Morgunblaðið - 15.04.1998, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 4'«L,
MINNINGAR
+ Kristján Grétar
Marteinsson var
fæddur í Hafnar-
ílrði 14. aprfl 1928.
Hann lést á Land-
spítalanum hinn 19.
september siðastiið-
inn. Foreldrar hans
voru Mai-teinn
Ólafsson sfmamað-
ur, f. 22. júlí 1896,
og Guðbjörg Krist-
jánsdóttir, f. 27.
aprfl 1901. Systkini
Grétars voru
Katrín, f. 12. júní
1930, og Stefán, f. 17. júní 1937.
Grétar kvæntist 1953 Ástu
Mig langar til að skrifa nokkur
minningarorð um kæran vin minn
og mág, Kristján Grétar Marteins-
son, eða Grétar, eins og hann var
ævinlega kallaður. Hann var fædd-
ur 14. apríl 1928 og hefði því orðið
sjötugur nú 14. aprfl, en hann féll
frá 19. september síðastliðinn.
Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir
rúmum fjörutíu og fimm árum þeg-
ar ég fyrst kom á heimili tengdafor-
eldra minna á Laugarnesvegi 85,
þar sem hann ólst upp ásamt systur
og uppeldisbróður. Strax tókst með
okkur góð vinátta sem hélst alla tíð
og styrktist frekar með árunum.
Svanlaugu Magnús-
dóttur, f. 13. desem-
ber 1932. Foreldrar
hennar voru Magn-
ús Sturlaugsson og
Vilborg Magnús-
dóttir. Börn þeirra
Grétars og Ástu eru
Guðbjörg, f. 22. jan-
úar 1954, Hörður, f.
29. mars 1955, Mar-
teinn, f. 13. desem-
ber 1959, og Magn-
ús, f. 28. maí 1963.
Bálför Grétars
fór fram í kyrrþey
30. september frá Fossvogs-
kirkju.
Grétar var einstakur maður, Ijúfur
og hægur, orðvar með afbrigðum
og heyrði ég hann aldrei tala illa
um nokkum mann. Hann lifði
þessu lífi án þess að gera kröfur sér
til handa en var ávallt tilbúinn að
rétta hjálparhönd þeim sem þess
þurftu, vinum jafnt sem vanda-
mönnum. Hann var ekki einn af
þeim mönnum sem troðast í gegn-
um h'fið með fyrirferð og hávaða.
Grétari var margt til lista lagt og
ber fyrst að nefna að hann spilaði
ágætlega á orgel sem hann lærði
lítillega í æsku en að öðru leyti var
hann sjálfmenntaður. Á unglings-
árum sótti hann fundi í KFUM
eins og margir aðrir og eignaðist
hann þar marga góða vini og sú
vinátta hélst alla tíð. Hafði hann
síðan ætíð mynd uppi af sveitarfor-
ingjanum Friðriki Olafssyni. Sú
trúarreynsla sem maður öðlaðist í
KFUM situr í manni og ég held að
svo hafi einnig verið með Grétar og
trúin hafi ætíð verið honum nærri
og dýrmæt.
Þegar barnaguðsþjónustur
hófust í Laugameskirkju hjá séra
Garðari Svavarssyni þá fékk hann
Grétar til að spila á orgelið, en þeir
voru góðir vinir. Enn í dag er fólk
sem bjó í nágrenni Grétars að tala
um það, þegar Grétar var að fara
að spfla í kirkjunni og tók þá ná-
grannakrakkana með sér.
Hann hafði mjög gaman af að
hlusta á sígilda tónlist og hafði
mjög næmt eyra fyrir henni. Eg
minnist þeirra góðu stunda þegar
við sátum og hlustuðum á góða tón-
list eða hann spilaði á orgehð sitt,
en lengst af hefiir hann átt orgel og
leikið á það sér og öðrum til
ánægju. Grétar var listaskrifari og
skrautritaði mörg skjöl fyrir vini
og vandamenn en hélt því htið á
loft fremur en öðru. Skriftarsnilld-
ina hafði hann frá fóður sínum sem
hafði mjög fallega rithönd.
Hann var mikill áhugamaður um
flug og flugvélar og fróður um teg-
undir og jafnvel einstaka vélar, ís-
lenskar og erlendar. Stórt safn átti
hann af flugvélamódelum máluðum
í viðeigandi htum og með viðeigandi
merkingum. Einstakt snilldarhand-
bragð er á þessum módelum og
vitnar um mikinn næmleika og fág-
un. Samhhða þessum flugáhuga
safnaði hann barm- og einkennis-
merkjum hinna ýmsu félaga, aðal-
lega úr flugheiminum og mörg hver
eru þau frá félögum sem fyrir löngu
hafa lagt upp laupana. Safnið er
töluvert að vöxtum og kom hann því
fyrir á smekklegum spjöldum og er
það því aðgengilegt. Mig grunar að
oft hafi hann notið uppeldisbróður
síns, sem er flugvélstjóri, í öflun á
fágætum merkjum.
