Morgunblaðið - 15.04.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.04.1998, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borgarstjórnarkosn- ingarnar í Reykjavík Kosið á níu stöðum BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu um að kosið verði á níu stöðum í Reykjavík við borgarstjórnarkosn- ingarnar 23. maí nk. Gert er ráð fyrir sérstakri kjördeild á Kjalar- nesi en frekari umfjöllun bíður laga- setningar á Alþingi um sameiningu Kjalarneshrepps og Reykjavíkur. í Reykjavík verður kosið í Haga- skóla í 15 kjördeildum í stað Ráð- hússins eins og við síðustu kosning- ar, þar sem gera þarf ráð fyrir stærri kjördeildum en þá. Á Kjar- valsstöðum verður gert ráð fyrir 17 kjördeildum, í Laugardalshöll verða 16 kjördeildir, í Breiðagerðisskóla verða 9 kjördeildir og í Árbæjar- skóla verða 7 kjördeildir. í Fella- skóla verða 11 kjördeildir, í Ölduselsskóla verða 8 kjördeildir, í Foldaskóla verða 9 kjördeildir og í Sjálfsbjargarhúsinu verður ein kjördeild. Ekki verður gert ráð fyrir sér- stakri kjördeild á elliheimilinu Grund og á Hrafnistu enda gert ráð fyrir að þar fari fram fyrirfram aug- lýst atkvæðagreiðsla utan kjörfund- ar með sama hætti og á öðrum stofnunum fyrir aldraða. Kvíin væntanleg til hafnar á mánudag BRESKUR dráttarbátur er vænt- anlegur til hafnar á mánudag með flotkvína sem losnaði úr togi suðvestur af iandinu um þarsíð- ustu helgi. Varðskipið Óðinn var sent héðan aðfaranétt miðviku- dags í síðustu viku til að freista þess að ná kvínni í tog. Frá því varðskipið Iagði af stað og þar til það náði kvínni hafði hana rekið um 180 sjémflur suð- suðaustur. Varðskipið var komið að henni sl. föstudag. Kvfin dré varðskipið Að sögn Magna Óskarssonar, skipherra varðskipsins, gekk vel að ná kvínni í tog eftir að hægt var að senda menn um borð í hana, en það var ekki éhætt fyrr en á laugardag vegna mikils sjós. Fjórir menn fóru í gúmbát að kvínni og féru tveir um borð, Haraldur Stefánsson og Sævar Sævarsson, við hinar verstu að- stæður. Þar var vír sem dráttar- taug varðskipsins var fest í. „Við náðum að stoppa á henni rekið eftir hádegi á laugardag og sner- um henni upp í vindinn en þá var samt enn of mikill sjér til að dráttarbáturinn gæti gert nokk- uð. Við biðum með kvína aftan í okkur í sólarhring áður en þeir byrjuðu að toga og á meðan dró hún okkur svoh'tið afturábak. Veðrið batnaði á þessum tíma, vind lægði og sjólag skánaði. Það ték þá rúmlega hálfan daginn að koma sínu fyrir og tékst það á endanum með aðstoð okkar manna,“ sagði Magni. Hann sagði að varðskipsmenn hefðu skilið eftir hluta af sinni taug þannig að ef kvíin slitnar aftur frá þarf ekki að fara um borð í hana tii að ná henni í tog. Varðskipið fylgdi dráttarbátnum 1 u.þ.b. einn sélarhring áður en hann var skilinn eftir og varð- skipið sigldi áleiðis til Islands. Ferðin gengur vel Að sögn Eiríks Orms Víglunds- sonar, framkvæmdasljóra Vél- smiðju Orms og Víglundar, sem á kvína, var dráttarbáturinn með kvina í togi í blíðskaparveðri um 420 mflur undan Reykjanesi í gærmorgun og gekk ferðin vel. Það eru svipaðar sléðir og kvfin var á þegar varðskipið Iagði af stað héðan aðfaranétt miðviku- dags fyrir viku. Eldur í húsi í Kópavogi Morgunblaðið/Jón Svavarsson. GESTIR í fimmtugsaftnæli í byggingunni þurftu að halda veislunni áfram utan dyra eftir að eldur varð laus í aðliggjandi skrifstofum. Afmælisveislu hætt í miðjum klíðum FJÖLDA gesta í fimmtugsafmæli var gert að yfirgefa veislusal í Hamraborg í Kópavogi eftir að eld- ur varð Iaus í nærliggjandi húsnæði, skrifstofum sem tilheyra Alþýðu- bandalaginu. Eldurinn var tilkynnt- ur til lögreglu um klukkan 18.30 í fyrradag. Skrifstofuhúsnæðið er á þriðju hæð í byggingunni og þar hafði myndast talsverður eldur, reykur og hiti þegar slökkviliðið í Reykja- vík kom þar að. Slökkvistarf gekk greiðlega íyrir sig en tjón á innanstokksmunum er talsvert af völdum reyks og sóts, auk þess sem lítilsháttar vatn lak niður á næstu hæð. Við hliðina á skrifstofunum er veislusalur og barst reykur inn í salinn, þannig að lögreglan sá ástæðu til að vísa öllum gestum út meðan slökkvistarf stóð yfir. Ekki er vitað um eldsupptök samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu. Sjúkrabifreið og fólksbfll skullu saman Einn maður slas- aðist alvarlega sjúkrabifreið á suðurleið var að fara ffam úr fólksbifreið þegar, að því er virðist, fólksbifreiðin beygði, með þeim afleiðingum að sjúkrabifreiðin skall bílstjóramegin á fólksbifreið- inni. Ökumaður fólksbifreiðarinnar, sem var einn í henni, slasaðist al- varlega en er þó ekki talinn í lífs- hættu samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan 18.30 vegna slyssins og lenti við Sjúkrahús Reykjavíkur klukkustund síðar. Auk hins slasaða flutti hún sjúkling- inn sem sjúkrabifreiðin var að flytja og annan mann til, en meiðsli hinna síðamefndu voru ekki talin alvar- leg. Fólksbifreiðin er talin ónýt og sjúkrabifreiðin talsvert mikið skemmd. Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson VARÐSKIPIÐ við dráttarkvína lengst suður í höfum eða á sömu breiddargráðu og Dublin á írlandi. EINN maður slasaðist alvarlega eftir að bifreið sem hann ók og sjúkrabifreið skullu saman laust eftir klukkan 18 á mánudagskvöld við bæinn Galtarholt í Borgar- hreppi, um fimmtán kflómetra ffá Borgamesi. Málsatvik em þau helst að Oheppnin elti aðalleikarann í myndinni Stuttum frakka Varð fyrir bfl en fær ekki bætur JEAN-PHILIPPE Labadie lék éheppinn Frakka sem sendur var til Islands í myndinni „Stuttur Frakki“ og frumsýnd var hér á landi hinn 5. apríl 1993. f dag starfar Jean-Philippe ekki lengur sem leikari því óheppnin virtist elta hann, jafnvel út fyrir ramma hvíta tjaldsins. Jean-Philippe var leikari og dansari, hann hafði stundað Qög- urra ára dansnám við virtan dans- skéla í París og fyrir fimm árum beið hans íjöldi verkefna sem leik- ari. Hann var á leiðinni til Banda- ríkjanna að leika í farandleikhúsi, hafði nýlokið við að leika í „Stutt- um frakka“ og hafði hafði fengið boð um að leika í nokkrum öðmm kvikmyndum. „Fyrir nákvæmlega fimm ámm, á meðan á kynningu myndarinnar „Stuttur frakki" stéð, var ég að skemmta mér í Reykjavík. Eg beið í röð fyrir utan veitingahúsið 22 við Laugaveg þegar bíll keyrði inn Morgunblaðið/Jón Svavarsson FRANSKI leikarinn Jean-Philippe Labadie. í röðina og ék yfir báða fætur míha. Ökumaðurinn reyndist vera dmkkinn sautján ára piltur í leyfis- Ieysi á bfl foreldra sinna. Vinstri fóturinn brotnaði auk þess sem ég hlaut aðra áverka. Ég var á sjúkra- húsi í margar vikur, óvinnufær í níu mánuði og í dag er ég haltur og er langt frá því að vera í sama líkamlega formi og ég var í fyrir slysið," sagði Jean-Philippe í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Slysið gerbreytti lífi mínu þar sem ég gat ekki lengur dansað auk þess sem ég þurfti að byrja frá gmnni á leikferli mínum af því að ég var frá vinnu í svo langan tíma,“ segir Jean-Philippe, en hann kom meðal annars hingað í fyrra í ör- orkumat vegna slyssins, þó ekki _ hafi enn bólað á örorkubótum: „Ég er öskureiður. Það em fimm ár lið- in frá slysinu og ég hef enn ekki fengið neinar bætur. Ég skil þetta ekki,“ segir Jean-Philippe og bætir við að ekki bæti úr skák að hann sé í Frakklandi og bótakerfið á ís- landi. Hann er ekki frá því að atburð- irair sem hentu hann hér á landi hafi verið nokkuð kaldhæðnislegir: „Frakkinn sem ég lék ( myndinni „Stuttur frakki" var sendur til ís- iands þar sem óheppnin elti hann á röndum og á endanum stóð ég sjálf- ur í sömu spomm og hann! Ég fékk ekkert borgað fyrir að leika í myndinni, ég lenti í slysi sem breytti lífi mínu og hingað til hef ekki fengið neinar örorkubætur,“ sagði Jean-Philippe. Að lokum bætti hann þó við að þrátt fyrir óhöppin ætti hann einnig góðar minningar frá íslandi. í dag býr hann í París þar sem hann rekur eigið fyrirtæki sem framleiðir stuttmyndir. Fólskuleg* líkamsárás í Stykkis- hólmi GESTUR á vínveitingastað í Stykkishólmi varð fyrir fólsku- legri líkamsárás á aðfaranótt páskadags. Hann var sleginn með hálfs lítra bjórkrús með þeim afleiðingum að af hlutust talsverðir áverkar, var hann mikið skorinn og missti talsvert blóð. Árásarmaðurinn flúði af vett- vangi og var í fyrstu ekki vitað hver hann var, en hann gaf sig síðan fram við lögreglu á mánu- dagskvöld. Gaf hann þá skýr- ingu á athæfi sínu að ósætti hefði verið með málsaðilum fyrr um kvöldið og hann talið sig hafa harma að hefna. Maðurinn sem slasaðist gekk undir aðgerð vegna áverka sinna en fékk að fara heim að henni lokinni. Hann fékk fimm skurði á höfuðið og er talin mildi að ekki fór verr, enda um- ræddar bjórkönnur þung og hættuleg vopn samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglu. Málið telst upplýst. Margir sinueldar í Reykjavík Á ANNAN tug sinuelda var til- kynntur til lögreglu og slökkvi- liðs í Reykjavík um páskahelg- ina og voru þeir kveiktir víðs- vegar um borgina. Vegna veðurblíðu um pásk- ana var gróður mjög þurr og auðvelt að kveikja eld í sinu. Lögregla og slökkvilið telur ástæðu til að vara sérstaklega við að kveikja slíka elda, endageti þeir valdið miklum skemmdum bæði á eignum og gróðri, auk alvarlegra áhrifa á fuglalíf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.