Morgunblaðið - 15.04.1998, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998
LANDSBANKINN
MORGUNBLAÐIÐ
Nýr bankastjóri Landsbankans hyggst koma baiikainim í fremstu röð í N-Evrópu
Kveðst ekki ráðinn á
pólitískum forsendum
Morgunblaðið/Ásdís
TILKYNNT um ráðningu nýs bankastjóra Landsbankans í gær, frá vinstri: Kjartan Gunnarsson,
Anna Margrét Guðmundsdóttir, Halldór J. Kristjánsson og Helgi S. Guðmundsson.
Kjartan Gunnarsson boðar grundvallarbreytingar
Farið út fyrir öll mörk
Halldór J. Kristjáns-
son, nýráðinn banka-
stjóri Landsbankans,
sagði í gær að það væri
markmið sitt að bank-
inn yrði í fremstu röð í
Norður-Evrópu. Hann
kvaðst vera flokksbund-
inn sjálfstæðismaður,
en ráðning sín væri
ópólitísk.
BANKARÁÐ Landsbankans boðaði
til blaðamannafundar í gær þar sem
nýi bankastjórinn var kynntur.
Helgi S. Guðmundsson, formaður
bankaráðs Landsbanka Islands,
hófst handa á því að segja að Halldór
hefði verið ráðinn bankastjóri og
hefði hann þegar tekið til starfa.
Halldór hafði reyndar þegar komið
sér fyrir í gömlu skrifstofu Halldórs
Guðbjamasonar síðdegis í gær, þótt
nafnið hans væri ekki komið á hurð-
ina.
Halldór kvaðst vilja byi-ja á að
þakka það traust, sem sér hefði verið
sýnt með „ráðningu í starf aðal-
bankastjóra við þessar aðstæður“ og
kvaðst þakklátur fyrir að um hana
hefði verið samhljóða stuðningur í
bankaráðinu.
„Ég hef haft tækifæri til að ræða
við framkvæmdastjóra bankans og
treysti á mjög gott samstarf við
hann,“ sagði Halldór. „Það eru krefj-
andi verkefni framundan. Það eru að
verða miklar breytingar á fjár-
magnsmarkaði. Ég hef unnið við
stefnumótun stjórnvalda á því sviði
síðustu mánuði.“
Staða í breyttu umhverfi
Halldór bætti við að það væri mik-
ið verkefni framundan fyrir stjórn
bankans að taka ákvörðun um það
hvar Landsbankinn ætlaði að vera í
því breytta umhverfi. Halldór kvaðst
lítið geta sagt um það atriði á þessu
stigi málsins: „Ég mun ræða við
starfsmenn, ég mun ræða betur við
framkvæmdastjórana, ég mun ein-
beita mér að starfi inn á við í bank-
anum og stefnumótun næstu vikur
og gera betri grein fyrir sínum við-
horfum innan skamms.
„Ég vil þó segja að starf mitt mun
að sjálfsögðu miðast við að styrkja
traust á bankanum og efla starfsem-
ina,“ sagði hann. „Ég styð þá megin-
stefnu, sem mörkuð var i málefnum
bankans með kaupunum á VIS, að
bankinn einn beiti sér að almennri
fjármálastarfsemi, verði traustur og
sterkur viðskiptabanki og verði í for-
ustu til íramtíðar eins og segir í
kjörorði bankans."
Halldór var spurður hvaða augum
hann liti hugmyndii- um sameiningu
banka til að draga úr kostnaði í
bankakerfinu. Hann vísaði til þess að
Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra
hefði sagt á ársfundi Seðlabankans
að til að ná endanlegum markmiðum
við að koma tilkostnaði í bankakerf-
inu hér á landi niður á það stig, sem
best gerðist í nágrannalöndunum,
þyrfti samruni eininga og stækkun
þeirra að eiga sér stað.