Ekki verður Grétars minnst án
þess að getið sé um hans elskulegu
foreldra, svo samofnar eru þær
minningar sem streyma fram í
hugann og öll nutum við hlýju
þeirra og hjálpsemi. Á árinu 1952
kynntist Grétar konuefninu sínu,
Astu Magnúsdóttur, mikilli ágætis-
konu og hófu þau búskap á Laug-
amesveginum, en þá vorum við þar
fyrir, ég og mín kona. Ástæður
þess voru þær að þegar við geng-
um í hjónaband og fórum að leita
að húsnæði þá sögðu tengdafor-
eldramir það ekki koma til greina
að fara að leigja úti í bæ, betra
væri að reyna að safna og búa
þröngt hjá þeim á meðan og sama
gflti um Ástu og Grétar. Þetta var
þeirra hugmynd, sem var mikil
hjálp og varð til þess að við höfum
aldrei leigt. Húsið var ekki stórt,
55-60 fm, hæð og kjallari og má
rétt hugsa sér hvaða ánauð þetta
hefur verið fyrir tengdaforeldrana,
ég tala nú ekki um eftir að bömin
fóm að koma, en vissulega færðu
bamabömin þeim mikla gleði. Það
á vel við í þessu tilfelli að „þar sem
er hjartarúm, þar er húsrúm“. I tíu
ár bjuggum við öll saman á þessari
lóð, en á þeim ámm stækkaði þ^.
húsnæðið. Aldrei man ég eftir
neinum árekstmm þó aldursmunur
væri mikill, þeim þótti þetta sjálf-
sagt og ekki annað koma til álita.
Velferð fjölskyldunnar var þeirra
takmark, sem þau misstu aldrei
sjónar á. Svona vom þessi elsku-
legu hjón í einu og öllu. Grétar
vann hjá Landsímanum og síðar
Bæjarsímanum í mörg ár við akst-
ur og síðar lagerstörf. Árið 1966
söðlaði hann um og hóf leigubfla-
akstur sem hann stundaði síðan
meðan kraftar entust, fyrst á BSR^
en síðar á Hreyfli. Það var fyrst éí
árinu 1995 sem Grétar kenndi sér
þess meins sem varð lífinu yfir-
sterkara og við tók barátta sem
endaði eins og áður segir í septem-
ber síðastliðnum. Þegar líða tók á
gerði hann sér fulla grein fyrir að
hverju stefndi og með jafnaðargeði
og yfirvegun tók hann þeim öriög-
um. Það var aðdáunarvert hvað
eiginkona hans og fjölskyldan
stóðu öll þétt saman í þessari bar-
áttu hans. Það var fallegt að sjá
hvað barnabörnin kvöddu afa sinn
innilega eftir heimsóknir til hans.
Við ferðalok kvaddi fjölskyldan
elskulegan eiginmann og fjöl-
skylduföður, systir kæran bróður*|r
og ég góðan vin og mág. Megi
minning um góðan dreng Mfa áfram
með okkur.
Jón Óskarsson.
KRISTJAN GRETAR
MARTEINSSON
+ Steinunn Ás-
geirsdóttir
fæddist í Stykkis-
hólmi 21. júlí 1911.
Hún lést á elli- og
hjúkrunarheimilinu
Grund 5. aprfl síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Ásgeir
Jónsson rennismið-
ur, f. 29.11. 1879, d.
10.3. 1966, og Guð-
rún Stefánsdóttir
húsmóðir og veit-
ingamaður, f. 4.9.
1885, d. 24.6. 1964,
ættuð af Snæfells-
nesi og úr Dalasýslu. Þau hófu
búskap í Stykkishólmi en
bjuggu lengst af á Isafirði og í
Reykjavík. Steinunn átti tvo
bræður sem báðir eru látnir,
Jón stöðvarsijóra í Reykjavík,
f. 26.10. 1908, d. 20.2. 1978, og
Einar forstjóra í Reykjavík, f.
16.4. 1918, d. 20.4. 1995.
Eiginmaður Steinunnar var
Þórhallur Leósson verslunar-
maður, f. 24.1. 1900, d. 8.3.1988.
Þau eignuðust fimm börn. Þau
eru: 1) Lea Kristín húsmóðir á
Laugaiandi, f. 18.7. 1932, eigin-
maður Bjarni Helgason garð-
yrkjubóndi, f. 23.6. 1928, og eru
börn þeirra Helgi, Steinunn,
Þórhallur og Sigrún. 2) Ásrún
ræstitæknir í Hafnarfírði, f.
