Morgunblaðið - 15.04.1998, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 2S
Mac-
Gregor
látinn
SIR Ian MacGregor, skozki
iðnjöfurinn sem Margaret
Thatcher tefldi fram til að
kljást við verkföll kolanáma-
verkamanna Bretlands á fyrri
hluta níunda áratugarins, lézt á
mánudag, annan í páskum, 85
ára að aldri. Banamein hans
var hjartaáfall. MacGregor,
sem varði dágóðum hluta
starfsævi sinnar í Bandaríkj-
unum, var formaður brezka
kolaráðsins á meðan á hörð-
ustu verkfallsaðgerðum kola-
námaverkamanna stóð
1984-1985, þegar þeir voru,
undir forystu Arthurs Scarg-
ills, í verkfalli í heilt ár.
Thatcher lét svo um mælt um
MacGregor í The Times í gær,
að hann hefði borið með sér
ferskan vind í segl brezks iðn-
aðar og hann hefði verið
„snilldarpersóna". En verka-
lýðsleiðtogar kenna honum um
að fækkað var um fleiri en
100.000 störf í stál- og kolaiðn-
aði Bretlands.
Misskipting
auðs að aukast?
SVO VIRÐIST sem hætta sé á
að bilið milli ríkra og fátækra í
Bretlandi, sem á undanförnum
árum hefur verið að minnka,
fari að aukast á ný, eftir nýjum
tölum brezku hagstofunnar að
dæma. Sérfræðingar óháðrar
brezkrar stofnunar, sem sér-
hæfir sig í rannsóknum á
skattamálum (IFS), segja hins
vegar að fjárlagafrumvarpið
sem Gordon Brown fjármála-
ráðherra kynnti í síðasta mán-
uði lofi góðu um að brezka
skattakerfíð muni skila meiri
árangri í að jafna dreifingu lífs-
ins gæða til þegnanna.
Varar við
falli stjórnar
FORMAÐUR Frjálsa
demókrataflokksins í Þýzka-
landi (FDP), sem er í stjórnar-
samstarfi með flokki Helmuts
Kohls kanzlara, varaði við því í
gær að stjórnarflokkarnir
gætu tapað meirihluta sínum á
þingi í kosningunum í septem-
ber, ef þeir héldu áfram inn-
byrðiserjum þeim sem borið
hefur á að undanfórnu. Sagði
flokksformaðurinn, Wolfgang
Gerhardt, að deilur frammá-
manna CDU, flokks Kohls, og
systurflokks hans í Bæjara-
landi, CSU, sköðuðu möguleika
stjórnarflokkanna í kosninga-
baráttunni.
Karamanlis
þungt haldinn
CONSTANTIN Karamanlis,
fyrrverandi forseti Grikklands,
lá þungt haldinn á sjúkrahúsi í
Aþenu í gær, bundinn við önd-
unarvél. Karamanlis, sem er 91
árs, var lagður inn á sjúkra-
húsið á þriðjudag fyrir páska
með lungnabólgu og á páska-
dag fékk hann vægt hjartaá-
fall. Á löngum stjórnmálaferli
sínum gegndi Karamanlis sex
ráðherrastöðum, en stærstu
pólitísku sigi-ar hans eru taldi
vera hlutverk hans í að koma
herforingjastjórninni frá völd-
um 1974 og að koma Grikk-
landi inn í Evrópubandalagið.
Hann dró sig í hlé 1995.
Irakar andmæla
skýrslu SÞ
Genf. Reuters.
IRAKAR vísuðu í gær til föðurhús-
anna skýrslu Sameinuðu þjóðanna
(SÞ) um virðingu fyrir mannréttind-
um í landinu, þar sem m.a. var full-
yrt að í Bagdad hefðu farið fram
rúmlega 1.500 aftökur af pólitískum
ástæðum í fyrra.
íraska sendinefndin hjá Mann-
réttindaráði SÞ kvaddi sér hljóðs og
sagði að skýrslan, sem skrifuð var
af Max van der Stoel, fyrrverandi
utanríkisráðherra Hollands og sér-
stökum skýrsluskrifara SÞ um
mannréttindamál í Irak síðan 1991,
væri „ekkert annað en endurtekn-
ing á sömu aðdróttununum og ásök-
ununum".
Skömmu áður hafði van der Stoel
kynnt skýrslu sína fyrir fulltrúun-
um í ráðinu, sem alls eru 53, og
sagði m.a. að því miður gæti hann
ékki séð að nokkur raunveruleg
breyting hefði orðið er varðaði virð-
ingu fyrir mannréttindum í írak á
undanfórnu ári. Þvert á móti yrði
íraska þjóðin enn að þola þjáningar
undir einhverri miskunnarlausustu
einræðisstjórn sem setið hafí nokk-
urs staðar í heiminum frá lokum
síðari heimsstyrjaldar.
Hvað er svona
merkilegt við það...?
London. The Daily Telegraph.
BRESKI skemmtikrafturinn og rit-
höfundurinn Ben Elton, sem verið
hefur dyggur stuðningsmaður
stjórnar Verkamannaflokksins, hef-
ur gagnrýnt harðlega þá „hræði-
legu“ áráttu sem hann segir stjórn-
völd haldin yfir hugmyndinni um
„svala Bretland" (Cool Britannia).
Á síðasta áratug var Elton
óþreytandi við að skammast út í
Margaret Thatcher, þáverandi for-
sætisráðherra, og segist hann nú
vera alveg jafnmiður sín vegna til-
rauna Tonys Blairs, forsætisráð-
herra, til að endurskapa ímynd
Bretlands sem mótanda tísku-
strauma um allan heim.
