Morgunblaðið - 04.04.1998, Page 52
52 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
+ Hilmar Sigþór
Einarsson, Sól-
bakka, Bakkafirði,
fæddist á Djúpalæk,
Skeggjastaðahreppi,
12. október 1914.
Hann lést á heilsu-
gæslustöðinni á
Vopnafírði 27. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Gunnþórunn
Jónasdóttir og Einar
Eiríksson, er bjuggu
á Djúpalæk. Hilmar
var elstur sex systk-
ina. Auk þess átti hann átta hálf-
systkin, samfeðra. Eftirlifandi
systkini hans eru: Laufey, sem
býr á Bjarmalandi er byggt var í
Djúpalækjarlandi; Bergljót, býr í
Norðfirði; Aðalheiður og Þór-
hallur, búsett á Akureyri.
Hinn 28. desember 1957
kvæntist Hilmar Þórhöllu Jónas-
dóttur frá Dalhúsum í Skeggja-
staðahreppi. Foreldrar hennar:
Hilmar bróðir minn er látinn á
84. aldursári. Alltaf kemur það á
óvart þegar frétt um andlát náins
ættingja og vinar berst. Það er eins
og manni finnist að allt hljóti að
verða óbreytt um ókomna framtíð
þótt öll rök segi annað.
Þegar Hilmar var hér á ferð síð-
astliðið sumar sagði hann við mig
að nú væri komið að lokum hjá sér.
Mjög skýrir draumar, sem hann
sagði mér, segðu sér þetta. Svo viss
var hann í sinni sök að hann vildi
ekki láta dragast að biðja mig um
að sjá um ákveðinn þátt við útfór
sína. Það væri ekki víst að við sæj-
umst aftur. Það varð þó, þegar
hann kom hér á sjúkrahús á Akur-
eyri í vetur.
Hilmar var alinn upp hjá foreldr-
um sínum á Djúpalæk fram á ung-
lingsár, en faðir okkar lést vorið
1937 og tók þá við búi eldri bróðir.
Hilmar fór sem vinnumaður til
Lúðvíks kaupfélagsstjóra á Bakka-
firði, en síðar gerðist hann sjómað-
ur, fyrst hjá Þórhalli móðurbróður
okkar. Á þessum árum tíðkaðist
það að allir sem vettlingi gátu vald-
ið fóru á vetrarvertíð á Suðurlandi.
Hilmar slóst í þann hóp en var
heima á sumrin. Einnig vann hann
við virkjanir, bæði í Andakíl og við
Ljósafossvirkjun, en síðustu ára-
Hjónin Ólöf Jóns-
dóttir og Jónas
Gunnlaugsson, bóndi
og póstur. Þau
Hilmar og Þórhalla
eignuðust tvo syni:
1) Steinar, oddvita
og verkstæðiseig-
anda á Bakkafirði.
Hann á fjögur börn
með fyrri konu
sinni, Matthildi
Gunnlaugsdóttur.
Þau eru: Gunnþór-
unn, Hilma, Gunn-
laugur og Þórhalla
Kolbrún. Steinar er nú í sambúð
með Sjöfn Aðalsteinsdóttur
verslunarstjóra. 2) Hilmar Þór,
framkvæmdastjóra á Þórshöfn.
Kona hans er Freyja Önundar-
dóttir, myndlistarmaður og
kennari. Þau eiga tvö böm, Evu
Maríu og Hilmar Þór.
Útför Hilmars fer fram frá
Skeggjastaðakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
tugi hafa Hilmar og Þórhalla verið
búsett á Bakkafirði í húsi sínu sem
heitir því fallega nafni Sólbakld.
Þar gerði hann út sinn eigin bát í
fjölda ára.
Hilmar bar hag Bakkafjarðar
mjög fyrir brjósti. Hann eins og
fleiri gerðu sér grein fyrir því að sú
kyrrstaða sem þar hafði ríkt gengi
ekki iengur. Ef staðurinn átti ekki
að leggjast í auðn voru róttækar
aðgerðir nauðsynlegar.