25.1. 1934, eiginmaður Jónas Jó-
hannsson verslunarmaður, f.
27.10. 1924, og eiga þau dóttur-
ina Sonju. 3) Leó Þórhallsson
málari í Hveragerði, f. 6.9. 1938,
fyrrverandi eiginkona Halldóra
Bjarnadóttir húsmóðir í Reykja-
vík, f. 13.8. 1943, og eru börn
þeirra Marta, Þórhallur og
Minningarnar streyma fram
þegar við nú kveðjum ömmu okkar,
Steinunni Ásgeirsdóttur, hinstu
kveðju. Þegar við systkinin frá
Laugalandi komum í bæinn fórum
við alltaf í heimsókn til ömmu og
afa í Sörlaskjólinu. Þangað var
gaman að koma og bar margt til.
Fjaran, skúrinn og umhverfið í
Skjólunum var ævintýraheimur,
ólíkur veröld okkar í sveitinni, og
heillaði okkur barnabörnin. Afi átti
litla skektu sem gjarnan var notuð
til rauðmagaveiða á vorin og þegar
eitthvert okkar fékk tækifæri til
Bjartmar. 4) Þór-
hallur bókavörður í
Reykjavík, f. 9.9.
1946, eiginkona
Theodóra Emils-
dóttir íþróttakenn-
ari, f. 26.3. 1940, og
eiga þau dótfiirina
Álfheiði. 5) Ásgeir
cand. merc. í Kaup-
mannahöfn, f. 14.4.
1954, kona Jóhanna
Árnadóttir ljósmóð-
ir, f. 6.7. 1962, og
eru synir þeirra
Ámi og Leó. Asgeir
á einnig Kristínu
Rós Ásgeirsdóttur og Helge
Kristiansen.
Steinunn stundaði nám við
Húsmæðraskólann Ósk á ísafirði
og vann síðan hjá móður sinni á
matsölustaðnum og gistihúsinu
Uppsölum. Þau Þórhallur giftust
árið 1931 og hófu búskap á Isa-
firði. Árið 1940 fluttist fjölskyld-
an til Reykjavíkur og bjó við
Rafstöðina við Elliðaár þar til
Steinunn og Þórhallur byggðu
sér fbúðarhús við Sörlaskjól.
Lengst af sinnti Steinunn hús-
móður- og uppeldisstörfum. Hún
vann si'ðan við fatavörslu í Þjóð-
lcikhúskjallaranum og á Hótel
Sögu. Eitt helsta áhugamál
Steinunnar var söngur. Söng
hún með Sunnukórnun á Isa-
firði, Samkór Reykjavíkur,
Slysavarnakórnum í Reykjavík
og kór Neskirkju. Á efri ámm
flutti Steinunn í þjónustuibúð við
Hvassaleiti og síðar á elli- og
hjúkmnarheimilið Grund.
Utför Steinunnar fer fram frá
Neskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
þess að fara með var það ævintýri
líkast. Amma var mikill gestgjafi
og eldaði góðan mat enda alin upp
á matsölustað. Margar minningar
eru tengdar samveru fjölskyldunn-
ar við stóra borðstofuborðið. Glað-
værð einkenndi heimilið og amma
var gjarnan syngjandi. Amma ólst
upp á tónlistarheimili og unni allri
tónlist. Hún hafði góða söngrödd
og naut þess að syngja. Hún söng
með kórum á ísafírði og í Reykja-
vík, lengst í Neskirkju þar sem hún
var í kirkjukórnum í góðum félags-
skap í þrjátíu ár. Hún var félags-
lynd og hafði mikla ánægju af kór-
starfinu.
Á meðan heilsan leyfði fylgdist
amma vel með bamabömunum og
bömum þeirra, samfagnaði við alla
áfanga í lífinu. Bamabömin em
þrettán og barnabamabömin sömu-
leiðis orðin þrettán. Þegar amma
var mætt þurfi ekki að hafa meiri
áhyggjur af söngnum og stundum
var hún „kórinn“ við athafnir í fjöl-
skyldunni. Við eigum líka margar
góðar minningar frá sumarheim-
sóknum afa og ömmu upp í Borgar-
fjörð. Þá var gjaman farið í bílferðir
og til berja á haustin.
Amma var heilsuhraust fram að
áttræðisaldri. Hún var ungleg og
ung í anda, vel til höfð og reyndi að
fylgjast með tískunni. Þannig mun-
um við ömmu. Orðið nútímakona
kemur upp í hugann, hugsun henn-
ar og fas var þannig. Síðustu árin
dvaldi hún á elli- og hjúkrunarheim-
ilinu Grund og naut þar mjög góðr-
ar umönnunar sem ber að þakka.
