel til síð- ustu árin sem m.a. sést á því að síð- ustu þrjú ár hefur þjónustan innan- lands að meðaltali lækkað um 3% á ári að raungildi en símtöl til útlanda Framkvæmdastjóraskipti framundan hjá Kreditkorti GUNNAR R. Bæringsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Kreditkorts hf. (EUROPAY ís- land) í nærri tvo áratugi, hefur ákveðið að hætta því starfi á næst- unni. Hann mun þó áfram gegna starfí framkvæmdastjóra dóttur- fyrirtækis Kreditkorts, DB-hug- búnaðar ehf. Þessi ákvörðun tengist nýrri stefnumótun sem stjórn félagsins hefur samþykkt. Gunnar hafði hugsað sér að snúa sér að öðrum verkefnum í kringum fimmtugsaf- mæli sitt á næsta ári enda yrði hann þá búinn að vera í sama starfinu í 20 ár. Það varð hins veg- ar að samkomulagi milli hans og stjórnar fyrirtækisins að réttara væri að framkvæmdastjóraskiptin yrðu núna þegar vinna samkvæmt nýrri stefnumótun er að hefjast. „Maður hugsar oft þegar maður hefur verið 20 ár í sama erilsama starfinu hvort tími sé kom- inn til að breyta til,“ sagði Gunnar í gær. „Það hefði ekki verið eðlilegt að sá sem ætti eftir að vera stutt- an tíma tæki þátt í framtíð- arskipulagi." í samræmi við stefnu- mótunina verða ýmsar breytingar gerðar á verk- efnum og hlutverki dóttur- fyrirtækisins DB-hugbúnað- ar og hefur Gunnar sam- þykkt að stýra þeim áfram. Eins og að fara frá barni Gunnar var frumkvöðull í korta- viðskiptum á íslandi ásamt félögum sínum árið 1980 og hann sagði að við þessa ákvörðun liði sér eins og hann væri að fara frá barninu sínu enda hefði gengið á ýmsu á þessum tæplega 20 árum. „Það má segja að margt hafi komið á óvart,“ sagði hann. „Við reiknuðum með að ná miklu flugi í upphafi en það voru margir þrösk- uldar þegar við byrjuðum. Það var ekki fyrr en Versl- unarbankinn og Útvegs- bankinn tóku við sér árið 1982 að hjólin fóru að snú- ast fyrir alvöru og fólk al- mennt fór að fá sér kort. Síðan varð önnur bylting þegar debet-kortin komu 1994 og 1995. En ég hefði ekki sagt fyrir um það árið 1980 að yfir 80% af færslum á neytendamark- aði yrðu á rafrænan hátt og ávís- anir nánast horfnar." Gunnar sagðist ekki geta verið annað en sáttur þegar hann færi frá borði og fyrirtækið væri vel statt fjárhagslega: „Markaðshlutur okk- ar er milli 26 og 27% og arðsemi af fyrirtækinu góð.“ Gunnar R. Bæringsson Morgunblaðið/Halldór ÞÓRARINN V. Þórarinsson, stjórnarformaður Landssímans, segir að myndun viðskiptablokka í símaþjónustu kunni að kalla á nána sam- vinnu við eitt eða fleiri erlend símafyrirtæki. um nær 11%. Þessi þróun mun halda áfram og einingarverð í síma- þjónustu mun lækka og þá ekki síst millilandaþjónusta.“ Erlend eignaraðild ekki útilokuð Þórarinn sagði að mikilvægustu verkefni Landssímans sneru að skipulagsmálum og því að fá niður- stöðu um það hvort, hvernig og hvenær eignarhaldi fyrirtækisins yrði breytt. „Hvað varðar umræðu um eignarhald leyni ég því ekki að frá sjónarmiði fyrirtækisins væri æskilegt að sem flestir af viðskipta- mönnum þess væru jafnframt eig- endur sem létu sig hag þess varða. Eg vil líka láta koma fram að mynd- un viðskiptablokka í símaþjónustu kann að kalla á nánari samvinnu við eitt eða fleiri erlend símafyrirtæki. Þótt ég sé sjálfur