Morgunblaðið - 04.04.1998, Page 32
32 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998
MARGMIÐLUN
MORGUNB LAÐIÐ
SKJA
KORTIN
gera gæfumuninn
Voodoo2 er nýjasta
kortið frá Creative Labs.
DIAMÓND 11
monster JJL
er skjákort
Mótorhjólaleikur
aldarlnnar!!!
Otrúleg uppfffun
með 30 skjákortl
Nýjasta viðbótin
við Quakll
Herkænskuleikur
eins heir gerast
: bestir. Byggðu
í heimsveldi,
| deildu og
I drottnaðu.
Mac leikjunum
er alltaf að
MacOS
Kappaksturs-
leikurinn sem
fór yfír strikfð.
Leikur fyrir
ökunýðinga
Sími: 550-4444 • Skeifan 11
Póstkröfusíminn: 550-4400
Cubase býður upp á mun fleiri
möguleika fyrir notandann og
minnir um margt á nútíma hljóð-
ver. Viðmótinu er skipt niður í rás-
ir þar sem hver rás er ætluð fyrir
hvert hljóðfæri, neðst eru svo
hnappar til afspilunar, upptöku og
alls þess sem þekkist á segulbands-
tækjum, það er því frekar einfalt í
notkun. Að auki bjóðast svo mögu-
leikar sem ekki er að fínna á fjöl-
rása segulbandstækjum; í val-
myndum er hægt að sjá nótnaút-
skriftir af þvi sem tekið hefur verið
upp, styrkleika nótnanna, lengd
o.s.fi’v. Þessu er svo öllu hægt að
breyta, fjölfalda og færa til að vild,
mistök í upptöku skipta því litlu
máli. Á nýjustu „sequencing“-for-
ritunum er mögulegt að taka upp
hljóð samhliða MIDI-upptökunum,
þ.e. ef tölvan og hjóðkortið ráða við
það. Þar með getur heimilistölvan
orðið að litlu hljóðveri með litlum
tilkostnaði.
Tónlistarfólk úr öllum áttum
Eins og sást á mislitum hópnum
á námskeiði Nýja músíkskólans
hefur tónlistarfólk úr öllum áttum
áhuga. MIDI er löngu orðið fast í
sessi í öllum greinum tónhstar og
orðið tölvutónlist á ekki aðeins við
um danstónlist, nær allir tónlistar-
menn geta nýtt sér MIDI á ein-
hvem hátt. Þótt MIDI-kerfið sé að
nálgast tvítugt þá er það enn það
eina sinnar tegundar og tiltölulega
gallalaust. Enn er það ekki full-
nýtt, því aðeins þrír af fimm DIN-
pinnum tenglanna eru notaðir. Því
er talsvert svigrúm til breytinga og
uppfærslna, sögu MIDI-samskipta
er því líklegast hvergi nærri lokið.
Spáð í MIDI
Það skiptir æ meira máli fyrir
tónlistarmenn að kunna einhver
skil á tölvutækninni. Gísli
Árnason brá sér á MIDI-nám-
skeið hjá Nýja músíkskólanum.
SVIPMYNDIR frá MIDI-námskeiði Nýja músíkskólans.
MIDI-samskiptakerfíð hefur leikið
stórt hlutverk í allri vinnslu tónlist-
ar undanfarinn hálfan annan ára-
tug. Þótt það sé lítt þekkt meðal al-
mennings þá nýtir stór hluti tón-
listarmanna sér þessa tækni, bæði
eina og sér en einnig og kannski í
flestum tilvikum samhliða lifandi
hljóðfæraleik. En hvað er MIDI og
hver er uppruni þess? Nýi músík-
skólinn hefur boðið upp á kennslu í
MIDI bæði íyrir byrjendur og
lengra komna.
Frá því á seinni hluta áttunda
áratugarins og á upphafsárum þess
níunda höfðu hljóðgervla- og
hljómborðsframleiðendur verið að
prófa sig áfram með samskipta-
möguleika milli tveggja eða fleiri
rafhljóðfæra. Ávinningurinn við að
stjóma fleiri en einum hljóðgervli í
einu og að geta forritað þá á ein-
faldan hátt var mikill og þess
vegna mikill metnaður lagður í að
þróa samskiptakerfi sem þjónaði
tilgangi sínum á viðeigandi hátt.
