Morgunblaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 11 FRÉTTIR Fangar gagnrýna að- stöðu á Litla-Hrauni Síðasta ferð Stuðlafoss FANGAR á Litla-Hrauni hafa sent frá sér greinargerð um aðstöðu í fangelsinu þar sem ýmislegt er tí- undað er betur mætti fara að þeirra mati. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins stendur stór hluti fanga á Litla-Hrauni að greinargerðinni en hún er ekki undirrituð. Hún er í 20 liðum og fjallar hver um sig um tiltekið atriði eins og það snýr að fóngum. Ymislegt, sem fram kemur í gi-einargerðinni, er efnislega sam- hljóða sumu því sem fram kom í ályktun aðalfundar Fangavarðafé- lags Islands frá 4. aprfl sl. en þar kom m.a. fram að bæta þyrfti geð- læknis- og sálfræðiþjónustu, al- menna kennslu og áfengis- og fíkni- efnameðferð í fangelsum. Fangelsismálastjóri hyggst svara síðar Porsteinn Jónsson fangelsismála- stjóri vildi í gær ekki tjá sig um ein- stök atriði greinargerðarinnar. Hann sagði að þar væri á mörgum stöðum ranglega farið með stað- reyndir og myndi verða brugðist við þeim atriðum á formlegan hátt ein- hvern næstu daga. í greinargerð fanganna kemur fram að sárlega vanti geðlæknis- þjónustu og félagsráðgjöf á Litla- Hrauni. Margir fangar flýi á náðir lyfja og fíkniefna, margir hafí talað um sjálfsmorð og sumir reynt. Vegna sparnaðar í mannahaldi séu eldri fangar í sjálfboðavinnu við að líta til með yngri föngum. Fangar segjast telja að svokölluð húsasótt hafi gert vart við sig í fangelsinu en ekkert sé gert í að rannsaka hvað hæft sé í því. Þá segja þeir að allnokkrir sprautufíklar séu með gulu og lifrarbólgu, og séu þeir saman á deildum með ósýktum föngum, og kvarta undan tann- læknisþjónustu. Fangar telja fæði það sem boðið er uppá í fangelsinu ekki fullnægj- andi og vilji þeir bæta sér upp mein- tan fæðuskort þá geti þeir verslað í einokunarverslun í fangelsinu, þeim sé ekki leyft að fá senda neysluvöru að utan. Engin gjöld greidd af launum fanga Aðstaða til íþróttaiðkunar er sögð vel viðunandi að undanskildum lyft- ingasal, sem rúmar aðeins fáa menn í einu. Þá telja fangarnir tækifæri til útivistar ekki næg 'og vekja at- hygli á að aðeins fangar á 3. hæð fangelsisins hafi afnot af íþróttasal um helgar. Bókasafn fangelsisins er sagt búa við hin verstu skilyrði og heim- sóknaraðstaða gagnrýnd þótt fyrir- komulag heimsókna hafí batnað mjög við að flytja heiinsóknir úr fangahúsum. Fangar gagnrýna einnig að ekki sé tekið tillit til þeirra sem þurfa að fara um langan veg til að hitta fjölskyldur sínar í dagsleyfum, þeir fái ekki lengri leyfi en hinir, sem búi tiltölulega nálægt fangelsinu. Rúmdýnur eru sagðar lélegar og þeirri spurningu velt upp hvort ekki myndi minnka lyfja- og lækniskostnaður ef pen- ingar yrðu settir í dýnukaup. Vakin er athygli á því að ekki sé greitt í lífeyrissjóði og stéttarfélög, ekki orlof og engin opinber gjöld af launum fanga, sem þeir fá fyrir vinnu í fangelsinu. Of fáir fangaverðir Auk þess sem að ofan hefur ver- ið talið er m.a. framkvæmd lyfja- leitar í þvagi gagnrýnd, reglugerð- ir um málefni fanga sagðar óná- kvæmar og það gagnrýnt að ekki sé farið að reglum um greiðslu dagpeninga til fanga. Þá er í