Morgunblaðið - 04.04.1998, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
SÆTÚN8 SlMI 569 1500
www.ht.is
[ofvirk: það sem gerist varla betra]
[illa beisik: afar viðsættanleg] [heimilistæki: rafmagnstæki til heimilisnota]
Nt. i
fPHIMPS
HLJÓMTÆKJA-
SAMSTÆÐA
• 2x1 oow pyw ,
• 3jadiska r ’v
»Incredible Surround
»RDS með klukku
Verð 39.900 kr. stgr.
Nk. 2
PHILIPS
HLJÓMTÆKJA-
SAMSTÆÐA
vj
2x160W
3ja diska
Incredible Surround
RDS með klukku
Verð 59.900 kr. stgr
SANYO 5
FERÐATÆKI M/CD
24 stöðva minni _ . _ V
Fjarstýring MC£j<2rO f
Verð 18.900 kr. stgr
' , Þu getur unnið tveggja vikna
rirstora enskunámskeið ÍTorbay á Englandi
?nta ef þú kaupir hljómtaekjasamstæðu
hjá Heimilistækjum fyrir 31. maí.
Námskeiðið er ætlað fólki á aldrinum 13-18 ára.
Nafn vinningshafa verður dregið úr lukkupotti í
, beinni útsendingu á FM 95,7.
SANYO
FERÐATÆKI M/CD
• Ofiugt og gotttæki MCDZjOO
Verð 14.900 kr. stgr.
Heimilistæki hf
MH
Mynd/Kristján Kristjánsson
MEÐ fjaðrabliki draums.
Draumboðinn ljúfi
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns
ÞAÐ hendir marga að vakna upp
frá draumi með svo þægilega til-
fmningu og sætan keim í sinni að
þeir eru sem á bleiku skýi langt
fram á dag. Samt muna þeir yfir-
leitt ekki mikið af þessum ljúfa
draum, einungis slitur og mynd-
brot hér og þar, engin heil hrif.
En það sem draumurinn skildi
eftir fær mann til að brosa í um-
ferðinni og bjóða fólki góðan dag
langt fram á kvöld. Þessir
draumar færa með sér boð um
betri tíð þó óljós séu, en þau skila
sér engu að síður sem sannleiks-
korn til vökunnar. Boðin ýta á
dreymandann að þroska með sér
þá hæfileika sem honum eru
vænlegastir til framfara og vekja
þá góðu eiginleika sem hann hef-
ur ásamt getunni til að greina þá
og aðlaga vökuvitund sinni og lífi.
Draumboðin opna á lausnir sem
huldar eru vökuaugum og geta
reynst happadrjúg þeim er
svefnaugum sínum sinna. Eitt
svona boð barst mér til eyrna frá
konu sem sagði að sig hefði
dreymt það að örsökina að flens-
unni sem herjar á hross landsins
væri að finna í úrfallinu frá um-
brotunum í Vatnajökli árið 1996.
„Forvitin“
sendir draum
Ég þurfti að ná í ákveðinn
áætlunarbíl og vissi að ég hafði
nauman tíma, samt var eins og
ég flýtti mér ekki. Mér fannst ég
fara aftur inn (fannst það vera
heima hjá syni mínum) til að
klæðast úlpu (grænni) þó að það
seinkaði mér nokkuð, ég nennti
ekki að reima skóna sem voru ný-
ir hvítir gamaldags strigaskór
með löngum hvítum reimum,
hálfreimaðir. Ég hleyp út til að
ná vagninum og sé að hann er
lagður af stað í áttina til mín og
rauður vagn á undan. Ég þykist
sjá að ég geti stytt mér leið beint
af augum og geri það, en hugsa
að ég geti ekki hlaupið með
skóna svona lausa á mér. Þegar
ég lít niður sé ég að moldardrulla
hefur slest upp á skóna og skálm-
amar, en mér finnst það ekkert
tiltökumál. Er ég lít upp aftur sé
ég rauða vagninn koma en minn
vagn (var eins og áætlunarbíllinn
sem gengur milli Reykjavíkur og
heimabyggðar minnar) hafði
beygt niður aðra götu og var á
leið í burtu frá mér og það fannst
mér slæmt.
