Morgunblaðið - 15.04.1998, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
YFIRLITSMYND.
Morgunblaðið/Ásdís
Drottinn blessi
heimilið
MYNPLIST
Ásmundarsul,
Listasafni ASÍ,
” Freyjugötu 41
LJÓSMYNDIR OG MÓDEL
AF HÚSI
ÞORBJÖRG ÞORVALDSDÓTTIR
Til 19. aprfl. Opið alla daga frá kl.
14-18.
ISLENSKT þjóðfélag er eitt
hlédrægasta samfélag sem um
getur. I stóru landi býr lítil þjóð
sem eyðir miklum hluta lífsins
innan fjögurra veggja. Sennilega
hefur slæm veðrátta og örstutt
þéttbýlishefð haft mest áhrif á
mótun samfélagsvitundar okkar.
Líf á götum úti takmarkast af fá-
um hlýjum sólardögum enda þarf
ekki lengi að líta kringum sig til
að sjá og skilja að Islendingum
líður best einum út af fyrir sig,
eða í faðmi fjölskyldunnar eins og
það er aimennt kallað.
Það breytir því ekki að Islend-
ingar eru í eðli sínu jafnmiklar fé-
lagsverur og aðrir íbúar jarðar-
innar. Með þeim blundar sama
þörfin fyrir mannlegt samneyti og
þekkist meðal mun fjölmennari
þjóða. Um það vitna yfirfullir
skemmtistaðir miðbæjarins
hverja helgi þar sem við hrist-
umst saman í mismunandi
skömmtum og misjöfnu ástandi.
Þorbjörg ÞoiTaldsdóttir hefur
greinilega lengi hugleitt leyndar-
dómana sem kunna að leynast bak-
við veggi þá sem skilja okkur gang-
andi vegfarendur frá lífi sam-
borgaranna innandyra. Með al-
legorískum hætti setur hún upp
faglega smíðað módel af húsi - ef til
vill svölun æskudraumanna um
veglegt dúkkuhús - sem táknmynd
íslenskra hýbýla og fylgir því eftir
með afar faguiri ljósmyndaröð í
hrífandi pastellitum af hugsanleg-
um íbúum og mögulegum athöfn-
um þeirra frá morgni til lcvölds.
Það sem er þó hvað áhugaverð-
ast við verk Þorbjargar eru efnis-
tökin. Öll atferlisleg athugun eins
og sú sem hún fæst við hér er til
þess fallin að gera lífsmynstur okk-
ar gagnsærra og skiljanlegra:
Hvaðan komum við? Hver erum
við? Hvert höldum við? Þorbjörg
er enn eitt dæmið um ungan lista-
mann sem tekst með sannfærandi
töktum að varpa ljósi á íslenska
þjóðarsál, eðli hennar, einkenni og
hegðun.
Halldór Björn Runólfsson
Mattheusarpassí-
an á heimaslóð
TOJMLIST
Langholtskirkja
Passíutónleikar
Mattheusarpassían eftir Jóhann
Sebastian Bach. Ólöf Kolbrún Harð-
ardóttir, sópran, Rannveig Fríða
Bragadóttir, alt, Michael Goldthorpe,
guðspjallamaður, Stephen Brown,
tenór, Bergþór Pálsson, bassi, Eirík-
ur Hreinn Helgason, bassi. Kór, Gra-
dualekór og Kammersveit Langholts-
kirkju. Konsertmeistari: Júh'ana Elín
Kjartansdóttir. Stjórnandi Jón Stef-
ánsson. Langholtskirkju 9. apríl 1998
kl.16.
FLUTNINGUR Kórs Langholts-
kirkju á stórverkum Jóhanns Seba-
stíans Bachs er löngu orðinn fastur
liður í tónlistarlífi landsmanna. Kór-
inn hefur undir stjórn Jóns Stefáns-
sonar glætt áhuga almennings á
tónlist og verið í fararbroddi þeirra
sem kynna landsmönnum merkustu
verk tónbókmenntanna. Er ekki
laust við að sá eldhugur sem ríkt
hefur í Langholti hafi haft smitandi
áhrif á tónlistarlífið hér á landi.
Nú fyrir páskana flutti kórinn
ásamt einsöngvurum og hljómsveit,
auk Gradualekórs Langholtskirkju,
Mattheusarpassíuna eftir Bach.
Michael Goldthorpe var í hlutverki
guðspjallamannsins og með honum
frá Englandi kom nemandi hans
fyri-verandi, Stephen Brown. Aðrir
einsöngvarar voru Ólöf Kolbrún
Harðardóttir, sópran, Rannveig
Fríða Bragadóttir, alt, Bergþór
Pálsson og Eiríkur Hreinn Helga-
son bassar auk félaga úr Kór Lang-
holtskirkju.
