Morgunblaðið - 04.04.1998, Qupperneq 28
I
28 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998
LÍFSSTÍLL
Þér veitir ekki
af smá and-
litslyftingu...
Húðin er stærsta líffærið og því verðum
við að hugsa vel um hana, segir María
Marteinsdóttir snyrti- og fótaaðgerðafræð-
ingur, sem býður upp á nýja hljóðbylgju-
tækni við húðverndun. Sveinn Guðjónsson
lagðist á bekkinn hjá henni og var snyrtur
og snurfusaður í bak og fyrir.
Morgunblaðið/Kristinn
MARIA Marteinsdóttir með „Sonocare-tækið“ í höndum og skjólstæðing á bekknum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
BRYNJA Dagbjartsdóttir með „coilagene-maska“ og Gerður Pálsdótt-
ir með „rósablaðamaska“, Iukkulegar með lífið og tilveruna.
HÚÐVERNDUN er vax-
andi þáttur í lífsstíl nú-
tímamanna, einkum and-
litsmeðferðir og meðferð-
ir á fótum og höndum. Snyrtifræð-
ingum ber saman um að enn sem
komið er séu það fyrst og fremst
konur sem leiti til snyrtifræðinga, en
þó færist sífellt í vöxt að karlmenn
láti snyrta húð sína. „En það eru
einskonar kynslóðaskipti í þessu
ennþá og mun algengara að yngri
karlmenn komi í snyrtingu, þótt
þörfin sé ekki síðri hjá þeim sem
eldri eru,“ segir María Marteinsdótt-
ir, snyrtifræðingur, og bætir síðan
við brosandi: „Mér sýnist þér nú til
dæmis ekki veita af smá andlitslyft-
ingu. Orðinn ansi eitthvað þreyttur
og þvældur að sjá . . - og undir
þessi orð snyrtifræðingsins getur
greinarhöfundur vissuiega tekið af
heilum hug. María kvaðst hins vegar
treysta sér til þess að ná burt hrukk-
unum og jafnvel baugunum undir
augunum líka, en þá þyrfti undirrit-
aður að sýna þolinmæði og mæta
nokkuð reglulega næstu vikurnar.
Heilsuvemd og listgrein
María lærði snyrtifræði hjá Mar-
gréti Hjálmtýsdóttur og útskrifaðist
árið 1976 og hefur starfað við fagið
frá upphafi og á árunum 1985 til
1987 lærði hún ennfremur fótaað-
gerðir hjá Eygló Þorgeirsdóttur og
hefur stundað fótaaðgerðir síðan,
jafnframt andlitsaðgerðum, hand-
snyrtingu og almennri snyrtingu og
húðvemdun. Hún valdi sjálf innrétt-
ingar í snyrtistofu sína, sem er til
húsa í heilsulindinni Fínnr línur við
Armúla, en Inga Sigurjónsdóttir
arkitekt hannaði þessi nýju og
smekklegu húsakynni. María kvaðst
hafa tekið mið af reynslu sinni við
valið á innréttingum á snyrtistof-
unni:
„Ég lít á þetta sem hálfgerða
skurðstofu og til dæmis lét ég leggja
þrjá vaska í fótaaðgerðastofuna.
Einn er til að skola niður húðleifun-
um, annar er fyrir áhöldin og þann
þriðja nota ég til að þvo mér um
hendumar. Það hafa nú sumir bros-
að að þessu „vaska-veseni“ í mér, en
mér finnst nauðsynlegt að hafa þetta
svona af hreinlætis- og heilbrigðisá-
stæðum," segir María máli sínu tii
stuðnings.
Hún heldur því líka fram að húð-
snyrting sé ekki aðeins angi af heilsu-
vemd heldur megi einnig h'ta á hana
sem listgrein. „Ég fer ekkert ofan af
því að ég er með listamannshendur,"
segir hún og kveðst hafa þær frá föð-
ur sínum, Marteini Davíðssyni,
steinsmiði, sem nú er látinn, en hann
var virtur listamaður í sinni grein og
meðal annars sæmdur fálkaorðunni
fyrir störf sín. María segir mér að nú
hafi sonur hennar, Marteinn Sveins-
son, tekið við starfi afa síns.