Frá Bakkafirði er stutt á góð
fiskimið og því vildu margir róa
þaðan. En það vantaði alla aðstöðu,
bæði hvað hafnaraðstöðu snerti og
einnig að losna við fiskinn. Því var
það að Hilmar keypti aflagða sfld-
arverksmiðju á staðnum og stofnaði
þar Fiskiðjuna Bjarg sem vai- salt-
fiskverkun. Þetta þýddi að nú gátu
menn valið á milli þess að selja fisk-
inn beint úr bát eða halda áfram að
verka sjálfir, oftast við erfiðar að-
stæður. Þetta opnaði ekki síður
möguleika fyrir aðkomusjómenn
sem gjarnan vildu róa frá Bakka-
firði, auk þess að skapa mikla vinnu
í landi. Þessi rekstur gekk mjög vel
og var saltfiskur frá Bakkafirði við-
urkennd gæðavara.
En það þurfti meira til en að geta
losnað við fiskinn þegar að landi
var komið. Það vantaði líka höfn
MINNINGAR
þar sem öruggt væri að geyma báta
milli róðra. Fyrir þeim úrbótum
barðist Hilmar ötullega ásamt öðr-
um heimamönnum þar til viðunandi
hafnaraðstaða var fengin.
Eg held að segja megi að þessar
framfarir, sem að framan er getið,
hafi ráðið úrslitum um framtíð
Bakkafjarðar. Hilmar seldi fisk-
verkunina fyrir allmörgum árum.
Hilmar var ekki langskólageng-
inn en hann var víðlesinn og því síð-
ur en svo ófróðari en margir þeir
sem vermt hafa skólabekki árum
saman. Því var það að honum voru
snemma falin ýmis störf fyrir
byggðarlagið. Hann var í hrepps-
nefnd, formaður sóknarnefndar,
formaður verkalýðsfélagsins og
sótti fundi og þing á þess vegum.
Því kom upp sú skrýtna staða eftir
að hann var orðinn aðalatvinnurek-
andinn á Bakkafirði að hann var
líka formaður verkalýðsfélagsins.
Hann sagði í spaugi að það ætti að
vera auðvelt fyrir atvinurekandann
og formanninn að ná samningum,
en hann sagði fljótt af sér for-
mennskunni.
Hilmar var mikill tilfínninga-
maðurr. Hann mátti ekkert aumt
sjá og var alltaf tilbúinn að veita
þeim aðstoð sem á þurftu að halda.
Mig langar að gera orð bróður okk-
ar úr ljóðinu „Játast“ að hans orð-
um:
Eg er ekki maður til mikils
en mig heftir alltaf langað
að sýna þeim meðbróður mannúð,
sem minnstur er fyrir sér,
og rétta þeim hönd til hjálpar,
sem hlekkina þyngstu ber.
(Kristján frá Djúpalæk.)
Hilmar var mjög fróður og minn-
ugur um allt sem snerti heima-
byggðina og það fólk er þar hefur
búið um langan aldur. Þessu minni
og skemmtilegri frásagnargáfu hélt
hann til síðustu stundar.
Kæri bróðir! Þótt leiðir okkar
hafi ekki legið saman að staðaldri
síðustu árin hefur samband okkar
alltaf verið gott. Eg minnist
margra stunda þegar þú fræddir
mig og aðra um atburði liðinna
tíma. Eg minnist þess einnig þegar
þú og félagar þínir komu af vertíð,
hressir og kátir, og heimsóttuð
okkur sem bjuggum á Djúpalæk.
Þið báruð með ykkur ferskan blæ
og ýmislegt áhugavert inn í fá-
breytt líf okkar.
Hilmar var alltaf vinstrisinnaður
og ötull talsmaður launþega. Hann
þekkti kjör þess fólks sem vinnur
hörðum höndum fyrir léleg laun, og
breytti þar engu um þótt hann væri
atvinnurekandi um sinn.
