Morgunblaðið - 15.04.1998, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.04.1998, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Refsitollar á lax framlengdir • TUTTUGU og fjögur norsk fyrir- tæki, sem stunda út- ' flutning á eldislaxi, þurfa næstu ijóra mánuði að sæta refsitoll- um í Evrópusambandinu, ESB. Þessi ákvörðun ráðherraráðs ESB var birt í lögbirtingi ESB (Official Journal) í gær. Þar með er ljóst orðið að flest hinna 29 norsku fyrir- tækja, sem framkvæmdastjórn ESB sakaði í desember síðast- liðnum um að hafa gerzt sek um undirboð á eldisfiski, þurfa að sætta sig við að greiða 3,8% refsitoll í fjóra mánuði til viðbótar. Fimm þessara 29 fyrirtækja hafa hins vegar verið fjarlægð af refsitollalistanum. Það magn sem þessi 24 fyr- irtæki flytja af eldislaxi á markað ESB-landanna er að- eins brot af heildarsölu norskra framleiðenda þar, en hún nemur um 50 milljörðum ísl. króna árlega. Skozkir og írskir eldis- laxframleiðendur höfðu í fyrra borið fram við fram- kvæmdastjórn ESB kvartanir vegna undirboða Norðmanna. • DUBLIN-samkomulagið, samningur ESB-landanna um samræmda stefnu í flótta- mannamálum, hefur leitt til þess að mun fleiri flótta- mönnum er nú vísað frá Danmörku en þangað er vísað annars staðar úr Evrópu. Jyllands-Posten hefur þetta eftir Claes Nilas, forstöðu- manni danska utlendingaeftir- Iitsins, í gær. Á þeim sjö mán- uðum sem liðnir eru frá því Dublin-samkomulagið gekk í gpldi hefur Danmörk vísað úr landi 377 umsækjendum um pólitískt hæli, en 53 slíkir hafa verið sendir frá öðrum ESB- löndum til Danmerkur á sama tfmabili. Reglan sem Iiggur þessu til grundvallar er að maður frá landi utan ESB, sem leitar pólitísks hælis þar, getur aðeins sótt um það í einu aðildarlandanna 15. • GILES Radice, formaður fjárlaganefndar brezka þings- ins, sagði í gær að hann bygg- ist ekki við því að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um þátttöku Bretlands í Efna- hags- og myntabandalagi Evrópu, EMU, fyrr en á næsta kjörtímabili. Næstu þingkosningar í Bretlandi fara fram í síðasta lagi um mitt ár 2002. Ofbeldishneigð í heilanum? Washington. The Daily Telegraph. SUMIR kunna að vera fæddir með tilhneigingu til ofbeldis, að því er niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til. Andrian Raine, við Há- skólann í Kaliforníu, stýrði rann- sókninni, og segir hann að mögulegt sé að fæðast án þess hluta heilans sem stuðlar að „tilfinningu fyrir samvisku“. Rannsakaðir voru 38 morðingjar og borin saman heilastarfsemi í þeim sem höfðu átt erfiða æsku og þeim sem höfðu hlotið harla gott uppeldi. Óvenju lítil starfsemi virt- ist vera í framhluta heilans, sem á þátt í hvatastýringu. „Margir foreldrar þurfa að horfa upp á böm sín lenda á glapstigu þrátt fyrir að þeir hafi gert sitt besta í uppeldinu," segir Raine. „Foreldramir finna til mikils sam- viskubits og leita svara í örvænt- ingu. Sú staðreynd, að hægt er að benda á líffræðilega tilhneigingu, bendir til þess að spumingin snúist ekki um það hvernig bamið hafi verið alið upp. Það sem um er að ræða, er að bamið hafði líffræðileg- an galla, sem fór saman við aðstöðu sem leiddi til ofbeldis." Reuters Námaslys í Tansaníu BRÓÐIR þessa tansamska námu- verkamanns var einn Ijölmargra er lokuðust inni er gífurlegt flóð varð í gimsteinanámu í norður- hluta landsins vegna úrhellis á fimmtudag í síðustu viku. I gær hafði 21 verkamaður bjargast, fjögur lik fúndist en tansamsk stjómvöld sögðu að um 55 manns væru enn f námunni að minnsta kosti, en gætu verið allt að hund- rað. Starfsmenn f námunum eru ekki skráðir sérstaklega og fjöldi þeirra jafnan óljós. Skortur á tælq- um, sérstaklega öflugum dælum, hefúr hamlað björgunarstarfi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.