I upphafí voru þó engir staðlar
til og hver framleiðandi þróaði sitt
kerfi, Roland-hljóðfæri voru t.d.
ekki samhæfð Yamaha og tilraunir
notenda til að samhæfa hljóðfæri
frá tveimur framleiðendum voru
yfirleitt gagnslausar eða jafnvel
hættulegar hljóðfærunum. Þörfln á
stöðluðu kerfí var augljós framleið-
endum ekki síður en notendum og
því sættust þeir stærstu loks á
MIDI-samskiptakerfið.
Fyrsta MIDI-hljómborðið
Fyrsta MIDI-hljómborðið var
framleitt 1983 af Roland-verk-
smiðjunum. MIDI-kerfið er byggt
á fimm pinna DIN-tengjum, svip-
uðum þeim sem tíðkuðust á hljóm-
tækjum snemma á síðasta áratug.
Það sendir þó aldrei hijóð gegnum
leiðslumar heidur stafræn merki. I
hverju hljómborði er lítil tölva sem
sendir og tekur á móti skilaboðum
sem síðan segja hljómborðinu t.d.
hvaða nótu á að spila og af hvaða
styrk. Með því að raðtengja nokk-
ur hljómborð eða trommuheila get-
ur tónlistarmaðurinn spilað á þá
alla með því einu að leika á þann
fyrsta í röðinni.
Að auki taka hljóðfærin við á
einni eða fleirum af sextán rásum
og með þar til gerðu forriti,
svokölluðum „sequencer", er
mögulegt að leika á öll hljóðfærin í
einu með því að forrita þau hvert
fýrir sig, þ.a.l. getur tónlistarmað-
urinn leikið á öll sín hljóðfæri einn
með því einu að forrita þau í gegn-
um tölvu. Þannig geta sparast um-
talsverðar upphæðir þegar ekki
þarf lengur að leigja hljóðfæraleik-
ara eða hljómsveit.
Meðferð hljóðgervla og MIDI
getur verið varasöm
Meðferð hljóðgervla og MIDI
getur þó verið varasöm því að
hljóðgervingarnar eru oft ekki
nægilega hollar upprunanum og
hljóma því illa. Á námskeiði Nýja
músíkskólans voru reynd tvö for-
rit, Band In A Box og Cubase
Score. Forritin eru mjög ólík að
gerð og notagildið einnig.
Band In A Box er einfalt forrit
sem útsetur lögin fyrir notandann,
hann slær inn hljómagang og
merkir viðlög og áherslupunkta að
vild. Svo getur notandinn breytt
um stíl að vild, valið stendur á milli
m.a. „Miami Rock“, „Reggae“ og
„Country". Með þessu eina forriti
uppsettu á heimatölvunni getur
hann byrjað að semja tónlist sem
nokkurs konar hljómsveitarstjóri
og þar sem í flestum nýjum hljóð-
kortum er lítill hljóðgervill þá þarf
byrjandinn ekkert annað en tölv-
una og forritið.
Band In A Box gefur þó lítið
svigrúm fyrir lengra komna og
metnaðarfulla hljómlistarmenn.
Forritið gerir ekki ráð fyrir því að
notandinn leiki tónlistina sjálfur
heldur með hljómaskipunum, t.d.
„Am7“ og „E“, og þótt vissulega sé
þægilegt að geta sett einleik í
frumsamið verk með því einu að
gefa skipunina „Miles Davis“ eða
„Clapton solo“, þá langar líklegast
flesta að gera tónlistina eftir sínu
höfði í stað þess að notast við staðl-
aðan undirleik. Þar kemur Cubase
Score til sögunnar.
Cubase-forritin meðal þeirra
bestu
Cubase-forritin hafa verið meðal
þeirra bestu í þó nokkur ár og voru
t.d. notuð í Atari-tölvum sem þóttu
með því besta í leikjum og tónlist á
seinni hluta níunda áratugarins.
Rúm: 34.700
150x200sm
Náttborð: 12.400
Skápur: 44.600
Stofuborð: 26.500
130 x 74x85 sm
Stóll: 8.700
Það er ekki nóg að dreyma um falleg fúruhúsgögn
Þú þarft að vita hwar þau fást P)
Skrifborð: 36.900
TM - HUSGOGN
SIÐUMULA 30
Qp5: Mán-fös. 9-18
• SIMI 568 6822
■ Lau,10-1S • Sun, 14-16
Furuhúsgögn Dýnur
Stólar Rúm
Skrifstofuhúsgögn Sófasett
3000 m2
Sýningarsalur