Morgunblaðið - 15.04.1998, Page 14

Morgunblaðið - 15.04.1998, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDSBANKINN Sverrir Hermannsson fráfarandi bankastjóri Landsbanka fslands Við bankastjórarnir þrír erum allir samábyrgir Eini bankastjóri Landsbankans sem skýrði á engan hátt uppsögn sína á annan dag páska var Sverrir Hermannsson, sem öll spjót hafa staðið á undanfarnar vikur í umræðunni um laxveiðileyfakaup Landsbankans á undanförnum árum, risnunotkun og fleira. Sverrir ræðir þessi mál við Agnesi Bragadóttur og fer yfir sviðið eins og það horfir við honum. - Sverrir, þú varst síðastur ykk- ar þriggja þankastjóranna til þess að segja af þér nú á annan dag páska, en þú hefur enn ekki sagt hvers vegna. Hvers vegna? „Ég sagði nú í einni setningu í þessari uppsögn minni, að ég teidi að eins og málum væri komið, þyrfti að nást friður um starfsemi bankans og ég teldi mér trú um að það gæfíst betri kostur á því ef skipt yrði um yfírstjóm. Að því vit- uðu þegar ég kom til landsins í gær (mánudag) að félagar mínir höfðu tekið þessa ákvörðun, þá hlaut ég að fylgja í það fótspor.“ - Um fátt meira hefur verið rætt að undanförnu, í tengslum við lax- veiðileyfakaup Landsbankans og risnukostnað, en ábyrgð. Hver eða hverjir bera ábyrgð? „Þar erum við bankastjórarnir ábyrgir, við þrír emm allir sam- ábyrgir. Að vísu má geta þess, að endurskoðun og innra eftirlit hefur verið í miklum molum. Það sér maður fyrst nú. Aldrei hefur maður fengið ábendingu um eitt né neitt sem laut að rekstri bankans, kostnaði eða öðru sem að því lýtur. Það hef- ur verið farið yíir málin við upp- gjör og bent á ýmsa höfuðþætti rekstrar. I daglegum rekstri hef ég í tíu ár aldrei fengið neina ábend- ingu um það sem betur mætti fara, hvorki í risnu, ferðalögum eða lax- veiðum, fyrr en 27. febrúar 1997, þegar Árni Tómasson endurskoð- andi bendir mér á, að Björgvin Vil- mundarsyni viðstöddum, að það kunni að vera varhugavert að stunda þessa verslun við Bálk, þar sem það sé fjölskyldufyrirtæki mitt. Að svo búnu gekk ég yfír á skrifstofu mína og skrifaði þennan seðil,“ segir Svenir og sýnir blaða- manni Ijósrit af bréfí til Arna Tómassonar end- urskoðanda, sem dag- sett er 27.2. ‘97. Þar seg- ir orðrétt: „Með vísan til Vitaskuld ekki nema hálfsögð sagan samtals milli þín og okkar Björg- vins Vilmundarsonar í dag, stað- festist hér með, að meðan undirrit- aður gegnir störfum hjá Lands- banka Islands munu engin frekari viðskipti gerð milli bankans og Bálks ehf. Sverrir Hennannsson. Ljósrit: Bj. Vilm.s.“ - Nú eru það ekki síst tengsl þín við Hrútafjarðará, sem hafa orðið til þess að umræðan hefur mest snúist um þig og þinn þátt í lax- veiðum Landsbankans. Hvert er upphafið að því að Landsbankinn kaupir veiðileyfi í Hrútafjarðará? „Aður en ég varð bankastjóri, hafði Pétur Sigurðsson, þá formað- ur bankaráðsins, verið við veiðar í Hrútafjarðará. Ég hygg svo að það hafí verið árið 1989, sem meirihluti bankaráðs Landsbankans var við veiðar í ánni og ég var þar leið- sögumaður og kokkur fyrir þá. Það var bankaráðið sjálft sem hóf þessi viðskipti og ég hafði ekkert með þau að gera og ekki heldur með rekstur árinnar að gera. Lengi var það einstaklingur sem sá um rekstur árinnar, en 1994 komst hann í mikil og háskasamleg vandræði, þannig að sonur minn varð að taka við. Hlutum við tölu- vert tap af þessu, ef það skyldi nú hugga frú Jóhönnu, eftir allt gróða- talið sem hún hafði í frammi. 