Morgunblaðið - 15.04.1998, Page 46
46 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGRÍÐUR
BJARNADÓTTIR
Sigríður Bjarna-
I dóttir fæddist á
Mýrarholti á Kjalar-
nesi 1. júlí 1919. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur hinn 4.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Helga Finns-
dóttir, húsfreyja, f.
25. des. 1889, d. 11.
mars 1967, og Bjami
Amason, sjómaður, f.
21. nóvember 1883,
d. 6. febrúar 1925.
Sigríður ólst upp á
Gmnd á Kjalaraesi
til fimm ára aldurs. Þá fórst fað-
ir hennar í Halaveðrinu og fór
hún í fóstur til föðursystur sinn-
ar, Guðrúnar Árnadóttur, hús-
freyju, f. 7. feb. 1879, d. 1973, og
Oddgeirs Þorkelssonar, bónda í
Ási við Hafnaríjörð, f. 27. maí
1881, d. 1962. Systkini Sigríðar:
Sigurður, bflstjóri í Reykjavík og
Hafnarfírði, f. 15. des. 1913, d.
1992; Stefán, verkamaður í
Reykjavík, f. 8. okt. 1915, d.
1977; Margrét, húsfreyja á
Kirkjuferju í Ölfusi, f. 27. júlí
1917, d. 1989; Fjóla, skrifstofu-
stúlka í Njarðvíkum, f. 9. mars
**’ 1921; Ólafur, flugvallareftirlits-
maður í Reykjavík, f. 13. maf
1923; Ágúst, bflstjóri í Reykja-
vík, f. 10. ágúst 1924. Tvær syst-
ur dóu í barnæsku. Hálfsystir
Sigríðar er Bjarney Guðjónsdótt-
ir, húsfreyja í Reykjavík, f. 28.
feb. 1933. Fóstursystkini: Ámi,
stýrimaður, f. 16. feb. 1900, d.
1947; Ásmundur, skipstjóri, f. 21.
júní 1901, d. 1941; Sigurlaugur,
vélstjóri, f. 8. júní 1902, d. 1990;
Anna, húsmóðir og saumakona,
•vc f. 19. sept. 1903, d. 1997; Sigríð-
ur, húsmóðir, f. 13. nóv. 1904, d.
1978; Sólveig, hús-
móðir, f. 30. nóv.
1905, d. 1988; Sigrún,
húsmóðir, f. 2. okt.
1908, d. 1942; Jónas,
skólastjóri, f. 13.
mars 1911. Þau em
börn Guðrúnar Árna-
dóttur og fyrri
manns hennar, Sig-
urðar Jónssonar. Sig-
urjón, verkamaður, f.
31. des. 1889, d. 1956,
og Guðfinna, hús-
freyja, f. 2. okt. 1892,
d. 1978. Þau em börn
Sigurðar Jónssonar
og fyrri konu hans. Sigurrós,
póstafgreiðslumaður, f. 24. júlí
1917, d. 1992,_ dóttir Guðrúnar
og Oddgeirs í Ási. Sigurður Rún-
ar Jónasson, rafvélavirki, f. 6.
feb. 1939, fóstursonur Guðrúnar
og Oddgeirs í Ási.
Sigríður giftist 7. feb. 1979
Þorbimi Ólafssyni, bankastarfs-
manni, f. 10. des. 1920. Foreldrar
Þorbjörns: Steinunn Jónsdóttir,
húsfreyja, og Ólafur Arnórsson,
verslunarmaður f Reykjavík.
Börn Þorbjörns og stjúpbörn
Sigríðar: Þór, sölustjóri, f. 13.
ág. 1943, og Guðrún, f. 6. nóv.
1947.
Sigríður hóf nám í hárgreiðslu
1939 og varð hárgreiðslumeist-
ari 1944. Hún rak eigin hár-
greiðslustofu, Lilju, frá 1944.
Hún var formaður Hárgreiðslu-
meistaraféiagsins 1967-’73 og
var í prófnefnd félagsins, sat í
stjórn Iðnaðarmannafélagsins í
Reykjavík um árabil og var
gjaldkeri þess í nokkur ár.
Utfór Sigríðar Bjarnadóttur
verður gerð frá Dómkirkjunni í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Ég vil með þessum orðum kveðja
hana Siggu frænku mína og þakka
henni fyrir að hafa átt hana að alla
mína ævi.
