Morgunblaðið - 15.04.1998, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LANDSBANKINN
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 13
Samþykkt bankaráðs Landsbankans eftir afsögn þrig-gja bankastjóra
Einn bankastj óri verði við
bankann fyrst um sinn
HALLDÓR J. Krist-
jánsson var ráðinn
bankastjóri Lands-
bankans í gær.
ÞÓRÐUR Friðjóns-
son hefur verið sett-
ur ráðuneytisstjóri
iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytisins
til næstu áramóta.
FRIÐRIK Már Bald-
ursson gegnir starfi
forsljóra Þjóðhags-
stofnunar til ára-
móta.
bundinn sjálfstæðismaður. Þannig
að það ætti í sjálfu sér að svara
þeirri spurningu hvort þetta er póli-
tísk ráðning.“
Bankaráðsformaðurinn var spurð-
ur hvers vegna ekki hefði verið ráð-
inn bankastjóri úr starfsfólki bank-
ans og svaraði hann því til Halldór
hefði víðtæka reynslu og það hefði
verið metið svo að gott væri að
standa að ráðningu nýs bankastjóra
með þessum hætti. Hann sagði að
Halldór væri ráðinn til framtíðar.
Einn í stað þriggja
Með Halldóri er ráðinn einn
bankastjóri í stað þriggja, sem voru
að hætta. í fréttatilkynningu frá
bankaráði er vitnað í bókun frá fundi
þess í gær: „Með vísan til samþykkta
fyrir Landsbanka Islands hf. hefur
bankaráðið í dag ákveðið að fyrst um
sinn verði einungis ráðinn aðal-
bankastjóri að bankanum en ráðn-
ingu annarra bankastjóra frestað.
Jafnframt samþykkh' bankaráðið að
taka skipulag æðstu framkvæmda-
stjómar bankans til endurskoðunar
m.a. með tilliti til þess að í framtíð-
inni verði einn bankastjóri við bank-
ann. Þetta telur bankaráðið rétt að
unnið verði í samvinnu bankaráðs og
viðskiptaráðuneytis.“
Helgi sagði á blaðamannafundin-
um að þetta mál yrði rætt á næstu
dögum. Hann sagði að það fyrir-
komulag að hafa þrjá bankastjóra
hefði verið barn síns tíma og nú yrði
það endurskoðað. Hann sagði eftir
fundinn að það væri fljótgert að
breyta umræddri samþykkt. Til þess
þyrfti að kalla hluthafafund og það
væri auðvelt.
Samþykkti ráðningu vegna
hagsmuna Landsbankans
í lok blaðamannafundarins í gær
kvaddi Jóhann Arsælsson banka-
ráðsmaður sér hljóðs og kvaðst vilja
gefa yfiriýsingu þar sem hann hefði
staðið að samþykkt um að ráða nýj-
an bankastjóra.
„Ég gerði það vegna hagsmuna
Landsbankans og tel að það hafi ver-
ið mikið atriði fyrir Landsbankann
eftir þessar hremmingar, sem hann
hefur lent í, að það næðist full sam-
staða um nýja yfirstjórn hérna,“
sagði hann. „Það er ekki þar með
sagt að það hafi allt gengið eins og
ég hefði helst óskað eða við höfum
fengið tækifæri til að fjalla um ein-
hvern hóp manna til að velja úr, en
þetta er niðurstaðan og við munum
standa að henni.“
Hann kvaðst vilja vekja athygli á
því að nú yrði einn bankastjóri
Landsbankans. Hann hefði barist
fyrir því ásamt fleirum, þar á meðal
Onnu Margréti Guðmundsdóttur, og
það hefði í raun og veru verið ríkj-
andi skoðun í bankaráðinu þrátt fyr-
ir fyrirmæli um að hafa annan hátt á.
„Ég fagna því alveg sérstaklega
og tel að nú muni bankinn eiga
möguleika á að komast upp úr þess-
um erfiðleikum mjög hratt," sagði
hann. „Ég ætla að geyma mér allar
yfirlýsingar um framtíð bankans
næstu daga vegna þeirra hluta, sem
munu koma fram í skýrslu ríkisend-
urskoðunar, en ég vil að það komi
fram að það er fyrst og fremst vegna
hagsmuna Landsbankans, sem ég
styð þessa niðurstöðu."