Landsbankinn langstærsta
einingin
„Landsbankinn er langstærsta
einingin," sagði hann. „Það þarf að
vinna úr kaupunum á VÍS og ná
fram enn frekari samlegðaráhrifum
af þeim kaupum. Ég held að það
verði verkefni Landsbankans, að ein-
beita sér að því viðfangsefni, og sam-
KJARTAN Gunnarsson, sem situr í
bankaráði Landsbanka Islands,
sagði á blaðamannafundi í gær að
farið hefði verið út fyrir öll mörk í
laxveiðum á vegum bankans og
bætti við að grundvallarbreytinga
væri þörf. Þrír bankastjórar bank-
ans sögðu af sér á öðrum degi páska
og í gær var Halldór J. Kristjáns-
son, ráðuneytisstjóri iðnaðar- og við-
skiptaráðuneyta, ráðinn nýr banka-
stjóri.
Helgi S. Guðmundsson, formaður
bankaráðsins, sagði á fundinum að
misjafnar forsendur væru fyrir því
að þrír bankastjórar Landsbankans,
Björgvin Vilmundarson, Halldór
Guðbjarnason og Sverrir Her-
mannsson, hefðu sagt af sér á mánu-
dag.
„Einn gerði það vegna veikinda og
tveir gera það vegna þess að þeir
telja að þeirra persóna hafi áhrif á
ímynd bankans," sagði hann. „Ég er
þakklátur fyrir það að þeir meta það
með þessum hætti.“
Bankastjóranna að svara fyrir
hvers vegna þeir hætta
Helgi sagði að bankastjóramir
fyrrverandi hefðu tekið ákvörðun um
að óska lausnar frá störfum og þeir
yrðu sjálfir að svara fyrir það hvers
vegna þeir hefðu gert það.
Helgi sagði að ekki hefði komið til
greina að einhver í bankaráði segði
af sér og það hefði ekki verið rætt.
Hann vissi ekki hvort það yrði rætt.
„Svona mál eru náttúrulega mjög
erfið fyrir fyrirtæki,“ sagði Helgi.
„Ég þori ekki um það að segja hvað
þetta hefur skaðað bankann. Við
horfum hér fram á við og við munum
öll leggja okkur fram um að byggja
upp bankann."
Kjartan Gunnarsson, bankaráðs-
maður og framkvæmdastjóri Sjálf-
stæðisflokksins, var spurður hvaða
ábyrgð hann bæri og hvort segja
mætti að bankaráðið hefði brugðist
eftirlitsskyldu sinni.
„Nei, það gerði ráðið ekki,“ sagði
Kjartan. „Það mun koma fram í
skýrslu ríkisendurskoðunar þegar
hún liggur fyrir hvernig eftirlits-
skyldu bankaráðsins er háttað og
hvemig það hafi rækt hana og ég hef
enga ástæðu til að ætla annað en að
niðurstaðan verði sú að bankaráðið
hafi ekki I neinu brugðist."
Fékk ekki athugasemdir vegna
laxveiðiferða
Kjartan var spurður hvort fréttir,
sem birst hefðu um að endurskoðandi
bankans hefði ítrekað gert athuga-
semdir við laxveiðikostnað Lands-
bankans í formannstíð hans og þá
sérstaklega vegna Hrútafjarðarár,
væru rangar.
„Ég hef engar athugasemdir feng-
ið frá neinum um laxveiðiferðir á
vegum Landsbankans þann tíma,
sem ég var formaður bankaráðs,"
svaraði Kjartan.
Skýrsla ríkisendurskoðunar er
væntanleg í dag. Helgi kvaðst hafa
séð ýmis atriði hennar, sem banka-
stjóramir hefðu þurft að skýra, en
hann myndi ekki ræða um neitt í
henni fyrr en hún kæmi.
Helgi sagði að ekki hefði verið
gengið frá samkomulagi um starfslok
bankastjóranna þriggja og ákvörðun
hefði ekki verið tekin um það hvort
gerðir yrðu starfslokasamningar.
Halldór Guðbjarnason sagði í yfirlýs-
ingu, sem hann gaf frá sér vegna af-
sagnar sinnar, að hann væri reiðubú-
inn til að koma aftur til starfa hjá
Landsbankanum. Helgi sagði að eng-
in ákvörðun hefði verið tekin um það.
