Morgunblaðið - 15.04.1998, Síða 30

Morgunblaðið - 15.04.1998, Síða 30
tfi ppoi ttítt/ ar ínio/crDíiVŒTM 30 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 QIGAJ9MTJ0E0M MORGUNBLAÐIÐ ____________LISTIR_________ Norræn vatnslitasýning NORDISKA Akvarellsallskapet heldur sýningu á verkum vatnslita- málara í Waldemarsudde í Stokk- hólmi 1998. 108 listamenn frá öllum Norðurlöndum taka þátt í sýning- unni með samtals 260 verk. Samtök- in eru samtök allra þeirra sem vinna á einhvern hátt með vatnsliti, ekki einvörðungu svokallaðra frjálsra listamanna heldur eru velkomnir í samtökin allir sem nota vatnsliti við störf sín, svo sem myndskreytar, leikmynda- og búningateiknarar og arkitektar svo dæmi séu tekin. Verkin á sýninguna eru valin eftir „slides“-myndum sem öllum er frjálst að senda inn til sýningar- nefndar. Mikil vinna er að velja myndir til sýningar með þessum hætti enda afar margir sem nota tækifærið og senda inn myndir. Svo vitnað sé í ummæli Önnu Edholm sem er í sýningarnefndinni: Hvernig á ég að geta greint frá gæðaverkin, þegar allt sem sent er inn er svo svipað? Mikið var sent af landslags- verkum sem máluð voru samkvæmt hefðinni, sjóndeildarhringur í miðri mynd og ómálaður pappír út til kantanna. Sýningarnefndin valdi marga landslagsmálara sem vinna þannig, en henni fannst mikilvægt að á sýningunni væru mörg mis- munandi verk með ólíkum fyrir- myndum og aðferðum. Sýningar- nefndin kaus að fjölbreytnin réði ríkjum og þar eni því myndir af öll- um stærðum og gerðum. Fyrrnefnd Anna segir að val nefnaarinnar sé oft á mörkum þess sem hægt sé að kalla akvarellu og mörgum muni ef- laust fínnast að of langt sé gengið. Skoðun nefndarinnar er að fleiri listamenn vilji kanna stigu vatnslita- tækninnar ef rammi svona sýningar er nógtt víður. Akvarellesallskapet er ungur fé- lagsskapur en þó hefur hann áorkað því að byggt verður safn fyrir vatns- litaverk á Norðurlöndum, Nordiska Akvarellmuseet, sem verða mun í Skarhamn á Tjörn í Svíþjóð. Safnið mun byggt við vatn á fögrum stað. Opnunartími: Virka daga kl. 9-18 sunnudaga kl. 12-14 Ósabakki Gott 210 fm raðhús með innbyggðum bílskúr á góðum stað í Mjóddinni. Avk. sala. Verð 12,7 millj. Sörlaskjól Björt og góð 3ja herb. íbúð lítið niðurgrafin í glæsilegu húsi á besta stað við Sörlaskjól. Sér- inng. Áhv. ca 3,3 millj. Verð 6,5 millj. Merkjateigur — Mosfellsbæ Gott vel staðsett ein- býlishús á einni hæð ásamt ca 46 fm bílskúr. 4 svefnherb. Gólfefni: Parket og flísar. Gott útsýni. Verð 11,9 millj. Langholtsvegur Fallegt ca 190 fm raðhús á tveimur hæðum með 4-5 svefnherb. Fallegur garður og suðursvalir. Ahv. ca 4,0 millj. Verð 14,9 millj. Ákv. sala. Háaleitisbraut Góð ca 110 fm 4ra herb. íb. á 4. hæð ásamt ca 25 fm bílsk. Ákv. sala. Laus 1. júní. Verð 8,2 millj. Grænahlíð Vel staðsett ca 125 fm sérhæð ásamt 28 fm bílskúr. Hús nýviðgert. Ákv. sala. Verð 10,9 millj. Álfheimar Góð mikið endurnýjuð 3ja herb. íbúð á jarðhæð með sérinng. Parket. Stórar saml. stofur. Laus strax. Verð 7,4 millj. Nesvegur Góð ca 112 fm íbúð á tveimur hæðum í nýlegu húsi í vesturbæ Reykja- víkur. Góð áhv. lán. Verð 11,5 millj. Skipholt — Bólstaðarhlíð Góð vel staðsett ca 85 fm 3ja herb. íbúð á 1. hæð góðu húsi. Verð 7,0 millj. Hvannarimi Mjög fallegt fullbúið rað- hús á einni og hálfri hæð, með innb. bílskúr. Parket og flísar á gólfum. Vandaðar innr. Suður- garður. Áhv. ca 6,0 millj. Verð 13,9 millj. Sigjún Góð ca 100 fm íbúð í kjallara með sérinng. 