sannfærður um mikilvægi þess að tryggja stöðu ís- lensks símafyrirtækis, þá hygg ég að óvarlegt sé að útiloka sölu á litl- um hluta til erlends samstarfsaðila. Það gæti einmitt verið liður í því að tryggja stöðu og sjálfstæði Lands- símans og aðgang hans að nýjung- um í tækni og þjónustu þegar á frumstigi. Allt hlýtur þetta að vera til skoðunar á þessu ári með það skýra markmið að leiðarljósi að teysta og efla Landssímann." Ekki rétt að skipta Landssímanum í tvennt Halldór Blöndal samgönguráð- herra fjallaði um þá skoðun að rétt væri að skipta Landssímanum í tvö fyrirtæki, grunnnetsfyrirtæki og þjónustufyrirtæki. I skýrslu sér- fræðinganefndar samgönguráðu- neytisins, sem kynnt var í vikunni, var komist að þeirri niðurstöðu að hætta væri á að slík skipting tor- veldaði uppbyggingu grunnnetsins í framtíðinni. Enn fremur sé rétt að hafa í huga að skipting af þessu tagi hafi ekki verið framkvæmd í öðrum löndum. ,;Það er afar mikilvægt fyr- ir okkur Islendinga að hér á landi sé öflugt fjarskiptafyrirtæki til þess að við getum fylgst með í alheimsþró- uninni og haft bolmagn til að taka þátt í flóknum og viðamiklum al- þjóðaverkefnum. Skipting Lands- símans í tvö meginfyrirtæki myndi draga úr þrótti hans og minnka lík- ur á að hann gæti staðið óstuddur í framtíðinni." Hugað að einkavæðingu Halldór sagði að hugmyndir nefndarinnar um einkavæðingu Landssímans og sölu hlutafjárins í þrem áfóngum væru mjög athyglis- verðar. Kominn væri tími til að um- ræður um einkavæðingu fyrirtækis- ins yrðu skarpari og einbeittari svo niðurstöður gætu legið fyrir. „Af þeim sökum hef ég í dag skipað starfshóp til að meta áhrif eignar- halds ríkisins á stöðu og möguleika Landssíma íslands og hvort æski- legt sé að ríkið selji af eignarhluta sínum í fyrirtækinu. Starfshópurinn á að gaumgæfa sérstaklega hvaða áhrif breytt eignarhald geti haft á hagsmuni fyrirtækisins, viðskipta- manna þess og starfsmanna." Gert er ráð fyrir að starfshópur- inn skili samgönguráðherra áliti sínu og tillögum fyrir 15. september 1998. Dow Jones í yfir 9000 punkta New York. Reuters. DOW JONES hlutabréfavísital- an hækkaði í yfir 9000 punkta í fyrsta skipti í gær, tæpum níu mánuðum eftir að hún komst yfir 8000 punkta Skömmu eftir opnun í Wall Street hafði Dow hækkað um 13,71 punkt í 9000,59. Vísitalan komst yfir 8000 punkta 1. júlí 1997. GO býður ódýrt flug til Rómar London. Reuters. „GO“, hið nýja flugfélag British Airways sem býður ódýr far- gjöld, hefur tilkynnt að áætlun- arflug félagsins milli London og Rómar muni hefjast í næsta mánuði og fargjaldið verði 100 pund. Það er lægra verð en í boði er hjá Debonair, eina evrópska flugfélaginu sem býður afslátt á þessari leið og einum harð- skeyttasta andstæðingi nýja fé- lagsins. VW hækkar tilboð í Rolls-Royce Frankfurt. Reuters. HLUTABRÉF í þýzka bíla- framleiðandanum Volkswagen snarhækkuðu í verði í gær þeg- ar fyrirtækið staðfesti að það hefði hækkað tilboð sitt í Rolls Royce. Bréfin hækkuðu bæði vegna sterks dollars og bollalegginga um að hækkað tilboð VW geti slegið út 340 milljóna punda til- boð BMW, sem móðurfyrirtæki Rolls-Royce, Vickers, hafði samþykkt til bráðabirgða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.