„Ég kaus Verkamannaflokkinn,
en ekki vegna þess að þeir vita
hvað Oasis er og það kýs enginn
Ihaldsfiokkinn þótt William Hague
[formaður hans] láti sjá sig með
hafnaboltahúfu," sagði Elton í
grein er hann ritaði í Radio Times
undir fyrirsögninni: „Svala Bret-
land. Þvfiíkt endemis bull.“ Til-
raunir til að gera allt „svalt“ hafi
gengið út í öfgar.
Elton segir um Blair: „Forsætis-
ráðherrann hefur sagt opinberlega
að hann vilji búa Bretalandi nýja
ímynd. En sannleikurinn er sá, að
það er ekki hægt að kaupa svalann
og það er ekki hægt að búa hann til
með vörumerki. Réttur klæðnaður
kostar bara peninga, en það þarf
frumkvæði til þess að klæðast
rangt. Og ég myndi gjarnan vilja
vita hvað er svona merkilegt við að
vera svalur."
Sonur Lennons segir
stjórnvöld ábyrg
New York. The Daily Telegraph.
YNGSTI sonur Johns Lennons sagði
á mánudag að morðið á föður sínum
fyrir hátt í 20 árum hefði verið
framið að undirlagi bandarískra
stjómvalda. Sean Lennon er 22 ára
og í síðasta mánuði kom út fyrsti
hljómdiskur hans.
Hann sagði í viðtali við tímaritið
New Yorker að John Lennon hefði
verið í fararbroddi í menningarlegri
byltingu og Bandaríkjastjórn hefði
ekki getað lokað augunum íyrir því.
„Hann var hættulegur stjóm-
völdum,“ sagði Sean um föður sinn.
„Ef hann hefði sagt: Sprengið Hvíta
húsið í loft upp á morgun, þá hefðu
tíu þúsund manns orðið við því.
Sagan sýnir að stjómvöld myrða
friðarsinnaða byltingarmenn."
Mark Chapman skaut Lennon til
bana fyrir utan heimili hans í New
York 1980. Sean sagði að þeir sem
héldu að Chapman hafí verið einn
að verki og haft sínar eigin ástæður
íyrir verknaðinum væm annað
hvortviti sínu fjær eða mjög bama-
legir.
„Eða hafa ekki velt þessu íyrir sér.
Það var Bandaríkjunum í hag að
faðir minn væri myrtur. En það sló í
bakseglin fyrir þeim [sem vildu
hann feigan] þvi að þegar hann var
látinn jukust völd hans. Þeim varð
ekki að ósk sinni.“
Vorum að fá til sölu efri hæð og
ris á þessum eftirsótta stað.
Samliggjandi stofa og eldhús, 3
herb. og baðherb. á hæðinni. Eitt
herb. er (risi sem að öðru leyti er
óeinangrað. Gott útsýni. Frábær
staðsetning. Ekkert áhv. V. 9,7
m. 7817.
Flókagata —
glæsileg
Vorum að fá í sölu 75 fm 3ja
herb. neðri hæð í þríbýli við
Miklatún. Auk þess fylgir um
20 fm herb. í kj. Hæðin hefur ;
öll verið standsett á sérlega
smekklegan hátt. Parket.
Suðursvalir. Gróin lóð til suð-
urs. Áhv. 4,2 m. í húsbr. Nán-
ari upþl. veitir Ragnheiður.
7850.
S|e|EIGNAMIÐLUNIIV
-IL^ \U) -t. bMi/.
___________________________ Starfsmenn: Sverrir Kristinsson Wgg. fasteignasali, sðlustjóri,
Þorleifur St.Guðmundsson.B.Sc.. sölum.. Guðmundur Sigurjónsson Iðgfr. og lögg.fasteignasali, skjalagerð.
Stefán Hrafn Stefánsson lögfr., sðlum., Magnea S. Svernsdóttir. Iðgg. fasteignasali, sölumaður,
Stefán Árni AuöóHsson, sðlumaður, Jóhanna Valdimarsdóttir. auglysingar, gjaldkeri. Inga Hannesdóttir, affl
slmavarsla og rltari, Ólöf Steinarsdóttir. öflun skjala og gagna, Ragnheiður Ó. Agnarsdóttir.skrtfstofustðrf.
Sími 5J5JÍ 9ODO * Fax 5J5J5 9095 • SÍAiimúla 2 I
Á horni Mímisvegs og Freyjugötu
Vaknar, þú méd
Þú byltir þér 80%
minna á Tempur
heilsudýnunni!
n, ktr/swfa/
-
4^ ftliOTJÍÍ-PEDIC
HEILSUDÝNA 21. ALDARINNAR
Rannsóknir
sunnu þuð!
er lykilorðið
Einstakir eiginleikar
Þrýstipunktar ó sprina-
dýnu í hæsta gæðaflokki
Tempur dýnurnar voru þróaðar af
(geimvísindastofnun Bandaríkjanna).
leikar Tempur felast fyrst og fremst
þrýstijöfnunareiginleikum efnisins.
Dýnan lagar sig að hita og þrýst-
ingi likamans. Þar af leiðandi
myndast engir þrýstipunktar á
stöðum s.s. herðum, mjöðmum,
öxlum og höndum. Þannig helst
blóðstreymi óheft, stirðleiki og
verkir heyra sögunni til.
NASA
Eigin-
Þrýstipunktar á Tempur
heilsudýnunni
Það er engin tilviljun að
kírópraktorar, sjúkraþjálfar,
iæknar og sérfræðingar um
allan heim mæla aðeins með
Tempur-pedic heilsudýnunni.
Hjú Rud'tx íærð þú öU sveín
herbet gishúsgogn.
GlæsUeg rúm og yaf'Qr ,r
Lurgo oy Voughun.
Tinrslvrðir rúmbotnor.
Radix ■ Grensásvegi 16 ■ S:588-8477 ■ Fax:588-8475