Morgunblaðið - 15.04.1998, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
___AÐSENPAR GREINAR_
Þjóðin kallar
á bætt siðferði
EITT alvarlegasta
mál sem komið hefur
upp í stjómsýslunni á
síðari áram og áratug-
um er gegndarlaust só-
un og spilling hjá
Landsbankanum í alls-
konar lúxus og fríðindi.
Persónulegir hags-
munir og græðgi virð-
ast iðulega hafa ráðið
ferðinni. Þessi alvar-
lega meinsemd rotinna
stjórnarhátta og sið-
spilhngar, sem íslenska
þjóðin hélt að helst
væri að finna í Austur-
og Suður- Evrópu eða
Suður-Ameríku, virðist
einnig hafa grafið um sig hér á
landi.
A hinum Norðurlöndunum og
víða í þeim ríkjum Evrópu sem við
helst beram okkur saman við era
svona mál yfirleitt tekin föstum
tökum og valdhafar látnir sæta
ábyrgð gjörða sinna. A það reynir
nú á Islandi.
Alvarlegt áfall
En þó svo að þeir verði látnir
axla ábyrgð, sem ábyrgðina bera í
þessu máli, þá er ekki hægt að láta
þar staðar numið. Ef endurreisa á
trúnað milli fólksins og stjómsýsl-
unnar og koma í veg fyrir algjöran
trúnaðarbrest í framtíðinni milli
löggjafarþings og framkvæmda-
valds, þarf fleira að koma til.
Ljóst er að löggjafarþingið hef-
ur orðið fyrir miklu áfalli í sam-
skiptum sínum við framkvæmda-
valdið. Sú staða verður ekki liðin
að löggjafarsamkoma þjóðarinnar
sé lítilsvirt með rangri upplýsinga-
gjöf. Hér eftir mun algjör tor-
tryggni ríkja um svör ráðherra til
þingsins, nema hart verði við
bragðist. Nú reynir ekki síst á for-
sætisnefnd þingsins og hvernig
hún og þingheimur allur mun
bregðast við til að styrkja stöðu
þingsins gagnvart framkvæmda-
valdinu.
Setja þarf nýjar
leikreglur
Eftirfarandi þarf að
skoða sérstaklega:
1. Ljóst virðist að
heilbrigð dómgreind og
siðgæðisvitund gagn-
vart óskráðum siða-
reglum dugar ekki.
Siðferðismat virðist
vera í molum og leik-
reglur þarf því að setja.
Kanna þarf því þær
skráðu og óskráðu
reglur sem ríkja um
embættisfærslur í op-
inberri stjómsýslu.
Markmiðið er að leggja
mat á hvort rétt sé að
setja siðareglur í opinberam
rekstri, sérstaklega að því er varðar
meðferð opinberra fjármuna og ým-
iskonar hlunninda og tengdra
kostnaðargreiðslna í stjórnsýslunni.
2. Fara þarf ofan í alla löggjöf og
opnar heimildir AJþingis til fram-
Fólkið gerir kröfu,
segir Jóhanna Sigurð-
ardóttir, um samfélag
þar sem siðgæði ríkir
en ekki siðspilling.
kvæmdavaldsins. Þannig verði
varpað ljósi á það hvort of rúmar
eða óskýrar heimildir Alþingis til
framkvæmdavaldsins geti verið or-
sök sóunar eða of lítils aðhalds í
meðferð opinberra fjármuna eða
skilvirks eftirlits af hálfu löggjafar-
valdsins með framkvæmdavaldinu.
í lögum þarf líka að skýra betur og
skilgreina hver ber ábyrgð og
hvernig með skuli farið ef eitthvað
fer úrskeiðis.
3. Lög um ráðherraábyrgð þarf
að endurskoða og að ráðherra sem
gefur Alþingi rangar eða villandi
upplýsingar skuli sæta ábyrgð, eins
og gerist í löndunum í kringum
okkur, en að hann geti ekki áfram
borið ábyrgðina á undirmenn sína
eða aðra. Ætla má að ráðherra
vandi þá betur undirbúning á svör-
um sínum til Alþingis og verði
gagnrýnni á hverjum verði falið af
þeirra hálfu að afla upplýsinga sem
beðið er um af hálfu þingsins.
4. Starfsaðstaða og verksvið Rík-
isendurskoðunar verði með þeim
hætti, að hægt sé að fela Ríkisend-
urskoðun en ekki ráðherra að
svara fyrirspumum þar sem hætta
getur verið á hagsmunaárekstram,
ef ráðherra eða undirstofnanir
hans era vanhæf til að svara fyrir-
spurnum frá Alþingi.
5. Lögum verði breytt á þann
veg að öllum ríkisstofnunum eða
fyrirtækjum sem ríkið á að hluta
eða öllu leyti verði gert skylt að
sundurliða og skýra í ársreikning-
um sínum allan risnu-, ferða- og
bílakostnað og hvers konar hlunn-
indagreiðslur og tilefni þeirra.
6. Nefndum þingsins verði falið
rannsóknarvald, þannig að hvenær
sem er, líka þegar þing starfar
ekki, getið nefndirnar tekið fyrir
mál, sem m.a. snerta viðlíka mál og
nú hefur komið upp og koma m.a.
við meðferð á opinberam fjármun-
um og sóun og misnotkun á fé
skattborgaranna.