Hilmar! Ég þakka þér fyrir allt.
Sérstaklega vil ég þakka ykkur
Doddu fyrir allt sem þið gerðuð
fyrir Þorstein heitinn son minn
þegar hann reri frá Bakkafirði.
Heimili ykkar var sem hans annað
heimili þau sumur sem hann var
fyrir austan. Kannski kom vorið
með honum? Ég veit að það verða
fagnaðarfundir með ykkur frænd-
um og öllum þínum góðu vinum
sem farnir eru á undan þér yfir
móðuna miklu.
Þrátt fyrir mjög skerta sjón og
ýmiss konar lasleika síðustu miss-
erin átti Hilmar því láni að fagna,
vegna góðrar umönnunar eigin-
konu sinnar, að geta dvalið á heim-
ili sínu með fullri reisn til síðasta
dags.
Ég votta öllum aðstandendum
Hilmars innilega samúð.
Pú sefúr einsog bylgja, sem vindar hafa
vaggað
í værð á lygnum fleti. Andar hljótt.
Og liljuhvítar mundir hafa lokað augum
þínum,
og ljóssins dísir boðið góða nótt.
Svo fagurt er vort mannlíf, svo fullt af ást
og mildi,
þó feyki visnum blöðum gegnum draum þinn
stormaher.
Imynd þess, sem vonar, sem vemdar aUt
og blessar,
skal ég vaka yfir þér.
(Kristján frá Djúpalæk.)
Bróðurkveðja,
Þórhallur Einarsson.
Vinur minn Hilmar Einarsson
er genginn á vit feðra sinna. Af því
tilefni á ég stund með tölvunni
minni og langar að minnast hans
með fáeinum orðum.
Ég hitti Hilmar fyrst haustið
1994, þá nýflutt á Bakkafjörð.
Hann varð áttræður um þær
mundir og kom til mín til að biðja
um skólahúsið til að halda upp á
afmælið. Það var að sjálfsögðu
auðsótt mál og vinskapur okkar
hófst á þessum tíma. Átti ég
margar góðar stundir með þeim
hjónum Þórhöllu (Doddu) og
Hilmari þann tíma sem ég bjó á
Bakkafirði.
Ég veit afar lítið um æviferil
Hilmars og ætla mér ekki þá dul að
gera honum skil hér enda þótt ef-
laust væri hann verðugri þess en
margur að um hann væri skrifað.
Ég veit þó að Hilmar ólst upp í
stórum systkinahópi og var elsta
barn móður sinnar og líklega
fimmta barn föður síns. Hann ólst
upp við kröpp kjör og bætti ekki úr
skák að faðir hans missti heilsuna á
miðjum aldri. En þrátt fyrir skort á
veraldlegri auðlegð átti hann þó
margar ljúfar minningar frá æsku
sinni, ekki síst bundnar yngri bróð-
ur sínum, Kristjáni frá Djúpalæk.
I bókinni „Á varinhellunni“
bregður Kristján upp mörgum
skemmtilegum minningamyndum
frá uppvaxtarárunum. Margt var
brallað. Hann segir þar að hvorki
hann né eldri bróðir hans (Hilmar)
hafi verið vel til búskapar fallnir og
vildu bræðurnir heldur fara á sjó
en standa á engjum alla daga
blautir í fætur. Vaðstígvél þekktu
þeir ekki fyrr en þeir voru orðnir
stálpaðir. Sjórinn og fjaran voru
þeirra hálfi heimur. Þeir voru í ess-
inu sínu þegar veiðiskapurinn var
annars vegar, hvort heldur þeir
reru til fiskjar eða eltust við silung
í ám og lækjum. Þetta staðfesti
Hilmar að væri rétt og þar var
fengið veganestið fyrir lífsstarfið.
