Morgunblaðið - 04.04.1998, Page 64
64 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Morgunblaðið/Þorkell
UNGIR ræðuskörungar, f.v.: Björn Berg Gunnarsson, Gunnar Páll
Baldvinsson, Guðríður Lára Þrastardóttir og Páil Ágúst Ólafsson.
Ósáttur við pistil llluga
Jákvæð viðbrögð
í skólanum
w
„ÞAÐ var mjög gaman í skólanum
og viðbrögðin hafa verið mjög já-
kvæð,“ sagði Björn Berg Gunnars-
son þegar blaðamaður náði tali af
honum í skólanum í gær. Hann var
valinn ræðumaður kvöldsins þegar
lið Hagaskóla sigraði lið Öldusels-
skóla í úrslitum ræðukeppni
grunnskólanna eins og greint var
frá í blaðinu á fimmtudag.
„Það eina sem varpaði skugga á
gleðina var pistill Illuga Jökulsson-
ar á Rás 2. Hann virðist hafa séð
brot úr ræðu minni, sem sýnt var í
fréttum, þar sem ég heilsaði með
Hitlerskveðju. Sagði hann að þetta
væri neikvætt og hefði slæmt for-
dæmisgildi. En það sem honum
virðist hafa yfírsést er að þetta var
aðeins upphaf ræðu minnar. í kjöl-
farið gagnrýndi ég Hitler og það
sem hann stóð fyrir harkalega
enda mæltum við með hreinskilni."
Bjöm Berg segir að mikil vinna
hafí legið á bak við velgengni
Hagaskóla í keppninni. „Við undir-
bjuggum okkur rosalega vel,“ segir
hann. „Við komum ekki heim úr
skólanum fyrr en seint á kvöldin
vikuna fyrir keppni.“ Aðspurður
hvað einkenni góðan ræðumann
segir hann að það sé „að tala
þannig að aðrir taki eftir því sem
maður segir, að geta svarað fyrir
sig og slegið á létta strengi. Gam-
ansemin er ágæt með en hún má
ekki vera aðalatriði.“
Björn er 15 ára og er að ljúka tí-
unda bekk. Hann segist „líklega
ætla að halda áfram" í ræðu-
mennsku og vaknar því forvitni
blaðamanns á því í hvaða fram-
haldsskóla hann getur hugsað sér
að fara. „Eg ætla í Versló," svarar
hann einbeittur. „Það er samt ekki
út af ræðumennsku heldur ákvað
ég það fyrir löngu.“
Sigurlið Hagaskóla í keppninni
skipuðu Guðríður Lára Þrastar-
dóttir, Gunnar Páll Baldvinsson og
Páll Agúst Ólafsson. Þjálfari var
Jóhann Davíð Isaksson og „hefði
þetta „ekki tekist án hans,“ segir
Bjöm að lokum.
Reykjanesbær íþróttahúsið í Keflavík
laugardagur 4. apríl kl. 15.00
ÖROBLU
KEPPNIN
STERKASTA
KONA
ÍSLANPS
STERKASTA
KONA
SKANDINAVÍU
Fflar og annað fólk
Á ÞEIM undarlegu tímum, þegar
hryðjuverk þykja heppilegt kvik-
myndaefni og Ríkisútvarpið drýg-
ir dagskrá sína með efnisliðum
undir heitinu kvennahreyfing og
kommúnismi, velta menn óneitan-
lega fyinr sér hvort pólitísk of-
beldislíkön hafi verið
svona spennandi og
gáfuleg á þessari öld.