Bregðast þarf við um
allt samfélagið
Þessu máli er langt frá því að
vera lokið. Virðing Alþingis er í
húfi að á þessu máli sé tekið. Þjóð-
in krefst þess að þeir sem hún kall-
ar til forystu og þeir sem fengið er
vald til ákvarðanatöku og ráðstöf-
unar á skattfé almennings séu
ábyrgir gjörða sinna. Fólkið gerir
kröfu um að leikreglur samfélags-
ins séu með þeim hætti að valdhaf-
ar búi þeim samfélag þar sem sið-
gæði ríkir en ekki siðspilling. Við
því þarf nú að bregðast um allt
samfélagið.
Höfundur er þingmaður.
Jóhanna
Sigurðardóttir
Meinatækni -
lykill að lækningu
í DAG 15. apríl er
alþjóðadagur meina-
tækna. Meinatæknar
nota þennan dag til að
kynna starf sitt og
menntun og er hann
haldinn hátíðlegur víða
um heim. Þema hans
er: „Meinatækni - lyk-
ill að öryggi við blóð-
gjöf og ígræðslu".
I samræmi við þema
dagsins er við hæfi að
kynna á hvern hátt
meinatæknar koma að
þessum málum á
Sjúkrahúsi Reykjavík-
ur. Þegar ígræðsla líf-
færa er undirbúin á
sjúkrahúsinu fer af stað ákveðið
ferli sem stórt teymi starfsmanna
er þátttakandi í. Meinatæknar era
hluti þessa teymis eins og yfirleitt
þegar flóknar aðgerðir era undir-
búnar. Gera þarf margar og
vandasamar rannsóknir bæði á líf-
færagjafa og líffæraþega til að
hægt sé að taka ákvörðun um líf-
færaflutning. Miklu máli skiptir að
líffæragjafi beri ekki í sér smit, sé
ekki með veirasýkingu eða annað
það sem gæti riðið þeganum að
fullu vegna veiks
ónæmiskerfis hans, en
ónæmiskerfi líffæra-
þega er bælt til þess
að hann hafni ekki
hinu utanaðkomandi
líffæri. Til að kanna
hvort líffæragjafi hafi
veirasýkingu er tekið
blóðsýni og mælt hvort
hann hafi lifrarbólgu
af völdum lifrarbólgu-
veiru B og C, en þær
era tvær algengustu
lifrarbólguveirarnar
sem berast með blóð-
smiti. Mikil straum-
hvörf urðu þegar lifr-
arbólguveira B var
uppgötvuð en meðgöngutími henn-
ar er 2-6 mánuðir. Lifrarbólgu-
veira C er tiltölulega nýskilgreind
veira sem olli flestum lifrar-
bólgutilfellum er komu í kjölfar
blóð- eða blóðhlutagjafa og ekki
voru af völdum þekktra lifrar-
bólguveira. Meðgöngutími hennar
er 5-12 vikur, að meðaltali 8 vikur.
Rannsaka þarf hvort líffæragjaf-
inn hafi nýlega cytomegaloveira-
sýkingu, en sýking af hennar völd-
um hjá heilbrigðum fullorðnum
í dag, 15. apríl, er al-
þjóðadagur meina-
tækna. Ingibjörg
Halldórsdóttir segir
meinatækni lykil að
öryggi við blóðgjöf
og ígræðslu.
einstaklingi hefur yfirleitt frekar
óljós einkenni en getur orðið af-
drifarík hjá fólki með bælt ónæmis-
kerfí eins og líffæraþegar era. HIV
smit hefði einnig alvarlegar afleið-
ingar fyi'ir þegann.
Framantaldar fjórar rannsóknir
á veirasmiti era veigamikill þáttur
í undirbúningsrannsóknum vegna
líffæraflutninga. Að auki era gerð-
ar ýmsar efnarannsóknir sem
mæla starfsemi hinna ýmsu líffæra
líkamans svo sem briss, nýma og
lifrar.
Höfundur er deildarmeinatæknir á
Smitsjúkdómadeild Sjúkrahúss
Reykjavfkur.
Ingibjörg
Halldórsdóttir
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 41
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa
Innlausnardagur 15. apríl 1998.
1. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.853.546 kr. 185.355 kr. 18.535 kr.
3. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 500.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.649.299 kr. 824.649 kr. 164.930 kr. 16.493 kr.
1. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 8.122.151 kr. 1.624.430 kr. 162.443 kr. 16.244 kr.
2. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 7.994.685 kr. 1.598.937 kr. 159.894 kr. 15.989 kr.
1. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 7.362.690 kr. 1.472.538 kr. 147.254 kr. 14.725 kr.
3. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.727.467 kr. 1.345.493 kr. 134.549 kr. 13.455 kr.
1. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.571.044 kr. 1.314.209 kr. 131.421 kr. 13.142 kr.
1. flokkur 1995: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. innlausnarverð: 6.195.239 kr. 1.239.048 kr. 123.905 kr. 12.390 kr.
1. 2. og 3. flokkur 1996: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.164.225 kr. 116.423 kr. 11.642 kr.
Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands
Suðurlandsbraut 24.
Upplýsingar um útdregin húsbréf
liggja frammi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins,
á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum.
[»□ HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
HÚSBRÉFAOEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 569 6900