Hilmar sagði stundum að það
væri alger tilviljun að byggðin við
Bakkaflóa hefði fest þar sem nú er
Bakkafjörður, því fyrri hluta þess-
arar aldar var aðalathafnasvæðið í
Gunnólfsvík. Mér er ekki grun-
laust um að Hilmar hafi átt stóran
þátt í þessari tilviljun. Samræður
við hann báru með sér andblæ at-
hafna fyrri ára og töluverða fram-
sýni. Þar fór maður sem horfði
lengra en til dægurmála líðandi
stundar. En hann sýndi samferða-
mönnum sínum jafnframt áhuga
og umhyggju. Og það tel ég vera
kost sem gerir veröldina að betri
gististað en ella.
Það er gangur lífsins að líkaminn
hrömi og Hilmar fór ekki varhluta
af því. En sálin var síung. Hann var
spaugsamur í meira lagi og alltaf
gaman að gantast við hann. Félags-
maður var hann einnig og tók t.d.
virkan þátt í starfi félags eldri borg-
ara á Vopnafirði og Bakkafirði, á
meðan heilsan leyfði. Hann lagði
ekki upp laupana þótt ellin eltist við
hann og hafði ýmis ráð til að halda
huganum virkum, tefldi skák við
tölvu ef hann hafði ekki lifandi
mann til að tefla við. Þegar sjónin
var orðin það slæm að hann gat
ekki lesið með gleraugum fékk hann
lestölvu sem hjálpaði honum um
tíma. En undir lokin hlustaði hann á
bækur af hljómböndum. Ég hef
kynnst mörgum góðum manneskj-
um um ævina og Hilmar fellur í
þann hóp sem og fleiri Bakkfirðing-
ar. Bestu þakkir fyrir samfylgdina.
Doddu og afkomendum þeirra
Hilmars og Laufeyju systur hans
bið ég Guðs blessunar.
Valbjörg Jónsdóttir.
HILMAR SIGÞÓR
EINARSSON
ELÍNBERG UR
G UÐMUNDSSON
+ Sigríður Jónsdótt-
ir fæddist á Pat-
reksfírði 9. september
1903. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á
Hvammstanga 26.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jón Bjarnason
sjómaður og Þórdís
Teitsdóttir. Þau voru
bæði breiðfirsk að
ætt.
Systkini Sigríðar
sem komust til fúll-
orðinsára voru Gísli J.
Eyland, Guðbjörg
Jónsdóttir, Magnús Jónsson, Mar-
grét Hansen, Olafúr Jónsson og
Teitur J. Hartmann.
Eiginmaður Sigríðar var Ágúst
Elsku amma mín er nú farin yfir
móðuna miklu. Hún var á sinn hátt
trúuð kona og ég veit að góður guð
r Blómabúðin
öa^SsKom
k v/ FossvogskirkjwgarS ,
Símii 554 0500
Jónsson, bóndi á Sval-
barði á Vatnsnesi, f.
19. ágúst 1904 d. 5.1.
1989.
Börn Sigríðar voru
Þórdís Guðrún Sæ-
þórsdóttir f. 29.11.
1925, Guðbjöm Breið-
Qörðf.8.4.1929
kvæntur Helgu Áraa-
dóttur, Jón Oskar
Ágústsson f. 7.10.
1932 kvæntur Guð-
rúnu Fanndal Krist-
insdóttur og Ragnar
Ólafúr Þórir Ágústs-
son f. 15.7. 1935,
kvæntur Hrafnhildi L. Oddsdóttur.
Útför Sigríðar fer fram frá
Tjöra, Vatnsnesi, í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
og Ágúst afi munu taka vel á móti
henni. Ég man fyrst eftir ömmu á
Svalbarði á Vatnsnesi þegar ég fór í
sveitina til hennar og afa þegar ég
var sjö ára. Það var mikil hlýja,
mannkærieikur og gleði sem við
barnabömin hennar nutum þegar
við vorum í samvistum við Sigríði
ömmu. Alltaf var nóg með kaffinu og
ég finn enn ilm úr eldhúsinu hjá
henni.