Sigga var fímm ára þegar hún
kom í fóstur til ömmu minnar og
afa, þeirra Guðrúnar Árnadóttur og
Oddgeirs Þorkelssonar, að Ási við
Hafnarfjörð. Faðir hennar, Bjarni
bróðir Guðrúnar, hafði farist ásamt
tveim bræðrum sínum á togara í
Halaveðrinu. Þótt Ásheimilið væri
stórt þótti ekki tiltökumál að bæta
við einu bami. Móðir mín Sigurrós
- ^var yngst barnanna á heimilinu, þá
sjö ára. Mér er sagt að amma Guð-
rún hafi haft nokkrar áhyggjur af
því hvernig móðir mín tæki því þeg-
ar Sigga kom á heimilið, en henni til
mikils léttis tók móðir mín
stúlkunni vel, tók í hönd hennar og
fór með hana út til að sýna henni
umhverfið. Þar með hófst sá vin-
skapur sem tengdi þær saman alla
ævi. Þótt þær væru ekki systur þá
held ég að þær hafi alltaf litið hvor á
aðra sem systur.
Sigga ólst síðan upp í Ási hjá afa
og ömmu. Þegar hún var nítján ára
fór hún til Reykjavíkur að læra hár-
greiðslu og það varð hennar ævi-
starf til dauðadags. Sigga varð hár-
greiðslumeistari árið 1944 og þá
strax ákvað hún að gerast eigin
herra og keypti hárgreiðslustofuna
Lilju, sem var í kjallara á homi
Templarasunds og Kirkjustrætis.
Mér er sagt að hún hafi farið í
Landsbankann og beðið um lán til
að kaupa stofuna, en fengið þau
t
Sonur minn, bróðir okkar, sambýlismaður og fósturfaðir,
FRANKLÍN ÞÓRÐARSON
bóndi,
Litla-Fjarðarhorni,
Strandasýslu,
lést á Landspítalanum laugardaginn 11. apríl sl.
Ingibjörg Bjarnadóttir,
Jóna Þórðardóttir,
Ingunn Þórðardóttir,
Þórdís Kristjánsdóttir,
Steinar Magnússon.
»
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
HAUKUR HELGASON
hagfræðingur,
Kleifarvegi 3,
Reykjavik,
lést á páskadag, þann 12. april.
Guðrún Bjarnadóttir,
María, Helga, Sólveig
og Unnur Hauksdætur.
svör að þar væra engir peningar til.
En hún lét það ekki stöðva sig og
með aðstoð góðra manna tókst
henni að afla þess fjár sem til þurfti.
Það að Sigga skyldi strax þegar hún
var orðin meistari kaupa eigin stofu
lýsir vel skapgerð hennar - hún
vildi vera sinn eigin herra.
Þegar móðir mín og stjúpi fluttu
austur á Reyðarfjörð fækkaði skilj-
anlega samverastundum þeirra
systra. Flest sumur kom Sigga
austur á Reyðarfjörð og dvaldi hjá
okkur nokkrar vikur. Það urðu
alltaf miklir fagnaðarfundir þegar
hún kom og kæmi hún ekki var eins
og væri minna sólskin það sumarið.
Á þessum ferðum setti Sigga oft
upp hárgreiðslustofu í stofunni
heima. Sótt var hárþurrka sem hún
geymdi niðri í kjallara og síðan voru
reyðfirskar konur klipptar og þeim
greitt samkvæmt nýjustu tísku.
Þannig varð koma Siggu ekki að-
eins gleðiefni fyrir okkur, heldur
einnig fyrir aðra Reyðfirðinga.
Sigga Bjarna, eins og hún var
gjarnan kölluð til aðgreiningar frá
öðrum Siggum í fjölskyldunni, hafði
alla tíð mikinn áhuga á íþróttum.
Hún æfði fimleika frá tólf ára aldri
og sýndi fimleika með Armanni
bæði hér heima og erlendis. Einnig
æfði hún og keppti í handbolta í
nokkur ár. Þegar hún hætti að
stunda fimleika fór hún að stunda
sund, fyrst í gömlu sundlaugunum
og síðan í Vesturbæjarlauginni, þar
sem hún var daglegur gestur í mörg
ár. Það var í sundlaugunum, sem
hún kynntist Þorbimi Ólafssyni,
síðar eiginmanni sínum.