Tónleikarnir voru, eins og þeir
sem þekkja tónlistarstarfið í Lang-
holtskirkju máttu búast við, í háum
gæðaflokki: Kór Langholtskirkju er
frábær kór og ungmennakór kirkj-
unnar, Gradualekór Langholts-
kirkju, stóð sig með prýði. Bergþór
Pálsson söng hlutverk frelsarans;
það er oftast sungið af trúarlegu
hlutleysi en á tónleikunum var eins
og Kristi stæði ekki á sama um það
sem verða vildi; var svolítið byrstur,
jafnvel ógnandi. Goldthorpe var frá-
bær guðspjallamaður og Brown
söng aríur sínar af léttleika. Flos-
mjúk rödd Eiríks Hreins Helgason-
ar á sérlega vel heima í Bach en Ei-
ríkur mætti syngja meira fram, líkt
og hann ætti við áheyrandann
þyngra erindi. Ólöf Kolbrún söng
aríur sínar af mikilli næmni og auð-
fundið var hversu vel hún þekkir
verkið; hún treysti fullkomlega á
það, að tónlistin skilaði sér án nokk-
urrar ái'eynslu. Rannveig Fríða
Bragadóttir hefur ekki aðeins af-
bragðs rödd heldur einnig sérstakt
vald á þýskum texta; aría hennar Ó,
lít þú, Herra hár, mitt hjarta sund-
urkramið var meðal þess fegursta
sem hljómaði á tónleikunum.
Langholtskórinn er eins og áður
segir afburðagóður kór. Hann hefur
gi'einilega vel þjálfuðu söngfólki á
að skipa; samstaðan í söngnum var
til fyrirmyndar og textaframburður
ágætur. Kórinn má þó gæta sín á að
setja ekki styrk ofar sveigjanleika;
fjöðrun, gagnsæi og léttleiki eru að-
al Bachs og þar skilar sér í raun
veikur söngur betur heldur en
sterkur. Kórinn er tvískiptur en þar
sem kórarnir stóðu þétt við hvor við
annan var samtal þeirra stundum
ekki nógu aðskilið í hljómi. Hugsan-
lega hefði mátt hafa barnakórinn í
milli blönduðu kóranna og hafa
meira bil á milli hljómsveitanna til
þess að fá skýrari, tvíóma flutning.
I hljómsveitinni var valinn maður
í hverju rúmi; allur einleikur var
fallega útfærður og í lifandi sam-
hengi við sönginn. Jón Stefánsson
stjórnaði tónleikunum af mikilli
lyst. Greinilegt er að hann hefur
einstakt lag á að laða fólk til söngs,
unga sem eldri; honum er óskað til
hamingju með frábært uppbygging-
arstarf og þann ávöxt sem það hef-
ur um borið.
Gunnsteinn Olafsson.
Kyrrlát forntónlist
TOM.IST
Digraneskirkja
BAROKKTÓNLEIKAR
Verk eftir Pachelbel, Schiitz, Kaps-
berger, Buxtehude, Froberger og
J.S. Bach. Anna Sigríður Helgadóttir
mezzosópran; Martial Nardeau og
Guðrún Birgisdóttir, barokkflautur;
Snorri Örn Snorrason, lúta, og te-
orba; Ólöf Sesselja Óskarsdóttir,
selló; Anna M. Magnúsdóttir, semball
og orgel. Digraneskirkju, laugardag-
inn 11. apríl kl. 17.
UNDIR fyrirsögninni „Páska-
barokk“ var efnt til tónleika í Digra-
neskirkju á laugardaginn var við
furðugóða aðsókn, ef litið er til þess
hversu margir nota þessa helgi til
AÐALFUNDUR
verður haldinn miðvikudaginn 22. apríl 1998, kl. 16:00 á Grand Hótel Reykjavík, Gullteigi.
/ VAXTAR
SJÓÐURINN
Dagskrá aðalfundar Vaxtarsjóðsins hf.:
1. Venjuleg aðalfundarstörf, sbr. 14. grein samþykkta félagsins.
2. Heimild til stjórnar um kaup á hlutabréfum félagsins á næstu
átján mánuðum, sbr. lög nr. 2/1995 um hlutafélög.
3. Onnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu
félagsins að Kirkjusandi, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund.