1995 var svo stofnað einkafyrirtæki sem sonur minn er í forsvari fyrir, Bálkur ehf. Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á, en ég get alveg sagt það nú, þegar ég horfí um öxl, að strax 1995 hefði verið rétt að hætta kaupum á laxveiðileyfum í Hrúta- fjarðará. Þetta sé ég nú, en frómt frá sagt, þá var þetta einfaldlega orðinn vani og bankaráðið sjálft stundaði þessi viðskipti og þarna voru miklir viðskiptamenn bank- ans, innlendir og erlendir gestir okkar. Auk þess var þessi á mörg- um sinnum ódýrari í kaupum held- ur en hótelárnar, eins og Vatns- dalsá, Víðidalsá og Þverá.“ „Þarna blekktu menn“ - Hvers vegna skrifaðir þú ekki undir hið skriflega svar sem Landsbankinn útbjó í hendur Finni Ingólfssyni viðskipta- ráðherra, vegna fyrir- spumar Jóhönnu Sig- urðardóttur um laxveiði- leyfakaup Landsbank- ans og kostnað af þeim á undan- förnum árum - svar sem reyndist svo rangt, en Björgvin Vilmundar- son og Halldór Guðbjarnason höfðu undirritað? „Fyrst vil ég segja þetta: Svarið var gefíð með þeim hætti, að fyrir- spurninni var svarað eftir orðanna hljóðan. Sem sagt - hve mikið hef- ur Landsbankinn keypt? en öllu öðru sleppt, sem laut að dóttui’íyr- irtækjum. Talan sem gefín var upp stóðst því út af Landsbankanum einum. Vitaskuld var það ekki nema hálfsögð sagan og tæplega það. Þess vegna verður ekkert komist hjá því, annað en játa, að þama blekktu menn. Ég neitaði að skrifa undir þetta, vegna þess að ég vildi ekki standa svona að mál- um. Ég taldi að hér væri um slíkar persónunjósnir að tefla, að ég vildi leita til umboðsmanns Alþingis um það hvort Alþingi hefði rétt á þessu. En það sem réð úrslitum um að ég neitaði að skrifa undir svar bankans til viðskiptaráðherra, var að ég hafði fengið tölur uppgefnar um laxveiðar 1997 og þeim tölum bar ekki saman við þá tölu sem komin var í bréfíð. Þess vegna gaf ég það alfarið frá mér að vera þátt- takandi í því að gera þetta bréf. En þar með er ég alls ekki að vísa frá mér ábyrgð á þessum málum. Ég ítreka að við bankastjórarnir þrír berum fulla og sameiginlega ábyrgð á þessum málum, undan því mun ég aldrei skorast.“ Kostnaður bankans vegna veiðiferða Sverris 3,6% til 4,5% af heildarkostnaði - Mér hefur verið sagt að það séu til útreikningar innan Lands- bankans, sem sýna hver kostnaður Landsbanka íslands af Sverri Her- mannssyni vegna veiðiferða hefur verið á undanfömum þremur ár- um. Er þetta rétt og hvernig eru þessir útreikningar? „Já, það er rétt og því mun sjálf- sagt enginn maður trúa, því það er held ég hald alls almennings, eftir þennan djöfulgang og fjölmiðlafár, að ég sé upphafsmaður og undir- staða alls sem á að heita laxveiðar í Landsbanka íslands. I svarinu til viðskiptaráðherra var talið í hvaða ám Landsbankinn og Landsbankamenn hefðu veitt. Af því tilefni vil ég taka fram: Á vegum Landsbanka íslands hef ég aldrei veitt í Þverá, aldrei komið í Straumíjarðará, aldrei í Grimsá, aldrei í Stóru-Laxá, aldrei í Laxá í Þingeyjarsýslu, nema ég hafði þar leiðsögumann, kostaðan af útibúi bankans, að gömlum sið, sem við getum kallað óvana ef þú vilt. í sjálfri Hrútafjarðará hef ég aldrei veitt á kostnað Landsbanka ís- lancls og hana nú! Ég hef verið á vegum bankans í tveimur ám, Víðidalsá og Vatns- dalsá. 