Ráðning
Draumurinn tengist samfé-
lagsábyrgð (áætlunarbíllinn)
þinni og þeirri ætlan þinni að
hlaupast undan merkjum (striga-
skórnir). Hann segir að sú gerð
mundi hafa neikvæðar afleiðing-
ar (moldardrullan) og því er
draumurinn að árétta (rauði
vagninn) við þig að hugsa þinn
gang og breyta rétt.
Draumur
„Gluggans"
Ég var staddur á verðlaunaaf-
hendingu fyi’ir bestu bækur árs-
ins. Með mér var kona mín og
tveir bestu vinir mínir ásamt
konum þeirra. Ég tók eftir því að
annar þeirra var búinn að skipta
um eiginkonu, mér þótti það
nokkuð skrýtið þar sem ég vissi
ekki til þess að nokkuð hefði
bjátað á í fyrra hjónabandi hans.
Þessi nýja kona hans var nokkuð
glennuleg en þó líkaði mér ekk-
ert illa við hana. Ekki hlaut ég
verðlaun á þessari hátíð en mér
var nokkuð sama. Þegar hátíð-
inni var lokið kvöddum við vin
minn og nýju konuna hans, ég
tók sérstaklega eftir því að kona
hans kyssti mig og hinn vin minn
óþarflega fóstum koss bless. Það
næsta sem gerðist var að ég, vin-
ur minn og konur héldum gang-
andi að Ingólfsfjalli. Ég varð
fljótlega viðskila við hópinn og
ráfaði eitthvað út í myrkrið enda
í þungum þönkum útaf nýju bók-
inni sem ég ætlaði að fara að
skrifa. Reyndar var ég líka að
hugsa um að steypa saman tveim
bókum sem ég var búinn að
skrifa og gefa út sem eina bók.
Ég ranka við mér þegar vinur
minn kallar í mig og spyr mig
hvert ég sé að fara, hvort ég vilji
ekki koma með þeim í áttina að
fjallinu. Þá sé ég að það er farið
að birta af degi, ég lít í áttina að
ánni og þar sé ég konu mína og
konu vinar míns skokka rólega
með árbakkanum. Vinur minn
kemur til mín og leiðir mig í átt-
ina að hól einum, þar hittum við
eiginkonur okkar í sama mund.
Allt í einu verður gríðarlega fal-
leg sólarupprás, sólin kemur upp
fyi-ir ofan fjallið og þetta er fal-
legasta sjón sem við höfum séð.
Sólin er svo sterk að hún kveikir i
trjám í fjallinu.
Ráðning
Draumurinn fjallar uin per-
sónu þína og langanir. Þú virðist
af draumnum að ráða hafa átt
þér fyrra líf í galsa (vinkonan
glennulega) en sért nú orðinn
ráðsettari (engin verðlaun/þungir
þankar), þó er ekki laust við að
þig langi aftur í galsann og um þá
baráttu snýst draumurinn. Það
er hvora leiðina skuli velja, þá
galsafengnu, áhættusömu en
skemmtilegu eða þá ráðsettu og
nokkuð þurru leið sem þú ert nú
á. Draumurinn býður þér þá
nýlundu að steypa saman (bæk-
urnar tvær) bestu þáttum úr ólík-
um lífsstílum sem muni veita þér
þá gleði (sólin) sem þú óskar.
Hann talar einnig um að heima-
hagar (Ingólfsfjall) þínir séu best
til þess fallnir að framkvæma
gleðileikinn (sólin kveikir í trjám
í fjallinu).
• Þeir lesendur sem vilju fá
drauma sfna birta og ráðna
sendi þá með fullu nafni, fæð-
ingardegi og ári ásamt heimilis■
fangi og dulnefni til birtingar
til:
Draumstafir
Morgunblaðið
Kringlunni 1
103 Reykjavík