Helgi sagði að ekki hefði verið tek-
in ákvörðun um að hætta laxveiðum
á vegum bankans, það yrði rætt við
nýjan bankastjóra. Halldór sagði að
leiðinlegt væri að gera þetta að um-
ræðuefni, en hann hefði aldrei stund-
að laxveiðar af neinu kappi. Hann
sagði að sér hefði aldrei verið boðið í
laxveiði á vegum Landsbankans.
Sjálfgefíð að Landsbankinn
hætti öllu bruðli á þessu sviði
Kjartan Gunnarsson lýsti yfir því
að grundvallarbreytinga væri þörf.
„Mér finnst sjálfgefið og sjálfsagt
að Landsbankinn hætti öllu bmðli á
þessu sviði,“ sagði Kjartan Gunnars-
son. „Það er augljóst af þeim upplýs-
ingum, sem fram hafa komið, að
þetta hefur allt keyrt úr hófi hér í
bankanum og það er sjálfgefið og
sjálfsagt - og bankaráðið mun nátt-
úrulega beita sér fyrir því - að á
þessu verði grundvallarbreyting. Ég
þarf ekki að skýra þetta neitt nánar.
Þetta er augljóst. Mín persónulega
skoðun er sú að þetta hafi verið kom-
ið út fyrir öll mörk og það hafi komið
í Ijós í þessum upplýsingum, sem
fram komu þegar ríkisendurskoðun
gerði sína athugun, og auðvitað dett-
ur engum manni hér í Landsbankan-
um í hug að halda þessu áfram með
þessum hætti. Þó að það sé rétt, sem
formaðurinn segir, að engin formleg
ákvörðun hafi verið tekin, leiðir það
af eðli þessa máls að á þessu verður
grundvallarbreyting."
Halldór J. Kristjánsson, nýráðinn
bankastjóri, sagði að kostnaðareftir-
lit og stöðu innri endurskoðunar yrði
að efla. „Það verður að sjálfsögðu
gætt aðhalds í rekstrarkostnaði
bankans," sagði hann. „Það eiga við-
skiptamennimir að geta treyst á og
við munum vonandi á næstu vikum
geta sannfært viðskiptavini okkar
um að við séum á réttri leið í þeim
efnum. Þannig að ég tek mjög undh'
það, sem Kjartan segir. Án þess að
ég sé að víkja þar með neitt að for-
tíðinni í þessu er ljóst að það er eitt
af meginverkefnum nýs bankastjóra
að gera rekstui'inn sem hagkvæm-
astan á öllum sviðum og almennt séð
á ekki að stofna til útgjalda nema
það leiði til tekna. Það leiðir af eðli
rekstrarins."
Á blaðamannafundinum var spurt
um hlut Lýsingar, sem er í eigu Bún-
aðarbanka og Landsbanka, í lax-
veiðiferðum. Þær upplýsingar
myndu ekki koma fram í skýrslu rík-
isendurskoðunar, en spyija mætti
hvort Landsbankinn hygðist beita
sér fyrir því að þær upplýsingar
yrðu gerðar opinberar.
Helgi sagði að óskaði ríkisendur-
skoðandi eftir því við bankaráðið að
það beitti sér fyrir því að fá stjóm-
endur Lýsingar til að gefa þessar
upplýsingar yrði fjallað um það.
Björgvin Vilmundarson og SveiTh’
Hermannsson sitja enn í stjórnum
ýmissa fyrirtækja á vegum Lands-
bankans, þar á meðal Lýsingar.
Helgi sagði að ekki hefði verið fjallað
um þetta í bankaráðinu, það hefði
ekki tekist enn sem komið væri.