1995 er kostnaður bankans vegna mín og konu minnar 386.334 krónur, en alls var kostnaður bank- ans þá 9.396.667 krónur. Þess vegna var kostnaður bankans mín vegna 4,1% af þessari fjárhæð. 1996 var kostnaður bankans mín vegna 255.962 krónur. Þá var kostnaður bankans alls 7.089.869 krónm- og kostnaður bankans vegna mín því 3,6% af þeirri upphæð. 1997 var kostnaður bankans mín vegna 311.616 krónur. Þá var samtals kostnaður bankans 6.941.219 og kostnaður hans mín vegna því 4,5% af kostnaði bankans." - Þegar þú getur sýnt fram á út- reikninga sem þessa, sem gera nú ekki ýkja mikið úr kostnaði bank- ans vegna þín og laxveiða þinna, hvernig skýrir þú þá að öll spjót hafa staðið á þér undanfarnar vik- ur, ekki Landsbanka íslands, ekki bankastjórn í heild og ekki banka- ráðinu? „Send inn á þing til að hafa af mér mannorðið" „Jóhanna Sigurðardóttir var send inn á Alþingi til þess að hafa af mér mannorðið og koma mér út úr Landsbanka íslands af svikur- um í bankakerfinu. Hún tók það hlutverk að sér.“ - Þetta er þung ásökun. Verður þú ekki að skýra þessi orð þín eitt- hvað nánar? „Nei, það held ég ekki, því það jaðrar við að ég ljóstri upp banka- leynd, en söm er hennar gerð og það er meira en lítið alvarlegt mál fyrir Alþingi, virðingu þess og við- gang, að þingmenn taki slíkt hlut- skipti að sér. Hún vissi ekkert um þessi mál. Um leið og hún setti fyr- irspurnina fram, sýndi ég mönnum fram á, hvers vegna hún spyrði. Hún var að spyrja eftir þvi hver væri leigutaki Hrútafjarðarár og um leið og upplýst var að Bálkur væri einn af leigutökunum sem verslað hefði verið við, þá orgaði hún upp á Alþingi: Sverrir Her- mannsson er að græða milljónir með sjálftöku í Landsbankanum og hann er að fremja lögbrot. Undir því allra síst ætlaði ég nú að sitja, hvað sem í skærist og þess vegna bað ég um að ríkisendurskoðandi gerði úttekt á þessum málum.“ I tugthús með þá! „Það eru margir sem telja sig eiga sökótt við Sverri Hermanns- son í bankakerfinu og vilja hann feigan og burt þaðan. Það er meðal annars af því að hann er ekki tilbú- inn til þess að semja við þá svika- hundana, sem hafa sorfið út úr bankanum stórfé, um smágreiðslur og sleppa þeim svo við frekari refs- ingar. I tugthús með þá! Það var í þjónustu slíkra manna sem Jó- hanna gekk inn á Alþingi með fyr- irspurn sína “ - Nú hefur því verið haldið fram, m.a. af bankaráðsmanni, að 1993 hafi verið samþykkt í bankaráði Landsbankans að beina --------7 því til bankastjórnar að Skelfilegt mál öllum laxveiðum á veg- og greinilegt um bankans yi-ði hætt. spillingarmál Hvað segir þú um þetta? - Nú er því haldið fram við mig, að í skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem gerð verður opinber á morg- un, miðvikudag, sé stór kostnaðar- liður í risnuúttektinni, sem sé vín- veitingar sem þú hafir skrifað upp á. Nú ert þú búinn að kynna þér skýrsluna og svara Ríkisendur- skoðun. Er þetta eitt af því sem verður upplýst í skýrslunni? „Sú skipan var fljótlega tekin upp í Landsbanka íslands eftir að ég hóf þar störf, að ég var gerður að eins konar veislustjóra. Var nokkuð vanur því að setja saman matseðla og velja vín og því feng- inn til þess að halda utan um þenn- an þátt og því iðulega bókaður fyr- ir slíkum veislum, hvort sem þær voru á vegum bankaráðs eða Landsbankans. Umsvif bankans eru geysimikil á þessu sviði sem öðrum, því þennan banka sækja heim mörg hundruð fulltrúar er- lendra banka og aðrir viðskipta- menn. Þetta hefur nú verið fært í rétt horf í skýrslu ríkisendurskoð- anda, eftir að upplýst hefur verið að því fer víðsfjarri að þetta sé ein- hver einkarisna mín - þetta er risna alls bankans.