Hann sagði að ekki mætti skilja
orð sín sem svo að hann hefði látið
beygja sig. Það hefði einfaldlega
ekki gefist tími til að fjalla um aðra,
sem kæmu til greina.
„Þessi maður er örugglega mjög
vel hæfur,“ sagði hann. „En vegna
þess að það þurfti að vinna hratt að
þessu máli töldum við að það væri
rétt að styðja þessa niðurstöðu. Ég
hefði viljað að við hefðum komist að
þessu máli fyrr til að ræða um þá,
sem hefðu komið til greina hér, og
getað fengið tækifæri til að vinna að
málinu saman hér í bankaráðinu.“
Til greina hefði komið að ráða
mann tímabundið meðan lagt hefði
verið mat á stöðuna, en betra væri
að geta sagt að kominn væri maður
til frambúðar, en að komið væri
bráðabirgðaástand. Þegar Jóhann
var inntur eftir þvi hvernig hefði átt
að vinnast tími þegar afsagnir
bankastjóranna bárust ekki fyrr en á
mánudag kvaðst hann ekki vilja fara
út í það nema hvað ljóst hefði verið
fyrir nokkru að gera mátti ráð fyrir
breytingum innan bankans.
BANKARÁÐ Landsbanka íslands
hf. réð í gær Halldór Jón Krist-
jánsson, ráðuneytisstjóra í iðnaðar-
og viðskiptaráðuneytinu, í starf að-
albankastjóra Landsbankans. Hef-
ur hann þegar tekið til starfa og
hefur honum verið veitt lausn frá
störfum sínum við ráðuneytið.
I frétt frá bankaráði Landsbank-
ans segir að Halldór J. Kristjáns-
son hafi yfirgripsmikla reynslu og
þekkingu á alþjóðlegu og innlendu
viðskiptasamstarfi, atvinnuþróun-
arstarfi og skipulagi og rekstri
fjármálastofnana. Halldór, sem
fæddur er 13. janúar 1955, lauk
stúdentsprófi í Noregi árið 1973,
tók próf í lífefnafræði frá Loma
Linda háskólanum í Bandaríkjun-
um árið 1975 og lauk lögfræðiprófi
frá Háskóla Islands árið 1979.
Hann stundaði framhaldsnám í
þjóðarétti og alþjóðaviðskiptarétti
við New York University og hefur
sótt námskeið í alþjóðlegri samn-
ingagerð, meðal annars við Har-
vard Law School.
Halldór starfaði sem fulltrúi hjá
bæjarfógetanum á Selfossi og
sýslumanninum í Arnessýslu á ár-
inu 1981 en hefur síðan að mestu
starfað í iðnaðarráðuneytinu, sem
fulltrúi, deildarstjóri og síðar
skrifstofustjóri. Vann hann þá m.a.
að samningum um erlend fjárfest-
ingaverkefni hér á landi og að end-
urskoðun á eldri samningum um
stóriðju og segir í frétt Lands-
bankans að hann hafi þar öðlast
víðtæka reynslu af alþjóðlegri
samningagerð og verkefnafjár-
mögnun.
Aðstoðarbankastjóri
við Evrópubankann
Árin 1991 til 1994 starfaði Hall-
dór sem aðstoðarbankastjóri við
Evrópubankann í London og sat í
fyrstu stjórn bankans. Þar tók
hann meðal annars þátt í stefnu-
mótun bankans og mótun starfs-
reglna sem varða m.a. lánamál,
áhættustýringu og eftirlit með
rekstri.
Haustið 1994 tók hann á ný við
starfi í iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytinu og hefur starfað sem ráðu-
neytisstjóri frá árinu 1996. „Hann
hefur í starfi sínu þar m.a. stýrt
undirbúningi á breytingu ríkisvið-
skiptabankanna í hlutafélög og
samruna fjárfestingarlánasjóða at-
vinnuveganna í Fjárfestingabanka
atvinnulífsins hf. og Nýsköpunar-
sjóð atvinnulífsins. Halldór hefur
stýrt vinnu ráðuneytanna sem lýt-
ur að aukinni erlendri fjárfestingu
og atvinnusköpun auk þess að
stýra umfangsmiklum samninga-
viðræðum um stækkun Isal, um
stofnun Norðuráls, um stækkun
Jámblendiverksmiðjunnar á
Gmndartanga og verið formaður
sameiginlegrar nefndar Hydro
Aluminium og íslenskra stjórn-
valda um byggingu nýs álvers hér
á landi.“
Kona Halldórs er Karolína
Fabína Söebech, BA í stjórnmála-
fræði, ráðgjafi. Þau eiga tvö börn.