mninn muni gerast meðal annan'a
stofnana. Það eru mín fyrstu viðhorf
og einnig er til þess að líta að Lands-
bankinn er_ langstærstur viðskipta-
bankanna. Ut frá samkeppnissjónar-
miðum mætti ætla að aðrh' kostir
væru ofar á blaði.“
Hann kvaðst hins vegar ekkert
vilja útiloka og sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann væri sammála
því að til þess að ná því markmiði á
næstu árum að tilkostnaður í banka-
kerfinu hér á landi sem hlutfall af
tekjum verði áþekkur því sem best
gerist í nágrannai'íkjunum þurfi að
stækka einingar. „Stefnumótun
um það efni er í höndum eigenda
hlutabréfanna og ríkisstjórnin og
viðskiptaráðhen-a verða að móta þá
stefnu og einstakir bankar að vinna
úi' aðstæðum eins og þeir best geta,“
sagði Halldór. „Það verður hlutverk
Landsbankans að falla að þeirri
stefnumótun og treysta og efla bank-
ann í breyttu umhverfi. A þessu stigi
væri bæði of snemmt og órökrétt að
loka á möguleika. Hins vegar er ljóst
að verkefnið, sem framundan er hjá
mér, er að setja skýr árangursmark-
mið um rekstur bankans, skýr
rekstrarmarkmið með hliðsjón af
því, sem best gerist á Norðurlönd-
um.“
Forsendur ráðningarinnar
Halldór sagði þegar hann var
spurður um forsendur fyrir ráðningu
sinni að hann hefði gegnt for-
mennsku í nefndinni, sem skipuð var
samkvæmt lögum til að undirbúa
formbreytingar ríkisviðskiptabank-
anna og stýra þeim. Hann hefði þvi
verið kunnugur málefnum Lands-
bankans, enda hefði nefndin velt fyr-
h' sér næstu skrefum í rekstri bank-
ans.
„í því sambandi lagði undirbún-
ingsnefndin áherslu á sölu á hluta-
bréfum og skráningu á verðbréfa-
þingi,“ sagði hann. „Síðan hafði ég
einnig tekið þátt í vinnu við að skil-
greina markmið ríkisins sem hlut-
hafa við endurskipulagninguna í
mínu fyrra starfi. Ég geri ráð fyrir
að mitt nafn hafi komið upp vegna
þeirrar fagvinnu, sem ég hafði unnið
við undirbúninginn að þessu, og ég
væri í stakk búinn til að takast á við
þetta hlutverk.“
Hann kvaðst þess utan hafa mikla
reynslu af ýmsum viðskiptasamning-
um, sem gengið hefðu vel, og hefði
nægilega breiðan grundvöll til að
taka þetta starf að sér og reyna að
leysa það vel af hendi.
Hann vildi ekki fara út í atburða-
rás ráðningar sinnar í einstökum at-
burðum, en sagði að mánudagurinn
hefði verið dagur hinna stóru
ákvarðana.
„Það var ekki fyrr en þá að at-
burðarásin fór að verða skýr,“ sagði
hann. „En ég ætla ekki að rifja upp
hvenær hlutir voru fyrst ámálgaðir."
Hann stýrði á sínum tíma undir-
búningi á breytingu ríkisviðskipta-
bankanna í hlutafélög og þekkir því
til skipulags hjá keppinautum sínum
í Búnaðarbankanum. Hann sagði að
hann hefði rætt þessa stöðu við
bankaeftirlitið og yfirmenn Búnaðar-
bankans í gær.
,Að sjálfsögðu hafa þeir engar at-
hugasemdir við ráðningu í þetta
starf,“ sagði hann. „Það er ekkert at-
hugavert við það að starfsmaður
Landsbankans fari í Búnaðarbank-
ann. Hann hefur miklu betri upplýs-
ingar heldur en ég hafði af mínu
starfi, þannig að svo framarlega, sem
menn skipta um starf nákvæmlega á
deginum, skilja eftir í gamla stai'finu
þær upplýsingar, sem þar voru, og
taka við störfum að nýju, er þetta
fullkomlega eðlilegt."
Helgi S. Guðmundsson sagði að
eining hefði verið um ráðningu Hall-
dórs í starf bankastjóra og hló við
þegar hann var spurður hvort engir
pólitískir flokkadrættir byggju að
baki um leið og hann svaraði neit-
andi.
Halldór, sem áður var ráðuneytis-
stjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytum, sagði í samtalinu við Morg-
unblaðið að hann væri ekki ráðinn á
pólitískum forsendum að nokkru
leyti. „Ég hef ekki starfað í stjórn-
málaflokki á liðnum árum,“ sagði
hann. „Það samræmist ekki starfi
ráðuneytisstjóra að vera í pólitísku
flokksstarfi, en það hefur komið
fram opinberlega áður og ég get
staðfest það að ég hef verið flokks-