“ Gjaldþrot Lindar kostaði Lands- bankann nærri 800 milljónir kr. - Ef við víkjum að öðru; mér er sagt að gjaldþrot Lindar hafí kost- að Landsbanka Islands í kringum 800 milljónir króna. Hvers vegna hefur slíkt stórmál, geysilega stórt gjaldþrot, ekki kallað fram neinar raunverulegar umræður og hvers vegna hefur enginn verið látinn sæta ábyrgð í þeim efnum, því ef rétt reynist, er hér um að ræða tuttugufalda upphæð á við þá upp- hæð sem bankinn og dótturfyrir- tæki hafa eytt í laxveiðar á undan- fömum fímm áram? „Ég kann ekki svör við því. Þetta er nú kannski ekki alveg svona mikið, en tap bankans á gjaldþroti Lindar er uppundir þá upphæð sem þú nefnir. Auðvitað var það skelfílegt mál og greinilegt spill- ingarmál, eins og þau mál gerast verst. Við yfirtókum svo þetta og Hömlur sáu um að taka við eftir- hreytunum af þessum ósköpum og björguðu því sem bjargað varð. Það er hins vegar rétt sem þú seg- ir, að enginn var látinn sæta ábyrgð fýrir þetta gífurlega tap og engar skýringar kann ég á því.“ - Nú stendur til að endurskipu- leggja og breyta innan Landsbank- ans. Má þá ekki búast við því að slíkt stórmál verði tekið upp á nýj- an leik? „Ja, nú get ég ekki um það dæmt, en að undanförnu hefur því þó verið varpað fram, að nauðsyn- legt væri að taka málið upp og fara ofan í saumana á því.“ - Hvernig líst þér á arftaka ykk- ar þriggja, sem bankaráð Lands- bankans réð í morgun sem banka- stjóra Landsbankans, að fenginni tillögu viðskiptaráðheiTa? „Ég hef lengi verið þeirrar skoð- unar að það ætti bara að vera einn bankastjóri, sem héldi öllum höf- uðþráðum starfseminnar í hendi sér. Ég segi allt gott um ráðningu Halldórs Kristjánssonar, sem er vænn maður. Ég óska honum vel- farnaðar í starfí. Ég hafði mjög góða reynslu af honum og hans starfskröftum, þegar ég var iðnað- arráðheraa, því hann vann þá í iðn- aðarráðuneytinu. Ég hef séð til hans síðan og líkar þessi ráðstöfun mjög vel.“ - Ertu bitur, nú þegar þú skilrn- við Lands- bankann með þessum hætti? „Þetta er rangt. Hið rétta er, að hún Kristín litla Sigurðardóttir hóf þessa umræðu í bankaráði og kom með þessa hugmynd úr prjóna- klúbbi Kvennalistans. Það var hins vegar engin samþykkt gerð í þessa vera og engu beint til bankastjórn- ar. Laxveiðar á vegum Landsbank- ans fóru því fram með fullri vit- neskju bankaráðsins öll árin og engar athugasemdir gerðar við þær.“ „Bitur! Nei, ekki aldeilis! Það er nú öðru nær. Vegna þessa eltingar- leiks við mig út af laxveiðum, þá hef ég nú haldið svefni, en mínir nánustu hafa skemmt sér misjafn- lega! Þetta er búið að vera afskaplega leiðinlegt, staglsamt og erfítt. Ég er hins vegar mjög feginn að mál- um er komið þann veg, að hreinsað er til í þeim, svo menn geti um frjálst höfuð strokið."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.