Morgunblaðið - 04.04.1998, Síða 54
54 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kynning á sumar
móti geðfatlaðra
Fjallað um ferðir
Islendinga til Græn-
iands og Vínlands
PÁLL Bergþórsson
heldur fyrirlestur í
Háskólabíói í dag,
laugardaginn 4. apríl
kl. 13.15. Páll segir frá
rannsóknum sínum á
ferðum Islendinga
vestur um haf um
Grænland til Vínlands.
Fyrirlesturinn verður
í sal 4.
Páll byggir á Eiríks
sögu rauða og Græn-
lendingasögu og nýtir
þekkingu sína á nátt-
úrufræði, einkum veð-
urfræði, til að spá í
hvemig ferðum manna
var háttað og hvar þeir
Páll
Bergþórsson
svæði í Kanada og
Bandaríkjunum og
dregur fram hliðstæð-
ur í landháttarlýsing-
um sagnanna og stað-
háttum sem hann
kynntist af eigin raun,
segir í fréttatilkjmn-
ingu.
Þetta er fjórði fyrir-
lesturinn í fyrirlestra-
röð fyrir almenning
sem Sjávarútvegs-
stofnun HI heldur í til-
efni af ári hafsins, en
fyrirlestramir verða
alls fimm, haldnir ann-
an hvern laugardag og
era liður í viðburðum
kunna að hafa tekið land. Sjálfur sem ríkisstjómin styður á ári hafs-
hefur hann nýlega ferðast um þessi ins.
Fjölskyldu- og
fræðsluferð á
Straumsvíkursvæðið
Mótmæla póst-
kosningu Dags-
brúnar og
Framsóknar
MORGUNBLAÐINU hefur borist
yfirlýsing frá Framboði verkafólks:
Framboð verkafólks mótmælir
harðlega vinnubrögðum stjómar
Dagsbrúnar og Framsóknar við
framkvæmd á póstkosningu um
sameiningu D og F, Sóknar og Fé-
lags starfsfólks í veitingahúsum.
Kosningin fer þannig fram að at-
kvæðaseðil á að setja í ómerkt um-
slag á bakhlið með nafni, kennitölu
og heimilisfangi kjósandans, svo
augljóst er að ekki er um leynilega
atkvæðagreiðslu að ræða. At-
kvæðaseðlinum fylgir alveg maka-
laust áróðursbréf þar sem kjósand-
inn er hvattur til að kjósa með sam-
einingu og það rökstutt ítarlega á
tveimur blaðsíðum. Ekki yrði slíkt
liðið í Alþingis- eða borgarstjómar-
kosningum. Segjum t.d. að einhver
framboðslisti væri með áróður í
löngu máli á atkvæðaseðlinum!
Stjóm D og F hefur viðhaft mjög
ólýðræðisleg vinnubrögð í þessu
sameiningarferli. Fyrst er samein-
ing ákveðin af stjóm D og F án þess
að félagsmenn hafi fengið tækifæri
til lýðræðislegrar umræðu um málið
og því næst er samþykkt íyrir póst-
atkvæðagreiðslu keyrð í gegn á fé-
lagsfundi þar sem mjög takmarkað-
ur tími var gefinn til umræðna.
Að gefnu tilefni vill Framboð
verkafólks leiðrétta þann misskiln-
ing að við höfnum alfarið samein-
ingunni. Hið rétta er að við höfnum
þessari forsjárhyggju í tilskipunar-
stíl án þess að félagar hafi fengið
tækifæri til umræðna um málið. Við
félagsmenn í D og F eram jú félagið
og við eigum sjálfir að taka ákvarð-
anir í öllum meiriháttar málum sem
okkur varðar að undangengnum
iýðræðislegum umræðum. Þetta
mál er lýsandi dæmi um lýðræðis-
leg vinnubrögð núverandi stjómar
D og F. Við hvetjum félagsmenn til
að breyta D og F í lýðræðisátt.
