Morgunblaðið - 15.04.1998, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Viðræður Kóreu-
ríkja út um þúfur
Reuters
ODDVITI samninganefndar Suður-Kóreu, Jeong Se-hyun, ræðir við
fréttamenn í Peking í gær. Hann heldur á lofti eintaki af grundvallar-
samkomulagi Kóreuríkjanna frá 1991.
FAA gefur út
forgangslista
Washington. Reuters.
Norðanmenn vildu
ekki ræða samein-
ingu fjölskyldna
Peking, Tdkýó. Reuters.
SLITNAÐ hefur upp úr viðræðum
Norður- og Suður-Kóreu í Peking í
Kína en Suður-Kóreumenn settu
það skilyrði fyrir að hjálpa Norður-
Kóreumönnum um áburð að
sundruðum fjölskyldum yrði leyft
að sameinast. Yfirmaður Matvæla-
aðstoðar Sameinuðu þjóðanna
gagnrýndi n-kóresk stjómvöld
harðlega í gær fyrir að koma með
ýmsum hætti í veg fyrir að hjálpar-
starfsmenn geti sinnt störfum sín-
um.
Aðalsamningamenn ríkjanna
kenndu hvor öðrum um viðræðu-
slitin en N-Kóreumenn höfðu farið
fram á fundinn í því skyni að verða
sér úti um áburð, 500.000 tonn,
vegna vorsáningarinnar. Jon Kum-
chol, formaður n-kóresku sendi-
nefndarinnar, sagði að viðræðurn-
ar hefðu farið út um þúfur vegna
þess að S-Kórea hefði bundið þær
pólitískum skilyrðum en Jeong Se-
hyun, oddviti sunnanmanna, sagði
að norðanenn gætu ekki ætlast til
aðstoðar ef þeir legðu ekkert á
móti. Sagði hann að viðræðunefnd-
imar yrðu áfram í Peking næstu
tvo daga og myndu hafa samband
ef ástæða þætti til.
Catherine Bertini, yfirmaður
Matvæiaaðstoðar SÞ, hefur skýrt
stjórnvöldum í Pyongyang frá því
að haldi þau áfram að koma í veg
fyrir að hjálparstarfsmenn komist
til sumra svæða i Norður-Kóreu
verði dregið úr matarsendingum
til landsins. Sagði hún að dreifing-
arkerfi kommúnistastjómarinnar
væri hrunið og víða drægi fólk
fram lífið á grasi, trjáberki, rótum
og öðru slíku.
Hún kvaðst þó ekki geta staðfest
fullyrðingar samtakanna Lækna
án landamæra um að ofbeldi og
mannát færi vaxandi og herinn og
embættismenn létu greipar sópa
um neyðarsendingar.
FORGANGSLISTI yfir úrbætur í
flugöryggismálum, er miðar að því
að draga úr slysum um 80% á næstu
tíu árum, var gefinn út í Bandaríkj-
unum í gær. Flugmálayfirvöld þar í
landi leggja áherslu á samstarf við
flugfélögin með það fyrir augum að
slysum og dauðsföllum fjölgi ekki
þótt búist sé við gífurlegri aukningu
í umferð um flugvelli í Bandaríkjun-
um fram til 2010.
„Eftir því sem flugumferð eykst
getum við búist við því að slysum og
dauðsföllum fjölgi einnig. Það er
óviðunandi,“ sagði A1 Gore, varafor-
seti, er hann tilkynnti um listann á
Ronald Reagan-flugvelli í Was-
hington í gær.
Aðaláhersla verður fyrst um sinn
I PASKAAVARPI sínu hvatti Jó-
hannes Páll II páfi til þess að mann-
kynið endurtæki ekki þau mistök
sem á öldinni sem er að líða hefðu
orsakað verstu hörmungar mann-
kynssögunnar. Varaði páfi við því að
er heimurinn nálgast árið 2000 sé
verið að sá nýjum „fræjum dauð-
ans“.
Hann bað einnig sérstaklega fyrir
friði í Miðausturlöndum og gagn-
rýndi ákvarðanir ríkisstjórnar Isra-
els óbeint, með því að segja að sam-
lögð á að koma í veg fyrir slys er
hljótast af því er hreyfilblöð gera gat
á flugvélabúk og þegar flogið er í
jörðina vegna þess að áhöfn er
ókunnugt um staðsetningu flugvélar
vegna veðurs eða bilana í flugleið-
sögutækjum.
Jane Garvey, yfirmaður banda-
rísku flugmálastjórnarinnar (FAA),
sagði að vænta mætti reglugerðar
frá stjóminni í júní þar sem kveðið
væri á um strangara eftirlit með
hreyflum. Fljótlega muni FAA síðan,
í samvinnu við flugfélög, gefa út
reglur um að allar flugvélar sem
knúnar era túrbínuhreyflum og geta
borið sex farþega eða fleiri verði
búnar viðvörunarkerfum er gefi
merki um of mikla nálægð við jörð.
komulagi um frið í hinni helgu borg
Jerúsalem væri stefnt í voða vegna
„hættulegra pólitískra ákvarðana".
A annan í páskum fagnaði páfi því
samkomulagi sem náðist um frið á
Norður-írlandi, með þeim orðum að
það gæfi fyrirheit um bjartari fram-
tíð fyrir norður-írska borgara, sem
svo lengi hefðu þurft að þola miklar
þjáningar. Um 150.000 manns
hlýddu á páskamessu páfa, svokall-
aða „Urbi et orbi“-ræðu, á torgi
Péturskirkjunnar í Róm.
Páskaboðskapur páfa
Mannkynið endurtaki
ekki mistök 20. aldar
Páfagarði. Reuters.
Á Olísstöð með Vildarkorti Visa og Flugleiða eru þér allir vegir færir.
Nú getur þú safnað enn fleiri punktum í Vildarklúbbi Flugleiða hjá Olís þegar
þú greiðir með Vildarkorti Visa og Flugleiða. Með því að nota Vildarkortið
færð þú afslátt í formi punkta hjá 160 fyrirtækjum um land allt og
á Olísstöðvunum. Vildarkortið gefur þér margvísleg fríðindi, víðtækar
ferðatryggingar og spennandi ferðatilboð eins og tveir fyrir einn, svo nokkuð
sé nefnt. Hafðu samband við bankann þinn strax í dag og sæktu um
Vildarkort Visa og Flugleiða - aðeins eitt símtal og þú ert með rétta kortið.
Þú safnar ferðapunktum í Vildarklúbbnum hjá Olís og tekur þátt
í ferðapotti. Það er um að gera að drífa sig strax á næstu Olísstöð og
nota kortið (greiða með Vildarkortinu) því þá áttu möguleika á að vinna
vikuferð fyrir tvo til Minneapolis. Gisting og flugvallarskattur eru innifalin
í ferðinni. Það eru fimm ferðir í pottinum og dregið verður í beinni
útsendingu á Matthildi. flugleidir fmt
í Minneapolis á bökkum Mississippiárinnar þarf enginn að láta sér leiðast
því þar gefst kostur á að kynnast á einum stað mörgu af því besta sem
Bandaríkin hafa upp á að bjóða.
Vingjarnlegt fólk á sögufrægum stöðum úr villta vestrinu og að ógleymdu
Mall of America sem er ein stærsta yfirbyggða verslunarmiðstöð heimsins
með skemmtigörðum, veitingastöðum og afþreyingu sem fátt jafnast á við.
* Vildarkortsferðir frð Olísstöðvunum bjóðast til 1. mai 1998.