lokin vakin athygli á skilningsleysi stjórnenda á tillögum fangavarða til úrbóta í heilbrigðismálum fanga og stórhættulegri undirmönnun fangavarða í nýbyggingu Litla Hrauns þar sem aðeins séu 2 menn á næturvakt og 3 á dagvakt en 55 fangar á 5 deildum. STUÐLAFOSS áður Hofsjökull lét úr höfn frá Þorlákshöfn á miðvikudaginn í sína síðustu ferð með frystar afurðir til Rússlands eftir að hafa þjónað Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Eimskipi í nær 25 ár. Var skipið eitt hið elsta í íslenska kaupskipaflotanum. Eimskip keypti skipið af Jöklum, dótturfyrirtæki SH, ár- ið 1997 og var það í flutningum með frystar afurðir milli Nor- egs, Norður-Ameríku og Eystrasaltsríkjanna en Eimskip hóf þá flutninga um mitt ár 1996. í frétt frá Eimskip segir að afráðið hafí verið að fjölga skipum á þessari Ieið um tvö og taka jafnframt í notkun nýrri skip. Því hafi Stuðlafoss verið seldur til norskra aðila og verður afhentur þeim síðar í þessum mánuði. I Flugvélin lenti í sjónum um 80 | sjómílur suðsuðaustur af Hornafirði — REYKJAVi S L A N D v jr Hornafjörður Flugvél fórst út af Hornafírði TVEGGJA hreyfla flugvél af gerð- inni Aero Commander, á leið frá Færeyjum til Reykjavíkur, nauð- lenti á hafinu u.þ.b. 80 sjómílur suðsuðaustur af Hornafirði kl. 13.50 á skírdag. Flugstjórinn, sem var Englendingur, var einn um borð og er hann talinn af. Flugvél- in var skráð í Israel. Að sögn Ásgeirs Pálssonar, framkvæmdastjóra flugumferðar- þjónustu hjá Flugumferðarstjóm, tóku ýmsir þátt í leit að vélinni og flugstjóra hennar á skírdag og föstudaginn langa. Til leitarinnar voru sendar flugvél Flugmála- stjórnar, þyrla frá Landhelgis- gæslunni og tvær Orion-vélar og tvær þyrlur frá vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Einnig var haft samband við skip og báta á svæð- inu. Leitin stóð til kl. 23.15 á skírdag og var haldið áfram á föstudaginn langa en leit hætt síðdegis þann dag. Hljóðfæraleikarar: Gunnar Þórðarson Vilhjálmur Guðjónsson Gunnlauuur Briem Jóhanp Asmundsson Þórir Ullarsson Kristinn Svavarsson Kjarian Valdimarsson Kristján Gfslason Hulda .Gestsdóttir Sigurður H. Ingimarsson Rúna G. Steíánsdóttir. irinsdótfír Hljómsveitin ‘V'&ins HÓTEL fSLANDI Miða- og borðapantanir í síma 533 1100. Verð 4.900, matur og sýning. 1.950, sýning. 950, dansleikur. leikur fyrir dansi til kl. 3. Frábærir söngvarar! Sviðssetning: Egill Eðvarðsson. Hljómsveitarstjóri: Gunnar Þóröarson. Dansstjórn: Jóhann Örn. g 25.APRI á nýrri söngskemtr L itun: W Lyk n Tilboð sem bakið hefii beðið eftk: Nú rýmum við til í DUXIANA versluninni fynr 98 árgerðinni af DUX rúmdýnum. Þess vegna verða nokkrar tegundir af 97 árgerðinni af rúmdýnum seldar á næstu vilcum með 15-30% afslætti á meðan birgðir endast. Komdu strax og slcoðaðu úrvalið í búðinni eða hiingdu og nýttu þér þetta einstaklega góða tilboð. Öllum dýnunum fylgja fætur að eigin vali og DUX rúmdýnan verður send samdægurs til pm, hvert á land sem er ! Hefurðu vitað pað betra ? Hvers vegna ekki að prófa DUX rúmið? Aumir hryggjaliðir og þreyttir bakvöðvar hafa grátbænt þig um það ! DUXIANA Ármúla 10 108 Reykjavík Sími 568 9950
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.