Hljóðbylgjutæknin
Það sem er ef til vill merkilegast
við snyrtistofu Maríu Marteinsdótt-
ur er Sonocare-tækið, sem sendir frá
sér hljóðöldur inn í húðina og María
telur að muni gjörbylta núverandi
aðferðum, sem notaðar eru við húð-
vemdun. Tækið er framleitt af Ella
Baché, sem er fyrsta rannsóknar-
stofan til að taka hátíðnihljóð í þjón-
ustu sína, en fegrunarefni og snyrti-
vörur frá þessu fyrirtæki hafa verið
notaðar víða um heim í yfir hálfa öld,
með góðum árangri að sögn Maríu.
Sonocare-hljóðmeðferðin sameini því
reynslu á sviði fegrunarefna og
tækniþekkingar.
Tækið sendir frá sér svokallað
„ultrasound“ eða úthljóð, sem er fín-
gerður titringur eða hljóðöldur, sem
ganga inn í húðina, en notkun út-
hljóðs á húðvefinn hefur tvenns kon-
ar áhrif: Annars vegar ííngerð nudd-
eða núningsáhrif og hins vegar hita-
áhrif, eins og þegar húð er nudduð
með fingri. Þessi áhrif verka hvert
með öðm og leiða til ýmissa líffræði-
legra áhrifa svo sem hraðari efna-
skipta í húðfrumum, áhrifa á band-
vef með minnkun hrömunaráhrifa í
húðvef, áhrifa á taugakerfi, þar sem
útvíkkun verður á æðakerfi húðar-
innar sem bætir hreinsigetu hennar.
Einnig hafa úthljóðin áhrif á svita-
holur með því að þrýstingur frá
hljóðbylgjunum örvar upptöku
virkra efna, sem eru þá í svokölluðu
„gel-formi“.
Fallegir fætur
María leggur þó áherslu á að hún
bjóði upp á ýmsar fleiri aðferðir en
híjóðbylgjutæknina frá Ella Baché,
þar sem hún vinnur með mismun-
andi „gel“ eftir því hver vandinn er
hverju sinni, til dæmis hvort um er
að ræða bólur, háræðaslit, brúna
bletti eða hrukkur og einnig er boðið
upp á sérstaka súrefnismeðferð fyrir
reykingafólk, sem er komið með grá-
an hörundslit vegna lélegs blóðflæð-
is. ,Auk þess býð ég upp á hand-
snyrtingu, fótaaðgerðir, förðun og
raunar allt sem viðkemur almennri
snyrtingu,“ segir María.
Greinarhöfundur ákvað nú að fara
í allsherjar fótaaðgerð enda sagði
María að slíkar aðgerðir væru afar
hollar fyrir alla, ekki síst þá sem
komnir em af léttasta skeiði. Að-
gerðin hófst með fótabaði og síðan
rauð María fætuma smyrslum,
pakkaði svo annarri inn í þar til
gerða hosu og hóf vinnuna á hinni.
„Þú ert nú með tiltölulega fallega
fætur, miðað við aldur og fyrri
störf,“ sagði hún brosandi og þessi
ummæli glöddu vissulega hjarta
blaðamannsins. Stóllinn er upphitað-
ur og það fer afar vel um mann á
meðan á aðgerðinni stendur og á eft-
ir er maður eins og nýsleginn tú-
skildingur til fótanna og einhvem
veginn allur frískari og fjömgri. Satt
að segja minnist undirritaður þess
ekki að hafa liðið betur í fótunum í
annan tíma.
„Svo er hér skemmtileg tilraun í
gangi,“ bætir María við að öllu þessu
loknu. „Þetta er eins konar „húð-
hressing", þar sem fólk getur komið
og við kennum því hreinsun og nær-
ingu húðarinnar ásamt því að laga
smávægileg húðvandamál. Húðin er
nú einu sinni stærsta líffærið og því
mikilvægt að fólk fari vel með hana
og við viljum hjálpa því til þess,“
segir María Marteinsdóttir og
kveðst sannfærð um að húðverndun
sé nútímamönnum eins mikilvæg og
önnur heilsurækt.
Hvað er oflæti?
GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Spurning: í pistli þínum nýlega
ræðir þú um fólk sem aldrei telur
sig eiga sök á nokkmm hlut og þá
sem telja sig vita allt best. Er
þetta ekld skylt því sem nefnt er
oflæti? Hvað er oflæti og getur
það verið sjúklegt?