ÁRLEGA fara milli 10 og 15 íslend-
ingar á norrænt sumarmót geðfatl-
aðra, sem haldið er til skiptis á
Norðurlöndunum. Að þessu sinni
verður mótið haldið dagana 29. júní
til 6. júlí í Svíþjóð. Gist verður í lýð-
háskólanum í Ljungskile og er um
klukkustundarakstur þangað frá
Gautaborg.
Dagskrá mótsins er fjölbreytt með
íþróttum, skoðunarferðum, fræðslu
TÍUNDA íslandsmeistaramótið í
svarta-pétri fer fram á morgun,
sunnudaginn 5. apríl, á Sólheimum
í Grímnesi. Keppt verður um titil-
inn: Islandsmeistari í svarta-pétri
1998.
Mótið hefst kl. 15 og lýkur kl.
18. Stjórnandi mótsins er Edda
Björgvinsdóttir leikkona. Keppt er
um veglegan farandbikar og eigna-
bikar auk þess sem allir fá verð-
laun.
Mótið er opið öllum sem áhuga
ÆVINTÝRIÐ
sígilda frá
Disney um
Pétur Pan er
komið út á
myndbandi í
nýrri hljóð- og
myndblöndun.
í fréttatil-
kynningu seg-
ir: „Fjörið hefst þegar Pétur
Pan, hetja kvöldsagnanna hjá
Vöndu, Jóni og Mikka, býður
og kvöldvökum. Keppt er í blaki og
náðu Islendingar öðra sæti í Dan-
mörku í fyrra. Fararstjórar eru þrír
frá Geðhjálp og Vin. Geðhjálp veitir
styrki til fararinnar sem hægt er að
sækja um við skráningu í ferðina í
félagsmiðstöð Geðhjálpar, Tryggva-
götu 9, Hafnarbúðum. Skráning er
hafin og verður kynningarfundur
haldinn þriðjudaginn 7. apríl kl. 14 í
félagsmiðstöð Geðhjálpar.
hafa og mun aðstoðarfólk vera við
hvert spilaborð. Settir era saman
tveir stokkar af spilum þannig að
eins spil parast saman. AJlir eiga
að hafa tækifæri til að vera með.
Gert verður hlé á mótinu og boð-
ið upp á pylsur og gos. Þátttaka til-
kynnist í síma 486 4430, þátttöku-
gjald er 300 kr. Skipulagðar sæta-
ferðir verða frá Umferðarmiðstöð-
inni í Reykjavík kl. 13 og komið til
baka um kl. 19.30. Fargjald 1.000
kr. báðar leiðir.
þeim að kynnast hinu heillandi
Hvergilandi þar sem æskan
ræður ríkjum og enginn verður
fullorðinn. Með aðstoð hinnar
hugrökku Skellibjöllu og hand-
fylli af hinu ómótstæðilega
álfaryki eru þeim allir vegir
færir og saman fljúga þau á vit
ævintýranna þar sem Pétur
þarf m.a. að takast á við svar-
inn óvin sinn, Kobba kló, í
mögnuðum bardaga.“
Sambíóin gefa myndbandið út.
FERÐAFÉLAG íslands og áhuga-
hópur um vemdun Straumsvíkur-
svæðisins efna til fyrstu ferðar af
sjö sunnudaginn 5. apríl kl. 13 til
kynningar á náttúrafari og sögu
landsvæðis í nágrenni Straumsvík-
ur við Hafnarfjörð. Farnar verða
dagsferðir og kvöldferðir fram í
júlí og koma þar m.a. gamlar þjóð-
leiðir og seljaleiðir við sögu og er
fólk hvatt til að vera með í öllum
ferðunum.
í sunnudagsferðinni verður gengið
í um 2 klst. undir leiðsögn
Jónatans Garðarssonar og Ragn-
ars Kristjánssonar frá Straumsvík-
urhópnum, um svæðið vestan
Straumsvíkur hjá Straumi að Ott-
arsstöðum, Kúarétt og víðar.
Þetta er kjörin fjölskyiduganga
en rútuferð er Id. 13 frá BSÍ, aust-
anmegin, Mörkinni 6 og hægt er að
mæta við Sjóminjasafnið Hafnar-
firði og er verð 500 kr. fyrir full-
orðna en frítt fyrir böm. Hægt er að
mæta á eigin bflum að listamiðstöð-
inni Straumi í síðasta lagi kl. 13.30.
