Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 58
58 LAUGAKDAGUR 4. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Lega á sængur-
kvennadeild
Smáfólk
Landspítalans
Frá Hönnu Birnu Jóhannesdóttur:
ÉG HEF verið staðráðin í að setj-
ast niður og skrifa grein um
reynslu mína legu, aðbúnaði og
þjónustu á sængurkvennadeild
Landspítalans allt frá því ég þurfti
á starfsemi deildarinnar að halda
snemma á þessu ári.
Rétt er að taka fram strax að
allur aðbúnaður, þjónusta og við-
mót starfsfóiksins á fæðingarstof-
unni (þ.e.a.s. ljósmæðra og lækna)
er til fyrirmyndar í alla staði.
Elskulegheit, hlýja og umhyggja
fyrir móður og nýbura eru í háveg-
um höfð.
En einhverra hluta vegna virð-
ast allt önnur sjónarmið ráða ferð-
inni þegar komið er á sængur-
kvennadeild. Þar er leyfður gesta-
gangur í 7 klukkustundir sam-
fleytt á dag frá kl. 14 tii 21, alls 4
gestir á hverja sængurkonu (afar,
ömmur, maki og börn, öðrum er
aðgangur bannaður). Þetta þýðir
að á fjögurra manna stofu eru
leyfilegir 16 heimsóknargestir + 4
sængurkonur + nýburar alls 24
manns. Gestir geta komið og farið
þegar þeim hentar í þessar 7
klukkustundir. Því eiga sængur-
konurnar ávallt von á fólki utan úr
bæ. Þetta truflar óneitanlega sam-
band móður og bams sem eru að
stíga sín fyrstu skref í brjóstagjöf
og gerir það að verkum að hvíld
verður lítil í þessar 7 klukkustund-
ir. En daginn þyrftu mæður að
nota til að hvílast því það segir sig
sjálft, að þar sem 4 nýburar eru
inni í sama herbergi yfir nótt er
lítið um svefn hjá mæðrum.
Aður fyrr var heimsóknartími
opinn öllum gestum og gestir sáu
nýburann í gegnum gler í 1
klukkustund á dag. Síðan var sér-
stakur pabbatími að kveldi. Helstu
rök starfsfólks deildarinnar fyrir
þessari breytingu er að gangurinn
hafi fyllst þessa einu klukkustund
á dag og hafi það verið of mikið
álag fyrir sængurkonurnar og
brjóstagjöf þeirra! Með gamla fyr-
irkomulaginu var nýburinn bak við
gler og minni hætta á smiti. Nú er
nýburinn innan um alla þessa gesti
í 7 klukkustundir daglega en ekki
verndaður bak við gler. Talið er að
smit berist helst með handsnert-
ingu og auðvitað snerta gestirnir
nýburann með höndunum. Ansi er
ég hrædd um að hag móður og
bams sé betur borgið með gamla
fyrirkomulaginu (að allir megi
koma í 1 klukkustund á dag) en þá
eiga móðir og bam rólegri tíma
þegar heim er komið.
Auðvitað ætti hver kona sem bú-
in er að ala bam rétt á hvíld í sér-
stöku hvíldarherbergi en ekki vera
send beint inn á fjögurra manna
stofu og ef þannig stendur á í
heimsóknartíma. Og auðvitað vom
þær konur sem viðtal var við 20.
febrúar sl. í Morgunblaðinu sáttar
og ánægðar en þær höfðu notið
þjónustu MFS (meðganga-fæðing-
sængurlega) á Landspítalanum,
þar sem þær höfðu verið heilbrigð-
ar á meðgöngu og átt áfallalausa
fæðingu áttu þær rétt á sérher-
bergi fyrir sig, nýburann og maka.
Því var ég innilega sammála Ár-
manni Þórissyni, sem skrifaði
grein í Morgunblaðið 12. mars sl.,
þar sem hann segir orðrétt:
„Hvemig má það vera að konum
sé svona herfílega mismunað í
þjónustu sem starfrækt er af rík-
inu?“ Já, það er undarlegt að þær
konur sem hafa haft erfiða með-
göngu og eða fæðingu sitji ekki við
sama borð. Manni finnst nú að
einmitt þær þyrftu á hvíldinni að
halda. Anna Jóhannesdóttir skrif-
ar í Morgunblaðið 17. mars sl. þar
sem hún mótmælir því að um lúxus
og íburð sé að ræða í MFS-þjón-
ustunni, en segir jafnframt að
henni finnst aðbúnaður á kvenna-
deild til skammar, svo og þjónusta
við fæðandi konur á höfuðborgar-
svæðinu almennt. Þar með er
Anna sammála því að allar konur
ættu rétt á stofu þar sem ró og
næði ríldr.
Viðmót starfsfólks á sængur-
kvennadeild geislar ekki beint af
hlýju í garð þarfa móður og bams.
Þar er upplifunin meira eins og
„hlut sé rennt á færibandi í gegn-
um verksmiðju“ - mæðmm með
nýfædd böm sín er skellt beint inn
í heimsóknartíma ef þær eiga á
þeim tíma - mæður eru ekki
spurðar hvort þær kjósi að hafa
böm sín inni hjá sér á nóttunni
(auðvitað ættu mæður að hafa val
þannig að sumar stofur væru án
bama á nóttu en aðrar með böm-
um) - mæðram em boðnar svefn-
töflur og eymatappar fyrir svefn-
inn svo að allt geti gengið sem auð-
veldast fyrir sig. I hvaða ástandi
er þreytt móðir sem tekið hefur
svefntöflu og troðið eymatöppum í
eyrun til að gæta nýfædds barns
síns? - A sængurkvennadeildinni
gengur allt af gömlum vana - venj-
um starfsfólksins en ekki þörfum
mæðra og nýbura.
Fjársvelti tii heilbrigðismála er
staðreynd en það er líka staðreynd
að hlýlegt viðmót og notalegheit
kosta ekki peninga.
HANNA BIRNA
JÓHANNESDÓTTIR
Granaskjóli 16, Reykjavík.
Þetta er bara smáskúr! Það er að stytta upp! Hvert eru allir að fara? Er þetta einhver ástæða til að hætta? Af
hveiju ættum við að hætta að Ieika?! Vegna þess að hundurinn þinn er að verða blautur ...
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að iútandi.