Hluthafar eru hvattir til að mætal
REKSTRARAÐILI:
Verðbréfamarkaður Islandsbanka hf. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands,
Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910.
ferðalaga og útivistar. Verkavalið
var fornt og lágstemmt í samræmi
við kirkjutexta dagsins, og varð
manni hugsað um hversu gífurlega
fegurðarfyi'irmynd mannsraddar
hefur breytzt frá því er fáein og
hljóðlát hljóðfæri eins og tréflauta,
semball eða lúta voru ein til undir-
leiks hjá risasveitum seinni tíma, þar
sem desíbelafjöldinn úr barka söngv-
ara verður að vera mai'gfaldur á við
það sem þurfti fyrir þrem til fjórum
öldum. Þá var nálægð, kyrrð og
íhugun í fyrirrúmi; fyrirbrigði sem
gerast æ sjaldheyrðari nú á vorum
hávaðatímum.
Eftir hinn alkunna Kanon Pachel-
bels, raunar kanontilbrigði á síítrek-
uðu dansbassastefi er minnir á
Rómanesku, sem sexmenningarnir
fluttu látlaust með vókalíserandi inn-
komu söngvarans undir lokin, söng
Anna Sigríður við þjorbuslátt Snorra
Arnar á langhálsa erkilútu tvær arí-
ur eftir Heinrich Schútz úr „Kleine
geistliche Konzerten", Ich danke
den Herrn von ganzem Herzen og
Was hast du verwirket?, er hljómuðu
eins og væru hugsaðar fyrir kontra-
tenór, sem þýð rödd söngkonunnar
minnti reyndar töluvert á og sem lá
aukinheldur oft mjög djúpt, en sem
betur fór var engu fyrir að mæta
nema kliðmjúkum lútuslætti, og
hefði því textatúlkunin að ósekju
mátt vera tilþrifameiri.
Snorri lék að því loknu Tokkötur
nr. 6, 2 og 1 úr Libro primo d’inta-
volatura i lauto eftir J.H. Kaps-
berger, sem létu vel í eyrum, þó að
dýnamísk tilþrif væru fremur lítil.
Loks flutti allur hópurinn fallega
strófíska aríu eftir „Danann mikla“ í
Lúbeck, Dietrich Buxtehude, með
orgel, þjorbu og selló í fylgibassa og
tvær flautur í fylgirödd, Wenn ich,
herr Jesu, habe dich.
Eftir hlé kom að aríu Bachs,
Leget euch dem Heiland unter úr
kantötu hans fyrir pálmasunnudag,
„Himmelskönig, sei willkommen" frá
Weimartímabilinu, eða 1714; allný-
móðins söngverk fyrh' sinn tíma með
„Devisen“-inngangi og undh' Da Ca-
po-foi-mi (ABA), og hið bezta flutt,
nema hvað „vælutónn" hinna annars
velhljómandi tveggja flautu-
fylgiradda, sem ugglaust á að vera í
samræmi við nýjustu þekkingu um
„upphaflegan“ flutningsmáta, verk-
aði stundum miður sannfærandi á
undirritaðan, og gilti það raunar
einnig um annan flautuleik þetta síð-
degi. Gegnir eiginlega furðu hvað
jafnvel flinkustu hljómlistarmenn
virðast enn láta leiðast langt yfir
strikið í þeim göfuga tilgangi að und-
irstrika hvað „hárkollumúsík" fyrri
tíma hafi getað verið tilfinningasöm.
En það er hlustendum hins vegar
engin nýlunda lengur, og er fyrir
löngu óþarft að setja boðskapinn svo
á oddinn að manni liggi við klígju.
Anna Magnúsdóttir lék síðan tvö
einleiksverk á sembal eftir suður-
þýzka Frescobaldi-nemandann J.J.
Froberger, Meditation faite sur la
Mort la quelle se joue ientement
avec discretion og Tokkötu VI Da
sonarsi alla Levitatione; íhugul verk,
frjálsleg í formi og ekki sérlega
kröfuhörð til tækninnar en því svig-
meiri til persónulegrar túlkunar, og
tókust þau ágætlega. Eftir tvö
sálmalög eftir Bach, sem Anna Sig-
ríður söng við þjorbuundh'leik
SnoiTa Ai'nar með miklum ágætum,
einkum þó hið síðara (Komm, sússer
Tod), luku sexmenningar tónleikun-
um í sameiningu með aríu sama höf-
undar úr Mattheusarpassíunni, Buss
und Reu, sem að frátöldum fáeinum
vanstuddum söngnótum hljómaði hið
fegursta í fallegum hljómburði
Digi-aneskirkju, er var sem skapaður
fyi'ir kyrrláta fornmúsíseringu sem
þessa.
Ríkarður 0. Pálsson
Hefurður áhuga !
Til sölu erfasteign á Suðvestur-
horninu rúmir 200 fm á stasrð á
eignalandi . Ei^nin er einbýlishús
og bilgeymsla.
Ahugasamir leggi inn nafn og
símanúmertil afgreiðslu Mbl. fyrir
1. maí merkt: „H — 4216“