Skipulag framkvæmdastjórnar
endurskoðað
Auk aðalbankastjóra starfa í
framkvæmdastjóm Landsbanka
Islands hf. fimm framkvæmda-
stjórar, þeir Barði Árnason, Björn
Líndal, Brynjólfur Helgason, Jak-
ob Bjamason og Jóhann Ágiists-
son. Þá var samþykkt eftirfarandi
bókun á fundi bankaráðsins:
„Með vísan til samþykkta fyrir
Landsbanka íslands hf. hefur
bankaráðið í dag ákveðið að fyrst
um sinn verði einungis ráðinn aðal-
bankastjóri að bankanum en ráðn-
ingu annarra bankastjóra frestað.
Jafnframt samþykkir bankaráðið
að taka skipulag æðstu fram-
kvæmdastjórnar bankans til end-
urskoðunar, m.a. með tilliti til þess
að í framtíðinni verði einn banka-
stjóri við bankann. Þetta telur
bankaráðið rétt að unnið verði í
samvinnu bankaráðs og viðskipta-
ráðuneytis.“
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, hefur verið
settur ráðuneytisstjóri í iðnaðar-
og viðskiptaráðuneytinu til næstu
áramóta. Hefur hann fengið leyfi
frá starfi sínu í Þjóðhagsstofnun
þann tíma.
Friðrik Már Baldursson hag-
fræðingur mun gegna starfi for-
stjóra á meðan en hann hefur síð-
asta áratuginn starfað hjá Þjóð-
hagsstofnun og meðal annars verið
forstöðumaður hagrannsókna.
Friðrik, sem einnig hefur lokið ein-
leikaraprófi í fiðluleik, starfaði sem
lausamaður í Sinfóníuhljómsveit
Islands árin 1979-1990, var um
tíma forritari hjá Verk- og kerfis-
fræðistofunni og aðstoðarkennari
og lektor við tölfræðideild Col-
umbia háskólans í New York árin
1982 til 1987.
Áhugaverð verkefni
í ráðuneytinu
„Þarna era mörg ákaflega
áhugaverð verkefni í gangi sem ég
hlakka til að takast á við og til
dæmis mikið að gerast í fjármála-
lífinu,“ sagði Þórður Friðjónsson í
samtali við Morgunblaðið. Sagði
hann að stjórnarflokkarnir hefðu
lagt áherslu á að hann tæki starfið
að sér þennan tíma. „Sömuleiðis
er mikið um að vera í sambandi við
fjárfestingar erlendra aðila hér á
landi og verið er að vinna að end-
urskoðun á stefnunni í raforku-
málum þannig að þarna eru mörg
verkefni sem hafa með einhverj-
um hætti tengst verkefnum hér
við Þjóðhagsstofnun og ég hef
mikinn áhuga á,“ sagði Þórður
ennfremur.
H O N D A
d y r a 2.0 i
12 8 h e s t ö{ l
Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll - hannaður fyrir íslenskar aðstæður
Innifaiið í verði bíisins
^ 2.01 4 strokka 16 ventla léttmálmsvél
s Loftpúðar fyrir ökumann 05
V Rafdrifnar rúður og spegla
s ABS bremsukerfi
ri" Veghæð: 20,5 cm
S Fjórhjóladrif
✓ 15" dekk
■s Samlæsingar
v' Ryðvörn og skráning
S Útvarp og segulband
■S Hjólhaf: 2.62 m
Lengd: 4.52m, Breidd: 1.75m, Hæð: 1.675m
Verð á götuna: 2.285.000.- með abs
Sjálfskipting kostar 80.000,-
(H)
HONDA
Sfmi: 520 1100