Fyrirhuguð skíðaganga fellur niður.
■Jf.
Islandsmeistaramót
í svarta-pétri
Pétur Pan á myndbandi
Frímerki
ISLAND 1998 - DAKA GF
20-1. Udgave. Þarft framtak
danskra frfmerkjakaupmanna
ÍSLENZKIR frímerkjasafnar-
ar hafa á liðnum áram haft ýmsar
frímerkjaskrár til viðmiðunar við
skipti eða kaup á frímerkjum.
Margir munu einkum hafa notað
skrána íslenzk frímerki, sem Sig-
urður H. Þorsteinsson gaf út í
samvinnu við Isafoldarprent-
smiðju hf. frá árinu 1959. Utgáfa
hennar hætti fyrir nokkrum ár-
um. Eftir það hefur íslenski frí-
merkjaverðlistinn, sem Bolli Dav-
íðsson í Frímerkjahúsinu hefur
gefið út um allmörg ár, verið eina
innlenda skráin, sem hægt hefur
verið að notast við. Að sjálfsögðu
hafa margir notað bæði Facit-list-
ann sænska og eins danska AFA-
listann við söfnun sína. Auðvitað
er nauðsynlegt, að sérstakur listi
eða skrá sé til yfir íslenzk frí-
merki og það helzt á íslenzku og
hún löguð eftir aðstæðum og þörf-
um íslenzkra safnara. Vitaskuld
væri æskilegast, að íslenzkir frí-
merkjasafnarar hefðu allan veg
og vanda af slíkri skrá.
Nú hafa Danir hins vegar rekið
af okkur slyðruorðið og gefið út
mjög myndarlega skrá yfir ís-
lenzk frímerki. Framtak þeirra
Eriks Paaskesen og Franks
Banke hlýtur að verða vel þegið af
öllum Islands-söfnurum. Þeir hafa
allan texta og skýringar á dönsku
og eins á ensku, svo að ljóst er, að
þeir ætla skrána til nota ekki ein-
ungis um Norðurlönd, heldur alls
staðar þar sem menn safna ís-
lenzkum frímerkjum. Vissulega
hefði þessum mönnum verið
Ný skrá yfír
íslenzk frímerki
ókleift að gera þennan lista jafn-
vel úr garði og raun ber vitni, ef
þeir hefðu ekki notið dyggrar að-
stoðar íslenzkra frímerkjasafnara
og póstmanna og eins erlendra
áhugamanna um íslenzk frímerki.
Þetta kemur líka skýrt fram í for-
málsorðum útgefenda.
I formála skrárinnar segja þeir
m.a. þetta: „Island er sá væsent-
ligt et samleomráde, at vi har folt
det naturligt at tage udfordringen
op og atter sikre, at der pá
markedet er et katalog over alle
islandske frimærker." Þetta hafa
þeir líka svo sannarlega gert.
I formála draga þeir enga dul á
það, að þeir hafa rækilega stuðzt
við það, sem þegar hefur verið
skrifað um íslenzk frímerki. En
svo kemur í sérstökum kafla
margt nýtt fram um afbrigði, sem
mun ekki áður hafa komið fram á
prenti. Vonast útgefendur til, að
umsögn um þau verði til þess m.a.
að auka enn áhuga safnara á ís-
lenskri frímerkjafræði (filateli).
Utgefendur benda á, að áhugi á
íslenzkum frímerkjum sé stöðugt
mikill og hann sé ekki einungis
bundinn við Island. Fjöldi frí-
merkjasafnara á Norðurlöndum
og í Norður-Ameríku hafi gert Is-
land að áhugaverðum markaði og
þannig útbreitt með starfi sínu
þekkingu á íslenzkri frímerkja- og
póstsögu. I ljósi þessa sjá útgef-
NY skrá íslenzkra frímerkja.
endur fram á, að ísland verði á
komandi árum spennandi og
áhugavert söfnunarsvæði, sem
dragi stöðugt til sín safnara.