Hvenær myndu dag-
skrárstjórar ríkisút-
varps leita eftir að fá til flutnings
dagskráratriði sem héti kvenna-
hreyfing og sjálfstæðisflokkurinn,
að ekki sé talað um framsóknar-
flokkinn enda munu þeir þykja
báðir langt úti á þeim slóðum þar
sem ákvarðanir um kommún-
ismann eru teknar. Fyrr á öldinni
voru einstaklingum kennd fræðin
í kvöldskólum og síðan leshring-
um og nýlega undrast að einn
helsti páfi vinstri manna gat hald-
ið úti leshring í tugi ára. Nú virð-
ast bæði kvöldskóla námskráin og
leshringabullið komið á dagskrá
ríkisútvarpsins svo engu þarf að
kvíða um framhaldsmenntun „ör-
eiganna“. Annars átti hér að tala
um kvikmynd um hryðjuverk, þar
sem pólitísk morð voru af yfír-
lögðu ráði nefnd því heldur kurt-
eisa nafni hryðjuverk, enda hefur
þessi öld liðið þannig, að ekki hef-
ur verið sama hverjir morðin
frömdu. Mynd þessi heitir For-
setaránið og er kynnt þannig í
blaði: Roberto Assinti er í hópi
marxista sem kallast Mano verde,
en lendir utan hans og hyggst þá
ræna forseta Bandaríkjanna.
Þetta segir blaðið að sýni heim
hryðjuverka en ekki heim morða
og ofbeldis.
Forseta er sem sagt rænt og
fólk er skotið tvist og bast. Ránið
á sér engan tilgang. Myndin er
hreinn „thriller“, en helst að ein-
hverjir
vinstri menn
fái samúð
með marxist-
anum, sem er
frá Suður-Ameríku. Aftur á móti
fær einn aðili það óþvegið, en
hann er í liði sem á að bjarga for-
setanum. Þessi maður er svo
framagjarn og vitlaus, að hann
fiskar mest af andúðinni, sem
sköpuð er í myndinni. Það gæti
verið gert til að róa nytsama sak-
leysingja. Annars er önnur mynd
á döfinni um Che Guevara, átrún-
aðargoðið mikla, sem hélt hann
gæti „turnerað" allri Suður-Am-
eríku til kommúnismans. En hann
lenti mað smáflokk fylgismanna í
djúpu gili og komst aldrei upp úr
því lifandi. Um það sáu þeir sem
hann ætlaði að frelsa. Enn er litið
á hann sem mannkynsfræðara,
sem kom engu í verk. Vert er að
hafa í huga, að þá daga, sem fjöl-
miðlar herða róðurinn fyrir
vinstri hreyfingum er undirbún-
ingur bæjarstjórnarkosninga að
hefjast á fullu. Jafnvel Sýn sýndi
Forsetaránið.
Nýlega sýndi ríkiskassinn
mynd úr Afríku með Clint
Eastwood í aðalhlutverki, en hann
var jafnframt leikstjóri. Þessi
mynd hefur ýmis einkenni þess að
vera gáta: Þ.e. hún virðist byggð á
sönnum atburðum og gæti átt við
John Huston. Fílaveiðar eru held-
ur leiðinlegar nema fyrir þá sem
taka þátt í þeim í alvörunni. I
kvikmynd eru þær ekki björgu-
legar, enda er fíllinn stór og
fönguleg skepna, sem maður vill
heldur sjá á gangi í skógi en sem
beinahrúgu einhvers veiðimanns.
Hafi Eastwood viljað finna sam-
svörun á milli fílaveiða og kvik-
myndagerðar er það nær einungis
fyrir Hollywood. Hér á landi er
engan lærdóm af fílum að draga,
sem að gagni mætti koma fyrir
kvikmyndir okkar. Kvikmynda-
lega séð eru einhverjir sem líkjast
fílum að leika sér í postulínsbúð-
um.
Á sunnudaginn var sýnd ís-
lenska myndin á Köldum klaka í
ríkiskassanum. Mikið hefur verið
látið með þessa mynd og leik-
stjóra hennar, Friðrik Þór Frið-
riksson. Myndin er einkennilega
fábrotin og einföld í sniðum, eins
konar bíltúr í snjó og allt með
nokkrum óíkindum. Verst við
þessa mynd er hvað Islendingar
eru gerðir barnalegir frumbyggj-
ar í augum útlendinga að ósekju.
Þetta „How Do You Like Iceland"
er ekkert grín nema í augum út-
lendinga og þá í niðrandi merk-
ingu. Islendingar eiga nógu erfitt
með að standa uppréttir, þótt fá-
ránlegar aðfarir einhverra ferða-
skrifstofa sé ekki látnar dynja á
okkur endalaust í annars erindis-
lítilli mynd.
