Morgunblaðið - 04.04.1998, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 49,
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
D-7 var vel spilandi og
atvinnumannsleg.
KORKVUDD spilaði kraft-
mikið einfalt rokk.
EINS konar tölvupönk frá Farmerum.
Fjör úr sveitinni
TONLIST
T ó n a b æ r
MÚSÍKTILRAUNIR
Lokaundanúrslitakvöld Músíktil-
rauna Tónabæjar. Þátt tóku hljóm-
sveitirnar Ambindrylla, Óvana,
Equal, D-7, Körkvúdd, Farmerarn-
ir, Mosaeyðir, Vein, Sultur, Splæs-
ing Nönns og Útbrot. Haldið í
Tónabæ sl. fimmtudagskvöld.
UNDANKEPPNI MúsíktO-
rauna lauk síðastliðið fimmtu-
dagskvöld með keppni ellefu
sveita um að komast í úrslit. Að
þessu sinni voru hljómsveitirnar
allar utan af landi og fjölbreytni
meiri en áður í þessari tilrauna-
lotu. Úrslitakeppnin fór síðan
fram í gærkvöldi.
_ Fyrsta hljómsveit á svið var
Útbrot og hóf leikinn með ágætri
keyrslu. Söngur var ekki vel
heppnaður í fyrsta laginu en
batnaði er á leið og gítarleikur
var vel heppnaður.
Farmerarnir mættu bara tveir
til leiks, því einn gekk úr skaftinu
á síðustu stundu. Sveitin flutti
einskonar tölvupönk og gerði það
vel, ein fárra sveita í tilraununum
að þessu sinni sem voru að búa til
eitthvað alveg nýtt og hefði
kannski náð lengra ef gítarinn
hefði verið nýttur af viti.
Dauðarokkið lifir, eins og sann-
aðist í flutningi Splæsing Nönns,
en tónlist hennar jaðraði þó við
dauðapönk. Annað lag sveitarinn-
ar var harla gott, en hin ekki vel
heppnuð og vantaði í þau hugsun
og þunga. Öskrari sveitarinnar
stóð sig með prýði.
Fyrsta lag Veins hékk varla
saman, en þó það annað hafi ver-
ið betra spillti textinn verulega
fyrir ánægju áheyrenda. Söngur
var ómarkviss þrátt fyrir tilbrigði
í raddsetningu í síðasta laginu.
Sultur er efni í sveitaballasveit
og stefnir þangað ef marka mátti
framlag hennar. Fyrsta lag leið
fyrir sérkennilega raddsetningu,
annað lagið var kraftmikil
keyrsla en stefnulaus og það síð-
asta datt óforvarandis í sveita-
ballastemmu, la, la, la og svo
framvegis.
Mosaeyðir lék frumpönk með
hamagangi og látum og komst vel
frá sínu, sérstaklega í lokalagi
sveitarinnar, hálfgert dauðarokk.
Frábært lag sem hefði gjaman
mátt vera lengra.
Körkvúdd var fyrst á svið eftir
hlé og lék kraftmikið einfalt rokk
með prýðilegri keyrslu. Sérstak-
lega stóð gítai’leikari sveitarinnar
sig vel. Annað lag sveitarinnar
var þunglamalegt og textinn
heimsósómabull, eins og ortur
upp úr síðdegisblaði.
Úr Eyjum kom hljómsveitin
D7, sem var óhemjulengi að
koma sér af stað; að því er virtist
af einfaldri gleymsku. Ekkert var
þó út á sveitina að setja þegar
hún komst í gang, utan að textar
voru á ensku; óskiljanlegt í Ijósi
þess að enskumælandi sveit hef-
ur ekki unnið í Músíktilraunum í
mörg ár og ekki einu sinni komist
í úrslit. Söngvari sveitarinnar var
MOSAEYÐIR kunni
skil á frumpönki.
SULTUR er efni í
sveitaballasveit.
GÓÐUR gítarleikur
lyfti Utbroti.
bráðgóður og gítarleikarar, en
heldur hefði mátt draga úr skæli-
fetlafimleikum.
Equal var sú sveit sem kom
einna mest á óvart; byrjaði í ró-
legheitum með léttpoppað
techno, en skipti síðan um gír í
öðru laginu; herti takt og hljóma,
og stóð sig bráðvel.
Ambindrylla heitir kvennasveit
frá Akureyri. Fyrsta lag hennar
var ekki gott, en í öðru lagi mátti
heyra skemmtilegar pælingar
sem ágerðust í því þriðja.
Óvana bætti svo við enn einni
tónlistarstefnunni og brá fyrir sig
skarokki í ætt við það sem geng-
ur nú ljósum logum vestur í Am-
ríku. Sérstaklega var lokalag
sveitarinnar gott með magnaðri
keyrslu.
Óvana sigraði örugglega úr sal,
en dómnefnd valdi Equal og
Ambindryllu áfram í úrslit.
Árni Matthíasson
VEIN var ómarkviss.
SPLÆSING Nönns sannaði að dauðarokkið lifir.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ilagnarsson
Afmælismót Brids-
sambands Islands
23.-26. apríl
í TILEFNI af 50 ára afmæh
Bridssambands Islands verður
haldið veglegt afmælismót í hús-
næði BSI dagana 23.-26. apríl, en
Bridssambandið var stofnað 26.
apríl 1948.