3—4 svefnherb. Fallegt hús. íbúð endurnýjuð að hluta. Áhv. ca 3,4 millj. byggsj. Verð 6,9 millj. Dalsel Stór og góð íbúð á tveimur hæðum ásamt bílskýli. 5 svefnherb. Verð 9,0 millj. Látrasel Fallegt ca 310 fm ein- býlishús á tveimur hæð- um. 5—7 svefnherb. 40 fm innb. bílsk. Vandað hús með góðum innr. Ákv. sala. Eignaskipti. Verð 17,9 millj. Skipasund Vorum að fá í sölu ca 80 fm íbúð á 1. hæð í þríbýli. Stór lóð. íbúðinni fylgir ca 51 fm bílskúr. (búðin getur losnað fljót- lega. Verð 8,2 millj. Þar verða gestavinnustofur og vel útbúið tilraunaverkstæði þar sem listamenn, kennarar, arkitektar og hönnuðir alls staðar af Norðuriönd- um geta hist og borið saman bækur sínar. Fulltrúar íslands á sýningu Nordiska Akvarellsallskapet að þessu sinni eru þau Gunnlaugur Stefán Gíslason, Hlíf Ásgrímsdóttir, Katrín H. Ágústsdóttir og Kristján Jón Guðnason. Sýningin er í Prins Eugens Waldemersudde frá 18. apr- íl til 24. maí, Ronneby Kultuercentr- um 14. júní til 6. september, Rydals Muserum 13. september til 22. nóv- ember, Sundsvalls Museum 5. des- ember til 31. janúar 1999. Vigdís Grímsdótt- ir í London Z ÁSTARSAGA hefur nýverið komið út í enskri þýðingu Anne Jeeves hjá Mares Nest-útgáfunni. Pamela Cl- unies-Ross er útgáfustjórinn og hef- ur á undanförnum árum gefið út fimm íslenskar skáldsögur og eitt Ijóðasafn; Z ástarsaga er því sjötta skáldsagan i röðinni. Aðrh’ íslenskir höfundar sem Mares Nest hefur gef- ið út á Bretlandseyjum eru: Einar Már Guðmundsson, Thor Vilhjálms- son, Fríða Á. Sigurðai'dóttir, Ólafur Gunnarsson og Guðbergur Bergsson. í móttöku sem sendiráð íslands í London hélt í tilefni útgáfunnar sagði Pamela að það væri henni sér- sök ánægja að geta kynnt annan ís- lenskan kvenrithöfund fyrir lesend- um sínum og að það væri verið að vinna að því að gefa út aðra bók eftir Vigdísi á enskri tungu. Sjálf sagði Vigdís að sér þætti auðvitað skemmtilegt að bækurnar hennar væru þýddar á önnur tungu- mál, en þær hafa verið gefnar út á öllum norðurlandamálunum, þýsku og frönsku. Vigdís taldi ekki að vin- sældir hennar væru meiri í einu landinu frekar en öðru, en nefndi samt að Finnar virtust hafa mætur á skáldskap hennar. Vigdís mun á næstu dögum lesa upp úr bók sinni víða um London og kynna hana fyrir breskum fjölmiðl- um. ------........— Nýjar bækur • 1. apríl 1998 kom út bókin Bara við eftir Ingibjörgu Elínu Sigur- björnsdóttur. Bókin er greinasafn, 33 greinar, skrif- uð frá desember 1995 til mars 1998. Bókin dregur taum kverúlanta og annarra sem eiga í vök að verj- ast í þéttbýli vegna hávaða og ónæðis og á vinnumarkaðnum. Bara við sýnir veruleika og til- veru atvinnulausra. Bara við er fyrsta bók höfundar. Eigin útgáfa. (Spaðjarka). Verð 1.000 kr. Ingibjörg Elín Sigurbjörnsdóttir 27 april

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.