Indriði G. Þorsteinsson
SJONVARPA
LAUGARDEGI
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
SIGURÐUR Hallmarsson, betur þekktur sem Diddi Hall, greip harm-
onikuna í hléi á ballinu og spilaði undir í fjöldasöng og hafði sér til að-
stoðar nokkra forsöngvara.
Laxdælir gleðjast á góu
LAXDÆLIR í Þingeyjarsýslu
héldu góugleði nú í lok góunnar,
þar hittast ábúendur í Laxárdal
ásamt burtfluttum úr dalnum
sem búa í nágrenninu. Gleðin var
haldin í veiðihúsinu að Rauðhól-
um sem jafnan og hófst með
borðhaldi. Þar voru á borðum
reykt sauðaföll með tilheyrandi
meðlæti að hætti Laxdæla ásamt
hákarli, brennivíni, og fleiri
drykkjum að hætti hússins.
Undir borðum flutti Einar Ge-
org Einarsson gamanmál, magn-
aðan pistil þar sem hann krufði
heimsmálin og sneri því er þar
ver fréttnæmast uppá Laxdæli í
bundnu og óbundnu máli, auk
þess sem Laxdælir virðast bland-
ast nokkuð inní laxveiðar banka-
stjóra hér heima á Fróni.
Sigurður Hallmarsson, fyrrver-
andi skólastjóri og þúsundþjala-
smiður, var veislustjóri og stjórn-
aði fjöldasöng sem
var kraftmikill að
hætti Þingeyinga.
Á eftir var stig-
inn dans við
undirleik hljóm-
sveitar Gunnars
T*'yggV!>gnnar
halla
hampar vinn
Kóngumiðahap
viðstaddir t
happadrátt fy
Þess að þari
áskotnast „
frá Akureyri.
GUÐMUNDUR
Eiríksson og Guð-
mundur Sigurðs-
son ræddu ætt-
fræði meðan Anna
Kristín Ragnars-
' dóttif lét uéi* nægjn
að hlusta á.
Soffía
vaknar
til lífsins
TÖKUR eni hafnar á kvik-
mynd sem byggð er á skáld-
sögunni Veröld Soffíu eftir
norska rithöfundinn Jostein
Gaarder. Er áætlað að kostn-
aður við myndina verði rúmar
700 milljónir króna. Yrði það
þá dýrasta kvikmynd Norð-
manna. Til stendur að frum-
sýna myndina á næsta ári.
Veröld Soffíu fjallar um
unga stúlku sem vakin er til
umhugsunar um hugsuði, allt
frá Sóki'atesi til Sartre, með
dularfullum hætti af manni
sem nefnist Alberto Knox.
Hefur bókin verið þýdd á 44
tungumál og selst í rúmlega 14
milljónum eintaka um heim
allan.
Myndin fjallar aftur á móti
um ferðir stúlkunnar og
mannsins aftur í aldir til hinna
ýmsu hugsuða. „Við erum ekki
að kvikmynda bókina heldur
hugmyndirnar og mannkyns-
söguna,“ segir Erik Gustav-
son, sem leikstýrir myndinni.
Norska stúlkan Silje Stor-
stein leikur Soffíu. Viður-
kenndi hún fyrir blaðamönn-
um að hún hefði aðeins lesið
bókina vegna leikprufunnar og
að hún væri spenntari yfir
myndinni. „Ég hef engu meiri
áhuga á heimspeki en jafn-
aldrar mínir,“ sagði hún.
Sænski leikarinn Tomas von
Brömssen, sem leikur Alberto
og tók þátt í að skrifa handrit-
ið, sagði að helsta áskorunin
hefði verið að gera handritið
skemmtilegt. „Saga heimspek-
innar er sögð í gegnum fólk
sem við getum samsamað okk-
ur við,“ sagði hann.
Framleiðendur eru NRK,
Filmkameratene og Sveriges
Television.