Svar: I Orðabók Menningarsjóðs
er oflæti skilgreint sem dramb,
steigurlæti, hroki, mikillæti í fasi
og klæðaburði. Oflátungur er í
samræmi við það yfirlætisfullur,
steigurlátur maður, maður sem er
mikill á lofti, spjátmngur. Slíkir
einstaklingar hafa því uppblásið
sjálfsálit og em ekki líklegir til að
finna sök hjá sjálfum sér, þótt
ekki þurfi þetta alltaf að fara
saman. Oflátungar komast oft
langt í lífinu, vekja tiltrú og
traust annarra fari þeir vel með
oflátungshátt sinn og virka ekki
hlægilegir á aðra. Nóg er af fólki
sem þjáist af vanmetakennd, sem
er andstæða oflætisins, og dáist
að sjálfstrausti oflátungsins, setur
hann á stall og velur sér hann að
foringja. Því eiga oflátungar oft
greiða leið til valda, sem magnar
oflæti þeirra enn meir. Eins geta
þeir sem fyrir verðleika sína hafa
komist í valdastöður fyllst oflæti.
Það er sagt að vald spilli mönn-
um.
Oflátungar hafa yfirleitt lítið
innsæi í sjálfa sig og veikleika
sína. Þeir túlka veruleikann eins
og hentar þeim best. Að þessu
leyti er oflæti vamarháttur sem
bæði kemur í veg fyrir rétt mat á
kringumstæðum og eigin per-
sónu.
Oflæti er einkenni, sem getur
verið ríkur þáttur í sjálfmiðuðum
persónuleika, jafnvel í svo miklum
mæli að um persónuleikatruflun
geti verið að ræða. Slíkum ein-
staklingum finnst þeir vera mjög
mikilvægir og merkilegir, dreym-
ir um frægð og frama, blanda
Oflæti
helst geði við fræga og valdamikla
fólkið, þ.e. sína líka, þarfnast
stöðugrar aðdáunar annarra, en
sýna þó öðru fólki gjarnan hroka
og yfirlæti, jafnvel mannfyrirlitn-
ingu.
Orðið oflæti er líka notað í lítið
eitt annarri merkingu sem þáttur
í geðhvarfasýki hjá sjúkhngum
sem sveiflast upp í örlyndi
(hypomania), og er það þá and-
stætt við fálæti eða depurð. Það
er einkenni sem varir um tak-
markaðan tíma og þarf ekki að
vera ríkjandi persónuleikaein-
kenni hjá sjúklingunum. Örlyndi
er þá megineinkenni þeirra, en
ekki endilega oflátungsháttur.
Þeir eru óhemju bjartsýnir, fullir
sjálfsálits og dreymir stóra
drauma. Þeir þurfa htið að sofa,
tala mikið, hugsunin flýgur hratt
og þeir eru mjög athafnasamir.
Oft fylgir þunglyndi og vanmeta-
kennd í kjölfarið.
Sjaldnast er þó litið á oflæti eða
oflátungshátt sem sjúkdóm, held-
ur persónueinkenni og hegðunar-
mynstur, sem fólk leggur siðferði-
legt gildismat á. Biblían varar við
oflátungshætti. Dramb er falli
næst. Eða eins og segir í orðs-
kviðum Salómons: „Drambsemi
er undanfari tortímingar og oflæti
veit á fall.“ Það er ljótt að vera of-
látungur. Bömum er kennt að
hreykja sér ekki eða monta sig,
og það er talin dyggð að vera auð-
mjúkur og finna til vanmáttar
síns. Slík innræting getur þó
gengið of langt og skapar stund-
um varanlega vanmetakennd hjá
börnum og kemur í veg fyrir að
þau meti sig að verðleikum eða
njóti hæfileika sinna. Hrós og
uppörvun eru mikilvæg fyrir
barnssálina og leggja grunninn að
hæfilegu sjálfstrausti og sjálfs-
virðingu síðar á ævinni. Lengi býr
að fyrstu gerð. Oflæti kann á hinn
bóginn stundum að stafa af
langvarandi ofdýrkun á baminu
án þess að leiðbeiningar og gagn-
rýni fylgi með. Þá er hætta á að
bamið fái óraunsætt mat á sjálfu
sér og finnist það vera einstakt og
yfir aðra hafið. Oft má þó sjá
dulda og djúpstæða vanmeta-
kennd að baki oflátungshegðun,
sem er þá vöm eða uppbót fyrir
vanmetakenndina.
oLesendur Morgunblaðsins geta
spurt sálfræðinginn um það sem
þeim liggur á hjarta. Tekið er á
móti spurningum á virkum dögum
milli klukkan 10 og 17 i sima
5691100 og bréfum eða símbréfum
merkt: Vikulok, Fax: 5691222.
Ennfremur símbréf merkt: Gylfi
Ásmundsson, Fax: 5601720.