Ég man að sem ungur drengur
hafði ég nokkrar áhyggjur af því að
Sigga Bjarna var ekki gift. Fannst
einkennilegt að svona glæsileg kona
eins og hún ætti ekki eiginmann og
börn. Eflaust naut ég góðs af því að
Sigga átti engin böm sjálf, því hún
var mér alltaf mjög góð, að mörgu
leyti var hún mér sem önnur móðir.
Þegar Sigga kynntist Þorbirni kom
fljótlega í Ijós að hún var búin að
finna þann eina rétta. Eftir nokk-
urra ára kynni giftu þau sig árið
1970, Sigga þá orðin fimmtug og
Þorbjöm á fimmtugasta aldursári.
Það var okkur öllum mikil ánægja
að Sigga hafði fundið sér lífsföra-
naut. Með Siggu og Þorbirni var
mjög kært og þau voru miklir og
góðir félagar. Þau ferðuðust mikið,
fóra árlega til Spánar eða Kanarí-
eyja. Eitt sinn drifu þau sig til
Bandaríkjanna og fóru þar vítt og
breitt með vinafóki sínu. Þau vora
nýkomin úr ferð til Kanaríeyja þeg-
ar Sigga varð fyrir því slysi sem
lauk hennar lífsferli.
Ekki verður svo um Siggu Bjarna
fjallað að ekki sé minnst á hina ein-
stöku umhyggju og ræktarsemi sem
hún sýndi fósturforeldrum sínum,
Guðrúnu og Oddgeiri í Ási. Allt frá
því að hún flutti að heiman inn i
Reykjavík hafði hún það að venju að
heimsækja þau um hverja helgi
væri þess nokkur kostur. Á áram
áður þýddi það að á sunnudögum
var tekinn strætisvagn suður í
Fjörð og síðan gengið upp að Ási og
oft í vondu veðri. Þessar heimsóknir
vora þeim gömlu hjónunum mikill
ánægjuauki. Upp úr hádeginu var
farið að horfa út á hæð til þess að
fylgjast með því hvort Sigga birtist
ekki. Á þessu varð ekki breyting
þegar hún kynntist Þorbirni, ef eitt-
hvað var þá fjölgaði ferðum frekar
en hitt, því nú var hún komin með
bílstjóra. Öll jól hélt Sigga með
ömmu og afa og með ömmu eftir að
afi féll frá, allt þangað til hún var
flutt á Sólvang. Verður Siggu og
Þorbimi seint þökkuð þessi ræktar-
semi við gömlu hjónin.
Eftir að við bræður, Páll og ég,
voram fluttir til Reykjavíkur og
bjuggum þar einir veit ég að for-
eldrum okkar þótti gott að vita af
því að Sigga og Þorbjörn voru ekki
langt í burtu. Enda varð sú raunin
að oft komum við í Templarasund 3
þar sem Sigga rak hárgreiðslustof-
una Lilju, þar sem nú er veitinga-
húsið Við Tjörnina. Sigga og Þor-
björn bjuggu þar á þeim árum.
Þangað gátum við leitað ef við
þurftum. Þau létu sér annt um vel-
íFerð okkar bræðra, voru tilbúin að
rétta okkur hjálparhönd ef á þurfti
að halda eða ráða okkur heilt ef ráð-
legginga var þörf.
I mörg ár hefur það verið venja á
heimili mínu að hefja jólahaldið með
því að borða hangikjöt á Þorláks-
messu með Siggu og Þorbirni, Jens
stjúpa mínum og móður minni með-
an hún lifði. Þegar Sigga hafði
greitt síðustu jólagreiðsluna komu
hún og Þorbjöm og þar með hófust
jólin. Nú verður Siggu sárt saknað
um næstu jól.
Á tímamótum sem þessum koma
upp í hugann ýmsir atburðir frá
liðnum árum, sem skýra þá mynd
sem við höfum gert okkur af Siggu.
í huga okkar mun lifa einkar hug-
Ijúf mynd sem við eigum fá orð til
að lýsa en varðveitum svo lengi sem
við lifum.
Nú að leiðarlokum vil ég þakka
Siggu Bjama fyrir allt sem hún var
mér og mínum. Ég vil þakka henni
vináttu og tryggð við móður mína
og stjúpfóður og þá umhyggju sem
hún sýndi ömmu og afa. Ég veit að
harmur Þorbjörns er mikill við frá-
fall Siggu. Hugur okkar er með
honum og fjölskyldu hans á þessari
stundu og við biðjum þess að ljúfar
minningar um Siggu veiti honum
styrk.