Fimmtudag (sumardaginn
fyrsta) og föstudag verður spilaður
tvímenningur með svokölluðu
KLIPP-HOPP sniði og endað á
barometer með Monrad-fyrir-
komulagi. Laugardag og sunnudag
verður sveitakeppni með svipuðu
sniði og á Bridshátíð, þ.e. 10x10
spil með monrad-fyrirkomulagi.
Þekktir erlendir gestir taka þátt
í mótinu, og verður gestalistinn
kynntur fljótlega. Spilað verður um
vegleg peningaverðlaun, en keppn-
isgjöldum verður stillt í hóf og
áhersla lögð á, að sem flestir sjái
sér fært að taka þátt í mótinu og
fagna þessum tímamótum.
I tengslum við afmælismótið
bjóða íslandsflug og Lykil Hótel
Cabin flug og gistingu á góðu
verði. Slo-áning er hafin á skrif-
stofu BSÍ.
Bridsfélag
Húsavíkur
Lokastaðan í aðaltvímenningi
Bridsfélags Húsavíkur er þannig:
Björgvin - Guðmundur 154
Sveinn - Guðmundur 109
Heimann - Gunnar 100
Þórólfur - Einar 94
Magnús - Þóra 70
Friðgeir - Gaukur 59
Oli - Kristinn 57
Önnur pör enduðu undir miðl-
ungi. Spilaður var barómeter, 15
umferðir með 7 spilum í umferð.
Besta endasprettinn áttu Sveinn
og Guðmundur en þeir vora í 6.
sæti með 50 stig fyrir þrjár síðustu
umferðimar. Sigurvegararnir áttu
hins vegar 38 stig á næsta par fyrir
13. umferð og var sigur þeirra
aldrei í hættu.
Nú hefjast eins kvölds tvímenn-
ingar hjá bridsfélaginu. Spilað er á
mánudagskvöldum í félagsheimil-
inu og eru byrjendur sérstaklega
hvattir til að láta sjá sig.
Stjórn BFH vill koma á fram-
færi þakklæti til styrktaraðila aðal-
sveitakeppni og aðaltvímennings
félagsins. Enn fremur, kærar
þakkir fyrir að styrkja sveitir til
þátttöku í undankeppni og undan-
úrslitum Islandsmótsins í sveita-
keppni.
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Kópavogi
Þrjátíu og fjögur pör spiluðu
Mitchell-tvímenning sl. föstudag
og urðu úrslit þessi í N/S:
Bjöm Kristjánss. - Sæmundur Bjömss. 378
Kári Sigurjónss. - Páll Hannesson 362
Dóra Friðleifsd. - Guðjón Ottósson 362
Hæsta skor í A/V:
Eysteinn Einarss. - Lárus Herraannss. 366
Sigríður Pálsd. - Eyvindur Valdimarss. 362
Ólafur Ingvarsson - Jón Stefánsson 353
Á þriðjudaginn spiluðu 30 pör og
þá urðu úrslit þessi í N/S:
Eysteinn Einarss. - Lárus Hermannss. 391
Þórhildur Magnúsd. - Sigurður Pálsson 375
Valdimar Lárusson - Sigvaldi Guðmundss. 358
Hæsta skor í A/V:
Porleifur Þórarinss. - Þórarinn Árnason 365
Ólafur Ingvarsson - Rafn Kristjánsson 353
Sigríður Pálsd. - Eyvindur Valdimarss. 345
Meðalskor 312 báða dagana.
Bridsfélag Reyðarfjarðar
og Eskifjarðar
Tvímenningur var spilaður hjá
BRE þriðjudagskvöldið 24. mars
með þátttöku 16 para, tvö spil á
milli para. Úrslit urðu þessi:
Auðbergur Jónsson - Hafsteinn Larsen 260
Arai Guðmundsson - Jóhann Þorsteinsson 234
Aðalsteinn Jónsson - Gísli Stefánsson 233
Jón I. Ingvarsson - Jónas Jónsson 226
Þriðjudagskvöldið 31. mars
mættu 16 pör og fóra leikar
þannig:
Jón I. Ingvarsson - Jónas Jónsson 235
Einar Þorvarðarson - Óttar Guðmundsson 230
Atli V. Jóhannesson - Jóhann Þórarinsson 228
Sigurður Þórarinss. - Lovísa Kristinsd. 225
Bridsfélag
Akureyrar
Nú er Halldórsmótinu í sveita-
keppni með „board-a-match“ sniði
lokið. Mótið er haldið árlega til
minningar um Halldór Helgason
með tilstyrk Landsbankans á
Akureyri. Tíu sveitir tóku þátt og
urðu úrslit þessi:
Sv. Unu Sveinsdóttur 213 -
Sv. Ævars Ármannssonar 203
Sv. Ragnheiðar Haraldsd. 192
Sv. Kristjáns Guðjónss. 191
Sv. Frostrásarinnar 175
Sigursveitina skipuðu, auk Unu,
Reynir Helgason, Pétur Guðjóns-
son og Sigurbjörn Haraldsson.
Næstu tvö þriðjudagskvöld verð-
ur spilaður einmenningur sem
jafnframt er firmakeppni BA. I
keppninni um einmenningsmeist-
aratitilinn gilda tvö bestu kvöldin
af þrem.
UNGLINGA-SKIÐAPAKKAR
frá kr. 17.892 stgr.
jmm
TEXEL
KULUTJOLD frá kr. 6.900
BAKP0KAR
frá kr. 5.
S?o^j
ÚTIVISTARBÚDIM
við Umferðarmiðstöðina
Sími: 551 9800
http://www.mmedia.is/~sporti