Fyrir sex ámm veiktist hún og fór
heilsu hennar sífellt hrakandi þar til
hún lést 5. aprfl síðastliðinn.
Minningin um fallega og góða
ömmu mun lifa með okkur.
Helgi, Steinunn, Þórhallur
og Sigpnin.
Kveðja frá Kaupmannahöfn
Okkur frænkumar langar að
skrifa nokkur kveðjuorð um Steinu
ömmu og langömmu.
Við munum eftir góðum stundum
sem við áttum í Sörlaskjóli. Fyrir
litlar stelpur var gaman og spenn-
andi að fá kandís, rabarbarasultu,
góðan mat, leika sér í fjömnni og þó
fyrst og fremst að njóta félagsskap-
ar ömmu.
Við minnumst hennar sem lífs-
glaðrar, duglegrar og góðrar konu.
Breiðirvængir
bjartra engla
bera þig til eilífðrar.
Minningar
munum við um þig geyma
íhupmokkaráttuheima.
Álfheiður og Hafdís.
Það var sólríkur og fallegur
sunnudagur þegai- fregnin barst um
að amma væri sofnuð svefninum
langa. Það var líka alltaf sól og ilm-
ur af kökum í húsinu hennar ömmu
í Sörlaskjólinu. En þaðan á ég
margar góðar minningar frá því ég
var bam. I garðinum hjá ömmu og
afa var spennandi að leika sér og
oftar en ekki lá leiðin niður í fjöru
sem er hinum megin við götuna.
Amma var mikil húsmóðir og átti
fallegt heimili. Hún eldaði góðan
mat og bakaði mikið af alls kyns
kökum og aldrei kom nokkur að
tómum kökubauknum hjá henni
þrátt fyrir mikinn gestagang og
stóra fjölskyldu. Á haustin tóku
amma og mamma slátur eins og
gert var á fleiri góðum bæjum og
man ég svo vel hvað mér fannst rús-
ínuslátrið gott sem amma gerði sér-
staklega fyrir pabba minn en hann
var aldrei neitt sérlega hrifinn af
því. En alltaf gerði amma rús-
ínuslátrið fyrir pabba. Á þennan
hátt var amma að sýna væntum-
þykju sína.
Amma var mikil félagsvera og
vildi hafa fólk í kringum sig og naut
sín sérstaklega vel þegar þurfti að
undirbúa og skipuleggja veislur og
boð en mér fannst svo notalegt að
vera hjá ömmu þegar mikið stóð til
því hún söng alltaf við vinnu sína en
hún var í kirkjukór Neskirkju í
mörg ár. í barnsminningunni voru
veislumar hjá ömmu eins og kon-
ungsveislur, svo finar voru tertum-
ar og allt svo fallegt.
Þegar ég byrjaði búskap sjálf fyr-
ir um það bil 15 árum fluttist ég í
Vesturbæinn ekki langt frá ömmu
og þegar við eignuðumst fyrsta
bam okkar fékk ég mér oft
göngutúr með barnavagninn til
ömmu í Sörlaskjólið. Amma átti
alltaf góð ráð handa ungri og
óreyndri húsmóður sem var að feta
sig áfram í heimilishaldinu en hús-
ráðin hennar ömmu eru enn í dag í
fullu gildi.
Þótt söknuðurinn sé alltaf sár
gleðst ég samt því síðustu árin hef-
ur amma ekki geta tekið þátt í lífinu
sem skyldi og mikið held ég að hann
Tóti afi sé glaður að fá hana Steinu
sína til sín og saman geta þau nú átt
góðar stundir þar sem sólin skín
alla daga.
Sonja.
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsia.
Sverrir Einarsson, útfararstjóri
Sverrir Olsen, útfararstjóri
Utfararstofa Islands
Suðurhlíð 35 ♦ Sínri 581 3300
Allan sólarhringinn.
STEINUNN
ÁSGEIRSDÓTTIR
TO-uum iio oiuiu-h íio ufl um
jiflTu
mniiUMtii • difí
Upplýsingar í s: 551 1247
Hcfðbandinn bross m/munstruðum
endum. Hæð 100 sm jra jörðu.
Hringið í síma 431-1075 og fáið litabækling.
BLIKKVERK
Dalbraut 2, 300 Akranesi.
Simi 431 -1075, fax 431 -3076
______________________1
Krossar á íeiði
Ryðfrítt stáC - varanfegt efni
Krossamir eruframídddir
úr ftvíthúðuðu, ryðfriu stáíi.
Minnisvarði sem enrfist
um ókomtia tíð.
Sóikross (táknar eifíft líf)
Hæð 100 smfrájörðu.