Amma og afi voru ekki efnuð í
veraldlegri merkingu þess orðs.
Þegar ég var ekki með ömmu að
sækja egg var ég að fylgjast með afa
við að flá og sólþurrka selskinn. Ég
mann vel eftir því þegar amma og afi
fluttu tímabundið til Reykjavíkur og
amma vann hjá nunnunum á
Landakoti. Þá kynntist ég ömmu vel.
Nokkur siðustu árin lá amma á
Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Ég
vil færa starfsfólki sjúkrahússins
þakkir fyrir þá umhyggju og hlýju
sem henni var sýnd þar. Ollu
frændfólki á Hvammstanga og
öðrum sem voru í nánum tengslum
við ömmu síðustu árin votta ég
samúð mína.
Ragnar Sær Ragnarsson.
Nú er guð búinn að taka ömmu
mína til sín. Þó að ég hafi búist við
andláti ömmu er sorgin samt sár.
Minningarnar hellast yfir mig. Sigga
amma var alltaf svo góð, hún smurði
brauð með þykku smjöri, og alltaf
var gaman að koma til hennar og afa.
Ég gleymi aldrei öllum sögunum og
ráðleggingunum sem hún sagði og
gaf mér. Ég geymi minninguna um
góða konu í hjarta mér og miðla
henni til barnanna minna. Elsku
Óskar (pabbi), Ragnar, Dísa, Bói og
allir hinir, ég votta ykkur innilega
samúð.
Legg ég nú bæði líf og önd
ljúfi Jesús í þína hönd
síðastþegarégsofnafer
sitji guðs englar yfir mér.
Margrét Óskarsdóttir.
+ Elínbergur Eiríkur Guð-
mundsson var fæddur í
Reykjavík 8. aprfl 1920. Hann
lést á Landakotsspítala 22. mars
síðastliðinn og fór útför hans
fram frá Fossvogskirkju 31.
mars.
Ég kynntist Elínbergi fyrii' rúm-
um tíu árum í gegnum afabarn hans
og minn góða vin Björn Þór Jónsson.
Elínbergur kom mér ávallt fyrir
sjónir sem ein af hetjum þessa lands.
Hann stritaði til sjós öll sín bestu ár
og var einn af þeim máttarstólpum
sem hafa skilað okkur því þjóðfélagi
sem er svo gjörbreytt frá því sem
var þegar Elínbergur stóð sínar
fyrstu vaktir. Fyrir tilstuðlan þess-
ara hetja höfum við flust úr torfkof-
unum og öðlast það sjálfstraust í
samfélagi þjóðanna sem nauðsynlegt
er.
Á þessum krossgötum verður mér
hugsað til þeirra stunda þegar ég sat
með Elínbergi og hann deildi með
okkur bekkjarfélögunum úr Versl-
unarskólanum sögum af sjónum.
Sérstaklega spennandi voru sögurn-
ar úr stríðinu þar sem Elínbergur
var í áhöfti myrkvaðra skipa sem
berskjölduð voru fyrir kafbátaárás-
um Þjóðverja. Hann lýsti ástandinu
á Ijóslifandi hátt, stríðsástandi sem
er svo fjarlægt ungum Islendingum
sem lokað hafa eyrunum fyrir stríðs-
fregnum utan úr heimi sem eru of
fjarlægar til að skipta máli.
Eftir að sjómennskunni lauk var
Elínbergur greinilega með hugann
við sjóinn. Þegar hann hafði ekki
lengur vélar stórra skipa til að dekra
við undi hann sér við smíðar hagan-
lega gerðra skipslíkana sem hann
var svo stolltur af að sýna og segja
frá. Það voru góðar stundir.
Elínbergur var sérlega traustur,
glaðlyndur og umfram allt góður
karl sem var dýrmætt að kynnast.
Ég votta aðstandendum hans
mína dýpstu samúð.
Yngvi Daníel Ottarsson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
SIGRÍÐUR
JÓNSDÓTTIR