Geir A. Gunnlaugsson.
Okkur hjónin langar til að minn-
ast kærrar vinkonu okkar, Sigríðar,
með fáeinum orðum. Við höfðum
farið með þeim hjónum, Sigríði og
Þorbirni, til Kanaríeyja og komum
heim 17. mars síðastliðinn. Við
kynntumst þeim hjónum fyrir all-
mörgum áram í fríi á Benidorm og
hefur síðan verið náin vinátta milli
okkar með sameiginlegum utan-
landsferðum og gagnkvæmum
heimsóknum. Við komum til með að
sakna hennar og viljum með þess-
um fáu orðum þakka henni og votta
eftirlifandi eiginmanni hennar, Þor-
bimi Ólafssyni, dýpstu samúð.
Akvörðuð tnín og mæld er stund,
mitt líf stendur í þinni hönd,
andlátið kemur eitt sinn að,
einn veistu, Guð, nær skeður það.
(H.P.)
Helga Kristófersdóttir,
Gísli Júlíusson.
Með örfáum orðum langar mig að
kveðja Siggu frænku mína hinstu
kveðju. Ég hitti ykkur hjónin svo
glöð og kát sama dag og þið komuð
úr yndislegu fríi á Kanaríeyjum.
Ekki óraði mig fyrir því að þetta
yrði í síðasta skiptið sem ég sæi þig,
slysin gera víst ekki boð á undan
sér. Ég kom oft til þín sem barn
þegar mamma var að fara í lagn-
ingu hjá þér og mér er minnistætt
hve brosandi og kát þú varst alltaf.
Það sem mér stendur ferskt í minni
er þegar þú lagðir það á þig heilt
sumar að leyfa mér atvinnulausum
unglingnum að aðstoða þig og kynn-
ast lífsstarfi þínu. Ég fékk að fást
við margvisleg störf sem til féllu á
hárgreiðslustofunni. Einu man ég
sérstaklega eftir en það var að læra
að skera maltbrauð í sneiðar fyrir
hádegismatinn. Það er svo sem ekki
frásögur færandi nema fyrir það að
ég skar þær alltaf svo þykkar.
Ástæðan er sú að ég kem frá stóra
heimili þar sem hjá okkur bjuggu
tveir afar mínir og þar skyldu sneið-
amar vera almennilegar. Honum
Þorbirni vini mínum fannst þetta
fráleitt því brauðsneiðarnar skyldu
ekki vera þykkari en reykti laxinn
sem fór ofan á þær. Þetta tókst að
lokum í síðustu viku sumars, von-
andi. Um haustið fóru þið hjónin til
útlanda og gleymi ég því aldrei þeg-
ar þið komuð færandi hendi með
hvít leðurstígvél og vínrauða kápu
sem var í hátísku þá. Margar minn-
ingar koma upp í hugann en eitt
langar mig að minnast á að lokum.
Þennan sama vetur kom fræg ensk
hljómsveit til landsins og hélt tón-
leika. Það ætluðu „allir“ á tónleik-
ana en ég hafði alls ekki efni á því
að fjárfesta í slíkum viðburði. Mig
langaði heil ósköp til að fara. Viti
menn, Sigga og Þorbjöm komu fær-
andi hendi með miða á tónleikana.
Þetta var þvílíkur gullmoli í huga
mínum.
Elsku frænka, nú skilur leiðir og
veit ég að vel er tekið á móti þér
hinum megin. Litla systir þín og
mágur sem nú eru stödd erlendis
senda innilegar samúðarkveðjur
heim og era þau mjög leið yfir því
að geta ekki fylgt þér hinstu sporin.
Mamma þakkar þér sérstaklega
fyrir allt það sem þú hefur gert fyr-
ir hana í gegnum tíðina. Þorbjörn
minn, ég og fjölskylda mín sendum
þér okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum góðan Guð að
styrkja þig í þessari þungu raun.
Helga Hilmarsdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÓLAFUR HARALDSSON
húsasmíðameistari,
Miðvangi 69,
Hafnarfirði,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn
12. apríl.
Guðrún Tyrfingsdóttir,
Eyrún Ólafsdóttir,
Kristján M. Ólafsson, Lydia Ósk Óskarsdóttir,
Haraldur Garðar Ólafsson
og barnabörn.