Þessi skoðun útgefenda hefur
vitaskuld orðið þeim hvatning til
þess að hefja þessa sérútgáfu yfir
íslenzk frímerki, enda þeir engir
viðvaningar í útgáfu frímerkja-
skráa. Hins vegar hefur þeim ver-
ið það vel ljóst, að þeim yrði þetta
ekki kleift nema með aðstoð ís-
lenzkra póstmanna og frímerkja-
safnara, eins og áður er vikið að.
Nefna þeir þar til Ingibjörgu Haf-
liðadóttur á Frímerkjasölunni,
Magna R. Magnússon og Þór Þor-
steins, en þau era öll vel þekkt
meðal frímerkjasafnara bæði inn-
an lands og utan. Þá er nefndur
hér til sænski Islandssafnarinn í
Gautaborg, Johnny Pernefors,
sem hefur ásamt félögum sínum í
félagsskapnum Islandssamlarna
lagt sig mjög eftir afbrigðum í ís-
lenzkum frímerkjum. Þessi nöfn
öll era trygging fyrir því, að hér
hefur verið vel að unnið við þessa
fyrstu sérútgáfu íslenzkrar frí-
merkjaskrár á erlendum vett-
vangi.
Segja má, að ég hafi með til-
vitnun í formála skrárinnar þegar
rakið efni hennar að miklu leyti.
Þó vil ég bæta nokkrum orðum
við frá eigin brjósti.
Meginefnið er skrá yfir öll ís-
lenzk frímerki frá 1873 og til árs-
loka 1997. Era það 905 almenn frí-
merki og í þeirri tölu talin með frí-
merki í blokkum eða smáörkum.
Svonefnd þjónustufrímerki era
172. Þannig eru íslenzk frímerki
alls 1077. Hér er átt við svokölluð
aðalnúmer og enn fremur mis-
munandi takkanir merkjanna.
Hins vegar er hér ekki minnzt á
endurprentanir frímerkjanna frá
1876 til 1902, svo sem gert er í
Facit-listanum. Þar er töluverður
munur á merkjum milli prentana,
eins og safnarar þekkja vel. Hins
vegar má svo sem með sanni
segja, að t.d. 10 aura merkið rauða
sé aðeins eitt merki, enda þótt
prentanir þess hafi orðið níu, með-
an það var notað til burðargjalds.
Þannig er um mörg önnur aurafrí-
merki. Æskilegt er að bæta úr
þessu í næstu útgáfu, enda safna
margir þessum endurprentunum,
og eins er oft töluverður verðmun-
ur milli þeirra.
Þá er veralegur fengur í því að
fá aftan við sjálfa frímerkjaskrána
nákvæmt yfirlit yfir svonefnd frí-
merkjahefti, sem seld vora í sjálf-
sölum í pósthúsinu í Reykjavík frá
1932 til 1948 og svo aftur löngu
síðar árið 1970.
Eins vora frímerki seld í heftum
í glærum pokum í sömu sjálfsölum
frá 1952 til 1962. Loks vora frí-
merki seld í glæram umslögum,
annars vegar fyrir 30 krónur og
hins vegar fyrir 15 krónur. Allt er
þetta verðlagt og sumt veralega
hátt, enda tæplega að búast við, að
mikið hafi varðveitzt ónotað af
þessum hlutum. Menn hafa að
sjálfsögðu flestir notað merkin á
bréf og síðan hent tómu heftunum.
Loks er greint frá frímerkjaheft-
um póststjórnarinnar frá 1987.
Myndir íylgja með til glöggvunar.
Þá er nákvæm skrá yfir jóla-
merki Thorvaldsensfélagsins frá
1913 til 1996 og myndir af þeim.
Eins er getið um svokölluð Carit-
as-merki og jólamerkin frá Ön-
undarfirði.
Ljóst má vera af því, sem hér
hefur verið rakið, að þessi nýja
skrá kemur að veralegum notum
fyrir alla Islandssafnara, hvar svo
sem þeir eiga heima í veröldinni.
Þess vegna ber að þakka útgef-
endum og þeim öðram, sem hér
hafa unnið hið ágætasta verk.
Jón Aðalsteinn Jónsson
>